Bloggfćrslur mánađarins, desember 2012

10 kvikmyndir í uppáhaldi hjá Don Hrannari

Ţađ er gaman ađ gera svona lista stöku sinnum. Ţessi listi er fyrst og fremst gerđur til gamans. Kvikmyndirnar sem um rćđir eru ekki endilega álitnar mestu meistaraverk kvikmyndasögunnar, heldur eru ţetta myndir sem mér finnst gaman ađ horfa á, aftur og aftur. Myndir sem ég get hugsađ mér ađ setja í tćkiđ og horfa á, strax í dag, hefđi ég tíma.

Ég mun ekki telja teiknimyndir, sem oft getur veriđ gaman ađ kíkja á međ fjölskyldunni.

 

1. Raiders of the Lost Ark (1981) - Háskólabíó

RaidersLostArk_127Pyxurz1

 

2. Braveheart (1995) - Kvikmyndahús í Puebla, Mexíkó

braveheart

 

3. Pulp Fiction (1994) - Regnboginn

pulp_fiction_1994_3

 

4. The Lord of the Rings (2001-2003) - Kvikmyndahús Í Merida og Puebla, Mexíkó

sam-and-frodo-mount-doom-636x288

 

5. L.A. Confidential (1997) - Austurbćjarbíó

601px-LAC-Bud-4

 

6. Star Wars (1977) - Nýja Bíó

han-shot-first-640x360

 

7. Life of Brian (1979) - Heima Spóla

life-of-brian

 

8. The Terminator (1984) - Heima Spóla

terminator-1984-linda-hamilton-michael-biehn-pic-7

 

9. Die Hard (1988) - Austurbćjarbíó

645102-4

 

10. 12 Angry Men (1957) - Heima DVD

video_still_3Reasons_12AM_Youtube_Still

 

Ađrar kvikmyndir sem voru nálćgt ţví ađ komast á ţennan lista:  Purple Rose of Cairo, Groundhog Day, Alien/ Aliens, The Avengers, Once Upon a Time in the West, The Matrix, Forrest Gump, Back to the Future, The Thing, The Wizard of Oz, Ben-Hur, The Princess Bride, The Untouchables, Jurassic Park


The Hobbit: An Unexpected Journey (2012) *****

 hobbit_an_unexpected_journey_comic_con_poster

"The Hobbit: An Unexpected Journey" er stórgóđ skemmtun fyrir alla ţá sem komnir eru á táningsaldur í fjölskyldunni. Eins og flestum ćtti ađ vera kunnugt, er ţetta fyrsta kvikmyndin af ţremur sem unnin er úr skáldsögunni "The Hobbit" eftir J.R.R. Tolkien. Ég hef lesiđ bókina minnst fimm sinnum og var meira en sáttur viđ hvernig Peter Jackson tók á efninu. Aftur tekst honum ađ grípa andrúmsloftiđ sem ég hafđi ímyndađ mér viđ lestur bókarinnar, og bćtt viđ atriđum sem ađeins auka viđ gildi sögunnar, en draga ekki úr henni.

Kvikmyndin fer frekar hćgt í gang, rétt eins og bókin, og fannst mér ţađ ágćtis tilbreyting frá stanslausum hasar. Samt var hvert einasta atriđi gott og áhugavert á sinn hátt. 

Gandalf (Ian McKellan) býđur hobbitanum Bilbo Baggins (Martin Freeman) í ferđalag ásamt ţrettán dvergum í leit ađ heimili, en fyrir 60 árum hafđi drekinn Smaug hrakiđ dvergana úr ríki sínu og varđveitir nú fjársjóđ ţeirra. Leiđtogi dverganna, Thorin Oakenshield (Richard Armitage) hefur heitiđ ţví ađ finna dvergunum heimili á ný, en til ađ ţađ verđi mögulegt ţarf ađ stela einum grip úr fjársjóđi drekans. Til ţess verks hefur Bilbo veriđ ráđinn.

Á leiđangri sínum mćta félagarnir fjölmörgum ógnum, og ţá sérstaklega frá orkum og vörgum, goblum, tröllum, risum, og einhverri enn stćrri ógn sem lúrir einhvers stađar á bakviđ alla illskuna sem hetjurnar berjast gegn. Ţađ má alls ekki gleyma Gollum (Andy Serkis), en Serkis kemur međ magnađa túlkum á hinni ólánsömu skuggaveru, sem hefur veriđ ţróuđ enn meira međ ţrívíddartćkni en áđur hefur sést.  

The_Hobbit-_An_Unexpected_Journey-jane16-new

Eftir ađ hafa fylgst svolítiđ međ gagnrýni á Hobbitanum, var mér hćtt ađ lítast á blikuna. Gagnrýnendur höfđu sumir hverjir hakkađ hana í sig. Ég fór samt í bíó međ fjölskylduna, enda fengiđ margar ánćgjustundir úr bókum Tolkien, og "Lord of the Rings" ţríleiknum. Viđ fengum öll eftirminnilega skemmtun út úr ţessari og hlakkar til ađ sjá ţá nćstu jólin 2013.

Ef einn galli var á myndinni, ef galla má kalla, er skýrleiki hvers einasta ramma. Áhorfiđ var svolítiđ eins og ađ horfa á LED flatskjá, nema bara í ţrívídd. Ţetta venst hins vegar fljótt, og engin ástćđa til ađ fara á límingunni vegna slíkra tćknilegra mála. Leikstjórinn tók ţá ákvörđun ađ prófa tćkni ţar sem teknir eru upp 48 rammar á sekúndu, í stađ 24. Ţetta virkar vel í ţrívídd. Peter Jackson útskýrir sjálfur ástćđurnar fyrir ţessari ákvörđun á Facebook síđunni 48 Frames Per Second.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband