Hvernig bregstu við eigin reiði?

fist-1148029_1920 

Hver kannast ekki við það að hafa allt í einu fundið til mikillar reiði, svo mikillar að maður hvorki sér né heyrir neitt lengur, heldur hefur ríka tilhneigingu til að bregðast við?

Við stjórnum reiðinni misjafnlega vel. Sumir hafa stuttan kveikiþráð, aðrir lengri. Sumir átta sig á mikilvægi þess að láta hugsunina ráða ferðinni, aðrir leyfa tilfinningunum að taka völdin. 

Þeir sem leyfa reiðinni að taka völdin eru fljótir að bregðast við alls konar áreiti, jafnvel þó að stundum væri betra að gera ekki neitt. 

Það er margt sem getur vakið í okkur reiðina, en það er yfirleitt eitthvað sem stríðir gegn okkar lífsspeki, hvort sem hún er djúp eða grunn. 

Mikið af fólki fær útrás fyrir reiðinni með alls konar hætti, til dæmis gerist það þegar það fylgist með íþróttaleikjum, og þá er oft auðvelt að reiðast andstæðingum þess sem að maður heldur með eða dómaranum. Það losar um eitthvað að geta rifist út af einhverju sem gerðist.

Svona útrás er hægt að fá með því að lesa sögu, fara í leikhús, horfa á sjónvarpsþátt eða kvikmynd, því sögurnar búa til persónur sem við getum haldið með og séð sjálf okkur í, og svo þegar illmenni gerir eitthvað á þeirra hlut, þá bregst persónan misjafnlega við áreitinu, en það sem hún lendir í kallar á áhuga okkar og viðbrögð.

Þetta er allt góður undirbúningur fyrir augnablikin sem við finnum fyrir réttlátri reiði í lífinu sjálfu, þegar einhver gerir á okkar hlut, stelur eða lýgur, brýtur einhvern veginn gegn okkur. Þá verðum við kannski búin að fá einhverja þjálfun í hvernig best er að bregðast við, með því að skoða okkar eigin viðbrögð í leik eða sögu.

Þau sem velta þessum hlutum fyrir sér eru líklegri til að ráða við eigin reiði, en þau sem gera það ekki eru líkleg til að gera eða segja eitthvað sem þau sjá síðan eftir. Slík reiðiköst geta haft afdrifaríkar afleiðingar í samskiptum við annað fólk, þegar kemur að starfsfélögum, vinum og fjölskyldu. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að afsökunarbeiðni sé nóg þegar einhver hefur leikið af sér í reiðikasti. 

En þegar maður reiðist, þá gerist þetta óhjákvæmilega. Maður hættir að hlusta og fylgjast með. Það verða svo mikil læti innra með manni að ekkert annað kemst að. Gamalt heimilisráð er að telja hægt upp að tíu og ef það dugar ekki telja aftur á bak frá tíu til núll. Það virkar ekkert endilega alltaf, en öðru hverju ætti það að duga.

Ég velti svolítið fyrir mér hvort að skapið okkar sé eitthvað sem okkur er gefið frá fæðingu og verður aldrei stjórnað, eða hvort við getum lært inn á okkar eigin skap og lært að stjórna því. Það held ég að sé hægt að einhverju leyti, en kannski blossar skapið alltaf upp í okkur misjafnlega sterk og kannski er það í sjálfu sér óviðráðanlegt, og það eina sem við getum gert er að stjórna viðbrögðum okkar, þegar við höfum vit á því.

Mynd eftir wendy CORNIQUET frá Pixabay


Getum við valið gleði eða depurð?

Þú stendur fyrir framan aftökusveit með bundið fyrir augun. Hendur þínar eru reyrðar fyrir aftan bak og fæturnir bundnir við staur. Geturðu eitthvað gert í málunum? Maðurinn sem stjórnar aftökusveitinni byrjar að telja niður. Þú getur ekki losnað úr...

Ættu hinir skynsömu að skera upp herör gegn ósannindum?

Skynsemin er í sjálfu sér sára einföld. Hún snýst um að við söfnum að okkur áreiðanlegum upplýsingum og áttum okkar á sambandinu milli þeirra. Hins vegar getur reynst erfitt að átta sig á hvaða upplýsingar eru áreiðanlegar eða ekki. Einnig getur okkur...

Af hverju fyrirlítur sumt fólk frelsið?

Í bandarískum stjórnmálum er talað um íhaldið gegn frjálshyggju, á meðan íhaldið á Íslandi þykist að minnsta kosti aðhyllast frjálshyggju. Það gleymist stundum að frelsið er lykilhugtak hjá lýðræðisríkjum, að fólk sé frjálst til að kjósa og lifa lífinu...

Er "manneskjan" til eða bara hugarburður?

Allir sem lesa þennan texta eru manneskjur reikna ég með. Það kæmi mér virkilega á óvart ef einhver sem ekki er manneskja les þetta, og reikna ég þá með að það séu mörg hundruð ár síðan ég skrifaði þetta og þú lest þetta. En hvað þýðir það að vera...

Getum við valið um að lifa innihaldsríku eða tómu lífi?

Til að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur á hvort að innihaldsríkt eða tómt líf sé eitthvað sem kemur fyrir okkur eða hvort það sé eitthvað sem við veljum. Aðstæður okkar geta verið ólíkar, við getum verið á erfiðum stað í lífinu og...

Eru þeir sem ljúga og blekkja tómir heimskingjar?

Til eru fjórar leiðir til að taka þátt í samræðu. Leið 1: Þú getur virt reglur rökfræðinnar og stuðst við staðreyndir og vel rökstuddar hugmyndir. Þeir sem tilheyra þessum hópi bera virðingu fyrir sannleikanum og sjá hann sem einhvers konar leiðarljós,...

Vilt þú lifa sama lífi aftur?

Gefum okkur að þú liggir uppi í sófa og sért að glápa á Netflix. Það er enginn hjá þér og myndin er skemmtileg. Skyndilega fer allt rafmagn og þú situr í myrkrinu enda áttu hvorki kerti né LED kerti með rafhlöðum. Þú liggur bara uppi í sófa og hallar...

Geturðu ímyndað þér allt og ekkert án þess að bresta í hljóðan grát?

Hefurðu einhvern tíma velt af alvöru fyrir þér hugtökunum ‘allt’ og ‘ekkert’? Hefur það hvörflað að þér að þessi hugtök eru ekki jafn augljós og þau virðast við fyrstu sýn? Hugmyndirnar um algjörlega allt og algjörlega ekkert eru...

Hræðilegar skoðanir fylgja okkur eins og skugginn

Við höfum öll einhverjar skoðanir. Þær eru misjafnlega góðar, þær bestu eru byggðar á þekkingu, reynslu og skilningi, þær verri geta komið úr ólíkum áttum, og skortir yfirleitt yfirvegaða umhugsun. Stundum eru slæmar skoðanir vel rökstuddar og...

Sú sorglega staðreynd að við erum varla til

Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér hvað við erum smá, bæði þegar kemur að rúmi og tíma? Þegar við sjáum fyrir okkur Fjöldi manneskja á jörðinni er að nálgast átta milljarða. Það er varla að maður kunni að skrifa töluna: 8000000000. Og pældu í því að...

Aðeins um eyðingarhyggju

Eyðingarhyggja (nihilismi) er ein af mörgum mögulegum leiðum til að hugsa um heiminn, og að mínu mati afar vond leið, en manneskja sem lifir eftir þessu hugarfari efast um öll mannleg gildi og þekkingu. Slík manneskja virðir ekki sannleikann viðlits og...

Kapphlaupið um lífsgæðin

Manneskjur eru sífellt á fleygiferð hvar sem er í heiminum. Reyndar hvílast þær flestar á nóttinni, en yfir daginn skjótast þær fram og til baka á fleygiferð, alltaf að flýta sér að komast eitthvert annað, kannski vegna þess að þeim sýnist grasið alltaf...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband