Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2014

Ađeins um kennara

Sú skođun heyrist stundum ađ laun kennara ćttu ađ felast í ţví ađ geta látiđ gott af sér leiđa. Ađ baki ţessari skođun virđist sú trú ađ kennari sé einhvers konar píslarvottur, munkur, nunna eđa heilög vera sem lifir á loftinu og góđviljanum einum saman. Veruleikinn er hins vegar sá ađ kennarinn er manneskja af holdi og blóđi. Og ţessar manneskjur mynda heila stétt.
 
Ţeir kennarar sem ég ţekki (get ekki talađ um hina sem ég hef aldrei kynnst) völdu ađ fara í kennslu ţví ţeir vilja láta gott af sér leiđa fyrir nýjar kynslóđir og samfélagiđ, og ţeir njóta ţess ađ frćđa ađra á áhugaverđan hátt um ţekkingu sem erfitt getur veriđ ađ nálgast, - ţekkingu sem sjaldan birtist í sjónvarpi eđa á léttmiđlum netsins, auk ţess ađ stuđla ađ auknum ţroska og heilbrigđri samfélagsvitund nemenda. Eđlilega trúa kennarar á međan ţeir eru í námi ađ samfélagiđ muni sýna slíkum göfugum vilja virkan stuđning. 
 
Síđan kemur sjokkiđ, eftir ađ kennarar hafa fengiđ sinn fyrsta launaseđil, ađ ţeir sjá ađ ţeir fengu kannski hćrri laun í skúringarvinnu međ náminu, eđa í sjoppu, eđa á bensínstöđ. Ég veit af kennurum sem hćttu strax og ţeir gátu ţegar ţeir fengu ţćr upplýsingar ađ launin voru ekki vitlaust reiknuđ. Og ţetta voru manneskjur sem höfđu lagt á sig margra ára nám fyrir starfiđ. Ađ sjálfsögđu var ţeim vel tekiđ á almennum vinnumarkađi ţar sem launin eru auđveldlega tvöfölduđ fyrir hćfileikaríka einstaklinga.
 
Og svo sjá ţeir ađ fólk međ sambćrilegt nám fá líka mun hćrri laun. Ţar sem ađ kennarar eru lifandi fólk, sem ţarf ađ borga undir sig húsnćđi, fatnađ og mat, ţurfa ţeir ađ fá laun sem gefa ţeim tćkifćri til ađ lifa af. Ţess laun sem kennarar fá ţýđir ađ ţeir geta átt erfitt međ ađ ná endum saman. 
 
Ţó ađ ţeir vinna mikla yfirvinnu í undirbúningsvinnu, hanni námsefni án ađstođar, vinni samviskusamlega ađ ţví ađ skila af sér góđu verki, og fari yfir verkefni um kvöld og yfir helgar, fá ţeir ekki borgađ eina krónu aukalega fyrir alla ţessa aukavinnu. Ţađ er frekar sorglegt.
 
Ég vil votta íslensku kennarastéttinni djúpa virđingu mína og ég vil ţakka kennurum fyrir ađ huga ađ framtíđinni, nokkuđ sem alltof fáar starfstéttir gera í raun. Kennarar fá minn stuđning og ósk um ađ ţeir fái mannsćmandi laun, ţar sem ţeim er gert fćrt ađ einbeita sér ađ vinnu sinni og hugsjón frekar en ađ hafa fjárhagslegar áhyggjur sérhver mánađarmót.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband