Er fordómafullt líf einhvers virði?

bronze-610837_1920


Einhvern tíma hafði Sókrates á orði að líf sem ekki er rannsakað sé ekki þess virði að því sé lifað. Þetta hljómar frekar hart og kalt. 

Hvers eiga þeir að gjalda sem vilja bara slaka á, fljóta gegnum lífið með því að láta það gerast, vera bara hluti af því, taka samt þátt? Hver er Sókrates að halda því fram að slíkt líf sé einskis virði?

Er hann að halda því fram að líf gæludýra okkar séu ekki þess virði að þeim sé lifað? Eða líf búfénaðar? Bara vegna þess að þau rannsaka ekki lífið og tilveruna?

Eða meinar hann kannski að lífið væri ekki þess virði að lifa því, út frá hans eigin sjónarhorni, að það væri frekar innantómt ef hann gæti ekki stöðugt spurt spurninga og reynt að átta sig á eðli heimsins og allra þeirra viðmiða og hugtaka sem við lifum eftir?

Sókrates áttaði sig á að samtímamenn hans, þeir virtustu og þeir sem taldir voru vitrastir allra, voru ekkert sérstaklega vitrir að því leyti að þeir þóttust vita hluti sem þeir vissu ekkert um. Fólk lifði eftir hugmyndum sem það einhvern veginn hafði lært á ævinni og meðtekið, en ekkert endilega kafað djúpt í grundvallar merkingu þeirra. 

Þetta fólk vissi ekkert endilega hvort að hugmyndir þeirra voru byggðar á fordómum sem höfðu síast inn í vitund þeirra gegnum menningu,siðvenjur, orðatiltæki, skoðanir eða þáverandi reglur og lög samfélagsins, eða hvort þær voru reistar á traustum rökum, frekar en sannfærandi tilfinningu. 

Sókrates áttaði sig á þessu með því að spyrja fólk um grundvallar gildi þess, og oft kom í ljós að þetta fólk hefði ekki mótað hugmyndir sínar jafn vel og það taldi sig hafa gert og þannig gat Sókrates sýnt fólki þegar það var í mótsögn við eigin hugmyndir. Hann var ekki vinsæll fyrir að gera þetta, og samtímamenn áttuðu sig ekki á hvaða gildi það hafði að hann móðgaði mann og annan, en við sjáum þetta í dag, rúmum tuttugu öldum seinna, við áttum okkur á að við erum gallagripir og ekki allar okkar hugmyndir fullmótaðar frekar en hinnar forngrísku, og við vitum að það er aðeins ein leið til að vera ekki sífellt í mótsögn við sjálf okkur, og það er einmitt að vera sífellt rannsakandi. 

Ef við rannsökum ekki líf okkar og tilveru, hugmyndir okkar og samfélagsins, þá getum við auðveldlega fest okkur í hugarheimi fordóma og blekkinga. Að lifa lífinu þannig, sem fordómafullur einstaklingur, ætli það hafi eitthvað gildi í sjálfu sér?

 

Mynd: Pixabay


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er "GUÐ" með fordóma gagnvart samkynhneigð ef að hann mótmælir slíku líferni í HOLY BIBLE ?

Eða

Þurfum við kannski eihverjar lífstíls/umferðarreglur í lífinu; svipað og BOÐORÐIN 10? 

Jón Þórhallsson, 19.4.2021 kl. 11:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Menn með fordóma skrifuðu Biblíuna. cool

Þér kemur nákvæmlega ekkert við hvað aðrir karlmenn og kvenmenn gera í sinu löglega kynlífi og ég ætla rétt að vona að þú hangir ekki á svefnherbergisgluggum þeirra, Jón Þórhallsson. cool

Þorsteinn Briem, 19.4.2021 kl. 11:42

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þannig að það er þá enginn "GUÐ" til í þinum augum 

eða neitt sem að gæti verið okkur æðra?

Þú trúir bara á apaþróunina hans Darwins?

Jón Þórhallsson, 19.4.2021 kl. 12:05

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Allir menn hafa einhverja fordóma. Einhverjir menn skrifuðu Biblíuna. Þar af leiðir að menn með fordóma skrifuðu Biblíuna.

Hrannar Baldursson, 19.4.2021 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband