Um hvað er þess virði að íhuga af dýpt?

_3e196585-b389-4206-9b7a-3d626dc06567

Sjálfsagt finnum við öll ólík svör við þessari spurningu, "Hvað er þess virði að íhuga af dýpt?", sem verður til þess að við höfum áhuga á gjörólíkum hlutum. Sum okkar hafa kannski bara áhuga á einhverju einu en aðrir á miklu fleiri hlutum. Einhverjir hafa svo hugsanlega ekki áhuga á neinu.

Mér verður hugsað til ljóðs eftir William Blake, þar sem hann sagði:

 

Að sjá heim í sandkorni

og himinn í villiblómi

Haltu óendanleikanum í lófa þínum

og eilífðinni í klukkustund

 

Ljóðið heldur áfram og er miklu lengra, en þarna felst samt kjarninn í því sem mig langar að segja. Það er í rauninni sama hvað við ákveðum að virða fyrir okkur, sama hvað við ákveðum að hugsa um, ef við gerum það af fullri vitund og gefum ímyndunaraflinu lausan tauminn, þá getum við séð næstum allan heiminn, jafnvel í þeim hlutum sem virðist okkur ómerkilegir í fyrstu.

Ef þú veltir því fyrir þér hvað felst í einu sandkorni, sérstaklega ef það liggur í lófa þínum, í einhverja stund, þá geturðu til dæmis áttað þig á smæð okkar í alheiminum, og hversu merkilegur hver einasti smáhlutur getur verið.

Það er eitthvað sem gerist þegar við förum að velta hlutunum fyrir okkur. Sé það steinn í fjöru, skríða stundum pöddur undan honum, við það eitt að honum er velt, og við sjáum að hann er allt öðruvísi undir en ofan á. Og kannski eru það ekki pöddurnar sem vekja mestan áhuga okkar, heldur þær tilfinningar sem berast í brjósti okkar, stundum viðbjóður og stundum undrun yfir að hafa séð eitthvað nýtt.

Það er ekkert endilega hluturinn eða fyrirbærið sem við skoðum sem er mest virði að íhuga af dýpt, heldur þetta fyrirbæri sem er í sjálfu sér að íhuga fyrirbærið af dýpt, íhugunin sjálf. Því um leið og við beinum henni eitthvað, sama hvert það kann að vera, þá fer eitthvað stórmerkilegt gangvirki af stað og hugmyndir og tilfinningar spretta fram, ekki bara hjá einni manneskju sem skoðar einn hlut, heldur hjá öllum sem skoða sama hlutinn, hvað þá ef þær skoða ólíka hluti, og það merkilega er að ekkert þeirra virðist sjá nákvæmlega sama fyrirbærið í sama hlutnum, hvað þá hinum ólíku.

Af hverju ætli það sé?

Getur það verið vegna þess að íhugun okkar virkar öll á ólíkan máta, að íhugun allra er jafn ólík og öll blogg sem skrifuð eru í dag um heim allan. Flestir sjá sömu fréttirnar og lifa svipuðu lífi, sumir lífi sem er líkt næsta lífi á marga vegu, en samt svo gjörólíkt, við sjáum öll heiminn á gjörólíkan hátt, við sjáum það sem vekur áhuga okkar ólíkt. 

"Þið eruð öll einstök," eins og Brian sagði í frægri kvikmynd. "Ekki ég," svaraði einhver.

Allt sem okkur dettur í hug að íhuga kveikir í einhverjum þráðum hjá okkur, en svo áttum við okkur á að til hefur verið fólk sem hefur velt þessum hlutum alvarlega fyrir sér, og þá sérstaklega íhuguninni sjálfri, hvað hugsun er og hvernig við hugsum, hvernig við sjáum heiminn, hvernig við ímyndum okkur veruleika og möguleika, hvað við teljum vera rétt eða fyrirsjáanlegt, hvað okkur finnst fagurt og ljótt. Allt þetta hefur verið hugsað, en aldrei á nákvæmlega sama hátt, því þegar við byrjum að velta þessum hlutum fyrir okkur, þá gerist svolítið merkilegt, þessi íhugunargáfa sem við höfum byrjar að dýpka og breytast. 

Eftir því sem við íhugum meira hluti sem hægt er að hugsa af dýpt, breytumst við með, og gerir okkur enn færari í að hugsa nánast hvað sem er af dýpt. Veltu fyrir þér kærleika og fyrirgefningu, og þú ert líklegur til að elska aðeins meira og kannski skilja af hverju fyrirgefning er ágætis hugmynd. Veltu fyrir þér réttlætinu, til dæmis með að lesa eða horfa á Vesalingana eftir Victor Hugo, og þú getur fundið ástríðu og vaxandi réttlætiskennd, sérstaklega þegar þú sérð hvernig þeir sem eiga að tryggja réttlætið mistúlka það og misnota, á meðan ótýndir glæpamenn geta verið með hjartað á réttum stað og barist fyrir hinu sanna réttlæti.

Lestu hvaða samræðu sem er eftir Platón og gefðu þér tíma til að íhuga orðin og hugsanirnar sem þar birtast, og hvernig þú hugsar mun breytast og þroskast, og hugsanlega hvernig þú lifir lífinu líka. Það dýpkar.

Málið er að það þarf að forðast ákveðna hluti þegar maður íhugar, og það gerir þetta ferli svolítið vandasamt. Það þarf að forðast að fella ranga dóma sem verða til þess að hugur þinn lokast, að þú grípir ákveðna heimsmynd sem þú ákveður að sé rétt, aðeins vegna þess að þér finnst þú skilja hana. Við þurfum að átta okkur á að heimurinn er óendanlegur, rétt eins og augnablik sandkorns í lófa okkar getur verið það.

Ef þú heldur huga þínum opnum, reynir að viðhalda heilbrigðri skynsemi, leyfir þér að stoppa og finna lyktina af blómunum eða skoða sandkornið í lófa þínum, eða litla flugu sem kitlar nefið þitt, þá ertu búinn að finna eitthvað sem er þess virði að íhuga af dýpt.

 

Mynd: Microsoft Bing Image Creator Powered by DALL-E

Vísanir:

Kveikja: Bleeding-Hearth Consequentialism eftir William Y Chappell

 


Skiptir einhverju máli hvort Guð eða guðir séu til eða ekki?

“Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.” - Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna (1948). Tölfræði um Guð, guði og trúarbrögð...

Er hægt að móðga gervigreindarveru?

„Ef þeir segja eða gera eitthvað sem ég verð móðgaður yfir þá er það algjörlega bara mitt, hvernig ég tek á móti því.“ - Sigfús Sigurðsson, RUV.is , 9. apríl 2023 Það kann að vera ljóst að manneskjan er skynsemisvera sem hægt er að móðga....

Er Moggabloggið algjör ruslakista?

" Það er margur óþverrinn sem birtist á bloggi Morgunblaðsins – og yfirleitt aldrei neitt sem vitglóra er í. Moggabloggið er algjör ruslakista. En hér tekur steininn úr – bullandi gyðingahatur. Maður á ekki orð." - Egill Helgason, Facebook,...

Hvernig er fjármagn að færast frá lánum yfir á fjármagnseigendur?

Þetta er eitt dæmi úr veruleikanum. Þau eru örugglega fleiri. 16. mars 2023 greiddi Íslandsbanki eigendum sínum 12,3 milljarða í arð. Sjá frétt . Á sama tíma hafa mánaðarlegar greiðslur af húsnæðislánum hækkað um rúmar 100.000 af 30 milljón króna lánum...

Er stéttaskipting á Íslandi?

Í gær átti ég mjög góða samræðu við íslenskan framkvæmdastjóra og fjárfesti, en okkur greindi á um eitt atriði, það var svarið við spurningunni hvort stéttaskipting væri á Íslandi. Ég taldi augljóst að svo væri, og ekki bara það, að hún væri að nálgast...

Hvernig fáum við valdhafa til að berjast gegn verðbólguvánni?

Það eru furðulegir dagar á Íslandi í dag. Verbólga er yfir 10%, sem þýðir að manneskja sem hefur fengið 1000 kall að láni þarf að borga rúmar 1100 til baka líði ár, sem þýðir að ef hún hefur 10 milljónir að láni verður lánið orðið að meiru en 11...

Hvernig stöðvum við verbólguna?

Eftir örstutta rannsókn með Open AI - Chat, sem stakk upp á að tvennt væri hægt að gera til að berjast við verðbólgu, annars vegar væri það að hækka stýrivexti, nokkuð sem Seðlabanki Íslands hefur nú gert 11 sinnum án þess að það sýni mikinn árangur. Hin...

Hvað er það sem gerir hluti óþolandi?

"Fyrir skynsama veru er einungis það sem gengur gegn náttúrunni óþolandi, á meðan það sem er viðeigandi getur hún þolað." - Epíktet Ef það er eitthvað eitt sem mér finnst erfitt að þola, þá er það ranglæti, og þá sérstaklega þegar þeir sem verr standa...

Þegar árásir sigra skynsemina

“Ad hominem árás gegn einstaklingi, ekki gegn hugmynd, er mikið hrós. Það þýðir að manneskjan hefur ekkert gáfulegt fram að færa um skilaboð þín." - Nassim Nicholas Taleb, Svarti svanurinn, 2007. Ein þekktasta rökvilla rökfræðinnar er kölluð...

Hvað er verðbólga og hvað veldur henni?

Verðbólga er brenglun á verði þegar peningar tapa gildi sínu. - Lewis og Forbes (2022) Síðustu misseri hafa Íslendingar upplifað töluverða verðbólgu. Seðlabanki Íslands hefur þá stefnu að halda verðbólgunni stöðugri þannig að krónan haldi gildi sínu. Þá...

Hvert væri gaman og áhugavert að ferðast?

Mynd tekin í Istanbúl snemma árs 2022. “Sú manneskja sem þú ert skiptir meira máli en staðurinn sem þú ferðast til; af þessari ástæðu ættum við ekki að binda huga okkar við einhvern einn stað. Lifðu í þessari trú: ‘Ég er ekki fædd(ur) í einu...

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?

“Við skulum meta mikils og elska ellina, því hún er full af ánægju ef maður kann að njóta hennar. Bestu ávextirnir hafa náð fullum þroska.” - Seneca Það er auðvelt að dýrka æskuna og gleyma því hversu dýrmæt eldri árin geta verið. Þegar við...

Af hverju er gott að fagna því sem vel er gert?

„Það er í samræmi við náttúruna að sýna vinum okkar ástúð og að fagna góðum árangri þeirra, rétt eins og hann væri okkar eigin. Því ef við gerum þetta ekki mundi dyggðin, sem styrkist aðeins með því að beita henni, dvína og hverfa úr okkur. —...

Hvernig gerir tap okkur betri eða verri?

„En dauði og líf, heiður og skömm, sársauki og ánægja — allt þetta kemur jafnt fyrir góða menn og slæma, sem gerir okkur hvorki betri né verri. Þess vegna eru þessir hlutir hvorki góðir né illir." -Markús Árelíus, Hugleiðingar Bók 2, grein 11...

Af hverju þurfum við dómgreind, heilindi og þakklæti?

“Það eina sem þú þarft er þetta: skýra dómgreind, starfa af heilindum fyrir samfélagið; og þakklæti fyrir það sem að höndum ber.” - Markús Árelíus, Hugleiðingar, 9.6 Markús Árelíus var keisari yfir Rómaveldi, hugsanlega sá besti þeirra allra,...

Af hverju höfum við stundum rangt fyrir okkur?

“Þegar einhver vinnur þér skaða, eða talar illa um þig, mundu að hann hegðar sér eða talar út frá þeirri forsendu að það sé það eina rétta í stöðunni. Nú er mögulegt að hann fylgi öðrum forsendum en þær sem þú telur réttar, og heldur að eitthvað...

Hver fyllir mæli reiði þinnar?

„Ef einhver reyndi að ná stjórn á líkama þínum og gerði þig að þræl, myndir þú berjast fyrir frelsi. Samt gefur þú alltof auðveldlega hug þinn þeim sem móðga þig. Þegar þú hlustar á orð þeirra og leyfir þeim að ráða yfir hugsunum þínum, gefur þú...

Getum við lært þegar við teljum okkur vita?

"Það er ómögulegt fyrir mann að læra þegar hann telur sig vita." - Epíktet Til að læra nýja hluti þurfum við að vera opin fyrir námi. Til að vera opin fyrir námi þurfum við auðmýkt. Við þurfum að átta okkur á því að við vitum ekki allt, og við þurfum að...

Trú eða þekking?

Hvernig vitum við hvað af því sem við trúum er trú og hvað þekking? Áður en þessu er svarað veltum aðeins fyrir okkur hvað hugtökin þýða. "Trú" er eitthvað sem við höldum að sé satt, að það miklu marki að við teljum okkur vita það fyrir víst, það er...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband