Bloggfćrslur mánađarins, september 2011

Jóhanna Sigurđardóttir í Kastljósi (2011) 1/2

Jóhönnu Sigurđardóttur var bođiđ í Kastljósviđtal, sem átti ađ vera gagnrýniđ og ţar sem fólk gat hringt inn til ađ spyrja spurninga. Smelltu hér til ađ horfa á viđtaliđ: Kastljós

En...

  • Spurningarnar ţurftu ađ vera stuttar
  • Skellt var á spyrjendur á međan ţeir spurđu
  • Spyrjendur fengu ekki ađ fylgja spurningum sínum eftir ţegar Jóhanna svarađi út í loftiđ

Sérstaklega fannst mér áhugavert hvernig skellt var á Andreu, formann Hagsmunasamtaka heimilanna, sem hafđi greinilega undirbúiđ afar góđar spurningar. Jóhanna svarađi fyrri spurningunni, ađ hún ćtlađi ađ taka viđ undirskriftarlista 1. október frá HH. Seinni spurningunni svarađi hún afar illa. Spurt var hvort hún hefđi kynnt sér ţćr fjórar leiđir sem HH telja ađ geti lagfćrt skuldastöđu heimilanna. Í stađ ţess ađ svara ţessu fór hún ađ tala um greiđslujöfnunarleiđir og hvađ ríkisstjórnin hafđi gert rosalega mikiđ í ţessum málum, ađ bankarnir hefđu ekki stađiđ sig nógu vel og blablíblablabla. BS fillterinn fór í gang.

Ţegar hún var síđar spurđ út í verđtrygginguna, fannst mér áhugavert ađ hún hugsađi bara um eina hliđ málsins, virtist nákvćmlega sama um ţá sem staddir eru í skuldafangelsi í dag, og virđist ekki skilja mikilvćgi ţess ađ leysa ţetta fólk úr viđjum vandans. Ţetta fólk verđur ađ mćta á Austurvell kl. 9:30 1. október 2011 og gefa skýr skilabođ sem ekki er hćgt ađ misskilja.

Jóhanna talađi ađeins um ađ bjóđa upp á óverđtryggđ lán til framtíđar, nokkuđ sem hefur veriđ í bođi, á fáránlegum vöxtum reyndar. Fjármagnseigendur eru vanir ađ grćđa gífurlega á lánum, og virđist ţykja eđlilegt hversu ógurlega fólki blćđir fyrir vikiđ. Ţađ ţarf jafnvćgi í ţessa stöđu. Ţađ ađ ganga í ESB og taka upp Evruna er ekki lausn fyrir ţá sem eru á heljarţröm, ţví miđur. Ţetta verđur Jóhanna ađ skilja, annars verđur hún ađ víkja međ öllu sínu liđi.

Viđtaliđ viđ Jóhönnu Sigurđardóttur í Kastljósi var drottningarviđtal. Tíminn var of stuttur til ađ fara djúpt í hlutina, og samrćđufólki hennar hefđi átt ađ vera gefiđ tćkifćri til ađ fylgja eftir sínum spurningum. Ţess í stađ hagađi hún sér bara eins og svarteygđ drottning, ekki eins og lýđrćđislega kjörinn leiđtogi, sem virkilega hefur hag almennings fyrir brjósti.

Ţetta var ömurlegt viđtal. Gef ţví hálfa stjörnu.


Fyrsti október 2011 og fyrsta mótspil ríkisstjórnar viđ fyrirhuguđum mótmćlum?

Setningu Alţingis hefur veriđ flýtt til kl. 10:00 ađ morgni laugardags 1. október 2011.

Eins og ég hef spáđ í fyrri pistlum mun ríkisstjórnin koma međ ýmis útspil fyrir fyrsta október, til ađ draga kraftinn úr mótmćlunum. Viđ getum reiknađ međ ađ minnsta kosti einu útspili í dag fram á laugardag. Vonandi fara stjórnmálamenn ađ fatta hversu miklu betra er ađ gera góđa hluti vel, heldur en ađ flćkjast fyrir ímynduđum andstćđingum.

Ćtlunin sjálfsagt ađ eyđileggja fyrir áćtlunum ţeirra sem koma í mótmćlin utan af landi, eđa ţeirra sem hafa skipulagt vinnuhelgina og miđađ viđ ađ vera mćttir í bćinn 13:30.

Spennandi ađ sjá hvađ kemur nćst og hvort ţeim takist ađ kćla glóđirnar áđur en eldurinn byrjar ađ loga.

Áhugavert ađ lögreglan muni ekki standa heiđursvörđ. Hugsanlega vegna ţess ađ ţađ er engan heiđur ađ verja međal stjórnmálamanna á Íslandi í dag? Vćri ekki ágćtt hjá lögreglunni ađ standa heiđursvörđ um fólkiđ í landinu og af fólkinu í landinu ađ standa heiđursvörđ um lögregluna. Kominn tími til ađ snúa bökum saman.


mbl.is Flýta setningu Alţingis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Og ţađ var fyrir hundrađ árum...

DRAUMUR

Í nótt í döprum draumi
jeg dvaldi, er ljósiđ hnje:
Í garđinum mínum greri
grćnlaufgađ rósatrje.

En reiturinn bjarti breyttist
í blómsnauđan kirkjugarđ,
döggsćla draumlilju beđiđ
ađ djúpri gröf ţar varđ.

Af trjenu blćrinn tíndi
tárhrein og mjallhvít blóm,
og laufin ljósgrćn hrundu
međ lágum, blíđum hljóm.

Jeg safnađi öllum saman
í silfurblikandi ker;
til foldar, fyr en varđi,
ţađ fjell úr hendi mjer.

Úr brotunum dreyrgar daggir
mjer dreyfđust um barm og kinn.
- Hvađ ţýđir hinn dapri draumur?
Ertu dáinn, ástvinur minn? -

 

- Steingrímur Thorsteinsson, Óđinn, 1911


Hvađa atvinnupólitíkusar eru á ţingi í dag?

Eitt af stćrstu vandamálum hins íslenska stjórnkerfis er atvinnupólitíkusar. Fólk sem lifir og hrćrist í pólitík, lifir fyrir stjórnmál. Ţetta fólk fer smám saman ađ trúa ţví ađ ţađ sé ómissandi fyrir stjórnmálin og samfélag sitt, sem er ađ sjálfsögđu kolrangt, ţó ađ vissulega sé hver og ein manneskja óendanlega mikils virđi.

Ef hugsađ er um grundvöll lýđrćđis, ţá hefur ţađ veriđ skilgreint sem skásta kerfiđ af mörgum mögulegum en vondum stjórnkerfum. Grundvöllur lýđrćđis er ađ sama manneskja á ekki ađ vera viđ völd of lengi, ađ eftir ákveđinn tíma sé hćgt ađ kippa henni út. Ţess vegna eru haldnar kosningar reglulega. Án kosninga vćri lýđrćđi ekki mögulegt.

Ein manneskja ćtti ekki ađ geta starfađ sem pólitíkus í einu stjórnkerfi lengur en átta ár. Komist viđkomand á ţing í tvö kjörtímabil, ćtti hún ekki ađ geta gefiđ kost á sér í ţriđja sinn. Ţađ sama á viđ um setu í bćjar- og borgarstjórnum. Líka í félagsstörfum.

Ţetta ţćtti mér eđlilegt. 

Hins vegar hafa atvinnupólitíkusar tekiđ yfir íslenska stjórnkerfiđ. Ţetta er fólk sem virđist álíta eigin persónu ómissandi fyrir stjórn landsins, og ţegar ţađ gerist, ţegar egóiđ verđur stćrra en markmiđin og áhuginn fyrir almannahag, verđur viđkomandi stjórnmálamađur gagnlaus fyrir samfélagiđ. Ţannig er ţađ bara. Völd spilla. Algjör völd spilla algjörlega. Hjá ţví verđur ekki komist.

Ég skilgreini atvinnupólitíkus sem ţann stjórnmálamann sem setiđ hefur í stjórn eins kerfis í meira en átta ár (íslenskt viđmiđ), eđa minnst tvö kjörtímabil, auk ţess ađ hafa hafiđ störf á sínu ţriđja kjörtímabili eđa níunda ári í sama stjórnkerfi.

Töflurnar fyrir neđan sýna úttekt á íslenskum ţingmönnum. Úttektin er gerđ 24. september 2011. Hćgt er ađ nálgast upplýsingarnar á althingi.is. Ég flokka viđkomandi sem atvinnuţingmann, ekki atvinnuţingmann, eđa á síđasta snúningi og mćli ég ţađ einungis eftir fjölda ára frá ţví ađ ţingmađur var fyrst á ţingi, sem ađalţingmađur eđa varaţingmađur, eđa forseti ţings. Ég tel atvinnustjórnálamenn óhćfa og ekki treystandi til heiđarlegra verka í stjórnmálum lýđrćđislegs samfélags, ţó ađ vissulega geti veriđ undantekningar frá reglunni.

 

 Atvinnustjórnmálamenn á ţingi:

StjórnmálamađurÁ ţingi frá Samtals ár á ţingi
Flokkur
Jóhanna Sigurđardóttir (JóhS) 197833Samf.  
Einar K. Guđfinnsson (EKG) 198031Sjálfstfl.  
Árni Johnsen (ÁJ) 198328Sjálfstfl.  
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) 198328Vinstri-gr.  
Álfheiđur Ingadóttir (ÁI) 198724Vinstri-gr.  
Björn Valur Gíslason (BVG) 199021Vinstri-gr.  
Össur Skarphéđinsson (ÖS) 199120Samf.  
Ţuríđur Backman (ŢBack) 199219Vinstri-gr.  
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 199318Vinstri-gr.  
Ásta R. Jóhannesdóttir (ÁRJ) 199516Samf.  
Mörđur Árnason (MÁ) 199516Samf.  
Pétur H. Blöndal (PHB) 199516Sjálfstfl.  
Siv Friđleifsdóttir (SF) 199516Framsfl.  
Ögmundur Jónasson (ÖJ) 199516Vinstri-gr.  
Vigdís Hauksdóttir (VigH) 199615Framsfl.  
Guđlaugur Ţór Ţórđarson (GŢŢ) 199714Sjálfstfl.  
Björgvin G. Sigurđsson (BjörgvS) 199912Samf.  
Jón Bjarnason (JBjarn) 199912Vinstri-gr.  
Kristján L. Möller (KLM) 199912Samf.  
Ţorgerđur K. Gunnarsdóttir (ŢKG) 199912Sjálfstfl.  

 
 

Áhugastjórnmálamenn á ţingi, en á síđasta snúningi:

StjórnmálamađurÁ ţingi fráSamtals ár á ţingi
Flokkur
Birgir Ármannsson (BÁ) 20038Sjálfstfl.  
Birkir Jón Jónsson (BJJ) 20038Framsfl.  
Bjarni Benediktsson (BjarnB) 20038Sjálfstfl.  
Helgi Hjörvar (HHj) 20038Samf.  
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 20038Samf.  
Atli Gíslason (AtlG) 20047Utan ţfl.  

 

Áhugastjórnmálamenn á ţingi:

StjórnmálamađurÁ ţingi fráSamtals ár á ţingi
Flokkur
Eygló Harđardóttir (EyH) 20065Framsfl.  
Árni Páll Árnason (ÁPÁ) 20074Samf.  
Árni Ţór Sigurđsson (ÁŢS) 20074Vinstri-gr.  
  Ađalmađur: Katrín Jakobsdóttir 20074Vinstri-gr.  
Guđbjartur Hannesson (GuđbH) 20074Samf.  
Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir (GLG) 20074Vinstri-gr.  
Guđmundur Steingrímsson (GStein) 20074Utan ţfl.  
Höskuldur Ţórhallsson (HöskŢ) 20074Framsfl.  
Illugi Gunnarsson (IllG) 20074Sjálfstfl.  
Jón Gunnarsson (JónG) 20074Sjálfstfl.  
Kristján Ţór Júlíusson (KŢJ) 20074Sjálfstfl.  
Ólöf Nordal (ÓN) 20074Sjálfstfl.  
Ragnheiđur E. Árnadóttir (REÁ) 20074Sjálfstfl.  
Ragnheiđur Ríkharđsdóttir (RR) 20074Sjálfstfl.  
Róbert Marshall (RM) 20074Samf.  
Valgerđur Bjarnadóttir (VBj) 20074Samf.  
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ) 20092Sjálfstfl.  
Ásmundur Einar Dađason (ÁsmD) 20092Framsfl.  
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 20092Hreyf.  
Davíđ Stefánsson (DSt)20092 
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) 20092Framsfl.  
Jónína Rós Guđmundsdóttir (JRG) 20092Samf.  
Lilja Mósesdóttir (LMós) 20092Utan ţfl.  
Magnús Orri Schram (MSch) 20092Samf.  
Margrét Tryggvadóttir (MT) 20092Hreyf.  
Oddný G. Harđardóttir (OH) 20092Samf.  
Ólína Ţorvarđardóttir (ÓŢ) 20092Samf.  
Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson (SDG) 20092Framsfl.  
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER) 20092Samf.  
Sigríđur Ingibjörg Ingadóttir (SII) 20092Samf.  
Sigurđur Ingi Jóhannsson (SIJ) 20092Framsfl.  
Skúli Helgason (SkH) 20092Samf.  
Svandís Svavarsdóttir (SSv) 20092Vinstri-gr.  
Tryggvi Ţór Herbertsson (TŢH) 20092Sjálfstfl.  
Unnur Brá Konráđsdóttir (UBK) 20092Sjálfstfl.  
Ţór Saari (ŢSa) 20092Hreyf.  
Ţráinn Bertelsson (ŢrB) 20092Vinstri-gr.  
Lúđvík Geirsson (LGeir) 20101Samf.  

 


Fyrsti október?

2002-2011

Ţúsund rafrćnir vasaţjófar stela úr vösum ţjóđarinnar.

Ríkisstjórn er kollvarpađ vegna ađgerđarleysis.

Ný tekur viđ.

Um stund. Svo er kosiđ aftur. Meirihluti vandans er kosinn aftur á ţing.

Endurtekur sömu mistökin.

 

1. október 2011

Ţúsund rafrćnir vasaţjófar halda áfram ađ stela úr vösum ţjóđarinnar.

Ţjóđin rís á fćtur og segir "Nei! Hingađ og ekki lengra. Viđ viljum fá peninginn til baka! Viđ viljum heimili okkar lagfćrđ eftir árásina!"

Ríkisstjórnin segir ađ allt sé eđlilegt, ekkert sé hćgt ađ gera og sýnir ađ hún hlustar ekki á fólkiđ.

 


Lögreglumenn eru líka ţjóđin

1. október nálgast hćgt og hljótt. Ţađ má finna fyrir undiröldu sem virđist magnast međ hverjum deginum sem líđur. Sjálfsagt mun ríkisstjórnin koma međ eitthvađ útspil 30. september til ađ lćgja öldurnar, međ ţví ađ handtaka einhvern, eđa henda brauđhleifum í hausinn á kjósöndum. Ţeim hefur tekist ţađ fyrr og engin ástćđa til ađ trúa öđru en ađ ţeim takist ţađ aftur.

Ţađ hefur vakiđ mig til umhugsunar hvernig lögreglumönnum hefur veriđ beitt sem einhvers konar vegg á milli ţingmheims og almennings. Ţá hefur lögreglan reynt ađ vernda báđa hópana og tekist ţađ međ ágćtum, međ einhverjum undantekningum.

Lögreglumönnum er skylt ađ viđhalda lögum og halda reglu í samfélaginu. En hvađ geta ţeir gert ţegar óreglan kemur frá sjálfu ţinginu? Uppspretta óreglu á Íslandi í dag virđist tengd afar óheilbrigđum fyrirmyndum sem ćska okkar hefur á ţingi, og stuđningi ríkisstjórnar viđ fjármálakerfi sem er ađ draga lífsţróttinn úr fólki, smám saman. Ranglćtiđ er yfirţyrmandi.

Enn heldur ríkisstjórnin ađ innganga í ESB leysi öll vandamál, og réttlćtir ţannig eigiđ ađgerđarleysi gagnvart heimilum landsins, ţví ađ ESB reddar bara málunum međ tíđ og tíma. Ljóst ađ Landsdómur fćr ný verkefni eftir nćstu kosningar.

Lögreglan, eins og ađrar stéttir, eru ađ upplifa ţađ ranglćti sem ríkisstjórnin stendur fyrir. Jafnvel forsetinn hefur gagnrýnt ríkisstjórnina og fengiđ ákúrur til baka frá ţeim sem urđu fyrir gagnrýninni, en ţakkir frá ţeim sem finna fyrir stuđningi hans.

Ţolinmćđi almennings, sem og lögreglunnar, hlýtur ađ enda fyrr eđa síđar. 

Spurningin er hvort endapunkturinn sé 1. október, ţegar lögreglumenn snúa veggnum viđ og byrja ađ vernda fólkiđ gagnvart ríkisstjórn og ţingheimi, í stađ ţess ađ vernda ríkisstjórn og ţingheim gagnvart fólkinu. 

Ţađ vćri ánćgjulegt ađ sjá lögregluna snúa augum sínum ađ ţingheimi og virđa fyrir sér ţá ógn sem af honum stafar. Sú ógn er mun meiri en ţegar hópur Íslendinga safnast saman til ađ ţeyta eggjum.


mbl.is Íhuga ađ funda viđ setningu Alţingis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er ţetta grín?

strangelove-thumb-510x328-39094

Formúlan er ţannig: ef ţú átt sand af seđlum, ţá er eđlilegt ađ ţú bćtir í bunkann međ hvítflibbaglćpum. Ţví meira sem safnast í sarpinn, ţví erfiđara verđur ađ sýna fram á ađ ţetta sé eitthvađ óeđlilegt. Svo borgarđu bara nógu mörgum og klókum lögfrćđingum til ađ verja ţig. Ţađ er lítiđ mál, ţví ţeir ţurfa ekkert ađ vera neinir snillingar, bara klókari og fleiri en andstćđingarnir.

solaris-thumb-510x246-39106

Ekki stela nema ţú getir borgađ lögfrćđingum til ađ verja ţig. Annars fćrđu heldur betur ađ finna fyrir ţví. Í steinninn einhverja mánuđi fyrir ađ stela brauđhleif. 

Og mundu ađ stćrsti glćpur sem hćgt er ađ fremja á Íslandi felst í ađ taka sér bankalán. Ţar skrifarđu undir refsingu sem er verri en lífstíđarfangelsi. Fyrir ađ fremja morđ siturđu inni í átta ár, en fyrir ađ taka bankalán siturđu úti í kuldanum nćstu 40 ár.

bladerunner-thumb-510x227-39115

 

Myndir: Chicago Sun Times: Jim Emerson's Scanner Blog


mbl.is Ekkert athugavert viđ fjárfestingarstefnu Sjóđs 9
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvar varstu fyrir 10 árum ţegar árásin á tvíburaturnana var framkvćmd?

WTC-019S

Ég sá seinni flugvélina fljúga inn í bygginguna í beinni útsendingu á CNN, en var staddur í Merida, Mexíkó. Á sama tíma sendi systir mín mér skilabođ gegnum MSN frá Íslandi um atburđinn. Hvorugt okkar trúđi eigin augum. Ég fór til New York mánuđi síđar og upplifđi ţar Ground Zero.


Illska?

Er ţađ illska...

...ţegar fólk réttlćtir verđtryggingu neytendalána, en slík lán breyttust í okurlán viđ hrun?

...ţegar bankarnir grćđa gífurlega mikiđ á sama tíma fjölskyldur ađ tapa gríđarlega miklu, og ţađ ađ erfiđar greiđslur heimila fari beint í bankana sem síđan nota ţá í arđgreiđslur fyrir fólk sem ţarf ekki á peningnum ađ halda?

...ţegar ríkisstjórnin gagnrýnir ađ eđlilegt sé ađ ţegnar eignist heimili?

...ţegar ríkisstjórnin beitir sér fyrir inngöngu í ESB eins og ţađ sé allsherjarlausn allra vandamála á Íslandi. Ég hef ekkert á móti ESB, en finnst andstyggilegt hvernig henni er beitt sem einhverri HALELÚJA lausn og FRELSUN til eilífđar og AMEN í augum Samfylkingar?

...ţegar raddir einstaklinga virđast horfnar í kliđ ţingkerfisins, sem kaffćrir styrk hverrar einustu manneksju og gerir ţćr ađ hjólum í kerfisvélinni?

...ţegar ráđist er ađ forseta Íslands međ skipulegum hćtti fyrir ađ tjá skođanir sínar?

...ţegar skođanakannanir eru rangtúlkađar?

...ţegar ráđherrar komast upp međ ađ hlusta ekki á einn eđa neinn og gera ţađ sem ţeim sýnist?


Mér sýnist illskan mikil á Íslandi. Hún virđist eiga rćtur sínar ađ rekja til valda- og peningagrćđgi, umhyggjuleysi, skilngingsleysi og fáfrćđi.

Fyrir hrun var ţessi illska elskuđ. Viđ hrun opinberađist hún ţjóđinni. Nú spilar hún fyrir opnum tjöldum og vekur andstyggđ hjá sumum, en áframhaldandi ađdáun hjá öđrum.

Helsti styrkleikur illskunnar felst í ţví hversu erfitt er ađ trúa á tilvist hennar.


Annađ stćrsta bankarán aldarinnar í gangi á Íslandi; hvar er Superman?

superman_kingdom_come

Nú grunar mig ađ annađ rán sé í gangi. Ţađ er svipađ í sniđum og stćrđ. Sama fólkiđ stendur á bakviđ ţađ. Ţegar menn komast upp međ einn glćp, og grćđa gríđarlega, hvers vegna ćttu ţeir ekki ađ reyna aftur?

Fyrir rúmum ţremur árum skrifađi ég greinina: Var stćrsta bankarán aldarinnar framiđ á Íslandi rétt fyrir páska? ţar sem ég taldi augljóst ađ eigendur banka vćru ađ rćna ţá innanfrá. Til ţess notuđu ţeir gjaldeyrissveiflu og veika krónu. Sumum ţóttu ţessar hugmyndir mínar frekar fjarstćđukenndar, en fyrst hruniđ og síđan rannsóknarskýrsla Alţingis stađfesti síđan ţennan grun minn međ nákvćmum upplýsingum. Enginn hefur veriđ handtekinn fyrir glćpinn og engum peningum skilađ til baka.

Glćpurinn felst í ráni á mismunum í eignarfćrslu frá gömlu bönkunum yfir í ţá nýju, eins og Marinó G. Njálsson lýsir vel í fćrslu sinni: Gott ađ Arion banka gangi vel, en eru tölurnar ekki eitthvađ skrítnar?

Frá árinu 2007 hafa ţúsundir íslenskra heimila ţjáđst gífurlega vegna ranglćtis frá hendi glćpamanna sem rćndu og rupluđu banka innanfrá. Ákveđiđ var ađ bćta tjóniđ međ ţví ađ lćkka kröfur á húsnćđislán heimila. Ţađ hefur veriđ gert ađ hluta til, en ţađ lítur út fyrir ađ minnst 200 milljörđum hafi veriđ komiđ undan í stađ ţess ađ nota ţá til ađ leiđrétta lánin, og ţar međ stórglćpinn.

Ţess í stađ eru ţessir 200 milljarđar notađir til ađ greiđa eigendum bónusa vegna mikils hagnađar, ţannig ađ nú geta glćpamennirnir bađađ sig í gullinu á međan heimilum er viđhaldiđ sem mjólkurkú, ţar sem ţau hafa enn greiđsluvilja, vegna veikrar vonar um ađ réttlćtiđ sigri ađ lokum.

Hins vegar virđist eina von fólksins gegn ţessu bákni, ríkisstjórnin, vera hluti af vandamálinu. Viđskiptaráđherra lćtur eins og allt sé í ljómandi lagi, ađ ekkert athugavert sé í gangi. Rétt eins og flokksbróđir hans í sama hlutverki sagđi fyrir ţremur árum. Fjármálaráđherra segir allt vera á uppleiđ. Rétt eins og fjármálaráđherra rétt fyrir hrun. Forsćtisráđherra er hljóđ eins og gröfin og ţegar hún birtist talar hún helst um pólitík eins og hún sé eitthvađ í skýjabökkum til vinstri og hćgri. 

Ekki gleyma ađ gríđarleg lán voru tekin til ađ forđa íslenska ríkinu frá gjaldţroti. Slíkar alţjóđlegar skuldir ţarf ađ greiđa til baka. Ţćr eru ekki niđurfelldar.

Međ ţessu áframhaldi stefnum viđ ađ feigđarósi. Međ ţessu áframhaldi er annađ hrun óhjákvćmilegt.

Ég taldi í minni fávisku ađ vextir á lán í bönkum vćru reiknađir á ársgrundvelli. Síđar sýndist mér ađ ţađ eina sem gćti útskýrt margföldunaráhrif lána vćri ađ vextirnir séu reiknađir á mánađargrundvelli. Nú hefur hins vegar komiđ á ljós ađ ţessir vextir virđast reiknađir minnst daglega, ţannig ađ húsnćđislán sem tekiđ var áriđ 2005 upp á 19 milljónir stendur í dag í 30 milljónum og međ uppreiknađa vaxtavexti upp á allt ađ 6000 krónur daglega. Og venjulegar fjölskyldur eiga ađ geta borgađ ţetta okur!

Ég er rjúkandi reiđur yfir ţessu. Vildi óska ađ ég gćti hringt í lögregluna til ađ stoppa ţessa augljósu glćpi, en ţađ er enginn til stađar sem getur hjálpađ. Jafnvel Seđlabankinn er hluti af vandanum. Hagsmunasamtök heimilanna sendu ósköp einfalda fyrirspurn um framkvćmd húsnćđislána, ţar sem ţau virđast ólöglega reiknuđ, en sjálfur Seđlabankinn fór undan í flćmingi, svarađi spurningunni međ ađ svara henni ekki í ţrettán blađsíđna skjali um eitthvađ allt annađ mál.

Sérstakur saksóknari er á kafi í gömlum máli og engar fréttir úr ţeim bć. Fjármálaeftirlitiđ virđist lamađ. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar hefur sameinast sérstökum ţannig ađ ţar eru starfsmenn sjálfsagt ađ ađlagast nýjum vinnustađ, lćra á Word upp á nýtt og svoleiđis, en enginn virđist ţess megnugur ađ bćđi sjá rániđ sem er í gangi og stoppa ţađ.

Á svona tímum getur mađur ekki óskađ annars en ađ eitthvađ fyrirbćri eins og Superman vćri til, einhver sem gćti stöđvađ ţetta ógeđ og leiđrétt ţađ sem úr skorđum er fariđ, og stungiđ glćpamönnunum í steininn ţannig ađ ţeir í ţađ minnsta hćtti ađ skođa umheiminn, ađ minnsta kosti um stundarsakir.

Er ekki komiđ nóg af taumlausri grćđgi og glćpum?

Ţarf sagan virkilega ađ endurtaka sig, aftur og aftur?

Höfum viđ ekkert lćrt?

superman_0002

 

 

Myndir: MTV Geek


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband