Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

ICESAVE - hin mesta skömm?

"Eina skömmin er að skammast sín ekki." - Blaise Pascal 
 
Íslenska ríkisstjórnin með Samfylkingu og Vinstri Græna í forsvari bera ábyrgð á að hafa reynt að þvinga ICESAVE samningum upp á íslensku þjóðina, ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur þrisvar. 

Því miður hefur sama ríkisstjórn farið álíka gáfulega að í öðrum málum, eins og þegar kemur að verðtryggingu, skattlagningu, sparnaði, hátæknisjúkrahúsi, launamálum og almennu tillitsleysi gagnvart því fólki sem ætlast er til að stjórnvöld þjóni.

Þessi skömm svíður djúpt, sérstaklega þar sem þeir sem eiga að skammast sín, kunna ekki að skammast sín. Annað hvort skilja ekki hvað þeir gerðu rangt - sem er nógu slæmt, - eða að þeir láta eins og ekkert sé. Ég veit ekki hvort er verra. 
 
Hvar er sú tign sem finnst í þeirri auðmýkt að biðja afsökunar á eigin afglöpum? Af hverju virðist nánast engin mannvera skynja eigin áhrif á tilveruna í kringum sig? Það er eins og fólk fatti ekki hvað hver einasta manneskja hefur mikil og djúp áhrif i samfélaginu. Og þá meina ég ekki bara með atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Skömmin nær ennþá lengra aftur. Sjálfstæðisflokkur og Framsónarflokkur eiga jafn mikið i þessari miklu skömm. Og enginn þeirra skammast sín, því þetta er ekki venjulegt fólk. Þetta er fólk sem þráir athygli og völd heitar en nokkuð annað, og virðist nákvæmlega sama um allt sem á vegi þeirra verður. Það er dapurlegt að sjá slíka fávisku við völd.

Íslensk stjórnmálaöfl hafa glatað trúverðugleika sinum. Samt eru stjórnmálamenn beðnir um álit af fjölmiðlum, eins og þeir séu allt í einu orðnir fulltrúar stóra sannleiks, eina ferðina enn.. Er ekki eitthvað bogið við þetta?

mbl.is Ísland vann Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband