Hraunið og tíminn

eldgos

Um daginn gekk ég að gosinu í Geldingadölum og fannst það tilkomumikið. Við förunautur minn ræddum aðeins um kraftinn í þessari jörðu og hvernig mannlegur máttur gæti engan veginn staðið í vegi fyrir flæði hraunsins. Það minnir mig á tímann, hvernig hann silast áfram og ryður öllu öðru úr vegi, er kraftmeiri en allt sem reynir að standa í vegi fyrir honum. Ekkert stenst tímans tönn. 

Svo fer ég að velta fyrir mér því sem skiptir máli. Er hægt að gera greinarmun á því sem annars vegar kemur fljótt inn í þennan heim og hverfur svo fljótt aftur, eitthvað eins og tískubylgja, líf dægurflugu, lítið lag eða heitur hraunmoli og hins vegar einhverju sem kemur seint og hverfur seint, eða hugsanlega einhverju sem varir alltaf í þessum heimi? 

Af því sem líður hægt inn í þennan heim og svo hægt út úr honum aftur getum við talið hluti eins og tré, fjöll, fjölskyldur, samfélög, lönd, plánetur, sólina, stjörnuþokur og jafnvel alheiminn. 

En er eitthvað sem varir að eilífu? Getum við sagt að alheimurinn vari að eilífu þar sem kenningar eru til um hvernig hann varð til úr mikla hvelli og mun síðan á endanum skreppa saman inn í svarthol, sem síðan springur sjálfsagt aftur út síðar með öðrum miklum hvelli, eða eins og einhver húmoristi sagði, með smá væli? 

Í þessum heimi er erfitt að finna eitthvað varanlegt. Það er að segja þegar við tölum um hluti. En þegar við förum yfir í andlegu hliðina, þá finnum við fullt af hugmyndum sem virðast varanlegar, og stinga upp höfðinu í ólíkum menningarheimum, óháð trúarbrögðum eða siðum.

Til dæmis virðum við visku, góðmennsku og hugrekki umfram fáfræði, illmennsku og heigulshátt hvert sem farið er. Svo eru það þeir sem trúa á eilífan Guð og ódauðleika sálarinnar. Eins og gefur að skilja verður fátt sannreynt um slíka hluti, enda eiga vísindi fyrst og fremst við um hinn efnislega heim, þó að ýmis fræði snerti á þeim andlega. Og það kæmi mér alls ekki á óvart þó að öll hin andlegu gæði hverfi þegar mannkynið er horfið á brott. 

Og ég velti svolítið fyrir mér, þúsund árum eftir að mannkynið er horfið af jörðinni, og þá ekkert endilega í geimskipum, heldur hefur liðið undir lok eins og svo margar aðrar dýrategundir, verður þá eitthvað eftir sem hægt væri að kalla sál mannkynsins? Mun eitthvað lifa okkur af? Verða borgir okkar og byggingar étnar upp af gróðri og tímanum sjálfum?


Af hverju er svona erfitt að skilja heiminn og sjálfan sig?

Sá sem reynir að skilja sjálfan sig og heiminn áttar sig fyrr eða síðar á þeim vanda að allt er stöðugt að færast úr stað, að þegar maður nær loks tökum á einhverju fyrirbæri, sama hvort það er hlutur eða skilningur, þá breytist eitthvað sem veldur því...

Stöndum gegn auðræði og með þeim kúguðu

Í sérhverju samfélagi eru manneskjur sem styðja við þá sem standa höllum fæti, fólki sem skortir hluti eins og menntun, fjármuni, heilsu eða atvinnu. Í heilbrigðu samfélagi styðja stjórnvöld slíkar manneskjur með stofnunum og kerfum, til dæmis með skólum...

Hvernig getum við komist hjá því að spillast?

Þegar ég var krakki man ég eftir að börn töluðu svolítið um að eitthvað barn spillti öðru barni, þannig að barnið hætti að haga sér eins og það átti að haga sér, en fór að haga sér meira eins og hitt barnið sem spillti því. Þetta heyrðist nokkuð oft á...

Af hverju að halda barninu í okkur lifandi?

Stundum heyri ég frasann að mikilvægt sé að halda barninu í sjálfum sér lifandi. Yfirleitt játa ég því bara, finnst það sjálfsagður sannleikur, eitthvað svo augljóst, en þegar maður veltur því fyrir sér er merkingin kannski alls ekki augljós og síðan...

Hvernig tapar maður sjálfum sér?

Danski heimspekingurinn Søren Kierkegaard skrifaði um það hvernig það að tapa sjálfum sér gerist hægt og hljótt, þannig að jafnvel enginn tekur eftir því, hvorki aðrir né maður sjálfur. Hins vegar ef maður tapaði veraldlegri hlutum, eins og til dæmis...

Getum við útrýmt illsku, fáfræði og heimsku úr heiminum eða okkur?

Það er margt sem getur pirrað við heiminn. Eitt af því er fólk sem er á ólíkri skoðun um lífið og tilveruna, sérstaklega þegar það eru stjórnmálamenn eða predikarar sem reyna að yfirfæra eigin skoðanir yfir á alla aðra í samfélaginu. Annað er COVID-19...

Að læra um okkur og heiminn

Eins og rætt hefur verið erum við öll gallagripir. Við höfum fordóma sem okkur ber skylda til að losna við, því þeir trufla okkur frá því að finna rétta stefnu í lífinu. Fordómar eru eins og skuggar. Þeir liggja á bak við upplýsta hluti, og þegar þú...

Er fordómafullt líf einhvers virði?

Einhvern tíma hafði Sókrates á orði að líf sem ekki er rannsakað sé ekki þess virði að því sé lifað. Þetta hljómar frekar hart og kalt. Hvers eiga þeir að gjalda sem vilja bara slaka á, fljóta gegnum lífið með því að láta það gerast, vera bara hluti af...

Að horfast í augu við eigin galla

Ekkert okkar er fullkomið. Við höfum einhverja galla og langanir sem við felum, ekki bara fyrir öðrum, heldur sjálfum okkur líka. Fátt er erfiðara en að horfast í augu við sjálfan sig, átta sig á eigin göllum, eigin ófullkomleika, og af hugrekki takast á...

Af hverju lærum við meira þegar við erum saman heldur en þegar við erum ein?

Ég er kennari. Bæði hef ég lesið töluvert um kennslu, rætt við aðra kennara og sérfræðinga og lagt mig fram við að læra ennþá meira til að skara fram úr sjálfum mér í þessu starfi. Það er margt sem ég hef lært í mínum fræðslustörfum sem var mér alls ekki...

Um sannfæringu

Við höfum öll einhverja sannfæringu í lífinu og stundum eru þær andstæðar sannfæringum annarra. Þessi staðreynd er ein forsenda lýðræðis, þar sem að ólíkar hugmyndir koma saman og yfir ákveðinn tíma verða sumar þeirra ofan á en aðrar ekki. Þetta er...

Versta hugsanlega refsingin?

Hver ætli væri versta hugsanlega refsins sem manneskja gæti fengið? Líkamlegur sársauki? Löng fangelsisvist? Dauðadómur? Einelti? Hvað um það að vera látinn algjörlega afskiptalaus í þessum heimi? Hvað ef þegar þú ferð út í búð tekur enginn eftir þér,...

Aðeins um vináttu

Það er fátt skemmtilegra en að eiga góða vin og vera í slíkum félagsskap. Vinátta er eitt af því dýrmætasta sem við getum fundið á lífsleiðinni, ef ekki það dýrmætasta, sama á hvaða aldri við erum og óháð aðstæðum. Hún gerir okkur að betri manneskjum,...

Hvaða gagn gera óþægindi og efasemdir?

Hefurðu tekið eftir hvað það er æðislegt að borða nánast hvað sem er eftir að maður hefur verið glorhungraður? Og hvað heitt kakó getur verið bragðgott í miklu frosti, sérstaklega ef maður er þyrstur? Finnurðu fyrir ánægju þegar þú losnar við sársauka...

Reynsluvélin

Ímyndaðu þér að til væri reynsluvél sem þú gætir keypt í næstu raftækjaverslun, vatnsþéttur hjálmur sem þú setur á hausinn og hylur bæði augu og eyru á meðan þú liggur uppi í sófa. Í hjálminum eru rafsegulbylgjur sem hafa samskipti við bylgjurnar í heila...

Hvort er skárra að vera vansæll vitringur eða ánægður fáviti?

Heyrst hefur að fólk sé fífl. Eða fáviti. Þetta segjum við stundum þegar við hneykslumst á hvernig fólk hagar sér, þegar það til dæmis kemur illa fram við annað fólk eða vanvirðir náttúruna með rusli. Þetta fólk virðist oft ekki kunna að skammast sín og...

Aðeins um sjálfstæði okkar og frelsi

Við fögnum sjálfstæði okkar sem þjóðar, höldum þjóðhátíðardag þar sem við fögnum með blöðrum, fánum, skrúðgöngum og tónlist. Þjóðir sem upplifa slíkt frelsi undan stjórn annarra þjóða, eiga það sameiginlegt að fagna slíkum dögum. Okkur finnst ekki gott...

Er hægt að spilla góðum vilja?

Getur manneskja sem hefur góðan vilja ekki verið vond á neinn hátt? Slík manneskja getur ekki unnið illverki, getur ekki stungið fólk í bakið með lygum og prettum eða hnífum, getur ekki lagt á ráðin um heimsyfirráð sem geta kostað milljónir lífið, getur...

Cocoa Puffs, ekkert og Brexit

Tók eftir fjarveru Cocoa Puffs í Bónus í gær og varð hugsað til hugtaksins einskis, en í fyrirbærafræði getur það merkt eitthvað sem við höfum vanist og hverfur síðan úr lífi okkar. Það er dæmi um eitthvað raunverulegt sem ekki er áþreifanlegt. Nú hefst...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband