Hamingjan, best af öllu sköpunarverkinu?

Hamingja er ekki það sama og stundargleði eða ánægja, hún er dómur um hvernig við höfum það almennt í lífinu. Við sjáum fyrir okkur manneskju sem er yfirleitt ánægð með lífið og tilveruna, það virðist stundum geisla af henni, hún hefur jákvæð áhrif á aðrar manneskjur og virðist hafa góða stjórn á eigin lífi. Hinn ólánsami á hins vegar nóg með sjálfan sig, getur ekki hjálpað sjálfum sér, hvað þá öðrum, og stundum virðast þrumuský fylgja þeim hvert sem þeir fara.

Hamingja er samt ekkert endanlegt ástand. Manneskja sem hefur upplifað hamingjuna og verið í þannig ástandi lengi, getur upplifað atburði sem breyta viðhorfi hennar til lífsins, og hún getur misst stjórn á eigin farsæld, til dæmis með fíkn eða slæmum ávana. Ólánsama manneskjan getur snúið við blaði sínu með því að uppræta ósiði og taka stjórn á eigin lífi.

Hamingjan er ekki skrifuð í skýin eða þræði örlaganornanna, heldur er hún eitthvað sem við ræktum sjálf, með því að hlúa að okkar eigin lífi og annarra á farsælan hátt. Ýmsar siðfræðikenningar hafa ólíka sýn á hamingjuna og hvaða hlutverk hún ætti að gegna í lífi okkar.

Sumir telja að við öðlumst hamingju með því að uppfylla skyldur okkar, gera það sem við eigum að gera, en til þess þurfum við að átta okkur á hverjar þessar skyldur eru og við hvað er best að miða þær. Þó að þýskir hermenn í heimstyrjöldinni síðari sinntu skyldum sínum gagnvart eigin ríki, þá voru þær í mótsögn við æðri skyldur, skyldur sem eru meðfæddar sérhverri manneskju, skyldum gagnvart mannkyninu sjálfu. Spurningin verður þá hvort að uppfylling á skyldum okkar gagnvart mannkyninu gefi okkur hamingju.

Flest viljum við finna hamingjuna. Sumir virðast finna hana auðveldlega, aðrir með erfiðleikum eða alls ekki. Stundum er eins og sumir séu í eðli sínu hamingjusamir, en aðrir ganga gegnum lífið án hennar.

John Stuart Mill minntist á að hamingjan felst ekki í að leita hennar, heldur einbeita sér að einhverju öðru, til dæmis að bæta mannkynið, gleðja annað fólk, stunda listir eða stefna á eitthvað markmið. 

Kannski erum við líklegri til að finna hamingjuna þegar við leitum hennar ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Að hverju er fólk að leita að?

Að eignast meiri peninga?

Að finna rétta sálufélaganum?

Að eignast eigið húsnæði?

Að vinna við drauma vinnuna?

Að geta gert sömu kraftaverkin og Kristur gerði?

Eða hvað ?

Svari nú hver fyrir sig.

Jón Þórhallsson, 17.3.2021 kl. 08:05

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Textinn í laginu um HÓTEL JÖRÐ lýsir þessu ágætlega: 

"Því það er svo misjafnt sem að mennirnir leita að 

og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir".

Jón Þórhallsson, 17.3.2021 kl. 08:46

3 identicon

Sæll Hrannar.

Hugmyndin um hamingju kom fyrst fram í Frakklandi á tímum Sólkonungsins, Loðvíks 14.

Fram að þeim tíma hafði enginn búið yfir þeirri
fyndni að eitthvað slíkt væri yfirleitt til.

Eru hugmyndir þínar um hamingjuna hluti af sköpunarverkinu?!

Ertu sjálfur, að þessu leyti, kóróna sköpunarverksins?

Húsari. (IP-tala skráð) 17.3.2021 kl. 17:06

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu var hamingjan fundin upp á tímum Sólkonungsins og fyrir þann tíma var enginn hamingjusamur, rétt eins og samkynhneigð var auðvitað ekki til fyrr en á síðustu öld. cool

Homosexuality in ancient Greece

"In the Nicomachean Ethics, written in 350 BCE, Aristotle stated that happiness (also being well and doing well) is the only thing that humans desire for their own sake, unlike riches, honour, health or friendship.


He observed that men sought riches, or honour, or health not only for their own sake but also in order to be happy."

"According to Aristotle, the life of excellent rational activity is the happy life.

Aristotle argued a second best life for those incapable of excellent rational activity was the life of moral virtue."

"Buddhism:

Happiness forms a central theme of Buddhist teachings."


"Hinduism:

In Advaita Vedanta, the ultimate goal of life is happiness."


"Judaism:

Happiness or simcha in Judaism is considered an important element in the service of God."


"A number of Jewish teachings stress the importance of joy, and demonstrate methods of attaining happiness."

Happiness

Greinaröð Stundarinnar um hamingjuna

Þorsteinn Briem, 17.3.2021 kl. 18:50

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jón Þ: sammála þér með Hótel Jörð, góð pæling þar. cool

Húsari: hugsanlega ertu að vísa til einhvers annars en hamingjunnar í tengslum við Loðvík 14, enda fjölmörg samfélög á fyrri öldum þar sem pælt hefur verið af mikilli dýpt um hamingjuna.

Þorsteinn: Takk fyrir flott eldri dæmi og tenginguna á greinaröð Stundarinnar um hamingjuna. 

Hrannar Baldursson, 17.3.2021 kl. 20:06

6 identicon

Sæll Hrannar.

Það er reginmunur þar á að fjalla
um hamingjuna út frá hugtakinu hamingja
eða upplifa hugtakið hamingja sem sannanlega
var óþekkt fyrr en á 17.öld. Lestu þér til, maður!

Húsari. (IP-tala skráð) 17.3.2021 kl. 20:42

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Húsari: ég er alltaf til í að læra. Geturðu mælt með heimildum um réttu bækurnar sem ég gæti litið yfir? 

Hrannar Baldursson, 17.3.2021 kl. 20:49

8 identicon

Sæll Hrannar.

Einna helst er að skoða orðabækur
til að sjá hvenær orð kemur fyrst fram
í rituðu máli.

Flest dæmi í íslensku þar sem inntak orðsins hamingja
er sæla og gleði er að finna á 20. öld.

Fyrsta dæmið um orðið á ensku (happiness)má sjá hjá
Shakespeare á 15. öld og orðið happy á 14. öld.

Gagnlegar bækur í þessu skyni: Merriam Webster,
Britannica, Oxford English Dictionary.

Á íslensku: Orðsifjabók (Ásgeir Blöndal Magnússon)

Ekki má svo gleyma Árnastofnun með öll sín söfn
og gagngera leitarmöguleika til frekari skilnings.

Ekki þarf annað en að minna á vald kirkjunnar og
hversu hugtakið hamingja í þeirri merkingu er síðar varð
er fjarstæðukennt, þar sem dauðinn var ávinningur.

Áður hef ég nefnt Sólkonunginn og þar sem þar var komið
sögu að los gerði vart við sig og fleiri gátu hugsað sér
sælu og gleði og endaði loks í byltingunni 1789.

Margar bækur eru til um það síðasta sem ég nefndi hér,
jafnt á íslensku sem á öðrum málum og eiga sagnfræðingar
íslenskir heiður skilið fyrir eljusemi sína í þeim efnum.

Húsari. (IP-tala skráð) 17.3.2021 kl. 22:13

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Húsari: það eru til fleiri tungumál en íslenska og enska. Hugtak getur fengið ýmis nöfn í ólikum tungumálum. Sem dæmi Eudaimonia í forngrísku. 

Það er hægt að lýsa eða nefna sama fyrirbæri á margvíslegan hátt, til dæmis eins og að sjá manneskju dafna eða blómstra.

Takk fyrir innlitið. 😊

Hrannar Baldursson, 18.3.2021 kl. 07:14

10 identicon

Sæll Hrannar.

Veit ég það Sveinki!

Hitt tel ég rangt og ekki ná nokkurri átt
að telja hugmynd til sköpunarverksins.

Skilgreiningar af því tagi hef ég alrei séð fyrr
og tel þær í besta falli misskilning.

Þú ert greinilega nýr á þessum vettvangi
og sekkur upp að hnjám í hverjum mýrarflákanum af öðrum
en fróðlegt verður að fylgjast með þér er
barnsskónum sleppir. Með bestu kveðju.

Húsari. (IP-tala skráð) 18.3.2021 kl. 12:52

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Húsari, titillinn er vísun í texta eftir Þorstein Eggertsson, og lýsir ekkert endilega mínum skoðunum. :)

Ó hamingjan, hún var best af öll sköpunarverkinu.

Blanda af fegurð ást og góðmennsku,

varð að skærri, tærri hamingju.

En hamingjan er ei öllum gefin fremur en skíra gull,

en með vilja styrk verður veröldin full af hamingju.

Hamingjan.

Hrannar Baldursson, 18.3.2021 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband