Þurfum við trú til að öðlast mannlegan þroska?

Öll trúum við einhverju. Hugsanlega trúum við öll á eitthvað líka.

Í fyrri skilningnum geturðu trúað því að mjólkin sem þú drekkur sé ekki komin yfir síðasta neysludag. Í seinni skilningnum getur verið að þú trúir á Guð, guði, hið guðlega eða fjarveru alls guðlegs. Þetta stutta erindi fjallar um síðari skilninginn á trú. Höfundur svarar ekki spurningunni, heldur veltur henni aðeins fyrir sér.

Á þessum dögum rafrænnar alheimsmenningar er auðvelt að sjá skýrt og greinilega að trúarbrögð eru ólík um allan heim, og efasemdarmenn sjá auðveldlega að sögurnar á bakvið öll þessi trúarbrögð og guðlegu verurnar geta ekki allar verið sannar, alls staðar og um allan tíma, nema vegirnir séu því óútskýranlegri.

En slík trú snýst ekki um sannleikann, því þá væru kerfin kringum trúna ekki kölluð trúarbrögð, heldur sannleikabrögð. Slíkt er náttúrulega fjarstæða. Samt heldur fólk áfram um allan heim að iðka sín trúarbrögð, og maður getur ekki annað en forvitnast um af hverju það sé. 

Trúarbrögð eiga það sameiginlegt að hafa eitthvað göfugt markmið, einhverja fallega sýn, eitthvað sem fullkomnar lífið þegar því loks lýkur. Kristnir, gyðingar og múslímar fara til himnaríkis, sannir fylgjendur Búdda öðlast upplýsingu, goðatrúarmenn fara til Valhallar, hindúar fæðast aftur og aftur, og þar fram eftir götunum. En fólk kemst ekki á þessa eftirsóknarverðu staði með því einu að lifa og deyja, nei, það þarf nefnilega að kaupa sér aðgangsmiða. Og þar er lykillinn að gildi trúarbragða.

Leiðirnar til að kaupa aðgangsmiðann eru ólíkar, en þessar leiðir gefa lífi þess sem lifir ákveðið gildi. Viðkomandi verður þátttakandi í sögu, og skiptir þá engu máli hvort hún sé sönn eða ekki, heldur er málið að þetta er saga sögð kynslóð eftir kynslóð, og hún er ekki endilega skráð í bók, heldur með verkum.

Kristnir reyna að lifa góðu lífi, fylgja fordæmi Jesús Krists, sem fórnaði sjálfum sér fyrir syndir mannkyns, eins og sagan segir, og boðaði að fólk ætti að fyrirgefa hvoru öðru, eina leiðin til að breyta röngu í rétt væri með kærleika og fyrirgefningu. Goðatrúar aftur á móti héldu að það væri skylda sérhvers manns að rétta fyrir hið ranga sem einhverjum var gert, hugsanlega með blóðhefnd, eða dæma viðkomandi fyrir dómstólum. Eitt af mikilvægustu gildum margra gyðinga sem ég hef kynnst um ævina er að leita sér sannrar þekkingar, á meðan þeir sem stunda Búdda leita uppljómunar leita eftir visku, og múslímar gera sitt besta til að vernda allt það sem í trú þeirra er heilagt.

Það skondna við þetta er að öll þessi (og fleiri) trúarbrögð hafa rétt fyrir sér, þau eru rétt út frá menningarheimi viðkomandi, en eru líka röng út frá fræðilegu eða vísindalegu sjónarhorni, þar sem þau líkjast meira hindurvitnum en sannleikanum.

Samt eiga fræði og vísindi ekki auðvelt með að gagnrýna trúarbrögðin sem hindurvitni, því eðli þeirra vegna hafa þau ekki upp á neitt að bjóða í staðinn. Ástæðan er sú forsenda vísinda að þau eru þekkingarleit, en ekki sannleikur eða þekking. Hins vegar getur manneskja sem engum trúarbrögðum fylgir, og nemur vísindi, talið sig hafa næga visku eða þekkingu til að meta trúarbrögð sem einskis virði, og upphefja þess í stað trú sem byggir á vísindalegum upplýsingum og kenningum. 

Vandinn við vísindalegar kenningar er að þær eru síbreytilegar. Ef þú trúir einhverju eins og flestir nútímamenn gera, á að heimurinn hafi byrjað í stóra hvelli, útilokarðu þann möguleika að þessi kenning geti verið röng og muni af framtíðar eðlisfræðingum vera afsönnuð. Það sama á við allar aðrar kenningar vísinda, sama hvað þær virðast sannfærandi.

Þá situr eftir spurningin, er ekkert eftir sem hægt er að trúa á? Er hægt að trúa á gagnrýna hugsun, skynsemi, eða heilbrigða skynsemi? Er hægt að taka ákvarðanir út frá þeim hugmyndum og kenningum sem eru til staðar, hvort sem þær eru byggðar einungis á fræðum og vísindum, eða að einhverju leyti á reynslu fyrri kynslóða? Hvernig ætli maður feti sig um slíkan heim? Þarf maður að vita allt, fylgjast með öllu, eða kannski bara rækta sjálfan sig?

Þyrftum við að trúa á skynsemina til að öðlast mannlegan þroska, eða er nóg að vita til hennar? Vandinn hérna er hugsanlega sá að sú vinna sem fer í að vera skynsamleg manneskja krefst miklu meira heldur en sú vinna sem fer í að fylgja trúarbrögðum, og það er ekkert víst að allir nenni að trúa á skynsemina.

Eða er hin nýja trú, kannski trúin á lífið sjálft, á dygðina, dugnaðinn, hugrekki, og allt það góða í mannlegu fari, eitthvað sem við getum pælt í með því að hlusta á sögur eða horfa á kvikmyndir, og ræða ekki aðeins hvort sagan var góð, heldur líka persónurnar, hvort þær hafi verið góðar eða illar, ekki bara vel eða illa samdar, og þá út frá hvaða heimsmynd. Er þetta svipuð aðferð og hlusta á fornar mýtur og dæmisögur, og meta hið góða og illa út frá þeim, þar sem hið góða og illa er ekki eitthvað sem leynist í sögunum, heldur eitthvað sem býr djúpt í okkur sjálfum?

Hugsanlega skiptir það okkur á endanum mestu máli að bæta heiminn, eða að minnsta kosti þann heim sem börn okkar munu erfa. Til að það sé mögulegt, þurfum við að átta okkur á sögunni um heiminn og hvernig hægt er að hafa góð áhrif á hann til framtíðar. Það krefst trúar, því að skilningur á sögum krefst trúar, eða að sjá annað en það sem er innan seilingar.


Þegar kjörnir stjórnmálamenn brjóta af sér

Það er ekki hægt að krefja stjórnmálamann um afsögn eða reka hann úr starfi, sama hvað á dynur. Það verður að bíða í nokkur ár þangað til kosið verður að nýju. Ætti þetta að vera svona? Er hægt að laga biluð kerfi? Þegar þú stendur ekki við...

Godless (2017) ****

"I have seen my death." (Frank Griffin) Vestrar hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér, sérstaklega vestrarnir eftir Sergio Leone: "For a Few Dollars More," "The Good, The Bad, and The Ugly", "A Fistful of Dollars" og "Once Upon a Time in the West". Clint...

Tíminn og Guð

"Þú gætir ekki stigið tvisvar í sama fljótið," sagði Heraklítus fyrir löngu síðan og það er reyndar eins með þessa setningu hans, maður les hana aldrei tvisvar með sama huga. Út frá sjónarhorni manna og skepna líður lífið hratt. Heimurinn breytist og...

Hvernig greinum við á milli falsfrétta og sannleikans?

Síðustu tvö ár hefur mikið verið öskrað, ekki rætt, um falsfréttir, að fjölmiðlar eins og Washington Post, CNN, New York Times, og sjálfsagt líka Eyjan, Mogginn, Útvarp Saga og Vísir séu fullir af falsfréttum. Það virðist vefjast fyrir okkur flestum að...

Munum við alltaf velja að bjarga kerfinu á kostnað þeirra sem minna mega sín?

Þú þarft að taka ákvörðun fyrir alla þjóð þína, ákvörðun sem hefur ekki bara áhrif á fjárhagslega framtíð þess, heldur á menningu og karakter landsins til framtíðar, hvernig tekurðu slíka ákvörðun? Ættirðu að hafa í huga þá hugmynd að allir séu jafnir,...

Bohemian Rhapsody (2018) ****

Hafir þú gaman af tónlist Queen er "Bohemian Rhapsody" mynd sem þú verður að sjá í kvikmyndasal. Af gagnrýnendum hefur hún verið gagnrýnd töluvert fyrir að vera ekki eitthvað annað en hún er. Einhverjir vildu dökka sýn í sálarlíf Freddy Mercury, gera...

Er "Guð" persónugerving siðferðis?

“Siðferðið er algjört, og sem slíkt er það líka hið guðlega.” - Sören Kierkegaard Veltum þessu aðeins fyrir okkur. Hver einasti menningarhópur hefur sitt eigið siðferði. Það er frekar auðvelt að skilja hvernig siðferði þróast hjá okkur, út...

Hvaða máli skiptir siðferðið?

“Hið siðferðilega sem slíkt er algjört, og sem hið algjöra á það við um alla, sem þýðir frá öðru sjónarhorni að það á alltaf við. Það hvílir algjörlega á sjálfu sér, hefur ekkert fyrir utan sig sem er tilgangur þess, en er sjálft tilgangur fyrir...

Hverju eigum við að trúa og ekki trúa?

“Við getum verið blekkt með því að trúa hinu ósanna, en við getum vissulega einnig verið blekkt með því að trúa ekki hinu sanna.” - Sören Kierkegaard Þegar lygarar geta sannfært okkur um að ábyrgur fréttaflutningur séu lygar einar, eingöngu...

Af hverju þurfum við að hugsa betur?

Við lifum á tímum 'annars konar staðreynda' og 'teygjanlegra hugtaka' þar sem skoðanir og sannfæringarkraftur virðist skipta meira máli í daglegri umræðu en staðreyndir og rök. Stjórnmálamenn eru kosnir til valda á þeirri forsendu að þeir standi við...

Hvað er æra og hvernig er hægt að reisa hana upp?

Undanfarið hefur mikið verið rætt um "uppreist æru", og lagalegan skilning þess hugtaks, en mig langar að velta fyrir mér raunverulegri merkingu hugtaksins í víðum skilningi heilbrigðar skynsemi frekar en hinum þrönga lagalega skilningi. Í stuttu máli er...

Hvernig getur þú gert heiminn betri?

Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig ég get bætt heiminn. Nú erum við ekki að tala um að bjarga heiminum frá einhverri ógurlegri ógn, heldur eru þetta einungis fletir sem mér sýnist að gætu bætt heiminn, ef sérhver manneskja reynir að bæta þetta hjá...

Hátíð ljóss og friðar enn og aftur

Kominn er tími til að fagna sigri ljóssins yfir myrkrinu enn á ný. Hverju sem þú trúir eða ekki trúir, þá er von um bjartari tíma framundan. Sumum líkar að yfirfæra þessa von á lífið sjálft. Ég lái þeim ekki. Gleðileg jól og njótið þess að vera til,...

Er fjölmiðlun í dag meiri skáldskapur en gagnrýnin hugsun?

Mikið er fjallað um mögulegt eldgos á Íslandi í mörgum af virtustu fjölmiðlum heimsins vegna hugsanlegra afleiðinga fyrir flugsamgöngur. Þetta er skýrt dæmi um hvernig fjölmiðlun virðist hafa breyst í einhvers konar eltingarleik um seljanlegustu...

Ömurlegasta veitingahús... í heimi?

Í gær fórum við út að borða. Þetta var í gömlu húsi. Það var ákveðinn sjarmi yfir því. Brakaði í tröppunum upp á aðra hæð og það virkaði svolítið þröngt. Áður hafði verið þarna nokkuð slakt veitingahús, en okkur var tjáð að búið var að skipta út öllu...

Aðeins um kennara

Sú skoðun heyrist stundum að laun kennara ættu að felast í því að geta látið gott af sér leiða. Að baki þessari skoðun virðist sú trú að kennari sé einhvers konar píslarvottur, munkur, nunna eða heilög vera sem lifir á loftinu og góðviljanum einum saman....

Áramótaheit 2013

Árið 2014 rennur brátt að ósi, bakkafullum af loforðum. Betri tímar bíða handan við næsta horn, ævintýrin og möguleikarnir láta ekki á sér standa. Ég heiti því að vera opinn fyrir tækifærum og ef þrautin reynist að stökkva yfir fljótið þar sem bilið...

Gleðileg jól

Kæru bloggvinir og aðrir vinir. Ég hef lítið bloggað í ár, en hef fylgst með ykkur hinumegin við netið. Gleðileg jól.

Tengt PISA: Hversu mikinn tíma nota íslensk börn og unglingar til að læra heima?

Í tilefni af PISA niðurstöðum um daginn, þar sem ljós kom að 15 ára íslensk skólabörn voru langt á eftir börnum frá öðrum löndum í ákveðinni fagþekkingu, spurði ég samstarfsfélaga minn frá Singapore hvernig aðstæður væru í hans landi, af hverju nemendur...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband