Bloggfćrslur mánađarins, desember 2018

Ţegar kjörnir stjórnmálamenn brjóta af sér

Ţađ er ekki hćgt ađ krefja stjórnmálamann um afsögn eđa reka hann úr starfi, sama hvađ á dynur. Ţađ verđur ađ bíđa í nokkur ár ţangađ til kosiđ verđur ađ nýju. 

Ćtti ţetta ađ vera svona?

Er hćgt ađ laga biluđ kerfi?

Ţegar ţú stendur ekki viđ kosningaloforđ ţín er sjálfsagt ađ ţú fáir ekki kosningu aftur. Samt gerist ţađ oft. Lítiđ viđ ţví ađ gera.

En ţegar stjórnmálamađur brýtur gegn siđareglum eđa lögum er máliđ mun alvarlegra. Ţegar stjórnmálamađur brýtur gegn alvarlegri siđareglu, gengur bókstaflega fram af fólki, ţá er engin leiđ til ađ losna viđ viđkomandi önnur en ađ ţvinga hann eđa hana til ađ segja af sér, sem annađ hvort gerist eđa ekki. Sé viđkomandi siđspilltur og eigingjarn, mun hann sitja sem fastast. Hafi hann smá vit í kollinum, segir hann af sér og fer ađ gera eitthvađ betra viđ tíma sinn.

Vćri ekki betra ađ hafa ferli fyrir svona lagađ?

Ţađ er áhugaverđur stigsmunur, og kannski eđlismunur á siđareglum annars vegar og lögum hins vegar, og ţađ má spyrja hvort sé mikilvćgara fyrir ţá sem setja okkur reglur, ađ hafa siđferđiđ í lagi eđa fara eftir lögum. Kannski bćđi. Siđferđiđ er nefnilega alltaf grundvöllur laganna.

Ţađ er ljóst ađ međ siđferđilega vafasamri hegđun tapa stjórnmálamenn trausti umbjóđenda sinna. Ţađ er svo augljóst ađ ekki ţarf ađ útskýra ţađ. Ţađ sést úr flugvél. Ţegar stjórnmálamađur er ásakađur um slíka hegđun, vćri ţá ekki réttast ađ senda máliđ til umfjöllunar siđanefndar, sem fjallar um máliđ af hlutleysi, og getur síđan metiđ hvort ađ viđkomandi verđi hugsanlega vikiđ úr stjórnmálum, og ţá međ lýđrćđislegum hćtti, hugsanlega međ sérstökum kosningum? Stjórnmálamađur sem brýtur lög ćtti ekki ađ geta setiđ áfram af eigin vilja, af sömu ástćđu. 

Myndi slíkt ferli hefta frjálsa tjáningu, eđa gera ţađ ađ verkum ađ fólk í leiđtogastöđu gćtti sín ađeins betur, talađi betur um annađ fólk? Myndi ţađ byrja á ađ forđast spillingu og berjast gegn henni í stađ ţess ađ falla í međvirkni?

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband