Hvernig greinum við milli falsfrétta og sannra upplýsinga?

Það er gríðarlega mikið af röngum upplýsingum á gangi víða um netið. Þær virðast smitast hraðar en Covid-19. En sannleikurinn er ennþá til staðar, við þurfum bara að beita gagnrýnni hugsun vel til að greina á milli þess sem er satt og ósatt, þess sem er byggt á staðreyndum og þess sem er byggt á skoðunum.

1. Gættu þín á sterkum tilfinningum

Þegar eitthvað truflar þig sérstaklega í fréttum, þegar þú fyllist annað hvort ótta eða reiði, þá skaltu spyrja þig: hvað er þetta? hvað er í gangi?

2. Kannaðu heimildir

Veltu fyrir þér hver er að segja frá og af hverju. Þú þarft ekki að finna nema eina lygi eða eitthvað eitt ósatt í því sem er sagt til að leyfa þér efasemdir. Ósannindi geta verið sögð með góðum tilgangi, en þegar kemur að sannleikanum mundu að tilgangurinn helgar ekki meðalið. Gott er að spyrja reglulega: "hvaðan koma þessar upplýsingar", hvort sem það er þegar þú ert að lesa eða hlusta á fréttina, eða spjalla um hana við vini og kunningja. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem allir geta birt skoðanir sínar eða sögur á netinu. Þetta á líka við um mig.

Þegar þú hefur lært hvaðan upplýsingarnar koma, leitaðu að frekari upplýsingum um manneskjuna og veltu fyrir þér hvort hún standi fyrir ákveðna hagsmuni, eða hafi sterkar skoðanir sem byggja á veikum grunni.

Ef fréttin er sérstaklega stuðandi, athugaðu hvernig hún er borin fram á öðrum miðlum. Skoðaðu málið frá fleiri hliðum en bara þeim sem þér líkar best. 

Athugaðu líka hvort að vefslóð fréttarinnar sé vafasöm, það er nefnilega töluvert um að róbótar semji falskar fréttir sem höfða til fólks út frá 'Like' sem það hefur merkt á samfélagsmiðla, eða jafnvel út frá vörum eða upplýsingum sem það hefur leitað eftir á netinu.

3. Áttaðu þig á áróðri

Áróður er þegar rökin eru einsleit og styðjast við rökvillur, eins og að einfalda hlutina of mikið, reynt að styðja við skoðun út frá vinsældum eða óvinsældum manneskju eða hóps, og þar fram eftir götunum. Með áróðri er reynt að vekja upp tilfinningar. Áróðurstækni er mikið notuð í auglýsingum hvern einasta dag, eins og til dæmis er Coca Cola oftast tengt við gleði og sælu, tannkrem tengt við bros, og þar fram eftir götunum. Þegar kemur að pólitískum áróðri er yfirleitt reynt að vekja óhug, eins og þegar nasistar lýstu gyðingum sem gráðugum og nískum rottum, eða þegar sagt er að hinn pólitíski andstæðingur muni gera líf þitt verra á einhvern hátt. 

Áróður er yfirleitt svarthvítur og flatur. Sannleikurinn er hins vegar í lit og þrívídd.

4. Passaðu þig á nettröllum

Nettröllin hafa minni áhuga á að ræða málin, heldur meiri áhuga á að trufla samræður og reita fólk til reiði. Ekki gefa tröllunum að éta, ekki láta þig trufla þig. Áttaðu þig á hver þau eru og láttu eins og þau séu ekki til. Þá hverfa þau.

5. Passaðu þig á samsæriskenningum

Samsæriskenningar hafa það sameiginlegt að sagt er frá einhverju svakalegu plotti einhvers hóps eða einstaklings sem ætlar svo sannarlega að gera einhverja hræðilega hluti. Yfirleitt eru þetta skemmtilegar sögur, en ekki samþykkja þær eða forsendur þeirra sem sannar, nema þær sannarlega séu það. Tilgangurinn með samsæriskenningum er yfirleitt að auka óöryggi fólks, en stundum er tilgangurinn einfaldlega sá að segja sögu. 

 

Mikilvægast af öllu er að átta þig á hvaðan þú færð upplýsingarnar sem þú færð, vera tilbúin(n) til að greina hvort að þínar eigin skoðanir og trú séu byggðar á því sem satt reynist, og vera sífellt reiðubúin(n) til að endurskoða og læra. 

Hver einasti dagur gefur okkur nýjar upplýsingar í heimi þar sem bæði þekking og veruleiki breytast hratt. Ef þú heldur í gamlar upplýsingar sem hugsanlega voru einhvern tíma viðteknar sem sannleikur, þarf ekki að vera að þær séu það lengur, þar sem við höfum öðlast dýpri þekkingu og skilning, eða þar sem heimurinn hefur breyst.

 

Þetta blogg er innblásið ef grein Alexander Slotten hjá NRK.


Kári og Covid

Íslensk erfðagreining tryggði að Íslendingar komu betur út úr fyrstu bylgju Covid-19 en flestar aðrar þjóðir, með því að skima Íslendinga, sem gerði stjórnvöldum fært að rekja fólk með appi og lögreglurannsóknarvinnu, aðskilnaði og einangrun....

Hugleiðing um rökvillur

Að þekkja rökvillur er ein af undirstöðum gagnrýnnar hugsunar. Þær spretta stöðugt fram í samræðum og sérstaklega í pólitískum umræðum. Þær eru hannaðar til að sannfæra aðra um ágæti hugmynda, án þess að hugmyndin sé nauðsynlega ágæt. Þær eru blekkingar,...

Hugleiðing um muninn á fréttum og fölskum fréttum

Fréttir eru frásagnir af staðreyndum sem hafa gerst og hafa ákveðið mikilvægi, sem þýðir að oft þarf að setja fréttirnar í samhengi við aðra hluti sem eru að gerast. Falskar fréttir eru frásagnir af skoðunum sem fólk hefur, og látið er eins og þessar...

Hugleiðing um auðmýkt og stolt

Ég hef verið að velta fyrir mér leiðtogum. Suma met ég sem slæma og aðra sem góða. Þeir slæmu held ég að séu fullir stolts, en hinir góðu fullir af auðmýkt. Ég tengi stolt við fáfræði og skort á mannúð, en auðmýkt við visku og mannúð. Ef þú gætir valið...

Gullkorn frá Ómari Ragnarssyni - fyrir 12 árum

Er að fara yfir gamlar bloggfærslur. Ég hef síðan ég man eftir mér haft gaman af Ómari Ragnarssyni, hlustaði á plöturnar hans sem krakki, hitti hann stundum og spjallaði við á skákmótum þar sem hann fylgdist með (efast um að hann muni eftir því - kæmi...

Hvernig hugsar þú?

Ég hef verið að lesa mér til gagns og gamans "How we Think" eftir John Dewey. Hann veltir fyrir sér ólíkum hugsunarháttum, áður en hann fer að velta fyrir sér hvernig þessir ólíku hugsunarhættir hafa áhrif á hvernig við lifum lífi okkar, ákvarðar hvað...

Þurfum við trú til að öðlast mannlegan þroska?

Öll trúum við einhverju. Hugsanlega trúum við öll á eitthvað líka. Í fyrri skilningnum geturðu trúað því að mjólkin sem þú drekkur sé ekki komin yfir síðasta neysludag. Í seinni skilningnum getur verið að þú trúir á Guð, guði, hið guðlega eða fjarveru...

Þegar kjörnir stjórnmálamenn brjóta af sér

Það er ekki hægt að krefja stjórnmálamann um afsögn eða reka hann úr starfi, sama hvað á dynur. Það verður að bíða í nokkur ár þangað til kosið verður að nýju. Ætti þetta að vera svona? Er hægt að laga biluð kerfi? Þegar þú stendur ekki við...

Godless (2017) ****

"I have seen my death." (Frank Griffin) Vestrar hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér, sérstaklega vestrarnir eftir Sergio Leone: "For a Few Dollars More," "The Good, The Bad, and The Ugly", "A Fistful of Dollars" og "Once Upon a Time in the West". Clint...

Tíminn og Guð

"Þú gætir ekki stigið tvisvar í sama fljótið," sagði Heraklítus fyrir löngu síðan og það er reyndar eins með þessa setningu hans, maður les hana aldrei tvisvar með sama huga. Út frá sjónarhorni manna og skepna líður lífið hratt. Heimurinn breytist og...

Hvernig greinum við á milli falsfrétta og sannleikans?

Síðustu tvö ár hefur mikið verið öskrað, ekki rætt, um falsfréttir, að fjölmiðlar eins og Washington Post, CNN, New York Times, og sjálfsagt líka Eyjan, Mogginn, Útvarp Saga og Vísir séu fullir af falsfréttum. Það virðist vefjast fyrir okkur flestum að...

Munum við alltaf velja að bjarga kerfinu á kostnað þeirra sem minna mega sín?

Þú þarft að taka ákvörðun fyrir alla þjóð þína, ákvörðun sem hefur ekki bara áhrif á fjárhagslega framtíð þess, heldur á menningu og karakter landsins til framtíðar, hvernig tekurðu slíka ákvörðun? Ættirðu að hafa í huga þá hugmynd að allir séu jafnir,...

Bohemian Rhapsody (2018) ****

Hafir þú gaman af tónlist Queen er "Bohemian Rhapsody" mynd sem þú verður að sjá í kvikmyndasal. Af gagnrýnendum hefur hún verið gagnrýnd töluvert fyrir að vera ekki eitthvað annað en hún er. Einhverjir vildu dökka sýn í sálarlíf Freddy Mercury, gera...

Er "Guð" persónugerving siðferðis?

“Siðferðið er algjört, og sem slíkt er það líka hið guðlega.” - Sören Kierkegaard Veltum þessu aðeins fyrir okkur. Hver einasti menningarhópur hefur sitt eigið siðferði. Það er frekar auðvelt að skilja hvernig siðferði þróast hjá okkur, út...

Hvaða máli skiptir siðferðið?

“Hið siðferðilega sem slíkt er algjört, og sem hið algjöra á það við um alla, sem þýðir frá öðru sjónarhorni að það á alltaf við. Það hvílir algjörlega á sjálfu sér, hefur ekkert fyrir utan sig sem er tilgangur þess, en er sjálft tilgangur fyrir...

Hverju eigum við að trúa og ekki trúa?

“Við getum verið blekkt með því að trúa hinu ósanna, en við getum vissulega einnig verið blekkt með því að trúa ekki hinu sanna.” - Sören Kierkegaard Þegar lygarar geta sannfært okkur um að ábyrgur fréttaflutningur séu lygar einar, eingöngu...

Af hverju þurfum við að hugsa betur?

Við lifum á tímum 'annars konar staðreynda' og 'teygjanlegra hugtaka' þar sem skoðanir og sannfæringarkraftur virðist skipta meira máli í daglegri umræðu en staðreyndir og rök. Stjórnmálamenn eru kosnir til valda á þeirri forsendu að þeir standi við...

Hvað er æra og hvernig er hægt að reisa hana upp?

Undanfarið hefur mikið verið rætt um "uppreist æru", og lagalegan skilning þess hugtaks, en mig langar að velta fyrir mér raunverulegri merkingu hugtaksins í víðum skilningi heilbrigðar skynsemi frekar en hinum þrönga lagalega skilningi. Í stuttu máli er...

Hvernig getur þú gert heiminn betri?

Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig ég get bætt heiminn. Nú erum við ekki að tala um að bjarga heiminum frá einhverri ógurlegri ógn, heldur eru þetta einungis fletir sem mér sýnist að gætu bætt heiminn, ef sérhver manneskja reynir að bæta þetta hjá...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband