Cocoa Puffs, ekkert og Brexit

7DB883F1-F558-4E15-A09D-719F0AE51A6B

Tók eftir fjarveru Cocoa Puffs í Bónus í gær og varð hugsað til hugtaksins einskis, en í fyrirbærafræði getur það merkt eitthvað sem við höfum vanist og hverfur síðan úr lífi okkar. Það er dæmi um eitthvað raunverulegt sem ekki er áþreifanlegt.

Nú hefst langt sorgarferli Cocoa Puffs kynslóðarinnar nema einhver hefji innflutning á bandaríska pöffsinu.

Ég var vanur að taka með nokkra Cocoa Puffs pakka í ferðatöskunni til Noregs, enda var hvergi hægt að finna vöruna í Evrópu nema á Íslandi. Reyndar var hægt að finna hana í USA verslunum á Bretlandi á um 10 pund pakkann.

Ég reikna með að þetta sé dæmi um höft frá Evrópusambandinu sem leiddi loks till Brexit. Bretar vildu ekki láta aðrar þjóðir taka svona ákvarðanir fyrir þá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég reikna með að þetta sé dæmi um höft frá Evrópusambandinu sem leiddi loks til Brexit."

Ef undirritaður væri ekki svona þunglyndur myndi ég hlæja að þessu. cool

Bretland var í Evrópusambandinu og hafði þar atkvæðisrétt.

Meirihluti Skota og Norður-Íra vill aðild Skotlands og Norður-Írlands að Evrópusambandinu.

Sjávarútvegur er stór atvinnugrein í Skotlandi, eins og hér á Íslandi, og fiskveiðilögsaga Skotlands yrði um tvisvar sinnum stærri en samanlögð fiskveiðilögsaga Englands, Wales og Norður-Írlands.

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað. cool

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Og með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu er landið de facto í Evrópusambandinu en án atkvæðisréttar í sambandinu. cool

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki einu sinni Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn. cool

Þorsteinn Briem, 21.7.2010:

"Heildarstuðningur við landbúnað hér á Íslandi hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum. cool

Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."

"Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er sala á Cheerios-morgunkorni hvergi bönnuð. cool

Sú tegund af Cheerios sem Íslendingar þekkja best (í gulum pakka) er hins vegar yfirleitt ekki í boði í verslunum í Evrópusambandsríkjunum.

Þess vegna hefur sú sögusögn gengið manna á milli að sala á Cheerios sé bönnuð innan sambandsins.

Af því hafa síðan sprottið getgátur um að Cheerios yrði ekki lengur til sölu hér á landi ef Ísland gengi í Evrópusambandið.

Hið rétta er að íslenskir innflutningsaðilar gætu áfram flutt inn og selt hér hefðbundið Cheerios í gulum pökkum frá Bandaríkjunum, þó svo að Ísland gengi í Evrópusambandið."

"Staðreyndin er sú að framleiðandi Cheerios í Bandaríkjunum, General Mills, á í samstarfi við evrópska matvælaframleiðandann Nestlé, sem framleiðir tvær tegundir af Cheerios og dreifir á evrópskum markaði."

Evrópusambandið og Cheerios - Evrópuvefurinn

Hin almenna matvælalöggjöf Evrópusambandsins hefur verið innleidd hér á Íslandi á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.


Því gilda sömu reglur hér og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu um hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla, sem og um opinbert eftirlit með matvælum. cool

Matvælalöggjöf Evrópusambandsins - Evrópuvefurinn

"Engir tollar eru lagðir á þær vörur sem fluttar eru á milli landa innan Evrópusambandsins.


"Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu allir tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjunum felldir niður og þaðan hefur komið meira en helmingur alls innflutnings hér á Íslandi. cool

Þannig eru lagðir 30% tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, 20% á sætabrauð og kex, 15% á fatnað og 7,5% á heimilistæki."

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla einnig niður allir tollar á íslenskum vörum sem seldar eru í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda landbúnaðarvörum eins og lambakjöti og skyri.

Einnig öllum íslenskum sjávarafurðum, þannig að fullvinnsla þeirra og landbúnaðarvara getur stóraukist hér á Íslandi og þannig skapað hér meira útflutningsverðmæti og fleiri störf. cool

Hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöruviðskiptum árið 2009, var 60%.

Árið 2009 komu 65% af innflutningi hér á Íslandi frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.

Í Evrópusambandsríkjunum búa um 448 milljónir manna og á evrusvæðinu um 342 milljónir, fleiri en í Bandaríkjunum. cool

26.3.2021 (síðastliðinn föstudag):

"Alls voru flutt úr landi 16.219 tonn af óunn­um þorski úr landi á ár­inu 2020, sem er veru­leg aukn­ing frá ár­inu á und­an þegar flutt voru út 9.212 tonn.

Aukn­ing­in nem­ur því 76% milli ára." cool

Um 76% meira flutt út af óunnum þorski héðan frá Íslandi í fyrra en árið 2019

Þorsteinn Briem, 2.4.2021 kl. 12:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

RÚV, 31.3.2021 (í fyrradag):

Morgunkornstegundirnar Cocoa Puffs og Lucky Charms verða fljótlega ekki lengur fáanlegar á íslenskum markaði.

Þetta kemur til vegna breytinga á uppskrift sem felur í sér viðbætt náttúrulegt litarefni, sem samræmist ekki þeirri löggjöf sem gildir á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

General Mills vinnur þó að því að þróa aðrar lausnir í framleiðslu á vörum fyrir þann markað. cool

Þorsteinn Briem, 2.4.2021 kl. 12:28

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju lætur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins þetta yfirokkur ganga?Er Biggi Ármanns svona máttugur? 

Halldór Jónsson, 3.4.2021 kl. 10:21

4 identicon

Bæði morgunkornin eru framleidd í General Mills verksmiðju í Belgíu. En verðin eru í samræmi við það að ekki sé notað korn sem inniheldur bönnuð eiturefni.

Vagn (IP-tala skráð) 3.4.2021 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband