Aðrar manneskjur og við

charles-chaplin-5762242_1280

Hugsaðu þér fræga manneskju. Gerðu hana þér í hugarlund. Það má vera hver sem er. Þú hefur kannski lesið og heyrt ýmislegt um hana en þekkirðu hana í raun og veru? Þekkirðu eitthvað annað en endurspeglun hennar, hvað hún virðist vera? Þekkirðu dýpt hennar, hvernig hún er djúp eins og þú, hvernig hún er einstök eins og þú, hvernig hún hugsar og talar eins og þú, bara með öðruvísi áherslum? Hefur Þú velt fyrir þér hvernig það væri ef hugur þinn flakkaði yfir í þessa manneskju? Hvað myndir þú þá sjá? Myndir Þú sjá hana fyrir þér í ólíku ljósi? Myndir þú þekkja hana á annan hátt? Myndi hún þekkja þig?

Hugsaðu þér sigurvegara í íþróttum, einhvern sem sigrast á öllum sínum andstæðingum og stendur uppi sem sá besti í lok tímabilsins. Það má vera hver sem er. Er slíkur sigur eitthvað á við þann sigur sem við hvert og eitt getum unnið með því að sigrast á sjálfum okkur? Hefur sigurvegarinn í íþróttum sigrast bæði á andstæðingum sínum og sjálfum sér? Þýðir það að sigrast á sjálfum sér að geta stjórnað eigin hegðun? Sumir eiga erfitt með að forðast ákveðna drykki, ólyfjan eða sælgæti og eiga jafnvel erfitt með að koma sér út að ganga, hlaupa eða hjóla, en takist það hefur viðkomandi unnið sigur á sjálfum sér. Slíkur sigur er ekki fjarlægur, hann snýst um að við þekkjum okkur sjálf, lærum að stýra hegðun okkar og venja okkur á hegðun sem við viljum fylgja. 

Við erum þrælar eigin hegðunar. Við getum samt valið hvað við ætlum að gera og getum þjálfað okkur til að framkvæma nýja hluti. Við getum þannig valið nýja hegðun til að þjóna. Þetta krefst þess að við öflum okkur þekkingar og tökum góðar ákvarðanir. Það erfiðasta er að fylgja þessum ákvörðunum eftir í framkvæmd þar til þær eru orðnar að vana sem síðan stjórna okkar hegðun.

Mörg okkar hafa lifað í veruleika þar sem við leggjum mikið á okkur, vinnum kannski fleira en eitt starf og jafnvel fleiri en tvö. Fyrir vinnuna fáum við félagsskap, lærum nýja hluti og eignumst pening. Það er samt ekki alltaf að við áttum  okkur á að við erum félagar, erum menntuð, og erum rík, óháð vinafjölda, prófskírteinum og auði.


Bloggfærslur 17. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband