Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Eftirvæntingar fyrir kvikmyndaárið 2012

Mig langar að taka saman þær kvikmyndir sem mig hlakkar mest til að sjá á næsta ári. Hámark þrjár myndir á mánuði.

 

Janúar

Contraband (2012)

contraband-16271171-frntl

Leikstjóri: Baltasar Kormákur

Aðalhlutverk:  Mark Wahlberg, Giovanni Ribisi, Kate Beckinsale

Ástæða: Reykjavík-Rotterdam var góð og spennandi að sjá hvernig Baltasari gengur með ekta Hollywood B-mynd.

 

Coriolanus (2011)

Leikstjóri: Ralph Fiennes

Aðalhlutverk: Ralph Fiennes, Gerard Butler, Brian Cox

Ástæða: Hef lengi haft tilfinningu fyrir að Ralph Fiennes sé óvenju djúpur gaur. Verður áhugavert að sjá hvernig honum tekst að leikstýra epísku drama sem hans fyrstu mynd.


Febrúar

Safe House (2012)

Leikstjóri: Daniel Espinosa

Aðalhlutverk:  Denzel Washington, Ryan Reynolds, Robert Patrick

Ástæða: Denzel Washington klikkar ekki, þó að myndirnar í kringum hann gætu stundum verið betri.

 

Mars

Hansel and Gretel: Witch Hunters (2012)

Leikstjóri: Tommy Wirkola

Aðalhlutverk: Jeremy Renner, Gemma Arterton, Peter Stormare

Ástæða: Jeremy Renner er á mikilli uppleið. Allt sem hann gerir verður að gulli þessa dagana.

 


John Carter (2012)

john-carter-poster


Leikstjóri: Andrew Stanton

Aðalhlutverk: Taylor Kitsch, Lynn Collins, Willem Dafoe

Andrew Stanton er frábær Pixar leikstjóri, sem meðal annars gerði Toy Story 3. Þar að auki er John Carter áhugaverð hetja, hálfgerður Tarzan á annarri plánetu. 

   
The Hunger Games (2012)

Leikstjóri: Gary Ross

Aðalhlutverk: Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson, Liam Hemsworth

Ástæða: Skemmtilegur leikstjóri sem virðist gera eina góða mynd á áratug. Hann skrifaði "Big" og leikstýrði "Pleasantville".

 

Apríl

    
Bullet to the Head (2012)

Leikstjóri: Walter Hill

Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Jason Momoa, Christian Slater

Ástæða: Walter Hill er gamall og góður leikstjóri sem gerði margar góðar spennumyndir fyrir nokkrum áratugum síðan. Það verður spennandi að sjá hvað hann gerir við Sylvester Stallone og Christian Slater, en báðir þessir leikarar eiga mikið inni þegar kemur að B-myndum.

 

Wettest County (2012)

Leikstjóri: John Hillcoat

Aðalhlutverk: Tom Hardy, Shia LaBeouf, Guy Pearce 

Ástæða: Góður leikstjóri. Tom Hardy og Guy Pearce pottþéttir leikarar.

 

Maí

The Avengers (2012)

The-Avengers-2012-movie-pictures

Leikstjóri: Joss Whedon

Aðalhlutverk: Robert Downey Jr., Chris Evans, Scarlett Johansson, Jeremy Renner

Ástæða: Iron Man, Hulk, Thor, Kafteinn Bandaríki og fleiri ofurhetjur frá Marvel berjast við Loka eða eitthvað svoleiðis. Ekki beint áhugaverð hugmynd, en leikstjórnin í höndum manns sem aldrei klikkar þegar kemur að skemmtilegum myndum (að mínu mati), Josh Whedon sem á að baki snilld eins og Toy Story, Buffy The Vampire Slayer (sjónvarpsþættir) og Firefly + Serenity. 

 

Men in Black III (2012)

Leikstjóri: Barry Sonnenfeld

Aðalhlutverk: Will Smith, Tommy Lee Jones, Josh Brolin 

Ástæða: Will Smith snýr aftur í hlutverk sem hann gerir vel, vísindaskáldsöguhetja með húmor. Áhugavert að Josh Brolin tekur við hlutverki Tommy Lee Jones með tímaflakksfléttu.

 

Júní

    
Snow White and the Huntsman (2012)

Director: Rupert Sanders

Stars: Kristen Stewart, Chris Hemsworth, Charlize Theron

Ástæða: Kíktu á sýnishornið. Lítur út eins og mögulega stórskemmtilegt ævintýri. Getur líka klikkað.

 

   
Prometheus (2012)

fanposter_1

Leikstjóri: Ridley Scott

Stars: Noomi Rapace, Charlize Theron, Patrick Wilson, Idris Elba, Guy Pearce, Michael Fassbender 

Ástæða: Ridley Scott snýr aftur í vísindaskáldskap. Say no more... þar sem aðalhetjurnar leita að uppruna mannkyns en átta sig á að enginn í geymnum getur heyrt þau öskra. Ný "Alien" mynd sem er hvorki framhald né formynd, sem er vissulega hressandi. Scott hefur aldrei gert lélega vísindaskáldsögu og byrjar varla á því núna. Sýnishornið lítur vel út.

 

Brave (2012)

Leikstjórar: Mark Andrews | Brenda Chapman

Aðalhlutverk: Kelly Macdonald, Billy Connolly, Emma Thompson, Julie Walters, Kevin McKidd, Robbie Coltrane, Craig Ferguson 

Ástæða: Pixar klikkar ekki.

 

Júlí

The Dark Knight Rises (2012)

The-Dark-Knight-Rises-2012-Poster-10


Leikstjóri: Christopher Nolan

Aðalhlutverk: Christian Bale, Joseph Gordon-Levitt, Gary Oldman, Michael Caine

Ástæða: Ein af mínum eftirlætis teiknimyndasögum, þar sem Batman tapar slagsmálum gegn Bane og tapar heilsunni. Vona að myndin fylgi sögunni.

 

The Amazing Spider-Man (2012)

Leikstjóri: Marc Webb

Aðalhlutverk: Andrew Garfield, Emma Stone, Rhys Ifans, Irrfan Khan, Martin Sheen, Sally Field

Ástæða: Ég hefði haft meiri áhuga á að sjá framhald með Sam Raimi og félögum, þrátt fyrir lélega þriðju mynd, en samt verður áhugavert að sjá hvernig þessari reiðir af.

 

Ágúst

The Bourne Legacy (2012)

Leikstjóri: Tony Gilroy

Aðalhlutverk: Jeremy Renner, Rachel Weisz, Edward Norton

Ástæða: Jeremy Renner og Edward Norton. 

 

Total Recall (2012)

Director: Len Wiseman

Stars: Colin Farrell, Bokeem Woodbine, Bryan Cranston

Ástæða: Endurgerð stórskemmtilegrar sögu eftir Philip K. Dick, og ekki verra að Colin Farrell snúi aftur til Hollywood. Hann hefur verið dúndurgóður síðustu misserin.

 

The Expendables 2 (2012)

Leikstjóri: Simon West

Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Liam Hemsworth, Randy Couture, Jean-Claude Van Damme, Bruce Willis, Arnold Schwarzenegger, Dolph Lundgren, Jet Li, Jason Statham, Chuck Norris, Terry Crews 

Ástæða: Eins léleg og fyrri myndin var, má gera ráð fyrir betur leikstýrðu malli í þetta skiptið. Sterkt hjá þeim að fá hinn sjötuga Chuck Norris til að taka þátt, því að án hans hefðu engar kvikmyndir nokkurn tíma verið til.

 

September

Looper (2012)

Leikstjóri: Rian Johnson

Aðalhlutverk: Joseph Gordon-Levitt, Bruce Willis, Emily Blunt, Paul Dano, Jeff Daniels, Piper Perabo, Garret Dillahunt, Noah Segan

Ástæða: Hljómar frekar spennandi söguþráður. Leigumorðingi úr framtíðinni á tímaflakki er settur til höfuðs sjálfum sér í fortíðinni.

 

Október

 

Taken II (2012)

Leikstjóri: Olivier Megaton

Aðalhlutverk: Liam Neeson, Famke Janssen, Maggie Grace

Ástæða: Alveg til að fylgjast með Liam Neeson aftur sem hálfgerður miskunnarlaus James Bond sem gerir allt til að bjarga fjölskyldu sinni frá illmennum.

 

Nóvember 

    
Skyfall (2012)

Leikstjóri: Sam Mendes

Aðalhlutverk: Daniel Craig, Helen McCrory, Javier Bardem

Ástæða: Satt best að segja taldi ég 007 af eftir hina hörmulegu "Quantum of Solace", en með Sam Mendes í leikstjórastólnum og Javier Bardem sem illmenni getum við átt von á ansi góðri skemmtun.

 

Django Unchained (2012)

Leikstjóri: Quinten Tarantino

Aðalhlutverk: Joseph Gordon-Lewitt, Leonardo DiCaprio, Kurt Russell, Don Johnson, Christoph Waltz, Sacha Baron Cohen, Samuel L. Jackso og Jamie Foxx í hlutverki Django.

Ástæða: Tarantino

 

Desember

   
Les Misérables (2012)

Leikstjóri: Tom Hooper

Aðalhlutverk: Hugh Jackman, Russell Crowe, Anne Hathaway, Helena Bonham Carter, Sacha Baron Cohen, Eddie Redmayne 

Ástæða: Klassísk saga um félagslegt ranglæti þar sem hinir fátæku fá að þjást út í hið óendanlega meðan hinir ríku og voldugu njóta lífsins. Russell Crowe stendur alltaf fyrir sínu, og reyndar hlakkar mig svolítið til að sjá kvikmynd sem um leið er söngleikur. Svona myndir hefur svolítið vantað.

 

The Hobbit: An Unexpected Journey (2012)

hobbit-poster

Leikstjóri: Peter Jackson

Aðalhlutverk: Martin Freeman, Ian McKellen, Andy Serkis

Ástæða: Ein skemmtilegasta ævintýrasaga sem skrifuð hefur verið og jafnast á Lord of the Rings á blaði. Vonandi tekst Peter Jackson að vera trúr þessu ævintýri. Sýnishornið sem komið hefur út er þó frekar slakt og allt of mikið í sama stíl og Lord of the Rings. En þetta kemur allt í ljós, reikna með að seinni myndin verði betri en sú fyrri, þó að í fyrri myndinni ætti að vera töluvert af tröllum, risaköngulóm, Gollum, orkum og vörgum, því þá fáum við líka að kynnast drekanum Smaug.

 

Gleðilegt nýtt ár!

 

katy_perry_firework_470x300_large

 


Hver er stefna Richard Dawkins?

Þessi litla pæling varð til þegar í einhverjum athugasemdum við grein gærdagsins, Vantrú án gagnrýnnar hugsunar? var rætt um Richard Dawkins, en hann virðist vera ein af höfuð fyrirmyndum þeirra sem ekki vilja ganga veg trúarbragða.

Stofnun Richard Dawkins hefur eftirfarandi stefnu, og geri ég ráð fyrir að hann sjálfur fylgi sömu stefni í verki og riti: 

"Stefna Skynsemis- og vísindastofnunar Richard Dawkins er að styðja við vísindalega menntun, gagnrýna hugsun og skilning á heiminum sem byggir á gagnreyndum með það markmið í huga að yfirbuga bókstafstrú, hindurvitni, skort á umburðarlyndi og þjáningu."

Þessu er ég öllu sammála. Hins vegar er þetta hugsanlega ekki jafn augljóst og lítur út við fyrstu sýn.

Stóru spurningarnar snúast um hvað þessi fyrirbæri eru, sem og spurningar eins og:

    1. Er skilningur á heiminum sem byggir á staðreyndum, staðreynd í sjálfri sér? Er hægt að trúa um of á mikilvægi staðreynda? Er til einhver staðreynd sem er 100% áreiðanleg og það sönn að ekki er hægt að efast um sannleiksgildi hennar?

 

    1. Er gagnrýnin hugsun eitthvað meira en að kryfja dauð hugtök? Hvað er það sem gerir gagnrýna hugsun svona mikilvæga? Gæti heimurinn verið betri án gagnrýnnar hugsunar?

 

    1. Snýst vísindaleg menntun um að aðferðir við menntun séu vísindalegar eða að innihald vísinda snúi fyrst og fremst að vísindum frekar en trúarbrögðum?

 

    1. Hvað er það sem gerir staðreyndir að mikilvægustu forsendum fyrir skilningi á heiminum? Getur djúpur skilningur á heiminum ekki verið betri forsenda fyrir skilningi á heiminum heldur en staðreyndir sem hafa lítið að segja þegar kemur að mannlegum innri veruleika?

 

    1. Hver er munurinn á bókstafstrú og trúarbrögðum? Eru öll trúarbrögð bókstafstrú? Eru sum trúarbrögð hættulegri en önnur, eða er sum bókstafstrú hættulegri en önnur bókstafstrú?

 

    1. Hvaðan koma hindurvitni? Er hægt að koma í veg fyrir hindurvitni með því að nota rökvillur, fara með ósannindi og hæðast að "andstæðingum" eigin skoðana?

 

    1. Hver er munurinn á að sýna umburðarlyndi gagnvart manneskjum annars vegar, trú þeirra hins vegar og síðan boðaðri trú trúfélags?

 

  1. Hvernig tengjast mannlegar þjáningar trú og trúleysi? Væri minna um mannlega þjáningu án trúarbragða? Eða væri kannski meira um mannlega þjáningu án trúarbragða?

 

Heimilidir:

 

Kærar þakkir fær Tryggvi Thayer fyrir uppbyggilega gagnrýni, en hann bendi á í athugasemdakerfinu að ég þýddi "evidence-based" rangt sem "byggt á staðreyndum", á meðan að sjálfsögðu er meint með "byggt á sönnunargögnum", og kenndi hann mér hið ágæta orð "gagnreynd" til að lýsa því hugtaki. Ég hef breytt þýðingu á skilgreiningu í samræmi við þessa betrumbót, en hef þó ekki breytt spurningunum, sem vissulega fá á sig ólíka merkingu þegar annars vegar er verið að tala um staðreyndir og hins vegar gögn.

 


Vantrú án gagnrýnnar hugsunar?

ch090202

Miðað við framgöngu talsmanna félagsins Vantrúar síðustu misserin gagnvart heiðvirðu og vel gefnu fólki með sterka siðferðisvitund, réttlætiskennd og gagnrýnið viðmót, er ég farinn að velta fyrir mér hvort að félagarnir séu hvorki raunverulegir guðleysingjar né vantrúarfólk sem vilja rannsaka heiminn á gagnrýninn hátt út frá vísindalegum og fræðilegum forsendum, heldur plat rétttrúnaðarhópur, á svipaðri línu og talíbanar, sem telur sig vita hluti sem enginn veit.

Þar virðist skorta auðmýkt, hógværð, kurteisi og undrun fræðimannsins.

 

"Á þann hátt er ég þeim sem þykjast vita alla skapaða hluti vitrari, að ég þykist ekki vita það sem ég ekki veit."     - Sókrates

 

Calvin & Hobbes teiknimynd: Unscrewing the inscrutable: I'm not angry, I just don't agree with you.


10 vinsælustu blogg ársins 2011

lightbulb-art-UPDATE

Þegar kemur að áramótum er við hæfi að líta yfir farinn veg, sjá hvort það hafi snjóað eitthvað í förin, hvort manni hafi tekist að róta upp smá möl, eða horfa vonsvikinn í baksýnisspegilinn á malbik sem virðist ósnertanlegt í sinni harðneskju, og horfa jafnframt fram á veginn og velta fyrir sér hvort maður geti dregið einhvern lærdóm af árinu sem er að líða. 

Á liðnu ári hef ég ferðast mikið um heiminn, en ekki skrifað neitt sérstaklega mikið um þessi ferðalög. Skemmtilegustu ferðirnar voru án nokkurs vafa heimsókn til Mexíkó og síðan ökuferð gegnum Evrópu til Ungverjalands á Nissan Micra síðustu páska. Ég hef horft minna á kvikmyndir, teflt minna, og bloggað minna en fyrri ár, en á móti lagt mikla orku í að byggja mér og minni fjölskyldu heimili í Noregi.

Það kemur mér stöðugt á óvart þegar ég heyri frá hinni íslensku ríkisstjórn hversu litlu máli henni virðist vara húsnæðisvandinn, atgervisflóttinn og neyðin sem vex á Íslandi, og virðist í algjörri afneitun, en þess í stað vísa til talnareiknings í Excel eins og þar sé hinn heilaga sannleika að finna. Sjálfur er ég sæmilega hæfur í Excel og kann að gera ýmsar formúlur og kannast við hvernig hægt er að láta hlutina líta út á einn veg eða annan með smá tilfæringum á sjónarhornum.

Vonandi að sannleikurinn komi fram fyrr eða síðar og Íslendingar fari að átta sig á hvað Norðmenn eru að græða gífurlega á öllum þessum duglegu Íslendingum sem komnir eru í góð störf hérna megin við sundið. Ég kvarta ekki því ég tel mig vera réttu megin við girðinguna. Hins vegar læt ég heyra í mér þegar mér sýnist stjórnvöld vera að villa um með áróðri í stað vandaðs rökstuðnings. Nokkuð sem er algjör óþarfi á þessum erfiðu tímum.

Þá er það listinn:

 

10. sæti: Hvort eiga lögin um Icesave að vernda hagsmuni eða réttlætið?

Vangaveltur um hvort hagsmunir eða réttlætið eiga að ræða þegar teknar eru ákvarðanir í mikilvægum málum fyrir almannaheill.

Kjarni málsins:

Sett eru lög: þú skalt ekki stela. Ef þú stelur verður þér refsað með sekt eða fangelsisvist. Ef ekki bara þú, heldur hver sem er stelur, skal refsað með sekt eða fangelsisvist. Hvort er með  þessum lögum verið að passa upp á hagsmuni eða verið að gæta réttlætis? Er verið að passa upp á hagsmuni þeirra sem eiga mikið eða eiga lítið? Tja, það er verið að gæta hagsmuna beggja. Ef aðeins væri verið að gæta hagsmuna annars aðilans, þá væri það ranglátt. Icesave samningurinn gætir hagsmuna takmarkaðs hóps Íslendinga og hunsar algjörlega stóran hóp. Það er ranglátt í sjálfu sér.

 

9. sæti: Greiðsluvandi heimila og velferðarráðuneytið: "Eru lánþegar bara fáfróðir vitleysingar?"

Velti fyrir mér "áfrangaskýrslu velferðarvaktarinnar", þar sem ég velti fyrir mér vafasömum ályktunum sem teknar eru meira með orðaflaumi en rökstuðningi.

Kjarni málsins:

Það er eins og þeir sem stóðu að þessari rannsókn átti sig ekki á þeim óásættanlegu lausnum sem viðskiptabankarnir stjórna, og telji vanþekkingu hafa meiri áhrif á dómgreind manna, heldur en skynsemi og góð dómgreind. Ég held einmitt að flest fólk í þessari erfiðu stöðu hafi ágætis dómgreind, og sé þreytt á að heyra hvað stjórnvöld telja almenning vera heimskan og fáfróðan. Fólk vill lausn á þessum vanda, en stjórnvöld skella við skollaeyrum og hlusta ekki. Ég tel þann heimskan sem ekki vill hlusta. Ég tel þann heimskan sem telur sig vita allt, geta allt, og stjórna öllu betur en allir aðrir. Því miður er of mikið af slíku fólki við völd á Íslandi í dag. Þetta fólk þarf að læra að hlusta. Það þarf að læra auðmýkt. Það þarf að vinna með fólkinu, ekki á móti því. 

 

8. sæti: Jóhanna Sigurðardóttir í Kastljósi (2011) 1/2

Horfði á frekar lélegt og dapurlegt Kastljósviðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur og deildi mínum vangaveltum hér á blogginu.

Kjarni málsins:

Þegar hún var síðar spurð út í verðtrygginguna, fannst mér áhugavert að hún hugsaði bara um eina hlið málsins, virtist nákvæmlega sama um þá sem staddir eru í skuldafangelsi í dag, og virðist ekki skilja mikilvægi þess að leysa þetta fólk úr viðjum vandans. 

 

7. sæti: Viltu fórna ömmu þinni til að verða rík(ur)? Uppskrift að fjármálafléttu sem virkar

Vangaveltur um svikamyllur fjármálafyrirtækja.

Kjarni málsins: 

Engum hefur verið refsað fyrir þessa hegðun. Hún er lögleg á Íslandi. Sem er skömm. Djúp og ljót skömm. Framkvæmdu þessa fléttu og þú getur orðið rík manneskja. Sum okkar myndu aldrei framkvæma slíkar fléttur, enda höfum við eitthvað sem kallast samviska og annað sem kallast réttlætiskennd sem stoppar okkur. En samviskan og réttlætiskenndin er ekki öllum gefin. Því miður. Og fólkið með samviskuna og réttlætiskenndina þarf að borga og þjást vegna þessara fléttubjálfa. Er um of mikið beðið þegar krafist er að þetta ranglæti hætti? Það á að leyfa fjármálafyrirtækjum að hrynja vegna lélegrar stjórnunar, í stað þess að halda þeim og þeirra eigendum uppi á ofurlaunum með verðtryggingunni, hærri sköttum á borgara, og stöðugan niðurskurð í embættismannakerfinu. Það eina sem mun standa eftir þegar kemur að skuldadögum eru svartir turnar fjármálastofnana sem standa auðir. Allt annað verður í rjúkandi rúst.

 

6. sæti: Birgitta Jónsdóttir á forsíðu Wired.com

Tók eftir Birgittu á forsíðu Wired.com, einni af þeim síðum sem ég les nokkuð reglulega. Þetta var tengt Wikileaks málinu. Þetta mál grunar mig að hafi orðið til þess að Birgitta reynir að halda núverandi ríkisstjórn gangangi, enda vel varin af öðrum þingmönnum á meðan fjaðrafaukið stóð yfir. Það er miður, því það er eins og mestallt púðrið hafi fokið úr Birgittu eftir þetta mál.

Kjarni málsins:

Það er merkilegt hvernig leynd er réttlætt til að vernda opinbera starfsmenn, á meðan íslenskur veruleiki segir okkur að leyndin hafi verið notuð til að vinna skuggaverk bakvið tjöldin, þá af einhverjum stjórnmálamönnum, opinberum starfsmönnum, útrásarvíkingum, eigendum banka og starfsmönnum þeirra. 

 

5. sæti: Ólík viðhorf: Landflótta lánþegi og aðstoðarmaður forsætisráðherra

Vangaveltur eftir að nafni minn úr forsætisráðuneytinu reyndi að gera lítið úr mínum pælingum í eldhúskrók hans á Facebook. Hann virðist hafa tilhneigingu til að fara í manninn, en ekki boltann, þegar rökin fara að halla á hann.

Kjarni málsins:

Ég tel verðtryggingu rangláta vegna þess að hún tryggir aðeins lánveitanda, en lánþegi hefur enga tryggingu. Hækki verðlag, hækkar lánið, en ekki geta lánþega til að greiða af láninu því að laun eru ekki verðtryggð. Afleiðing þessa er ójöfnuður. 

 

4.  sæti: Mikil er grimmd Íslendingsins

Velti fyrir mér kæruleysi eða tómlæti þeirra sem hafa sloppið bærilega undan hruninu.

Kjarni málsins:

Fólk tók lán fyrir húsnæði. Það þótti eðlilegt. Síðan hrundi fjármálakerfið. Sökin var hjá fjármálastofnunum og ríkinu. Innistæður voru tryggðar í botn. Þannig að þeir sem áttu pening urðu ekki fyrir ónæði. Hins vegar tvöfölduðust allar verðtryggðar skuldir og hækka enn. Engin útkomuleið önnur en gjaldþrot, og ekki hefur enn reynt á ný gjaldþrotalög, þar sem mögulegt er að viðhalda kröfum gagnvart fólki að eilífu. Gjaldþrot fyrir manneskju er ekki það sama og gjaldþrot fyrir fyrirtæki. Fyrirtæki er bara kennitala. Manneskja er líf

 

3. sæti: Heilaþvegið Ísland?

Velti fyrir mér atgervisflótta frá Íslandi og reikna út hvað hann kostar í milljörðum, því það virðist vera það eina sem stjórnvöld skilja: peningaupphæðir og prósentutölur.

Kjarni málsins:

Það væri áhugavert að sjá það í nákvæmlegum útreikningum hversu mikils virði hver einasta dugleg og vel menntuð manneskja er, sem frá Íslandi flytur. Sérhver slík manneskja kostar sjálfsagt að minnsta kosti 10 milljónir króna á ári. 10 brottfluttir kosta þá um 100 milljónir og 100 brottfluttir verða að milljarði. Sjálfsagt má meta höfuðstól hverrar manneskjur upp á hundrað milljónir.

 

2.  sæti: Annað stærsta bankarán aldarinnar í gangi á Íslandi; hvar er Superman?

Velti fyrir mér af hverju í ósköpunum húsnæðislán þurfi að hækka svona gríðarlega hratt, þannig að útilokað sé að venjuleg manneskja geti borgað af þeim. Skil ekki reikninginn hugsanlega vegna þess að hvorki forsendur né reiknireglur eru gefnar upp.

Kjarni málsins: 

Sérstakur saksóknari er á kafi í gömlum máli og engar fréttir úr þeim bæ. Fjármálaeftirlitið virðist lamað. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar hefur sameinast sérstökum þannig að þar eru starfsmenn sjálfsagt að aðlagast nýjum vinnustað, læra á Word upp á nýtt og svoleiðis, en enginn virðist þess megnugur að bæði sjá ránið sem er í gangi og stoppa það.

 

1. sæti: Besta aprílgabb dagsins

Aprílgabb sem ég setti inn til að sjá hvort vinsældir bloggs míns séu meira tengdar áhuga á vönduðum vangaveltum eða hreinni forvitni. Markaðsfræðingurinn í mér segir að alvarlegar vangaveltur séu ekki líklegar til vinsælda nema maður sitji á þingi eða hafi atvinnu af fjölmiðlum. Hins vegar skjótast brandarar auðveldlega efst á vinsældalistann.

Velti fyrir mér hvort ég ætti að taka eitt ár þar sem ég reyni að gera þetta blogg vinsælt, svona meðvitað... 

Kjarni málsins:

Þannig hljómaði aprílgabbið mitt í fyrra og ég ákvað að nota það aftur í dag. Joyful Ég held að engin af mínum greinum hafi fengið jafn mikinn lestur og þetta einfalda aprílgabb fyrir ári, og sjálfsagt hef ég sjaldan lagt jafn litla vinnu í eina grein. Ég er forvitinn að vita hvort þessi verði jafn vinsæl.
 
 
Wizard   Sideways   Whistling   Shocking   Blush

 

 

 

Játning: Ég stal hugmyndinni að þessu bloggi af síðu Eyglóar Harðardóttur, alþingismanns. 

Myndina fékk ég að láni frá The Art Newspaper


1. Ræða úr Metropolis (1927)

metropolis-d

"Komið, byggjum turn sem nær til stjarnanna! Og efst á turninn munum við rita orðin: Mikill er heimurinn og Skapari hans! Og mikill er Maðurinn! En hugarnir sem fundu upp Babelturninn gátu ekki byggt hann. Verkið var of mikið. Þannig að þeir réðu hendur til starfsins. En hendurnar sem byggðu Babelturninn vissu ekkert um draum heilans sem hafði fundið hann upp. BABEL! BABEL! BABEL! Eins manns lofsöngur verður annars manns böl. Fólk talaði sama tungumálið, en gat ekki skilið hvert annað. HÖFUÐ og HENDUR þurfa tengilið. TENGILIÐURINN MILLI HÖFUÐS OG HANDA VERÐUR AÐ VERA HJARTAÐ!"


Gleðilega hátíð!

merry-christmas-550x402

 

Gagnrýni getur verið erfitt að meðtaka, en fátt er jafn hressandi og spennandi í daglegu starfi en þegar hugmynd sem þú telur vera góða, er gagnrýnd og tætt sundur og saman þannig að úr verður meistarastykki. 

Til þess þarf einlægni og hollustu við sannleikann.

Með ósk um að hið íslenska þing, fjölmiðlar og þjóð læri slíkan hugsunarhátt, beiti honum og byggi upp betra samfélag.

Gleðilega hátíð!

 

 

Mynd: BloggingTips


Komast þau upp með þessa fléttu?

corruption_bribery_extortion_ah_23429

Kjararáð úrskurðar tveimur dögum fyrir jól að þingmenn og ráðherrar skuli hækka um 5-15% í launum. Þetta kjararáð var kosið af sömu þingmönnum og ráðherrum 15. júní 2010.

Það er tvennt sem mér finnst athugavert við þetta:

1. Kjararáð úrskurðar um kjör hóps sem kýs kjararáð. Er þetta hagsmunaárekstur?

2.  Úrskurður birtist tveimur dögum fyrir jól. Getur það verið tilviljun?

Er ætlunin að kæfa málið fyrirfram í jólaösinni? Þessi dagsetning lítur út fyrir að vera skuggalega vel valin og henta vel þingmönnum, ríkisstjórn og kjararáði, því allir verða búnir að gleyma þessu í janúar. Eða hvað?

Þetta lítur út fyrir að vera ein af birtingarmyndum spillingar. Vel skipulögð aðgerð, og sjálfsagt lögleg, en samt spillt.

Transparency International skilgreinir spillingu sem misnotkun valds fyrir eigin hagsmuni. Slík spilling getur gerst hvar sem er, og hægt er að flokka hana sem stóra eða litla, fer eftir því um hversu mikla fjármuni er að ræða og á hvaða sviði hún á sér stað. Það má reikna með að þetta sé stór spilling, enda erum við að tala um umtalsverðar launahækkanir fyrir alla þingmenn og ráðherra, sem sjálfsagt mun kosta ríkissjóð nokkra tugi milljóna á ári. Gaman væri að sjá útreikning á þeim kostnaði sem þessu fylgir.

Frétt frá Seðlabankanum í gær um að allt sé á bullandi uppleið. Jafn áreiðanleg frétt og um smjörkrísuna í Noregi. Stanslaus áróður úr íslenskum ráðuneytum um að allt sé á uppleið, á meðan fólkið lifir greinilega ekki í sama veruleika og þursarnir í fílabeinsturnunum.

Þetta minnir á þann hugsunarhátt sem kom kerfinu í koll árið 2008, þar sem eðlilegt þótti að hagræða hlutunum til að réttir aðilar högnuðust. Minnir svolítið á kúlulánin, einkavæðingu banka og ríkisfyrirtækja. Er þetta ennþá sama klíkan og ennþá að bara undir öðrum formerkjum?

 

Út Hávamálum:

Gráðugr halr,
nema geðs viti,
etr sér aldrtrega;
oft fær hlægis,
er með horskum kemr,
manni heimskum magi. 


mbl.is Launalækkun dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað einkennir þá sem sem beita ekki gagnrýnni hugsun?

500x_idea-girl

Ég hef því miður orðið var við það viðhorf að það sé einskis virði að hlusta á gagnrýnisraddir, að þeir sem gagnrýni vilji bara finna höggstað á þeim sem verið er að gagnrýna. Þetta viðhorf hefur því miður lengi loðað við stjórnmál, ekki bara á Íslandi heldur um víða veröld, og það er ekki gott, því fátt er betra í lýðræðislegu samfélagi en að hlustað sé og hugsað sé um gagnrýni á yfirvegaðan hátt. 

Mér þykir leiðinlegt þegar ég heyri gagnrýni sem ég veit að ekki er hlustað á, því þar fara glötuð tækifæri út í buskann. Þar sem að ég hef atvinnu af gagnrýnni hugsun og sé skýrt og greinilega hvernig fyrirtæki mitt stórgræðir á að beita slíkum hugsunarhætti, þykir mér afar sorglegt að líta heim til Íslands og sjá fólk í mikilvægum stjórnunarstöðum sem áhrif hafa á land og þjóð, hunsa gagnrýna hugsun algjörlega, og falla frekar í forarpytt þægilega viðmótsins, um að "ég" og "við" höfum rétt fyrir okkur en "þú" og "hinir" hafi alltaf rangt fyrir sér.

Það er ýmislegt sem einkennir þann sem ekki er reiðubúinn að hlusta á gagnrýni. Viðkomandi skortir þá líklega það sem kallast beitingu á "gagnrýnni hugsun", en gagnrýnin hugsun snýst einmitt um að velta hlutunum fyrir sér frá ólíkum sjónarhornum, finna ný sjónarmið, og hlusta á þær hugmyndir sem fram koma um markmið, vandamál, lausnir, hugsa djúpt og vítt um hlutina, af nákvæmni, greina það sem skiptir máli frá því sem ekki skiptir máli, sýna auðmýkt, og fleira. 

Ein leið til að velta fyrir sér beitingu á gagnrýnni hugsun, er að velta fyrir sér manngerðinni sem beitir ekki gagnrýnni hugsun. Skortur á beitingu gagnrýnnar hugsun getur verið ríkur hjá jafnvel greindasta fólki, þá jafnan fólki sem telur sig vita betur eða hefur tekið afstöðu og ákveðið að standa við hana sama hvað tautar og raular, og vinnur út frá slíkri forsendu. Slík þrjóska er einn af verstu óvinum gagnrýnnar hugsunar, en sá allra versti er sjálfsagt þegar beitingu gagnrýnnar hugsunar er afnumin með ofbeldi. Annað eins hefur gerst og gerist enn í dag. Ofbeldi tekur á sig mörg form.

Þeir sem beita gagnrýnni hugsun meina ekkert illt, þó að stundum haldi sá sem fyrir gagnrýninni verður að sú sé raunin, en það verður að vera hægt að gera greinarmun á raunverulegri og uppbyggilegri gagnrýni annars vegar, og áróðri eða niðurrifi hins vegar. Þessi grein fjallar svolítið um það.

Þegar kemur að því að greina hvers konar hugsunarháttur ræður ríkjum hjá viðkomandi manneskju, eða þér persónulega, þegar kemur að beitingu gagnrýnnar hugsunar, þá er um þrjá möguleika að ræða:

  1. Beitir ekki gagnrýnni hugsun
  2. Beitir slakri gagnrýnni hugsun
  3. Beitir sterkri gagnrýnni hugsun

Mig langar að velta fyrir mér þessum þremur ólíku manngerðum og benda á hugsunarhætti sem einkenna þá. Í þessum pistli ætla ég einungis að velta fyrir mér manngerðinni sem beitir ekki gagnrýnni hugsun.

 

ignorant3

 

1. Sá sem beitir ekki gagnrýnni hugsun

Þetta er manneskja sem auðvelt er að sannfæra um nánast hvað sem er, bara að einhver ánægjutilfinning fylgi sannfæringunni er nóg til að viðkomandi fallist á málstaðinn. Yfirleitt eru þetta sjónarmið sem auðvelt er að aðhyllast því að flestir félagar manns eru á svipaðri skoðun, eða vegna þess að einhver mælandi kemur vel fyrir eða virkar sannfærandi. Slík manneskja lepur sem sannleika það sem birtist í fréttamiðlum, það sem kemur frá yfirvöldum, það sem félagarnir halda fram. Þessum hugsunarhætti fylgja óhjákvæmilega fordómar og skortur á vilja til að rökstyðja eigin sannfæringu með öðru en tilfinningarökum eða beita rökvillum eins og þær séu ásættanlegar, og gera sér ekki grein fyrir að munur sé á því sem er sannfærandi og því sem er satt.

Sá sem beitir ekki gagnrýnni hugsun er líklegur til að blanda geði við fólk sem er þægilegt að umgangast og hefur sambærileg viðhorf. Slíkt fólk gagnrýnir ekki, heldur einbeitir sér að því að njóta stundarinnar, njóta þess að vera í góðra vina hópi, nenna ekki að hugsa hlutina í botn þar sem aðrir gera það hvort eð er.

Hópur fólks sem beitir ekki gagnrýnni hugsun er yfirleitt fjandsamlegur gagnvart þeim sem beita gagnrýnni hugsun. Þeir lifa eftir ákveðnum lífstíl sem hentar þeirra tíðaranda og er líklegur til vinsælda. Viðhorf hópsins má ekki gagnrýna. Þau eru viðtekinn sannleikur. Eins og trú. Sá sem vogar sér að gagnrýna þessi viðhorf er líklegur til að vera kallaður nöfnum, kenndur við heimsku eða hræsni. Þá er sá sem beitir ekki gagnrýnni hugsun til að reiðast séu grundvallarhugmyndir hans og hópsins hans gagnrýndar, og stundum leiðir þessi reiði til ofbeldis. Þetta ofbeldi getur tekið á sig margar myndir, birst í einelti, útskúfun, áhugaleysi og jafnvel líkamlegri árás, jafnvel morði.

Eina leiðin til að hafa áhrif á skoðanir viðkomandi er með blekkingum, með áróðri, að koma inn nýrri vinsælli hugmynd sem getur þótt skemmtilegri eða þægilegri en fyrri hugmyndirnar. Þannig er sífellt hægt að sannfæra þann sem ekki beitir gagnrýnni hugsun með því að beita öflugri markaðstækni. Öflug markaðstækni er hins vegar dýr og til að sannfæra þá sem ekki beita gagnrýnni hugsun, er mikilvægt að hafa bestu markaðstæknina og bestu auglýsingaherferðina á bakvið sig. Hafi stjórnmálaafl einungis gagnrýnisrödd til að koma sér á framfæri, en engan pening til að kaupa sér samkeppnishæfa markaðssetningu, er hún dæmd til að ná ekki til fólks. 

Það virðist því miður vera þannig að alltof fáir nenni að hugsa gagnrýnið, enda tekur góð gagnrýnin hugsun tíma og kostar vinnu, sem ekki allir eru tilbúnir að taka á sig, hugsanlega vegna annarra skuldbindinga eða áhugamála, og svo skortir einnig hugsanlega þekkingu á því hvernig gagnrýnin hugsun virkar. Gagnrýnin hugsun er nefnilega lærð, áunnin, óþægileg, og kemur ekki að sjálfu sér.

Taktu eftir að fyrir þann sem beitir ekki gagnrýnni hugsun skiptir "Sannleikurinn" engu máli, heldur aðeins það sem viðkomandi velur að trúa. Vonandi áttar þú þig á því, lesandi góður, að manneskja sem beitir ekki gagnrýnni hugsun getur verið stórhættuleg. Slíkar manneskjur eru líklegri til að taka ákvarðanir sem eru slæmar fyrir þær sjálfar og aðrar manneskjur sem umgangast hana. Slíkar manneskjur geta jafnvel komist til pólitískra valda, og þar sem þær beita ekki gagnrýnni hugsun, geta afleiðingar vanhugsaðra gjörða þeirra verið stórskaðlegar.

Að beita ekki gagnrýnni hugsun er algengasta forsendan fyrir fordómum, ofbeldi, uppþotum og stríði.

Hvernig getur þú komist að því hvort þú sért slík manneskja, sem beitir ekki gagnrýnni hugsun? Reyndar er ólíklegt að þú værir að lesa þessa grein ef þú hefur enga gagnrýna hugsun, en hér eru nokkrar spurningar sem David Peterson, frá Foothill College, mælir með að þú veltir fyrir þér:

1. Trúir þú yfirleitt því sama og félagar þínir? Veltu fyrir þér skoðunum þínum um stjórnmál, trúarbrögð, fóstureyðingar og önnur erfið mál. Ef þú sérð að skoðanir þínar eru einfaldlega þær sömu og félaga þinna, þá er það vísbending um að þú beitir ekki gagnrýnni hugsun.

2. Spurðu þig af hverju þú trúir því sem þú trúir. Geturðu rökstutt svör þín? Eru rökin sem þú notar raunveruleg rök, eða endurtekur þú bara hluti sem þú hefur heyrt annað fólk segja? Hljómi "rök" þín eins og upptökur frá einhverjum öðrum, þá beitirðu líklega ekki gagnrýnni hugsun.

3. Hvernig bregstu við þegar fólk er þér ósammála? Finnst þér það pirrandi? Reiðistu? Flokkar þú viðkomandi sem "öfgamann", "hræsnara", "illgjarnan" eða "heimskan"? Svarir þú einhverri af þessum spurningum játandi, þá beitirðu líklega ekki gagnrýnni hugsun.

4. Hvað veistu um skoðanir sem eru öndverðar þínum eigin skoðunum? Veldu þér hvaða umræðuefni sem er og reyndu að finna heilbrigð rök sem styðja skoðun andstæðingsins. Ef þú finnur ekkert annað en asnaleg "rök", þá beitirðu líklega ekki gagnrýnni hugsun.

Ég gæti nefnt dæmi um fólk sem ég tel ekki beita gagnrýnni hugsun, en það hefur sjálfsagt lítið að segja, fyrir vikið væru þessi skrif einfaldlega dæmd sem þáttur í að grafa undan viðkomandi. Því getur verið betra að sleppa því að nefna dæmi.

 

 Heimildir og myndir:


Undrast þú fálætið þegar kemur að vanda heimila landsins?

The_Scream

Í dag hlustaði ég á Reykjavík síðdegis gegnum netið. Þorgeir Ástvaldsson ræddi þar við hagfræðinginn Guðmund Ólafsson. Þorgeir velti fyrir sér álæti ráðamanna vegna hins stóra vanda heimila landsins, skattpíningu ríkisins, launalækkanir, aðgerðarleysi vegna lánavanda, hugsunarleysi, hroka og mikinn atgervisflótta frá Íslandi.

Af stóuspekingum í Grikklandi hinu forna var fálæti álitn dygð. Það þótti af hinu góða að tengja sig ekki um of við eignir eða manneskjur. Betra væri að lifa lífinu tilfinningalaus heldur en með hinar truflandi langanir og þrár sem sífellt naga okkur innanfrá. Betra væri að elska ekki en að elska. Betra væri að lifa lífinu leiðinlega en í einhverju fjöri. Betra væri að hugsa um vini, vandamenn og eignir sem tímabundið lán en eitthvað sem við eigum. Í dag kannast fólk sjálfsagt betur við þessa speki þegar hún er tengd við Jedi riddara úr Star Wars heiminum eða þegar hugsað er til dýrlinga eða munka. Reyndar er stóuspekin einnig tengd við þrælslund, þar sem upphafsmaður hennar, gríski þrællinn Epíktet sem rifinn hafði verið frá fjölskyldu sinni í Grikklandi til Rómar og sá þau aldrei aftur, beitti þessum hugsunarhætti til að gera sitt óbærilega líf bærilegra.

jedi

Þessi speki birtist einnig í kvikmyndinni "Hurricane" með Denzel Washington, um hnefaleikakappa sem dæmdur er saklaus í fangelsi fyrir morð, en persónan í myndinni tekur á dómnum, fyrst reiður, en síðan af stóískri ró, þegar hann áttar sig á að aðrar leiðir til að lifa lífinu í fangelsi leiða til óbærilegrar þjáningar.

Fálæti er hugsanlega dygð þegar kemur að slíkri speki. Hins vegar þegar enginn grundvöllur er fyrir fálæti, annar en einhvers konar geðþótti, þá umturnast fálætið í löst. Sá löstur er tengdur við það að standa á sama um annað fólk. Sumum þykir það jafnvel svalt. Og kalla það jafnvel svalt að vera sama um allt og alla.

The-Hurricane  

Á tímum víkinga þótti fálæti ekki töff. Ef einhver gerði þér eitthvað var það hreinlega skylda þín að svara fyrir þig. Kristnin breytti þessu hugarfari víða um heim, þannig að ef einhver gerði þér eitthvað, þá varð það að andlegri skyldu mannsins að sýna kærleik og fyrirgefa; í stað þess að reiðast og hefna. Það er ekki fyrr en á ofanverðri 20. öld og fyrstu árum 21. aldarinnar að fálætið virðist ógna samfélagslegu jafnvægi. Þetta fálæti var þekkt í fari hefðarfólks fyrir byltingarnar sem steyptu hefðarkerfunum af stóli víða um heim. 

Ég vil taka undir með undrun Þorgeirs Ástvaldssonar um fálætið gagnvart stórum vanda heimila landsins. En ég hef líka stigið næsta skref, velt þessu fálæti aðeins fyrir mér, og vonast til að þessar pælingar verði til að þoka í það minnsta sjálfum mér, og vonandi þér, lesandi góður, í átt að svari um þetta furðulega fálæti gagnvart þeim sem standa höllum fæti, í þjóðfélaginu og í heiminum.

 

Myndir:


Hefur sá sigrað sem deyr með hæstu upphæðina á bankabókinni?

businessethics

 

Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér siðferði þeirra sem virðast geta svikið og prettað, grætt gríðarlegar upphæðir á skömmum tíma, og sett sig síðan á stall sem prins veraldarinnar, með bros á vör og hrokafullt augnaráð, bara vegna þess að þeim hefur tekist að eignast peninga?

Hugsanlega mun það sem við höfum gert öðrum, fyrr eða síðar lenda á okkur sjálfum, og þá sjálfsagt með öðrum hætti en við reiknum með.

Manneskja sem er miskunnarlaus og grimm gagnvart öðrum, þarf að lifa með miskunnarleysi sínu og grimmd alla ævi.  Það er engin fyrirgefning möguleg gagnvart manni sjálfum. Sama hvað viðkomandi hreykir sér hátt af því að komast upp með glæpi sína, og sama hversu vel viðkomandi tekst að réttlæta glæpi sína gagnvart dómstólum, þá verður viðkomandi að lifa með ákvörðunum sínum og gjörðum, allt til dauðadags. Ranglát manneskja verður aldrei heilsteypt manneskja.

Hryllilegasta fangelsið er manns eigin hugur. Brjótirðu gegn almennu siðferði, brýturðu gegn þeim möguleika að þú getir verið heilsteypt manneskja í þessu lífi. Og ekki gera ráð fyrir fleiri lífum, því samkvæmt flestum trúarkenningum, ef ekki öllum, þá mun ranglát manneskja lenda á verri stað eftir þetta líf.

Trúa virkilega einhverjir því að sá sem deyr með hæstu upphæðina á bankabókinni, sé sá sem hefur sigrað?

Kíktu aðeins á viðskiptaloforðin hérna fyrir neðan og veltu síðan fyrir þér hvernig þeim er snúið upp í andstöðu sína með mállýsku og réttlætingum sem fá ekki staðist heilbrigða skynsemi.

 

Kenningin:

  1. Hagaðu þeir gagnvart öðrum eins og þú vonar að aðrir hagi sér gagnvart þér.
  2. Þú skalt bera virðingu fyrir öðru starfsólki og líta á það sem jafningja.
  3. Stattu við gerða samninga.
  4. Taktu einungis ákvarðanir sem væru álitnar viðeigandi af hlutlausum hópi starfsfélaga þinna.
  5. Stjórnandi ætti alltaf að spyrja sig: "Þætti mér þægilegt að útskýra þessa framkvæmd í sjónvarpi eða á forsíðu dagblaðs?
  6. Ef stjórnandi hefur slæma tilfinningu um ákvörðun, þá er líklega ástæða til að efast. Ef ákvörðunin virðist ekki traust, væri réttast að fresta henni. Best væri að leita ráða hjá traustverðugri manneskju áður en ákvörðunin er endanlega tekin.
  7. Fyrirtæki þurfa að gæta sín á að fara ekki út í vafasama starfsemi sem gæti leitt til enn vafasamari starfsemi síðar. Dæmi: tilleiðusamningar sem gefa af sér mikla bónusa til starfsmanna í banka.
  8. Væri barn, móðir þín eða stofnandi fyrirtækisins sáttur við ákvörðun sem verið er að taka? Gætirðu útskýrt fyrir þeim ákvörðunina með orðum og hugtökum sem þau skilja?
  9. Aldrei framleiða eða selja vöru sem getur valdið öðrum skaða.
  10. Meðalið helgar tilganginn.

 

 

 Alltof oft veruleikinn:

  1. Sýndu að þú ert miklu betri en aðrir með því að eignast sem mest af peningum og eignum.
  2. Starfsfólk eru skóflur.
  3. Stattu við þá samninga sem henta, komist þú upp með það lagatæknilega.
  4. Taktu ákvarðanir og stattu við þær, sama hverjar þær eru. Æfðu þig í rökræðulist og framsetningu til að geta réttlætt hvað sem er.
  5. Stjórnandi ætti alltaf að spyrja sig: "Hver getur samið og flutt fyrir mig réttlætingu fyrir þessari framkvæmd í sjónvarpi eða á forsíðu dagblaðs?"
  6. Ef stjórnandi hefur slæma tilfinningu um ákvörðun, betra að drekka sig fullan og gleyma öllum efasemdum. Tíminn læknar öll sár hvort eð er. Er það'ikki?
  7. Fyrirtæki fara út í þá starfsemi sem gefur mestan arð yfir sem skemmstan tíma. Hverjum er ekki sama hvað er gert, svo framarlega sem maður græðir?
  8. Væri ríkasti maður í heimi, Jóakim aðalönd eða Ebenezer Scrooge, sáttur við ákvörðun sem verið er að taka? Gætirðu réttlætt fyrir þeim ákvörðunina með orðum sem þau skilja?
  9. Framleiddu og seldu það sem selst. Siðferði er bara fyrir aumingja.
  10. Tilgangurinn helgar meðalið.

 

Heimildir:

Lauslega þýddar kenningar úr ebeni, European Business Ethics Network Ireland 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband