Hið góða í manninum

 panorama-4610864_1920

Hið góða í manninum, hvað er það og hvaðan kemur það? Við þekkjum dæmi um góð verk, eins og þegar björgunarsveitarmaður leggur í leiðangur til að hjálpa fólki í ógöngum, eða þegar sjúkum er hjúkrað og þegar nemanda er kennt að læra vel.

En gerir þetta viðkomandi að góðri manneskju? Gerir þetta viðkomandi kannski bara að góðum björgunarsveitarmanni, góðum heilbrigðisstarfsmanni og góðum kennara?

Er góðmennskan eitthvað dýpra en það sem við gerum? Hvað ef athygli okkar beinist alltaf að hinu góða, við reynum að átta okkur á muni hins góða og hins illa, og stefnum á að gera vel í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur, auk þess að tryggja að það sem við tökum okkur fyrir hendur sé gott?

Það er nefnilega hægt að villast af leið. Sumt getur virst gott án þess að vera það. Dæmi um það er sælgæti og stefna leiðtoga landa sem eru vinsælir en leiða þjóðir sínar í ógöngur. 

Hið góða er ekkert endilega trúarlegt hugtak. Enginn á það. Margt getur verið gott. Til dæmis getur verið gott að eiga nóg til að sjá fyrir sjálfum sér og sínum. Annað sem er gott er að geta stundað vinnu og virkjað þannig hæfileika sína. Einnig ef við lítum aðeins inn á við getur verið gott fyrir manneskju að vera skapandi, einlæg, heiðarleg, réttlát, sanngjarna, vitra, heilsteypta og þannig má lengi telja.

En þurfum við ekki að vita hvað hið góða er til að stefna í rétta átt? Er það eitthvað innra með okkur sem þarf að rækta eða kemur það af sjálfu sér? Er það eitthvað sem við fæðumst með? 

Kemur hið góða utan eða innan frá? Hefur eitthvað yfirvald í mannlegum heimi höndlað hvað hið góða er? Hvort sem það er í höndum trúarbragða, heimspekinga, stjórnvalda, starfsstétta eða einstaklinga? Eða kemur hið góða kannski innan frá, frá því að hugsa um hvað er gott og ekki gott, og stefna að því sem við ekki aðeins trúum að sé gott, né vitum að sé gott, en erum sífellt að velta fyrir okkur hvernig við getum stefnt á hið góða?

Kemur hið góða kannski frá góðum vilja, hvað svo sem það er?

 

Mynd: Pixabay


Hverjar eru forsendur þess að geta notið lífsins?

Þessi spurning er flóknari en virðist við fyrstu sýn og krefst þess kannski að við spyrjum hvað það er að lifa og hvað það er að njóta. Það að lifa hlýtur að tengjast því að uppfylla grundvallarþarfirnar: að nærast á súrefni, vatni og mat, hafa gott...

Hvernig lærum við að gera hlutina betur?

Við getum lært hvað sem er. Langi þig til að læra eitthvað þarftu bara að hafa áhuga. Áhugann getur þú kveikt langi þig til þess. Besta leiðin er að skoða vandlega það sem þú vilt fá áhuga á, og allt sem gerist í kringum það. Þú getur jafnvel orðið...

Að rækta eigin garð

Menntakerfi, trúarbrögð og lög eru gerð til þess að vernda fólk frá hverju öðru og leiða það til þekkingar, visku, gæsku, réttlætis, fegurðar, sköpunar, og fjölda dygða sem birtast okkur á ólíkan hátt í lífinu. En það eru alltaf einhverjir sem brjóta...

Dygðir og lestir

Dygð er heiti yfir siðferðilega góðar athafnir og val, en lestir yfir siðferðilega vafasamar athafnir og val. Það getur verið vandasamt að greina þarna á milli, enda sumir með siðferðiskerfi byggð á kreddum, aðrir á gagnrýnni hugsun og síðan er enn öðrum...

Hvað ættu ríkustu manneskjur veraldar að gera við auð sinn?

Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér hvenær maður hefur eignast nóg af hlutum eða peningum? Eru kannski engin takmörk fyrir slíku? Er heilbrigt að eignast allt það sem hægt er að eignast eða eru einhver takmörk fyrir því? Lítum á menn eins og Jeff Bezos,...

Sandkornið og alheimurinn

Þegar ég var barn einhvern tíma á rigningardegi, sat inni í kyrrstæðum bíl og beið eftir móður minni sem hafði farið inn í verslun, hafði ég nægan tíma til að fylgjast með dropum renna niður rúðurnar. Ég man að ég velti fyrir mér hvort það væri mögulegt...

Gætum við hannað betra stjórnkerfi yfir landinu?

Sumar þjóðir velja sér leiðtoga og sumir erfa völdin. Sumir ryðjast til valda og aðrir komast til þeirra eftir langa hugsjónabaráttu. Hvernig svo sem farið er að þá virðumst við sætta okkur frekar við að einhverjir ráði sama hversu vel eða illa þeir gera...

Aðrar manneskjur og við

Hugsaðu þér fræga manneskju. Gerðu hana þér í hugarlund. Það má vera hver sem er. Þú hefur kannski lesið og heyrt ýmislegt um hana en þekkirðu hana í raun og veru? Þekkirðu eitthvað annað en endurspeglun hennar, hvað hún virðist vera? Þekkirðu dýpt...

Hamingjan, best af öllu sköpunarverkinu?

Hamingja er ekki það sama og stundargleði eða ánægja, hún er dómur um hvernig við höfum það almennt í lífinu. Við sjáum fyrir okkur manneskju sem er yfirleitt ánægð með lífið og tilveruna, það virðist stundum geisla af henni, hún hefur jákvæð áhrif á...

Hverju getum við stjórnað og hverju getum við ekki stjórnað?

Stundum velti ég því fyrir mér hvað það er sem við ráðum yfir í þessum heimi og kemst jafnan að því að það er út frá ákveðnu sjónarhorni gríðarlega mikið, öll manns innri tilvera, og á sama tíma gríðarlega lítið, öll manns ytri tilvera. Það er svo margt...

Aðeins um það mikilvægasta í lífinu

Á meðan við fetum okkur gegnum lífið reynum við að skilja heiminn í kringum okkur, samfélagið sem við búum í og okkur sjálf. Það magnaða við okkur sjálf, er hvað maður á sífellt mikið ólært. Bara það eitt, að langa til að vera góður í einhverju, hvort...

Fangelsi fordómanna

Sá sem hefur engan snefil af heimspeki fer í gegnum lífið fangelsaður af fordómum sem hann fær úr almenningsáliti, frá hefðbundinni trú hans tíma eða þjóðar og frá sannfæringum sem hafa vaxið í huga hans án samvinnu eða samþykkis skynsamlegra raka. -...

Af hverju verðum við ósammála?

Í síðustu færslu skrifaði ég aðeins um rasisma og gagnrýna hugsun og fannst áhugavert hvernig umræður í athugasemdum fóru í umræður um fordóma gagnvart samkynhneigð og síðan túlkun á kristnu siðferði. Ég hafði gaman af að fylgjast með og fór að velta...

Aðeins um rasisma og gagnrýna hugsun

Rasismi er eitt af þessum erfiðu fyrirbærum sem við vitum að er illt í sjálfu sér. Það er fordómur sem segir að sumar manneskjur séu verri en aðrar og að sumar manneskjur séu betri en aðrar. Óháð kynþáttum, þjóðernum, trúarbrögðum, kyni, skoðunum eða...

Munurinn á fræðslu og námi

Fræðsla getur verið gríðarlegt kerfi sem nær út um alla mannlega tilveru, hvert sem þú lítur, og er ætlað að þjóna öllu mannkyninu, eða lítið kver sem hannað er til að þjóna fáum. Mikið af fólki kemur að fræðslu, ekki bara leiðbeinandi eða kennari,...

Hefur þú öðlast viðurkenningu fyrir verk þín og fyrir að vera þú?

Í síðustu færslum hef ég verið að velta fyrir mér hvernig við vitum það sem við teljum okkur vita, og aðeins minnst á fyrirbærafræðina, sem er ein af greinum heimspekinnar flokkuð undir frumspeki. Fyrirbærafræðin snýst um þau gildi sem felast í hugmyndum...

Leiða sannanir til þekkingar?

Í færslunni " Er einhver þekking svo áreiðanleg að engin skynsöm manneskja gæti efast um hana? " var hversu flókið mál það er að tala um þekkingu út frá beinni reynslu, sem þýðir sjálfsagt að þekking er ekki eitthvað áþreifanlegt sem maður hefur skynjað...

Er einhver þekking svo áreiðanleg að engin skynsöm manneskja gæti efast um hana?

Þannig spurði Bertrand Russell í Gátum heimspekinnar (The Problems of Philosophy). Þetta er ekki spurning sem einfalt er að svara. Það er ekki hægt að giska bara á svarið og segja hvað manni finnst. það þarf að færa rök fyrir svarinu. Ef svarið er...

Þekkirðu muninn á hverju þú trúir og hvað þú veist?

Manneskjan er alltaf að læra, hvort sem við ætlum það eða ekki. Sumt sem við lærum er satt, sumt sem við lærum er það ekki. Eftir að hafa lært hitt og þetta þurfum við að melta það. Sumir ákveða að trúa öllu því sem þeir læra, sumir ákveða að velta því...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband