Um sannleika og fals

Show a cowboy doing a giant jigzaw puzzle of the world and his worry when a single piece turns out to be missing. Add some old tools and vehicles from the 1800s.Photorealism.

Ímyndum okkur að heimurinn sé eins og púsluspil. Við verjum barnæskunni og miklum hluta ævinnar í að púsla því saman og þegar við loks teljum okkur hafa klárað púslið, tökum við eftir að það vantar eitt púsl. Við leitum út um allt en finnum það ekki. Hvað gerum við þá? Sættum við okkur við að það vanti eitthvað í heildarmyndinni, festum við hana sem trú, eða höldum við áfram að leita eftir þessu síðasta púsli? 

Stundum fáum við að heyra sennilegar sögur sem fylla upp í eyðurnar. Þetta geta verið goðsögur og ævintýri, biblíusögur eða þjóðsögur, eitthvað skemmtilegt sem útskýrir þessa hluti sem passa ekki inn í heildarmyndina. Þegar við trúum þessum ósönnu hlutum er það svolítið eins og búa til nýtt púsl í staðinn fyrir það sem vantar. En það sem gerist er að púsluspilið verður þá ekki lengur í samræmi við heildarmyndina, hið ranga púsl skekkir útkomuna.

En ef þú gefst ekki upp, gerir allt sem í þínu valdi stendur til að finna púslið sem vantaði, sama hversu mikla vinnu og leit þú þarft að leggja á þig, þá er tvennt sem þú gerir. Annars vegar frestarðu því að svara einhverju sem þú átt ekkert svar við, og hins vegar byrjar þú rannsókn sem endar ekki fyrr en þú hefur fundið þetta týnda púsl, sama þó að þú þurfir jafnvel að kaupa annað púsl af sömu mynd, og finna þetta eina púsl sem vantar.

Með slíkum aga munt þú sjá heiminn í skýrara ljósi og það mun hjálpa þér að taka betri ákvarðanir, því þær verða byggðar á því sem er satt, en ekki því sem er sennileg.


Um áhrif náms gegn kvíða

Til að sigrast á vandamálum, eins og kvíða, þá krefst það fyrst heiðarlegrar greiningar á hvort vandinn sé huglægur eða efnislegur, og ef hann er huglægur, þá þarftu að leggja á þig vinnu til að leysa málið með öllum þeim huglægu tækjum sem þú hefur...

Um tilurð kvíðans

Kvíði er tilfinning sem við finnum stundum fyrir. Það er eins og dragi fyrir sólu í huga okkar og blóðið í æðum okkar kólni nánast að frostmarki. En er eitthvað ákveðið sem einkennir kvíða? Ef eitthvað eitt umfram annað veldur kvíða, þá er það vilji...

Um verðmæti ákvarðana okkar

Mark Twain sagði eitt sinn að "besta leiðin til að hressa þig við er að reyna að hressa við einhvern annan." (Dagbók Mark Twain, 1910). Einföld ákvörðun, en verðmæt. Það að hella ánægju yfir í heim annarrar manneskju fyllir kannski ekki vasa okkar af...

Um skort á samúð

Einu sinni sagði kær vinkona mín sögu af manni sem hafði safnað miklum auði og áhrifum í gegnum árin. Hún leitaði ráða hans, glímdi við fjárhagserfiðleika og vonaði að hann gæti veitt einhver gáfuleg ráð. Fyrstu viðbrögð hans voru að ráðast í flóknar...

Um óheilbrigða meðvirkni

Óheilbrigð meðvirkni er þegar tvær manneskjur (eða fleiri) reiða of mikið hvor á aðra. Það er þegar hamingja einnar manneskju reiðir of mikið á hamingju hinnar manneskjunnar. Dæmi um þetta eru tveir vinir sem geta ekkert gert í sitthvoru lagi, eða hjón...

Um endalausa ánægju

Við gætum haldið að ánægjan sé góð. Til dæmis ef mér finnst gaman að leika mér í tölvuleikjum, hvað er þá að því að spila stanslaust tölvuleiki, allan liðlangan daginn, eða ef mér finnst eitthvað sælgæti sérstaklega bragðgott, eitthvað sem gefur mér svo...

Um að meta rétt og rangt

Persónulegar skoðanir eru eins og breytingar á veðurfari frá degi til dags. Engar tvær manneskjur halda nákvæmlega sömu skoðun og þar að auki getur ein manneskja skipt um skoðun hvenær sem er. Það sem getur talist æðra skoðunum eru meginreglur. Til dæmis...

Um muninn á skoðun og þekkingu

Ef einhver er sannfærður um eitthvað, þá er hann aðeins að segja skoðun sína og tilfinningu, en er hvorki að tjá þekkingu né staðreynd. Ef einhver segir satt um eitthvað, þá er hann ekki að tjá sannfæringu, heldur aðeins þekkingu og staðreynd. Þegar fólk...

Um hvað er þess virði að íhuga af dýpt?

Sjálfsagt finnum við öll ólík svör við þessari spurningu, "Hvað er þess virði að íhuga af dýpt?", sem verður til þess að við höfum áhuga á gjörólíkum hlutum. Sum okkar hafa kannski bara áhuga á einhverju einu en aðrir á miklu fleiri hlutum. Einhverjir...

Skiptir einhverju máli hvort Guð eða guðir séu til eða ekki?

“Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.” - Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna (1948). Tölfræði um Guð, guði og trúarbrögð...

Er hægt að móðga gervigreindarveru?

„Ef þeir segja eða gera eitthvað sem ég verð móðgaður yfir þá er það algjörlega bara mitt, hvernig ég tek á móti því.“ - Sigfús Sigurðsson, RUV.is , 9. apríl 2023 Það kann að vera ljóst að manneskjan er skynsemisvera sem hægt er að móðga....

Er Moggabloggið algjör ruslakista?

" Það er margur óþverrinn sem birtist á bloggi Morgunblaðsins – og yfirleitt aldrei neitt sem vitglóra er í. Moggabloggið er algjör ruslakista. En hér tekur steininn úr – bullandi gyðingahatur. Maður á ekki orð." - Egill Helgason, Facebook,...

Hvernig er fjármagn að færast frá lánum yfir á fjármagnseigendur?

Þetta er eitt dæmi úr veruleikanum. Þau eru örugglega fleiri. 16. mars 2023 greiddi Íslandsbanki eigendum sínum 12,3 milljarða í arð. Sjá frétt . Á sama tíma hafa mánaðarlegar greiðslur af húsnæðislánum hækkað um rúmar 100.000 af 30 milljón króna lánum...

Er stéttaskipting á Íslandi?

Í gær átti ég mjög góða samræðu við íslenskan framkvæmdastjóra og fjárfesti, en okkur greindi á um eitt atriði, það var svarið við spurningunni hvort stéttaskipting væri á Íslandi. Ég taldi augljóst að svo væri, og ekki bara það, að hún væri að nálgast...

Hvernig fáum við valdhafa til að berjast gegn verðbólguvánni?

Það eru furðulegir dagar á Íslandi í dag. Verbólga er yfir 10%, sem þýðir að manneskja sem hefur fengið 1000 kall að láni þarf að borga rúmar 1100 til baka líði ár, sem þýðir að ef hún hefur 10 milljónir að láni verður lánið orðið að meiru en 11...

Hvernig stöðvum við verbólguna?

Eftir örstutta rannsókn með Open AI - Chat, sem stakk upp á að tvennt væri hægt að gera til að berjast við verðbólgu, annars vegar væri það að hækka stýrivexti, nokkuð sem Seðlabanki Íslands hefur nú gert 11 sinnum án þess að það sýni mikinn árangur. Hin...

Hvað er það sem gerir hluti óþolandi?

"Fyrir skynsama veru er einungis það sem gengur gegn náttúrunni óþolandi, á meðan það sem er viðeigandi getur hún þolað." - Epíktet Ef það er eitthvað eitt sem mér finnst erfitt að þola, þá er það ranglæti, og þá sérstaklega þegar þeir sem verr standa...

Þegar árásir sigra skynsemina

“Ad hominem árás gegn einstaklingi, ekki gegn hugmynd, er mikið hrós. Það þýðir að manneskjan hefur ekkert gáfulegt fram að færa um skilaboð þín." - Nassim Nicholas Taleb, Svarti svanurinn, 2007. Ein þekktasta rökvilla rökfræðinnar er kölluð...

Hvað er verðbólga og hvað veldur henni?

Verðbólga er brenglun á verði þegar peningar tapa gildi sínu. - Lewis og Forbes (2022) Síðustu misseri hafa Íslendingar upplifað töluverða verðbólgu. Seðlabanki Íslands hefur þá stefnu að halda verðbólgunni stöðugri þannig að krónan haldi gildi sínu. Þá...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband