Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2020

Kári og Covid

Íslensk erfðagreining tryggði að Íslendingar komu betur út úr fyrstu bylgju Covid-19 en flestar aðrar þjóðir, með því að skima Íslendinga, sem gerði stjórnvöldum fært að rekja fólk með appi og lögreglurannsóknarvinnu, aðskilnaði og einangrun.

Heilbrigðiskerfið fékk þar mikinn stuðning. Læknar og hjúkrunarfræðingar gátu brugðist við ástandinu án þess að kerfið félli saman, eins og gerst hefur í Svíþjóð, á Ítalíu og Spáni, Bandaríkjunum, Brasilíu og víðar.

Forsenda þess að halda veirunni niðri er að skima, rekja og einangra eftir þörf. Ef einn þáttinn vantar getur kerfið brugðist.

Kærar þakkir Kári og ÍE fyrir einstaka gjöf til þjóðarinnar sem hefur örugglega kostað fyrirtækið gríðarlegar fjárhæðir og tíma, en grætt mikið þegar kemur að velvild. Þessi gjöf er grundvöllur þess frelsis sem Íslendingar hafa upplifað frá 15. júní.

Vona að heilbrigt samband haldi áfram sem heldur Íslandi á farsælli braut, til þess að við sigrumst öll á erkifjendunum: fávisku, hroka og Covid-19.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband