Cocoa Puffs, ekkert og Brexit

7DB883F1-F558-4E15-A09D-719F0AE51A6B

Tók eftir fjarveru Cocoa Puffs í Bónus í gær og varð hugsað til hugtaksins einskis, en í fyrirbærafræði getur það merkt eitthvað sem við höfum vanist og hverfur síðan úr lífi okkar. Það er dæmi um eitthvað raunverulegt sem ekki er áþreifanlegt.

Nú hefst langt sorgarferli Cocoa Puffs kynslóðarinnar nema einhver hefji innflutning á bandaríska pöffsinu.

Ég var vanur að taka með nokkra Cocoa Puffs pakka í ferðatöskunni til Noregs, enda var hvergi hægt að finna vöruna í Evrópu nema á Íslandi. Reyndar var hægt að finna hana í USA verslunum á Bretlandi á um 10 pund pakkann.

Ég reikna með að þetta sé dæmi um höft frá Evrópusambandinu sem leiddi loks till Brexit. Bretar vildu ekki láta aðrar þjóðir taka svona ákvarðanir fyrir þá.

 


Bloggfærslur 2. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband