Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Er að selja búslóðina á barnalandi

Er að selja búslóðina mína á barnaland.is undir nafninu 'innlendingur'.

Bý í Kópavogi og það þarf að sækja dóttið áður en ég fer í flug á sunnudagsmorgni.

Hef þó hvorki sett DVD né bækur í sölu. Bara húsgögn.

Ég ákvað að halda uppboð á öllum þessum húsgögnum. Mér finnst það frekar skemmtileg leið til að selja sem býr til ansi skemmtilegt andrúmsloft. Ég fæ send skilaboð frá notendum barnaland.is og læt síðan vita reglulega hvert hæsta tilboðið er. Síðan tek ég einfaldlega hæsta tilboði á þeim tíma sem ég hef tilgreint að uppboðinu lýkur.

Mér finnst yfirleitt leiðinlegt að standa í sölu, en þessi leið er frekar skemmtileg.

Fyrstu uppboðunum lýkur í kvöld, og öðrum á morgun.

 

Það sem ég sel, smelltu á tenglana til að komast á sölusíðu barnalands:

 

Leðurhornsófi (margar bækur verið lesnar í þessum sófa) og góður fyrir partý, og svo finnst börnum svolítið freistandi að hoppa í honum:

633790225428760502

 

Skóhirsla og fatahengi:

633790619367789736

Rúm:

633790356250731099

 

Sjónvarpsskenkur (átti ekki flatsjónvarp en búinn að selja túbuna):

 

Eldhúsborð:

633790378307712489

 

Leirtausett frá Mexíkó:

633790229030667591

 

Skápur fyrir skjöl eða DVD diska:

633790604958289368

 

Fataskápur frá IKEA:

633790233558284614

 

Eldhúslampi:

633790611598159931

 

Hillur með krómfætur:

633790613358163213

 

Eldhúsborð með hillu og broskalli: Smile

633790614937985340

 

Bókahillur:

633790621806553369

 

Skrifborðsstóll:

633790638377135590

 

Skrifstofustóll (svartur):

633790639367741940

 

 


12 bestu kvikmyndir Christian Bale

terminatorsalvation

Terminator Salvation kemur fljótlega í íslensk bíó. Christian Bale leikur þar aðalhlutverkið, John Connor sem foringja uppreisnarmanna í framtíð þar sem vélmenni og gervigreind eru efst í fæðukeðjunni og markmiðið að útrýma mannkyninu.

Í snilldarmyndinni Terminotor eftir James Cameron var Arnold Schwarzeneigger sem vélmenni sent úr framtíðinni til að taka af lífi Sarah Connor, sem yrði í framtíðinni móðir John Connor.

terminator

Í Terminator 2: Judment Day fer Schwarzeneigger aftur til fortíðar sem vélmenni í leikstjórn James Cameron, en nú forritaður af sjálfum sér til að bjarga John Connor á unglingsaldri, og í leiðinni móður hans af geðspítala, en eftir þrettán ára flótta undan framtíðinni er hún orðin ansi pirruð.

t2

Terminator 3 er lakari kvikmynd en þær tvær fyrstu þar sem Schwarzeneigger kemur aftur sem vélmenni til að bjarga John Connor úr tilvistarkreppu vegna þess að líf hans hefur ekki lengur neinn tilgang, þar sem heiminum hefur ekki verið eytt. Því verður reddað.

t3

Ég hef ekki hugmynd um hvort Terminator Salvation verður snilld eða góð, eða einhvers staðar þar á milli eða neðar á skalanum, en mig langar að setja saman lista frá IMDB um þær kvikmyndir Christian Bale sem hafa fengið besta dóma á þessum besta kvikmyndavef veraldarvefsins.

Hæsta mögulega einkunn er 10:

1. (8.90) - The Dark Knight (2008)

Frægust fyrir að vera síðasta mynd Heath Ledger og afar vönduð ofurhetjumynd um Batman. Því miður koma gæðin svolítið niður á skemmtanagildinu, finnst mér.

darkknight

2. (8.40) - The Prestige (2006)

Christopher Nolan leikstýrir, en hann gerði líka Batman Begins og The Dark Knight með Bale. Mér fannst þetta því miður frekar þunnur þrettándi.

prestigebale

3. (8.30) - Batman Begins (2005)

Að mínu mati besta Batman myndin, en þarna er Batman endurræstur með hæfilega djúpu drama og góðum leik eftir hina hörmulegu Batman & Robin.

batmanbeginsbale

4. (8.28) - Terminator Salvation (2009)

Hef ekki séð hana, TS er næsta mynd sem ég mun sjá í bíó reikna ég með.

terminatorsalvationbale

5. (8.10) - Hauru no ugoku shiro (2004)

Howl's Moving Castle eða Hreyfikastali vælukjóans er þekktust fyrir að vera síðasta kvikmynd stórleikstjórans og Walt Disney þeirra Japana: Hayao Miyazaki. Hef ekki séð hana.

howl_s_moving_castlebale

6. (7.90) - Henry V (1989)

Afar vel gerð Shakespeare kvikmynd Kenneth Branagh um kóng sem er duglegur að hvetja sína menn áfram í stríði gegn Frökkum, minnir mig, langt síðan ég sá hana en fannst hún þá afar góð. Þetta var kvikmyndin sem átti að færa Shakespeare til nútímans, og það var árið sem Batman kom út.

henryvbale

7. (7.90) - 3:10 to Yuma (2007)

Stórskemmtilegur vestri með Russell Crowe og Bale í aðalhlutverki. Crowe er glæpon og Bale er bóndi sem tekur að sér það verkefni að flytja Crowe í fangelsi, hundeltur af glæpagengi Crowe, sem plaffar miskunnarlaust niður fylgdarhópinn, þar til aðeins Crowe og Bale standa eftir í uppgjöri aldarinnar.

310toyumabale

8. (7.80) - El maquinista (2004)

Drama um mann sem þjáist af svefnleysi eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi. Bale tók DeNiro á þetta og léttist um einhver 30 kíló fyrir hlutverkið. Myndin er samt góð.

el_maquinistabale

9. (7.80) - Equilibrium (2002)

Framtíðarbræðsla sem í einhvers konar Orwellheimi þar sem bækur eru bannaðar. Ekkert sérlega eftirminnileg.

equilibriumbale

10. (7.70) - Empire of the Sun (1987)

Fyrsta stóra hlutverk Bale í kvikmynd Steven Spielberg um dreng á stöðugum flótta í Japan síðari heimstyrjaldarinnar. Vel heppnuð og skemmtileg mynd.

empire-of-the-sun_bale

11. (7.60) - Rescue Dawn (2006)

Bale leikur flugmanninn Dieter sem er skotinn niður í Víetnam og leggur berfættur á flótta undan hermönnum gegnum regnskóg. Mjög góð og spennandi kvikmynd, byggð á sönnum atburðum.

rescuedawn

12. (7.40) - American Psycho (2000)

Bale leikur óhugnanlegan uppa á 8. áratugnum sem fær jafnmikið upp úr að hlusta á Wham og drepa fólk sér til gamans eftir vinnu. Koldimm kómedía.

americanpsychobale

Án nokkurs vafa áhugaverður leikari og leikferill, sem á helst á hættu að verða of stór fyrir eigin egó. Takist honum að ráða við þann hjalla, eru honum allir vegir færir.

Svo ég slengi líka einhverju fram sem hægt er að rífast um. Christian Bale er arftaki, ekki bara eins, heldur tveggja stórstjarna í kvikmyndaheiminum; þeirra Robert DeNiro sem dramakóngur, og Arnold Shwarzeneigger sem hasarkóngur.

Smelltu hér til að sjá sýnishorn úr Terminator Salvation


Verður Ísland orðið að kommúnistaríki áður en árið er liðið?

 


 

Forsjárhyggja gegn frelsishyggju eða frjálshyggju?

Í gær skrifaði ég stutta grein um forsjárhyggju og uppskar mikið af athugasemdum sem væru fyndnar ef þær væru ekki skrifaðar af alvöru. Ekki veit ég hvort að mér hafi mistekist svona hrapalega að koma hugmyndunum vel frá mér eða hvort að hugmyndirnar hafi einfaldlega verið teknar úr samhengi. Segjum sem svo að hugmyndirnar hafi verið illa settar fram og séu kannski óskýrar að einhverju leyti. Er þá ekki um að gera að velta þeim aðeins frekar fyrir sér?

Öfgafull frelsishyggja

Ein gagnrýnin sneri að hugmyndinni um að öfgafull frelsishyggja væri jafnslæm og öfgafull forsjárhyggja, og í athugasemdinni var öfgafull 'frelsishyggja' skilgreind eins og hún gangi "einmitt út á ða (sic) treysta á skynsemi einstaklingsins til að taka ákvarðanir". 

Þarna er komin áhugaverð skilgreining á 'frelsishyggju' sem ég geri ráð fyrir að eigi að merkja það sama og 'frjálshyggja', en veit þó ekki hvort að skynsamlegt sé að leggja það að jöfnu. Í greininni ætlaði ég nefnilega að skrifa um 'frjálshyggju' en af einhverjum dularfullum ástæðum kallaði ég hana 'frelsishyggju'. Það væri reyndar áhugavert að skoða hvort að einhver munur sé á þessu tvennu. 

'Frelsishyggja' væri þá hugsanlega sú hugmynd að allir ættu að vera óháðir höftum, en 'frjálshyggja' sú hugmynd að haftir séu eitthvað sem er til að sveigja framhjá. Þannig að ég viðurkenni að færsla mín í gær var svolítið lek, og vantaði því kannski eitthvað blek. Bætum úr því.

 

 

Mig langar að benda á eitt lítið atriði: Ef við treystum ekki á skynsemi einstaklings til að taka ákvarðanir, þá höfum við einfaldlega sveiflast úr einstaklingshyggja yfir í félagshyggju (sósíalismi), þar sem talið er að einungis hópar geti tekið skynsamlegar ákvarðanir og skuli taka þær fyrir einstaklinga. Félagshyggja er nákvæmlega jafn vitlaus sem meginhugmynd og einstaklingshyggja, aðeins hinn endinn á brauðinu. Félagshyggja gæti sjálfsagt gengið undir nafninu forsjárhyggja og  einstaklingshyggja gæti gengið undir nafninu frelsishyggja, miðað við ákveðnar aðstæður, en ég er ekki tilbúinn til að alhæfa að það sé nauðsynlega þannig við allar aðstæður.

Mér finnst reyndar freistandi að nota hugtakið félagshyggja sem hóphyggja eða haftahyggja, í því samhengi sem notað er í þessari grein. Öfgafull félagshyggja er þekkt sem kommúnismi, og ber að varast, því hún byggir ekki aðeins haftir, heldur veggi og landamæri til að tákna þessar haftir. 

Er forsjárhyggja sú hugmynd að hópar taki ákvarðanir fyrir einstaklinga, og skynsemi einstaklinga afgreitt sem eitthvað óhollt og óþekkt? Ef svo er, þá er forsjárhyggja enn hættulegri en mig grunaði, enda þekkjum við sögur um hvernig er að vera einstaklingur í kommúnistaríkjum þar sem einstaklingurinn fær ekki að vera einstaklingur, heldur þarf stöðugt að vera undir hæl ríkisins, ekki aðeins þegar kemur að eignum og atvinnu, heldur einnig skoðunum.

 

fidel_che

 

Það hljómar eins og verið sé að lauma kommúnisma inn í Ísland, sem er reyndar rökrétt framhald af græðgivæðingunni og hruninu, ef maður nennir að lesa aðeins í speki Marx um það hvernig kommúnistaríki verður til. Satt best að segja virðist Ísland vera að fylla þessar kröfur í hárréttri röð og er komið ansi langt á leið. Næsta skref er að gera öll heimili landsins gjaldþrota þannig að þau krefjist sjálf kommúnisma, sem er algjör jöfnuður á eignarhaldi - þar sem enginn má eiga neitt, þar sem alþjóðlegt hagkerfi er ekkert annað en einhver óþægindi sem ber að blaka í burtu.

Ísland er komið þrjá mánuði á leið. Spurning hvort að barnið fæðist að hálfu ári, og Ísland verði að Kastrólausri Kúbu? Nokkuð ljóst að við erum sífellt að nálgast það takmark að vera á Kúbunni, en í heimsókn minni til Kúbu komst ég að þeirri viðteknu skoðun að flott hótel og byggingar sem byggðar höfðu verið í Havana hafi verið reistar með blóðpeningum bandarískra glæpona sem voru að arðræna þjóðina. Þjóðin trúði þessu. Þess vegna fengu þeir El Che og Castro þjóðina með sér í baráttunni við arðræningja þjóðarinnar, og höfðu sigur. En sigurinn hafði hins vegar kommúnisma í för með sér og stöðnun í verkfræðilegri þróun, þó að mennta- og heilbrigðiskerfið þar í landi sé til stakrar fyrirmyndar.

Lög

Snúum okkur aðeins að lögum í sambandi við forsjárhyggju. Þá vaknar spurningin um hvernig við þekkjum muninn á góðum lögum og vondum lögum. Svarið er einfalt, þó að útfærslan geti verið flókin: Öll þau lög eru góð sem eru réttlát og skýr við allar mögulegar aðstæður, innihalda ekki margræðni í orðum, gefa ekki færi á misbeitingu, mistúlkun eða misskilningi og eru viðmið sem þjóðin vill að allir fylgi.

Þegar deilt er um lög vegna orðalags eða hafta sem þau setja, og ef gagnrýnin er sett fram af skynsömum einstaklingi, en ekki vegna ákveðinna hagsmuna hóps eða einstaklings, þá er næsta víst að eitthvað er athugavert við viðkomandi lög. Hlutverk þingmanna er að vera skynsamir einstaklingar sem taka þátt í að setja lög, en því miður hefur mikill fjöldi þeirra reynst hagsmunatengdir.

Þegar hagsmunatengdir þingmenn setja lög, þá fáum við yfir okkur dæmi eins og einkavæðingu ríkisfyrirtækja, einkavinavæðingu banka og kvóta, og sjálfsagt á næstunni einkavæðingu fyrirtækja sem ríkið hefur tekið yfir en verða síðan seld aftur, hugsanlega fyrrum eigendum þeirra sem tekist hefur að skjóta undan nægu fé til að kaupa fyrirtækin aftur á meðan skuldir þeirra eru niðurfelldar.

 

 

Forsjárhyggja er þegar lög byggja á siðferðilegu mati, en ekki á siðfræðilegu mati. Siðferðilegt mat er þegar sá sem setur reglunnar er sannkristinn og frelsaður, og vill að allir aðrir verði sannkristnir og frelsaðir. Siðfræðilegt mat er þegar rætt er um viðkomandi lög út frá mörgum siðferðilegum viðmiðunum.

  • Segjum að ég banni allt klám vegna þess að trúfélag mitt bannar allt klám. Það er forsjárhyggja.
  • Segjum að ég banni aðgang að klámi vegna þess að rannsóknir sína að klám auki misnotkun, mansal og þrælkun á manneskjum í heiminum. Þetta má ræða á faglegum forsendum, en varast að taka ákvörðun of fljótt.
  • Segjum að allt klám sé leyft, sama hvað siðvenjur eða vísbendingar um þrælkun og mansal segja, þá erum við komin út í frjálshyggju. 

Það er nokkuð ljóst að það þarf að feta milliveginn, en af afar mikilli varkárni. Ræða málin frekar en að slengja fram niðurstöðum af einhverri heift og neita að hlusta á aðrar hliðar málsins.

Öfgafull frjálshyggja, frelsishyggja eða Kapítalismi og öfgafull félagshyggja, forræðishyggja eða Kommúnismi eru bæði af hinu slæma, og engu þjóðfélagi vil ég óska slíkra öfga, en sýnist óhjákvæmilegt að Ísland verði einmitt að slíku ríki, enda hefur það lifað við sjö ára frjálshyggju og á því kannski inni sjö ára félagshyggju. 

 


 

Ég sé ekki hvernig aurskriðan yfir íslensk heimili verður stöðvuð úr þessu. Hagsmunasamtök heimilanna eru þau enn að berjast fyrir réttlæti og munu mæta á Austurvöll næsta laugardag og reyna af veikum mætti að berjast gegn því að þjóð okkar verði undir þessari yfirvofandi fjárhagslegu og pólitískri aurskriðu.

Ég vil forðast að nota Kommúnismi og Kapítalismi sem upphrópunarhugtök notuð af skömm til að merkja andstæðing ákveðinna hugmynda, heldur tel ég að þessi klassísku átök hafi vaknað á ný til lífsins í raun og veru við valdasamsetningu Vinstri grænna og Samfylkingar, og tel við hæfi að nefna þau sínum réttu nöfnum.

Vel getur verið að sumum finnist þessa færsla fyndin eins og færsla mín í gær, en mér er alvara. Má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér að einhverju leiti, en þá þætti mér vænt um að vita hvar rangfærslurnar er að finna. Nafnlausar upphrópanir er nefnilega erfitt að taka alvarlega.

 

Myndir:

Kapítalismi: Hall of Learning

Byltingarfáninn: Communist Realism

El Che og Castro: Travel in Cuba

Vog: Bouge

Aurskriða yfir byggð í El Salvador: perrosdebusqueda.com 


Hvað er forsjárhyggja?

Þessi orð Steingríms J. Sigfússonar vekja ákveðinn óhug: “Við erum sem mamman og pabbinn,” enda verður forsjárhyggja til þegar stjórnmálamenn líta á sig sem foreldra yfir þjóðinni. 

Forsjárhyggja er þegar pólitísk stjórnvöld haga sér gagnvart þegnum sínum eins og strangir foreldrar gagnvart börnum. Sumum foreldrum tekst vel til, öðrum illa. Stjórnvöldum hefur aldrei tekist vel til með forsjárhyggju að leiðarljósi til lengri tíma litið. Stjórnvöldin ákveða fyrir þegna sína hvað er siðferðilega rétt og rangt í hverju tilfelli, og tekur sér þannig völd svipuð rannsóknardómara kirkjunnar á miðöldum.

Þegar stjórnvöld hafa tekið sér siðferðileg völd geta þau tekið upp á að setja haftir gegn hlutum sem eru siðferðilega vafasamir. Þau hafa þegar ákveðið að setja haftir gegn sykri, flengingum foreldra á börnum sínum og andlegum refsingum gagnart börnum, en það gæti einfaldlega verið fyrsta skrefið í stærra stríði gegn óvinum mannkyns, eins og áfengi, tóbaki, nikótíntyggjói, klámi, netnotkun, bloggi, jafnvel hveiti og hverju því sem gæti hugsanlega þótt óhollt eða siðferðilega vafasamt.

Sagan segir okkur að slíkar haftir hafa yfirleitt þveröfug áhrif og skapa undirmenningu sem verður einfaldlega mun meira spennandi en yfirborðsmenningin, sérstaklega fyrir börn og unglinga, sem venjast á það að gera hluti sem þau mega ekki gera, en læra að finna leiðir til að komast upp með það án þess að eftir þeim verði tekið.

Forsjárhyggja snýst um að banna það sem er talið óhollt eða illt, og gefa þegnum þannig skýr skilaboð um hvað má og hvað má ekki. 

Öfgafull forsjárhyggja er jafn slæm og öfgafull frelsishyggja. Það er erfitt fyrir stjórnvöld að finna skynsamlegt jafnvægi þarna á milli. Þess vegna verður að treysta á að einstaklingar hafi nógu mikla heilbrigða skynsemi til að taka slíkar ákvarðanir sjálfir, en slíka skynsemi er hægt að rækta með góðri menntun.

 

Myndin er fengin úr Silfri Egils, en Egill Helgason er lunkinn við að benda á stórar hugmyndir í fáum orðum, eins og hér.


Noregur sigrar daginn fyrir þjóðhátíð Norðmanna - frammistaða Íslands glæsileg

 

Þar sem ég og mín fjölskylda höfum flutt til Noregs verð ég að segja að ánægðari gæti ég ekki verið með úrslit Eurovision. 

Reyndar spannst skemmtileg samræða hérna á heimilinu um hvort að Evrópa þyrfti meira á ævintýrum eða sannleikanum að halda. Íslendingar kalla á sannleikann, en Norðmenn á ævintýri. Reyndar er saga Alexanders, unga mannsins með fiðluna, með ólíkindum. Hann og foreldrar hans komu sem flóttamenn frá Hvíta-Rússlandi, og nú snýr hann til átakasvæðisins, Rússlands og leggur Evrópu að fótum sér. Ævintýri líkast!

Sérstaklega fannst mér unaðslegt þegar við fengum 12 stig frá Norðmönnum á síðasta augnabliki og hoppuðum þannig í 2. sætið sem við höfðum dvalið við lengi. Ég hafði sagt við börn mín: "Sjáið til, við fáum 12 stig frá Norðmönnum á síðasta augnabliki sem mun redda okkur í annað sætið." Og það varð veruleikinn.

Ég hef aldrei áður nennt að fylgjast með þessari keppni í heild, en gerði það í dag með öðru auganu á meðan ég las og skrifaði um gagnrýna hugsun, og hafði gaman af.

Til hamingju Noregur og Ísland!

Á morgun er þjóðhátíðardagur Norðmanna og þreföld gleði!


Undirbúningur fyrir skemmtilegt kvöld: "Er það satt?" Íslensk þýðing á Evróvisjónlaginu "Is it True?"

?m=02&d=20090504&t=2&i=9961637&w=450&r=2009-05-04T092349Z_01_MOS05_RTRIDSP_0_RUSSIA-EUROVISION

Ef það er eitthvað sem mér finnst asnalegt við Evróvisjón, þá er það þegar þjóðir geta ekki sungið á eigin tungumáli. Íslenska er tungumál íslensku þjóðarinnar, þannig að ég ákvað að ísa ensku útgáfuna til að stuðningsmenn geta sungið með á tungumálinu sem móðurjörð og margra alda einangrun hefur gefið okkur. Samt skil ég vel að við skulum syngja á ensku. Annars myndi enginn skilja neitt af því sem við erum að söngla.

Góða skemmtun í kvöld. Horfi á þetta með börnunum og sendi Íslandi atkvæði mitt. Einn af kostunum við að vera erlendis. 

Þessu henti ég saman á meðan ég sullaði í hóstasafti um kvöldið, eins og minn trúi og dyggi vinur Sancho myndi segja:

Is It True?

Er það satt?

You say you really know me
You’re not afraid to show me
What is in your eyes
So tell me ’bout the rumors
Are they only rumors?
Are they only lies?

Falling out of a perfect dream
Coming out of the blue

Is it true?
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you?
Did you tell me
You would never leave me this way?

If you really knew me
You couldn’t do this to me
You would be my friend
If one of us is lying
There’s no use in trying
No need to pretend

Falling out of a perfect dream
Coming out of the blue

Is it true?
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you?
Did you tell me
You would never leave me this way

Is it true?
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you?
Did you tell me
You would never leave me this way

Is it real? Did I dream it?
Will I wake from this pain?
Is it true?
Is it over?
Baby, did I throw it away?

Ooh… is it true

Þú segist hug minn skilja
og vilt af fullum vilja
deila þinni sál
Segðu mér um slúðrið
Er það bara slúður?
Er það logið mál?

Að vakna eftir fagran draum
út úr heiminum týnd

Er það satt?
Er það búið?
Fór það allt fyrir borð?
Varst það þú?
Sagðir þú mér
Að við gætum treyst á þín orð?

Ef þú skildir hug minn
Eins og ég elska hug þinn
værir þú vinur minn
Ef annað okkar lýgur
traust úr æðum sýgur
engan vin ég finn

Að vakna eftir fagran draum
út úr heiminum týnd

Er það satt?
Er það búið?
Fór það allt fyrir borð?
Varst það þú?
Sagðir þú mér
Að við gætum treyst á þín orð?

Er það satt?
Er það búið?
Fór það allt fyrir borð?
Varst það þú?
Sagðir þú mér
Að við gætum treyst á þín orð?

Er það satt? Var það draumur?
Mun ég vakna frá sorg?
Er það satt?
Er það búið?
Ástin, fór það allt fyrir borð?

Ó... er það satt?



Af hverju siðfræðifyrirlestrar eru dæmdir til að mistakast

 

dialogue

 

Jóhann Björnsson gaf alþingismönnum kost á að mæta á siðfræðifyrirlestur í stað messu fyrir setningu Alþingis í dag. Mér finnst þetta áhugaverð viðleitni hjá honum. Ég er hins vegar að snúast á þá skoðun að siðfræðifyrirlestrar sem og heimspekifyrirlestrar séu fyrirfram dæmdir til að missa marks.

Af hverju?

Siðfræði og heimspeki eru samræðugreinar. Heimspekin leitar vel rökstuddra svara við öllum þeim spurningum sem kunna að skipta okkur máli, jafnvel við spurningum sem kunna ekki að skipta máli. Siðfræðin er sú grein heimspekinnar sem fjallar um spurningar tengdum samlífi mannfólksins, um réttlæti og ranglæti, hið góða og hið illa, greinarmun á manneskjum og hlutum, og svo fram eftir götunum.

Þegar haldinn er fyrirlestur um siðfræðileg mál, þá er í raun verið að rjúfa það lögmál heimspekinnar að um samræðu sé að ræða. Þessari niðurstöðu komst ég að eftir að hafa setið á bókasafni í gær og lesið um Platón á norsku. Ég er ekkert sérlega sleipur í norskunni, en fór allt í einu að velta fyrir mér hvort að hugmyndir Platóns um form og hugmyndir séu mun jarðbundnari en mér hafði áður dottið í hug.

Ég spurði sjálfan mig hvort að hugsanlegt sé að þegar Platón talar um form, þá sé hann að tala um samræðuformið, enda var honum tíðrætt um hvernig kappræður og samræður væru af ólíkum meiði, þar sem kappræður leitast við að sannfæra fólk um eitthvað sem kann að vera satt eða ósatt, en sannleikurinn er ekki aðalatriðið þar, heldur hagsmunir - og hins vegar samræður sem leita sannleikans með því að fylgja ákveðnu formi, þar sem spurt er og svarað af einlægni.

Ég fór að hugsa um kennarastörf. Þegar ég starfaði sem heimspekikennari í FB og Iðnskólanum á síðasta áratug lagði ég gífurlega áherslu á að heimspekin vaknaði aðeins til lífsins með virkri þátttöku nemanda í öguðum samræðum, og ég forðaðist vísvitandi að halda langar ræður - þó að stundum hafi ég vissulega freistast til þess. Þessir áfangar lukkuðust afar vel.

Þegar ég flutti til Mexíkó fékk ég stöðu við framhaldsskóla, en gallinn var sá að þar mátti ekki ræða hlutina á sama hátt. Ég þurfti að setja mig í stöðu einvalds í skólastofunni sem verkstýrði nemendum frekar en að hvetja þá áfram til að skapa með eigin hugmyndum.

Ég hef semsagt upplifað báðar hliðarnar, að kenna heimspeki og siðfræði sem grein þar sem nemendur þurfa að læra staðreyndir, og hins vegar að kenna heimspeki og siðfræði í samræðuformi. Það er engin spurning hvor hefur vinninginn. Væri hægt að kenna þingmönnum agaðar samræður til að þeir kæmust að vönduðum niðurstöðum sem þeir gætu rökstutt út frá mikilvægi þeirra frekar en annarlegum hagsmunum?

Fyrirlestra má túlka sem hluta af samræðu í stóru samhengi, en þeir eru ekki samræður nema að ímynduðu leiti þess sem fyrirlesturinn flytur, því að viðkomandi þarf að ímynda sér möguleg mótsvör, í stað þess að bregðast við hverri og einni hugmynd sem flutt eru í fyrirlestrinum sjálfum. Fyrirlestrar ættu helst ekki að vera lengri en 10-15 mínútur, til að kynna hugmyndirnar sem eru til umræðu, og svo má fylgja þeim eftir með öguðum samræðum.

Ég er ansi ánægður með þessa túlkun mína á hugmyndum Platóns um form og samræður, og ætla að leyfa mér að leika við þær í eigin huga eitthvað lengur, en einnig væri gaman að heyra hvað aðrir hafa um málið að segja hér í athugasemdakerfinu.

Annars er blogg með opnu athugasemdakerfi fínt form fyrir góðar samræður.

 

Mynd: Emotional Competency


Bestu Pixar teiknimyndir frá upphafi?

Í tilefni af frumsýningu á UP (2009) má rifja upp þær myndir sem Pixar hefur sent frá sér. Það er kannski hálf marklaust að setja þær í einhverja röð, þar sem að þær eru flestar hrein snilld. Því hlýtur eigin smekkur og upplifun að spila stórt hlutverk í endanlegri röð. Þó að myndir eins og Ratatoille og Wall-E hafi verið afar vel gerðar, flytji góð skilaboð og séu í raun nokkuð djúpar, finnst mér ýmislegt vanta upp á skemmtanagildi þeirra, þó að ég mæli hiklaust með þeim. 1. The Incredibles **** (2004) Kraftmikil ofurhetjumynd um ofurfjölskyldu sem berst gegn illum snillingi með minnimáttarkennd í samfélagi sem kann hvorki að meta ofurhetjur né hetjulund yfir höfuð.

theincredibles2

2. Toy Story **** (1995) Saga um vináttu tveggja leikfanga sem vilja báðir vera eftirlætisleikfang stráksins sem á þá.

toystory

3. Toy Story 2 **** (1999) Hvað gerist þegar eigendur leikfanga eldast, hvað verður um leikföngin þá? Það má yfirfæra söguna sem spurningar um þroska, og líf eftir þetta líf.

toystory2

4. Cars **** (2006) Kappakstursbíll uppgötvar að tilveran snýst ekki bara um keppni.

cars

5. Finding Nemo **** (2003) Lítill fiskur er veiddur og komið fyrir í fiskabúri á tannlæknastofu í Ástralíu. Pabbi fisksins er staðráðinn í að endurheimta son sinn, og sonurinn staðráðinn í að finna pabba sinn aftur.

findingnemo

6. A Bug's Life **** (1998) Uppfinningasöm padda villist og safnar að sér góðum hópi vina á leiðinni heim.

abugslife

7. Monsters, Inc. **** (2001) Lítil stúlka uppgötvar tvö skrímsli og kemst að því að skrímslin eru miklu hræddari við börnin en börnin við skrímslin.

monstersinc

8. WALL-E ***1/2 (2008) Vélmenni uppgötvar að til er fólk í heiminum, strandaglópar á geimstöð. Wall-E þarf að berjast við öflugt vélmenni sem stjórnar skipinu til að koma upplýsingum um mögulegt líf á jörðinni til mannfólksins, svo það geti snúið heim.

walle

9. Ratatouille *** (2007) Rotta gerist meistarakokkur í frönsku eldhúsi.

ratatouille

Ég geri mér fulla grein fyrir að ólíkt fólk hefur ólíkan smekk. Ef þig langar að gera athugasemd, væri skemmtilegra að sjá þinn eigin lista heldur en að gagnrýna mína röð, enda er smekkur nokkuð sem tilgangslaust er að gagnrýna, enda algjörlega huglægt fyrirbæri. Það er eins og að gagnrýna einhvern fyrir að finnast banani betri á pizzu en pepperoni.

Minn smekkur fyrir góðri kvikmynd snýst ætíð að sögunni sjálfri, hvort hún höfði til mín, snerti mig, og hvort ég geti mælt með henni. Sumar myndir eru svo vel gerðar að manni finnst að þær ætti að snerta mann, en gera það samt ekki. Þá vel ég þá leið að fara frekar eftir tilfinningu, heldur en ímyndun um hvað mér ætti að finnast. Mér þætti gaman að heyra um þinn smekk.


Er Evróvisjónlagið í ár svanasöngur íslensku þjóðarsálarinnar?

11 ára dóttir mín hefur verið dugleg að mæla með  íslenska Evróvisjónlaginu hérna í Noregi, og segir öllum sem vilja heyra að þetta sé ekkert venjulegt lag, að það sé eins og Ísland sjálft sé að syngja og gera upp við fortíð sem var meiri blekking en veruleiki.

Sjálfum er mér nokkuð sama í hvaða sæti lagið lendir. Ég læt það duga að mér finnst lagið fallegt og að börnin mín séu hrifin af því. Ekkert sæti eða stig getur breytt því.

Mér finnst túlkun dóttur minnar áhugaverð, enda hefur hún upplifað íslensku kreppuna á frekar dramatískan hátt, séð föður sinn missa vinnuna, og upplifað þá erfiðu ákvörðun foreldra sinna að flytja frá Íslandi. Hún hefur byrjað í nýjum skóla þar sem framandi tungumál er talað, og stendur allt í einu frammi fyrir gjörbreyttum heimi.

Ég læt texta lagsins og lagið sjálft fylgja með svo að þú getir dæmt um hvort að túlkun dóttur minnar gangi upp eða ekki. Til þess að gera þetta almennilega langar mig að þýða textann yfir á íslensku, og biðst fyrirfram afsökunar reynist hann klaufalegur, en þýðingar á söngtextum er ekki ein af mínum sterku hliðum.

Ég ímynda mér að sögumaður sé hinn almenni Íslendingur sem hefur upplifað sig svikinn eins og í ástum af stjórnmálamönnum, fjárglæframönnum og útrásarvíkingum sem tókst að blekkja alþjóð með því nánast að múta þjóðinni allri með þeirri sögu sem flestir Íslendingar vildu trúa; að engin þjóð væri betri, klárari, fallegri, hamingjusamari eða ríkari en sú íslenska. Það er hægt að deila um hvort að með Hruninu hafi Íslendingar þegar glatað sjálfstæði sínu. Ef svo er, gæti þetta lag verið réttnefnt sem svanasöngur íslensku þjóðarsálarinnar.

Is It True?Er það satt?

You say you really know me
You’re not afraid to show me
What is in your eyes
So tell me ’bout the rumors
Are they only rumors?
Are they only lies?

Falling out of a perfect dream
Coming out of the blue

Is it true?
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you?
Did you tell me
You would never leave me this way?

If you really knew me
You couldn’t do this to me
You would be my friend
If one of us is lying
There’s no use in trying
No need to pretend

Falling out of a perfect dream
Coming out of the blue

Is it true?
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you?
Did you tell me
You would never leave me this way

Is it true?
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you?
Did you tell me
You would never leave me this way

Is it real? Did I dream it?
Will I wake from this pain?
Is it true?
Is it over?
Baby, did I throw it away?

Ooh… is it true

Þú segist hug minn skilja
og vilt af fullum vilja
deila þinni sál
Segðu mér um slúðrið
Er það bara slúður?
Er það logið mál?

Að vakna eftir fagran draum
út úr heiminum týnd

Er það satt?
Er það búið?
Fór það allt fyrir borð?
Varst það þú?
Sagðir þú mér
Að við gætum treyst á þín orð?

Ef þú skildir hug minn
Eins og ég elska hug þinn
værir þú vinur minn
Ef annað okkar lýgur
traust úr æðum sýgur
engan vin ég finn

Að vakna eftir fagran draum
út úr heiminum týnd

Er það satt?
Er það búið?
Fór það allt fyrir borð?
Varst það þú?
Sagðir þú mér
Að við gætum treyst á þín orð?

Er það satt?
Er það búið?
Fór það allt fyrir borð?
Varst það þú?
Sagðir þú mér
Að við gætum treyst á þín orð?

Er það satt? Var það draumur?
Mun ég vakna frá sorg?
Er það satt?
Er það búið?
Ástin, fór það allt fyrir borð?

Ó... er það satt?


mbl.is Jóhanna verður 7. í röðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Star Trek (2009) ****

startrekposter11

Star Trek er algjör snilld. Þetta er skemmtilegasta geimópera sem gerð hefur verið síðan Star Wars: The Empire Strikes Back kom út árið 1980, og reyndar má segja að hérna er Star Trek og Star Wars heimunum púslað saman í eitt, enda fleira af furðuverum í þessari mynd en sést hefur áður í Star Trek heiminum.

Star Trek hefur fengið ýmislegt að láni frá Star Wars heiminum: frábærar tæknibrellur frá Lucasarts, furðulegar geimverur og Captain Kirk endurbættur sem hálfur William Shatner og hálfur Han Solo.

startrek081

Leikurinn er óaðfinnanlegur með einni undantekningu og sögufléttan eitursnjöll sem bæði upphaf og endir sem tekur tillit til þeirra hundruði þátta, kvikmynda og skáldsagna sem komið hafa út um Star Trek heiminn.

Hættu nú að lesa ef þú vilt ekkert vita um myndina áður en þú sérð hana.

Allir úr áhöfn U.S.S. Enterprise hafa fallið frá nema Spock (Leonard Nimoy), en þar sem hann er hálfpartinn geimvera frá Vulcan, lifir hann mun lengur en aðrar mannverur. Hann er virtur vísindamaður sem finnur upp tæki sem er ætlað að gjöreyða nýstirni sem ógnar plánetunni Rómúlus. Kannski vegna elliglapa vill ekki betur til en svo að hann er of seinn, og nýstirnið gjöreyðir plánetunni fyrir augum Nemo kafteins (Eric Bana) sem fyllist hefit og heitir að ná fram hefndum á Spock og gjöreyða öllum Vulcanbúum og mannverum fyrir að leyfa tortímingu Rómúlus. Sogast geimskip þeirra inn í svarthol sem gjöreyðingarvopn Spock hefur búið til og Spock sjálfur hverfur inn í það rétt á eftir þeim, sekúndum síðar í framtíðinni, 25 árum síðar í nútíðinni.

startrek041

Geimskip Rómúlanna lendir á stað og stund þar sem James T. Kirk er við það að fæðast inni í geimskipi sem faðir hans stjórnar, þegar það lendir í árás Rómúlanna úr framtíðinni sem breyta sögunni þannig að George Kirk er frepinn, en James T. Kirk tekst einhvern veginn að fæðast í heiminn á flótta undan árásarskipinu.

Þeir sem þekkja baksögu Star Trek og James Kirk vita að hann missti ekki föður sinn í eldri útgáfu, en málið er tímaferðalagið hefur búið til hliðstæðan veruleika, þannig að örlögum allra persóna er stokkað upp. Þannig hafa allar seríurnar sem á undan komið gerst, en eru samt ekki lengur hluti af veruleika þessara sömu persóna.

Í stað þess að vera skipstjóri U.S.S. Enterprise gerist James T. Kirk (Chris Pine) laumufarþegi sem reynist afar úrræðagóður á ögurstundu, og tekst að koma saman úrvalsliði vandræðagemlinga til að koma geimskipinu gegnum ófyrirsjáanleg vandamál.

Skipstjóri í upphafi ferðarinnar er Pike (Bruce Greenwood), en Pike þessi var skipstjóri fyrstu sjónvarpsþáttanna sem gerðir voru áður en William Shatner var ráðinn sem James T. Kirk á 6. áratugnum.

Ég ætla ekki að telja upp allar persónurnar sem eru reyndar hver annarri betur leiknar, fyrir utan kannski Keith Urban sem virðist hafa verið að ofleika í anda Jack Nickolson í hlutverki læknisins McCoy. Það má ekki heldur gleyma hinum stórskemmtilega Simon Pegg í hlutverki skoska vélstjórans Scotty, né skemmtilegum töktum John Cho sem skilmingameistarinn Hikaru Sulu, eða afar góður Zachary Quinto sem hinn ungi Spock, og kærustu hans Nyota Uhura sem leikin er af Zoe Saldana. Úps! Ég virðist vera búin að telja þau öll upp nema Chekov sjálfan, sem leikinn er skemmtilega af Anton Yelchi. Ben Cross og Wynona Ryder leika foreldra Spock.

startrek031

Kvikmyndin hefst á ungum Kirk sem kemur sér sífellt í vandræði vegna skorts á aga, og hinum unga Spock sem verður fyrir einelti á plánetunni Vulcan fyrir að vera öðruvísi en allir hinir, en móðir hans er mannvera og faðir hans frá Vulcan. Þegar þessir tveir hittast bræðast þeir saman eins og eldur og ís. Kirk er funheitur og virðist algjörlega stjórnað af tilfinningum sínum, en reynist síðan hafa gífurlega sterkan karakter og sannfæringu sem getur komið þeim gegnum hvaða erfiðleika sem er. Spock hins vegar á í óvenju miklum vandræðum með að hugsa rökrétt þrátt fyrir stranga þjálfun, en ástæður þess eru ágætlega rökstuddar í atburðarásinni.

Það er gaman að sjá Chris Pine negla James T. Kirk, nokkuð sem ég taldi ekki mögulegt. Ljóst er að Chris Pine verður eftir þessa viku stórstjarna í Hollywood og ég tel öruggt að hann verði kominn á A lista leikara innan árs. Hann á eftir að geta valið úr hlutverkum. Svo góður er hann.

startrek021

Rómúlarnir eru eiginlega svona aukasöguflétta, og ef eitthvað er, þá eru þeir frekar klisjukenndur þáttur í annars vel heppnaðri mynd. Það er eins og höfuðóvinurinn sé algjört aukaatriði, en aðalmálið er að láta þessa vini hittast í fyrsta sinn með góðri hjálp úr framtíðinni og ná að vinna saman í hliðstæðum veruleika við þann sem Trekkarar þekkja alltof vel. Í lok myndarinnar langaði mig í meira.

startrek071

Annars vil ég segja aðeins frá reynslu minni af kvikmyndahúsinu í Noregi. Það kom mér á óvart hversu miklu skýrari myndin var á tjaldinu heldur en ég hef séð heima á Íslandi, og hversu miklu betri hljómgæðin voru. Það var greinilegt að græjurnar voru rétt stilltar. Svo var kvikmyndahúsið sjálft tandurhreint og vel lyktandi, og sætin meira að segja merkt. Það var heldur ekkert hlé. Það finnst mér gott. Betri getur bíóskemmtun varla verið.

E.S. Ég ætlaði að fara á þessa mynd með vini mínum þegar ég kæmi heim til Íslands í lok maí, en stóðst ekki freistinguna. Vonandi verður mér fyrirgefið.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband