Bloggfćrslur mánađarins, september 2007

12 eftirminnilegustu atriđi Afríkuferđar Salaskóla

Kl. 10:30 á eftir förum viđ Jóhanna og Patrekur í útvarpsviđtal á Rás 2 hjá Margréti Blöndal, ţar sem rćtt verđur um Namibíuferđina.

Af ţessu tilefni ákvađ ég ađ rifja upp 12 eftirminnilegustu atriđi ferđarinnar.

 

1. Dansinn

Gummi og Birkir tóku ţátt í trylltum afrískum dans. Ég á eftir ađ birta myndskeiđ međ ţessu hérna á blogginu. 

2. Ljónaveislan

Viđ sátum klukkustund inni í búri og horfđum á ljónahjörđ éta. Hegđun ţeirra viđ 'matarborđiđ' og djúpt urr situr ennţá í mér. 

3. Fátćkt í hamingju

Viđ ókum um fátćk hverfi ţar sem húsin voru kofar byggđir úr bárujárnsplötum. Samt ríkti gleđi í fasi fólks. Börn léku sér ađ beinum og steinum. Fólk var úti! Algjör andstćđa viđ Ísland í dag. Ég hef á tilfinningunni ađ Íslendingar séu ađ verđa alltof ríkir og farnir ađ krefjast svo mikils af öllu og öllum ađ hćtta sé á ađ gleyma ţví ađ gleđjast yfir einföldum hlutum.

4. Skólabörn sem haga sér vel

Ţar sem ég hef heimsótt skóla á Íslandi síđustu ár hefur veriđ erfitt fyrir kennara ađ fá hópinn til ađ hegđa sér sćmilega, kannski vegna ţess ađ Íslendingar eru svo miklir einstaklingshyggjumenn og börnin ţarafleiđandi líka. En börnin í skólastofum Namibíu höguđu sér einfaldlega fullkomlega. Ţađ var ekki ađ sjá ofvirknivandamál eđa vanvirđingu gagnvart kennurum. Ţađ var gaman ađ sjá ţetta. Annađ en mađur sér á Íslandi í dag, ţví miđur.

5. Sigur á skákmótum

Salaskólasveitin vann sveitakeppnina og Patrekur vann einstaklingsmótiđ, bćđi í skólaskák 20 ára og yngri. Algjör snilld!

6. Fílarnir

Viđ keyrđum ansi nálćgt villtum fílum í Safari. Einn ţeirra nálgađist okkur ískyggilega mikiđ og var farinn ađ breiđa út eyrun í um ţriggja metra fjarlćgđ frá zoom-linsu Stefáns Jóns.


7.  Oryx gómsćti og spjót bushmannsins

Viđ fengum máltíđir sem kitluđu bragđlaukana á skemmtilegri hátt en nokkrar ađrar máltíđir sem ég hef smakkađ hvar sem er í heiminum. Oryk lundir eru hreinn unađur ađ kjammsa á, og svo er strúturinn alls ekki af verri endanum.

8. Flugan viđ morgunverarborđiđ

Fyrsta daginn í Afríku kom drekafluga ađ morgunverđarborđinu sem olli ţví ađ sum börnin hreinlega trylltust.  Ţau veifuđu út öllum öngum, öskruđu og skrćktu, bara vegna einnar flugu. Ég minnti ţau á ađ ţegar ţau yrđu hrćdd í Afríku vćri best ađ sýna engin óttamerki, rétt eins og á skákborđinu, ţví ađ óttamerki er veikleiki sem getur gert ógn ađ veruleika.

9. Hópefli

Viđ fórum í hópefli á skemmtilegum garđi. Ţar stjórnađi stćltur Schwarzenegger ađdáandi ađ nafni Andre hópeflinu af miklum krafti. Gerđi ţetta ađ stórskemmtilegu ćvintýri.

10. Stefán Jón Hafstein

Stefán Jón var skemmtilegur leiđsögumađur, og braut upp bíltúra međ ţví ađ gefa sögustundir í forsćlu og gaf góđ ráđ ţegar kom ađ prúttkaupum. Ţegar gírkassinn eyđilagđist gerđi hann úr skemmtilegt ćvintýri sem gleymist ekki í bráđ.

11. Rudigur  

Rudigur var bílstjóri okkar í Windhoek. Börnin tóku ástfóstri viđ hann. Á síđasta deginum vorum viđ staddir inni í minjagripaverslun og ég spurđi hann hvort hann langađi í eitthvađ úr versluninni; fallegan penna, kveikjara eđa eitthvađ. En hann óskađi eftir íslensku landsliđstreyjunni í knattspyrnu. Spurning hvort ađ hćgt vćri ađ fá alvöru stykki fyrir hann?

12. Flugvallavandamál

Viđ flugum međ British Airways út og áttum ferđ til baka, en BA fćr falleinkunn hjá mér. Ţeir voru nćstum búnir ađ klúđra ferđinni út vegna bókunarmála, og klúđruđu algjörlega ferđinni heim, rétt eins og Namibia Air. Vélin frá Namibia Air tafđist um tvćr og hálfa klukkustund á heimleiđinni, ţannig ađ viđ misstum af vélinni heim međ British Airways. Hvorki Air Namibia né British Airways vildi nokkuđ gera til ađ bćta hópnum ţetta. Ţađ var varla hjálparviđleitni til stađar! Tveir fullorđnir og fimm börn strand á flugvelli í London og enginn vildi hjálpa. Viđ hringdum í Icelandair og keyptum miđa hjá ţeim. Ég kem til međ ađ forđast ađ ferđast međ British Airways eins og heitan eldinn héđan í frá. Ţetta ţýddi ţó ađ viđ Jóhanna höfđum 2 klst. til ađ kíkja til London. Viđ ráfuđum ţar ađeins um Picadilly Circus.


Ţú ţarft ekki ađ vera tölvufrćđingur til ađ spinna nýja vefi á Netinu

Í gćr ákvađ ég ađ búa til minn eigin bloggvef. Mér finnst gaman ađ blogga hérna á Moggablogginu, en langađi ađ skerpa ađeins fókusinn. 

Ég fór á lunarpages.com og leitađi eftir vefsvćđi. Tveggja ára samningur kostar um 130 dollara. Mig langađi ađ blogga um heimspeki ţar sem heimspeki er mitt fag. Eftir ađ hafa valiđ viđeigandi slóđarnafn, thinking4thinking.com, setti ég upp PHP vefţjón á svćđinu og henti svo upp

Ţetta ţýđir ađ ég hef algjöra stjórn yfir bloggkerfinu, get bćtt inn smáforritum til ađ bćta enn viđmótiđ, og svo stjórna ég algjörlega ţeim flokkum sem ég vil skrifa undir. Ef ég blogga einu sinni til tvisvar á dag getur ţetta á endanum orđiđ sćmilegt safn heimspekipćlinga.

Hugmyndin er einnig ađ setja inn nokkra kennsluvefi, ţar sem mig langar ađ búa til kennsluefni um heimspeki, upplýsingatćkni, ritun og skák.

Ég hef líka skrifađ fjölmargar greinar um heimspeki sem vćri gaman ađ setja ţarna inn viđ tćkifćri; en reyndar hef ég glatađ mörgum ţeirra eftir ansi mikla ólukku.

Isidore_AMO2002265_lrg (Custom)1. Ár: 1994. Ćtlađi ađ senda kassa af bókum til Íslands frá USA eftir nám. Setti ritgerđirnar mínar međ í kassann. Vinur minn ćtlađi ađ skilja kassann eftir á hafnarbakka ţar sem honum yrđi síđan komiđ í skip. Kassinn glatađist ađ sjálfsögđu.

2.  Ár: 2002. Fellibylurinn Ísídór dynur á Merida í Yucatan og rústar skólastofu sem viđ höfđum byggt. Einnig eyđilögđust myndir, sjónvarpstćki, borđ, stólar og tölvubúnađur. Fellibylir svona langt inni í landi eru sjaldgćfir. Viđ vorum rafmagnslaus í hálfan mánuđ og sambandslaus viđ umheiminn í heilan mánuđ. Eitthvađ glatađist af mínum ritgerđum viđ ţessar hörmungar.

3. Ár: 2006. Mikiđ flóđ flćđir yfir búslóđ okkar í Puebla. Allar mínar bćkur og geisladiskar eyđilögđust, ţar sem aur og ţvag voru í flóđinu. Vatn í geymsluplássinu náđi tveggja metra hćđ. Einungis leikföng úr plasti björguđust. Öll húsgögn ónýt. Heilmikiđ af efni sem ég hafđi skrifađ glatađist.

MediawikiEinnig hef ég sett upp annađ vefsvćđi ţar sem fjallađ verđur um hin áhugamálin mín, kvikmyndir og skák, en ţetta eru allt wiki-vefir:

Salaskólaskákin - ţar sem ég fjalla um Salaskólaskák 

Kvikmyndasíđa - ţar sem fókusinn er á kvikmyndagagnrýni

Philosophy in the Movies

Vonandi ađ loksins hafi mér tekist ađ finna hugsunum mínum samastađ. 


Undir ís

Undir ís

flćktur í vef

sökkvandi

 

hrópa tár

hljóđlaust frostiđ

umlykur vök

 

sólin köld

fálmar eftir

stífum fingrum


Namibíuferđ Salaskóla - síđustu dagarnir

IMG_2589 (Custom) 

Kćrar ţakkir til ţeirra sem sent hafa góđar kveđjur.

Eftir skákmótin fengum viđ bíltúr um fátćkrahverfi í Windhoek, ţar sem fjölmörg hús eru púsluđ saman af bárujárnsplötum. Fólkiđ sem sat fyrir utan ţessi fátćklegu hús var samt ríkmannlegt í fasi, ţar sem bros geisluđu af nánast hverju andliti. Börn léku sér ađ beinum og steinum, og fjölmargir hinna fullorđna sátu í hóp og rćddu saman; en ţó voru sumir sem sátu einfaldlega fyrir utan dyragćttina sína og horfđu út í loftiđ eđa á ţorpslífiđ.

Viđ rćddum ađeins um fátćkt og ríkidćmi og bárum saman ţetta tvennt, og sýndist okkur meiri gleđi vera hćgt ađ finna í ţessum fátćku börnum en ţeim vel stćđu frá Íslandi. Ţađ er eins og einhver neisti, gleđi yfir hinu einfalda, verđi fjarlćgari eftir ţví sem auđveldara er ađ verđa sér úti um hlutina.

Viđ höfum veriđ á miklu ferđalagi síđustu daga, fórum međ Stefáni Jóni Hafstein til Grootfontein, sem er í um 400 km fjarlćgđ frá Windhoek, ţar sem heimsóttir voru mjög fátćkir skólar. Algengt er ađ bćkur á bókasöfnum ţessara skóla innihaldi um 30 titla. Hefđum viđ vitađ hvađ lestrarneyđin er mikil hefđum viđ komiđ međ fullt af barnabókum.

Ţrátt fyrir mikla fátćkt skín gleđi úr augum bćđi barna og fullorđinna. Í allra fátćkasta skólanum sem viđ heimsóttum fengum viđ danssýningu frá börnum skólans, en skólastýran var sýnilega gífurlega stolt af börnunum. Ţrír strákar slógu á bumbur, og tíu stúlkur dönsuđu viđ taktinn og sungu. Gummi og Birkir ákváđu ađ slá sér í hópinn og stigu villtan dans og söng ásamt innfćddum. Ţetta var gífurlega skemmtileg upplifun.

 IMG_2644 (Custom)

Eftir heimsóknirnar fórum viđ á Safari búgarđ, ekki áreynslulaust ţví ađ gírkassinn á bílnum einfaldlega hćtti ađ virka og eftir ađ hafa runniđ töluverđa vegalengd tókst bílstjóranum, Stefáni, ađ koma bílnum í ţriđja gír. Nćstu 40 kílómetrar voru keyrđir í ţriđja gír og ljóst ađ stopp ţýddi ađ allir fćru út ađ ýta. Međ ţví ađ taka skuggalega beygjur og dýfur hossuđumst viđ loks á áfangastađ.

IMG_3239 (Custom) 

Ţar komumst í návígi viđ fíla, gíraffa, nashyrninga, fjöldan allan af antílópum og ljón sem hópuđust í kringum dauđan gíraffa og hámuđu hann í sig á međan viđ hin sátum inni í búri og fylgdumst vandlega međ. Viđ Stefán Jón tókum mikinn fjölda mynda af villtum fílum, sem mér tekst vonandi ađ deila á ţessari síđu ţegar ég kemst í betra netsamband, en ég vil taka ţađ fram ađ skemmtilegri leiđsögumann og félaga en Stefán Jón Hafstein er erfitt ađ finna. Hann bloggar á http://stefanjon.is 

Ekki má gleyma ţví ađ viđ fengum eina bestu kjötmáltíđ sem nokkurt okkar hefur smakkađ, en ţađ var kjöt af oryx. Öll börnin og farastjórarnir líka kjömmsuđu yfir ţessu eins og ljón í veislu.

Á heimleiđinni stoppuđum viđ á útimarkađi ţar sem keyptir voru minjagripir. Nokkrir keyptu sér heimasmíđuđ skáksett, ađrir grímur, sumir bongótrommur og flestir hálsmen. Hćgt var ađ prútta á ţessum markađi, og sumum okkar tókst ađ prútta allt í botn á međan ađrir voru sáttir viđ ađ borga örlítiđ meira fyrir gripina.

IMG_3008 (Custom)

Nú erum viđ komin aftur til Windhoek. Á morgun er frjáls dagur og fariđ í flugiđ áleiđis til Íslands ađ kvöldi. Ljóst er ađ glađur og reynslunni ríkari hópur mun lenda á klakanum nćsta föstudagsmorgun.


Patrekur Maron Magnússon sigrar á fjölmennu ungmennameistaramóti Namibíu undir 20 ára

patti (Custom) 

Börnin úr Salaskóla tóku ţátt í 20 ára og yngri. Sú keppni var ćsispennandi fram á síđustu stundu. Sterkustu keppendurnir frá Namibíu voru ţeir Fares Fani, Goodwill Khoa og Ralph Uri-Khob, en 17 ţátttakendur voru í ţessum flokki.  

Patrekur Maron Magnússon stóđ uppi sem sigurvegari eftir ađ hafa leyft tvö jafntefli, viđ Guđmund Kristinn Lee og Fares Fani, en Patrekur sigrađi Jóhönnu í spennandi skák snemma móts. Jóhanna tapađi fyrir Fani Fares en sigrađi hins vegar Goodwill Khoa, ţann sem vann Patrek í sveitakeppninni. Birkir Karl Sigurđsson náđi stórgóđum árangri, ţar sem ađ hann náđi 5 vinningum af 7 mögulegum. En mest spennandi skákin var í nćstsíđustu umferđ, ţegar Páll Andrason fékk Fares Fani međ hvítu.

palli (Custom)

Gummi og Patti voru búnir ađ gera jafntefli ţannig ađ ef Fari nćđi ađ vinna Palla vćri sigurinn í mótinu hans; en Palli tefldi enska leikinn á mjög frumlegan hátt; og tókst ađ finna fjöldan allan af skemmtilegum möguleikum í mjög ţröngri stöđu. Loks tókst honum ađ ná í peđ andstćđingsins og sigrađi af miklu öryggi, án ţess ađ leika nokkrum ónákvćmum leik. Ţetta er besta skák sem ég hef séđ Palla tefla. Fyrir vikiđ komst Patrekur einn í fyrsta sćtiđ og hélt ţví međ öruggum sigri í síđustu umferđ gegn Fritz Namaseb. Ţar sem ađ Salaskólabörnin voru gestir á mótinu fengu ţau engin verđlaun, en fengu viđurkenningu ţegar klappađ var fyrir ţeim í lok verđlaunaafhendingar.

Lokatölur mótsins voru ţannig: 

1.         Patrekur Maron Magnússon - 6 vinningar af 7

2.-3.  

Fares Fani (Namibíumeistari 20 ára og yngri) - 5,5 vinningar

Páll Andrason

4.-7.    

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – 5 vinningar           

Goodwill Khoa           

Engelhardt Nowaseb           

Birkir Karl Sigurđsson

8.-10   

Guđmundur Kristinn Lee – 4 vinningar           

Armin Diemer           

Ralph Uri-Khob           

o.s.frv...

Glćsilegur sigur hjá Patreki.


Salaskóli sigrar á Namibíumeistaramóti skólasveita 2007

 Namib%C3%ADa008

Í dag tók heimsmeistarasveit Salaskóla ţátt í Namibíumeistaramóti skólasveita sem gestasveit, ţar sem ţátt tóku grunnskólar, gagnfrćđaskólar og menntaskólar frá Namibíu.  Börnin sýndu og sönnuđu styrk sinn enn einu sinni međ ţví ađ leggja alla andstćđinga sína, sjö ađ tölu, og hlutu 27 vinninga af 28 mögulegum. Namibíumeistarinn náđi 19.5 vinningum, og 2.-3. sćtiđ náđu 19 vinningum. 36 sveitir alls stađar ađ frá Namibíu tóku ţátt. 

Lokastađan: 

  1. Salaskóli, 27 vinningar af 28
  2. Ella Du Plessis High School A, 19,5 v.
  3. Okahandja Secondary School A, 19 v.
  4. Ella Du Plessis High School B, 19 v.

Vinningar Salaskóla skiptust ţannig: 
 

1. borđ: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir - 7 vinningar af 7

2. borđ: Patrekur Maron Magnússon – 6 vinningar af 7

3. borđ: Páll Snćdal Andrason – 7 vinningar af 7

4. borđ: Guđmundur Kristinn Lee – 5 vinningar af 5

1. varamađur: Birkir Karl Sigurđsson – 2 vinningar af 2  
 

Glćsilegur árangur!


Namibíuferđ Salaskóla - Fćrsla 3

Dagur 2 

  

Eftir góđan nćtursvefn heimsóttum viđ namibískan grunnskóla, sem kenndur er viđ Martti Ahtisaari, finnskan stjórnmálamann sem náđi merkum og góđum árangri međ Sameinuđu Ţjóđunum ađ sjálfstćđi Namibíu. Ţar hélt Omar Salama fyrirlestur um glćsilega sigurskák Bobby Fischer frá ţví ađ hann var ţrettán ára gamall á stórmóti í New York. Síđan rćddu börnin frá Salaskóla um leiđ ţeirra ađ heimsmeistaratitlinum. Namibísku börnin voru dugleg ađ spyrja spurninga og var ţetta hin skemmtilegasta samrćđa.  

Eftir ţetta heimsótti hópurinn ólíkar skólastofur, ţar sem oft voru allt ađ 40 nemendur í stofu. Eftirtektarvert var ađ í tölvustofunni sátu mörg börn viđ hverja tölvu, sem hafđi gamla kassaskjái, en ekki ţessa flottu flatskjái sem sjást um allt í klakanum. Í öllum skólastofum var jafnvel tekiđ á móti okkur. Börnin stóđu á fćtur öll sem eitt og buđu okkur velkominn. Aginn er meiri en íslensku börnin kannast viđ, og gaman ađ ţrátt fyrir agann var mikil gleđi í viđmóti nemenda.

Aginn virkar eins og öryggisbelti sem er óţćgilegt til ađ byrja međ en verđur síđan sjálfsagđur hlutur sem eykur öryggi og gćđi akstursins um ţekkingarheim frćđanna. Viđ fengum okkur spagettí og pizzu í verslunarmiđstöđinni ‘Game’, en ég hef tekiđ eftir hversu mikilvćgt og algengt ţetta hugtak er hérna í Namibíu. Ţađ ţýđir ólíka hluti. Eins og heima merkir ‘game’ leikur, ţar sem fólk leikur sér í spilum, ađ tafli, eđa á hvern ţann hátt sem mögulegt er ađ leika sér. Einnig eru villidýr kölluđ ‘game’, og ţá sérstaklega í samhenginu villidýraveiđar. Ţess vegna fannst mér áhugavert ađ ţeir notuđu ţetta hugtak fyrir verslunarmiđstöđ og varđ strax hugsađ til ţess ađ neytendur séu ţá í hlutverki villibráđarinnar en verslanir séu vopn, sölumenn veiđimenn og vörurnar byssukúlur.

Ef viđ hugsum ţetta svona verđur hver verslunarmiđstöđ ađ veiđineti eđa svćđi ţar sem auđvelt er fyrir veiđimennina ađ nćla sér í bráđina.  Eftir verslunarmiđstöđina lá leiđin til Iitumba, ţar sem haldiđ var hópeflinámskeiđ fyrir hópinn, ţar sem fariđ var í hópleiki til ađ styđja viđ hópmyndina. Til dćmis var fariđ í boltaleik og glímt viđ ýmsar líkamlegar ţolraunir og ţrautir; og endađ á allsherjar vatnsstríđi hvađan enginn slapp ţurr. 

Einnig var fariđ í ökuferđ á tryllitćkinu buffalóinn, ţar sem keyrt var um villt svćđi og kíkt á gíraffa, ýmsar gerđir dádýra og bavíana sem hlupu villt um svćđiđ. Ţetta var vel heppnuđ skemmtun og fórum viđ öll dauđţreytt í háttinn ađ kvöldi.  

Nćst á dagskrá: sveitakeppni grunnskóla og gagnfrćđiskóla Namibíu, ţar sem Salaskóli verđur međ sem gestasveit.


Namibíuferđin - Fćrsla 2

Dagur 1

Síđast ţegar til okkar spurđist vorum viđ á Gatwick flugvelli ţar sem viđ biđum í sjö klukkustundir eftir nćsta flugi. 

Eftir tíu tíma langt flug í gríđarstórri AirBus ţotu, sem hefur átta sćti í hverri röđ, lentum viđ í Windhoek, höfuđborg Namibíu, um kl. 8 ađ morgni á namibískum tíma, međ sćmilegt rassćri og misjafnlega mikinn svefn. Viđ fórum úr flugvélinni, niđur brattar tröppur, og fyrsta sýn okkar af Afríku tók viđ. Átta öryggisverđir mynduđu línu sem vísađi farţegunum réttu leiđina ađ flugstöđvarbyggingunni. Ţessi víđfeđmi flugvöllur var auđn, fyrir utan eina ađra flugvél sem stóđ nálćgt flugstöđvarbyggingunni. Landslagiđ fannst mér frekar gulleitt og gegnum mystriđ mátti sjá glitta í fjallstinda sem gnćfđu yfir sléttunum.

Vilhjálmur Wiium tók vel á móti okkur fyrir hönd Ţróunarsamvinnustofnunar Íslands í Namibíu. Hann fór međ okkur beint á Hotel Safari ţar sem viđ náđum mikilvćgri hvíld, enda var ţreytan eftir langt flug mikil. Ţar biđu okkar Henrik Danielsen og Omar Salama.

Eftir hvíldina lá leiđin á skrifstofu Sendiráđs Íslands í Namibíu ţar sem viđ fengum afhenta uppfćrđa dagskrá af áćtlun okkar.

Fyrst á dagskránni var heimsókn í ţýskan einkaskóla. Hópurinn fór á stađinn og gaf ađstođarskólameistara góđar gjafir; myndabók um náttúru Íslands, íslenska fánann, fána Kópavogs, penna og nćlur frá Kópavogsbć og nokkra bćklinga og bćinn ţar sem best er ađ búa. Ađeins ţrír nemendur sem eru í skákliđi ţýska skólans voru viđstaddir. Omar Salama sýndi skemmtilega skák međ Judit Polgar; og síđan rćddi undirritađur viđ nemendurna um ţađ hvernig leiđin lá ađ heimsmeistaratitlinum og hvers konar vinna lá ađ baki. Eftir ţađ flutti Henrik Danielsen skemmtilegan fyrirlestur um mistök og einbeitingu í skák; ţar sem hann skilgreindi ţrjár gerđir mistaka:

  1. afleikur
  2. almenn mistök
  3. ónákvćmni

Ţetta ţótti mér afar áhugavert og ég fann í fyrirlestrinum ađ Henrik er á nákvćmlega sömu línu og ég ţegar kemur ađ kenningum um skák.

Eftir fyrirlesturinn sýndu nemendur okkur skólann, en áhugaverđast fannst mér ađ sjá venjulegar skólastofur, sem Páli Andrasyni varđ ađ orđi ađ vćru hvorki jafn fallegar né stórar og íslenskar skólastofur.

Nú lá leiđin í stórmarkađ ţar sem keypt var slatti af vatni og dóti sem gleymst hafđi ađ taka međ frá Íslandi; og eftir ţađ lá leiđin á veitingastađinn Joe's Beerhouse, eđa Bjórhús Jóa. Ţrátt fyrir nafniđ er ţetta afar glćsilegt veitingahús sem skreytt er á skemmtilegan hátt; til dćmis međ gömlum hjólbörum, stígvélum og reiđhjólum sem hanga úr loftinu. Í húsiđ komast ađ minnsta kosti 200 manns, ţađ er međ stráţaki og grófu gólfi. Borđin eru líka hátt uppi og viđ ţau eru einnig háir bekkir, sem ţarf bókstaflega ađ vađa yfir fyrir góđa ađkomu.

Villi Wiium stakk upp á rétti sem kallađur er Bushman's Spear, eđa Spjót runnamannsins. Ţađ er langur teinn međ fimm ólíkum kjötréttum og nokkrum grćnmetisréttum; ţađ merkilegasta og mest spennandi var ađ sjálfsögđu kjötiđ sem teinninn geymdi, en á honum var kjúklingur, antílópa, sebrahestur, krókódíll og strútur. Kjúklingurinn fannst mér bara venjulegur á bragđiđ, sebrahesturinn allt í lagi, krókódíllinn smakkađist eins og saltfiskur, antílópan međ sérkennilegu en afar góđu bragđi og síđan var strúturinn hrein snilld; eins og blanda af kjúklingi og nautalundum, - međ bragđi sem situr enn í munninum og tilhugsunin gerir ekkert annađ en ađ fylla góminn af vatni á ný.

Birkir Karl og Jóhanna Björg sýndu ţađ mikla hugrekki ađ borđa allt af teininum; en ađrir pöntuđu sér venjulegri mat og sumir snertu varla á góđmetinu.

Fóru svo allir sáttir í háttinn.

 

Meira síđar... 

 

Athugasemd: Myndir koma síđar ţví ađ netsambandiđ á hótelinu er alltof hćgt og lélegt fyrir myndir af jafnfallegu fólki.


Namibíuferđin - Fćrsla 1

Á myndinni eru: Aftari röđ - Sighvatur Björgvinsson, framkvćmdastjóri Ţórunarsamvinnustofnunarinnar, Davíđ Ólafsson, Hellismađur og fyrrum Namibíufari, Kristian Guttesen, Hróksmađur og fyrrum Namibíufari, Gunnar Birgisson, bćjarstjóri Kópavogs; Fremri röđ: Páll Snćdal Andrason, Birkir Karl Sigurđsson, Guđmundur Kristinn Lee, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Patrekur Maron Magnússon

 

Ţróunarsamvinnustofnun Íslands bauđ heimsmeisturum grunnskóla í skólaskák undir 14 ára aldri, Salaskóla, í ferđ til Namibíu, ţar sem hópurinn mun međal annars heimsćkja nokkra skóla, eignast vinaskóla, kenna skák, halda fjöltefli, tefla á skákmótum og kynnast landi og ţjóđ.

Viđ lögđum af stađ í morgun međ British Airways frá Keflavíkurflugvelli. Ekki byrjađi ferđin gćfulega ţar sem viđ fengum ekki miđana afgreidda fyrr en 15 mínútum fyrir brottför og halda ţurfti vélinni. Máliđ er ađ flugmiđarnir okkar voru allir keyptir í einni greiđslu međ VISA korti í Namibíu og ţar sem upphćđin ţótti grunsamlega stór tók fjármálaeftirlitiđ í Namibíu sig til og setti kortiđ á svartan lista; ţannig ađ ţó ađ búiđ vćri ađ borga ferđina var ekki hćgt ađ fá hana afgreidda, eđa greiđa međ einu korti. Ţetta ţýddi um tveggja tíma töf, sem börnin stóđu af sér eins og sönnum heimsmeisturum sćmir; međ stóískri ró ţrátt fyrir sívaxandi áhyggjur.

Viđ erum stödd á Gattwick flugvelli á Englandi, en tökum nćstu vél beinustu leiđ til Namibíu kl. 21:30. Hegđun barnanna er algjörlega til fyrirmyndar, en ţau kusu Patrek sem liđsforingja ferđarinnar; sem ber ţá ábyrgđ á öllum samskiptum milli fararstjóra og barnanna; og tekur ţátt í ađ viđhalda góđum aga.

Ţeir sem fara til Namibíu:

1. borđ: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

2. borđ: Patrekur Maron Magnússon

3. borđ: Páll Snćdal Andrason

4. borđ: Guđmundur Kristinn Lee

5. borđ: Birkir Karl Sigurđsson

Fararstjórar: Tómas Rasmus og Hrannar Baldursson 

Viđ förum til Namibíu međ gjafir frá Skáksambandi Íslands, Kópavogsbć, Ţróunarsamvinnustofnun Ríkisins, Salaskóla og foreldrum barnanna; sem stađiđ hafa traust viđ bakiđ á sínum börnum. Taflfélagiđ Hrókurinn, undir traustri stjórn Hrafns Jökulssonar átti frumkvćđiđ ađ ţessu samvinnustarfi sem hefur veriđ í gangi síđustu ţrjú árin. Íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen og egypski skákmeistarinn Omar Salama, eiginmađur Lenku, norđurlandameistara kvenna; bíđa eftir okkur í Namibíu. 

Edda Sveinsdóttir, móđir Jóhönnu, hefur sýnt mikiđ frumkvćđi og drifkraft viđ skipulag  bćđi ferđarinnar á Heimsmeistaramótiđ í júlí og núna til Namibíu, og sendi ég henni ţakkarkveđju; svo og öllum ţeim sem stađiđ hafa viđ bakiđ á okkur, samfagnađ árangrinum og tekiđ ţannig ţátt í ţessu ógleymanlega ćvintýri.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband