Hvort er skárra að vera vansæll vitringur eða ánægður fáviti?

art-3084157_1920

Heyrst hefur að fólk sé fífl. Eða fáviti.

Þetta segjum við stundum þegar við hneykslumst á hvernig fólk hagar sér, þegar það til dæmis kemur illa fram við annað fólk eða vanvirðir náttúruna með rusli. 

Þetta fólk virðist oft ekki kunna að skammast sín og virðist bara ánægt með sjálft sig, ef það kemst upp með hegðunina, ef hún brýtur ekki beinlínis lög, þá halda viðkomandi að þetta sé kannski allt í lagi, og jafnvel þó að hegðunin brjóti lög, þá finnur það ekki nauðsynlega auðmýkt þegar það hefur verið dæmt af dómstólum, og jafnvel ekki heldur eftir að hafa setið inni í einhver ár. Þetta fólk virðist lifa lífinu í sjálfskaparhelvíti.

En þetta fólk virðist oft vera sátt við lífið og tilveruna. Jafnvel ánægt. 

Á sama tíma eru til staðar vitringar sem gerir sitt besta við að lifa dyggðugu lífi, sýnir dugnað og ábyrgð, ljúga hvorki né svíkja, stelur ekki eða féfletta, viturt fólk sem reynir að byggja eitthvað sem skiptir máli fyrir samfélagið. 

Þessir vitringar geta verið þetta fólk sem missir stundum út úr sér að fólk sé fífl eða fávitar. Og þessir vitringar sjá og skilja hversu gott lífið gæti verið fyrir flesta ef allir vildu stefna á hið góða, lifðu dyggðugu lífi. Þegar þessir vitringar sjá og skilja hvernig heimurinn gæti orðið betri, og sjá að fullt af fólki stendur á sama, þá gæti vel verið að þeim líði svolítið illa út af þessu, verði jafnvel vansælir.

Hvort ætli sé betra, að vera fáviti sem telur sig vera snilling, og er nokkuð ánægður með lífið og tilveruna, eða vitringur sem er af einhverjum ástæðum vansæll og leiður? 

Getur verið að vitringar telji betra að vera vansæll vitringur, en fávitar telji betra að vera ánægður fáviti? Þetta verður nokkuð augljóst þegar þú bætir við smá pælingu um hvort betra sé að vera ánægður vitringur eða vansæll fáviti.

 

Mynd: Pixabay


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Geta ekki verið til ÁNÆGÐIR VITRINGAR?

Jón Þórhallsson, 8.4.2021 kl. 13:29

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég myndi halda að það geti verið til ánægðir vitringar.

Hrannar Baldursson, 8.4.2021 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband