Af hverju reiðast menn þegar útlendum áhrifum er sýnt umburðarlyndi og virðing?

Fitnathemovie

Þegar þetta er skrifað hafa 106 misgóðar athugasemdir verið gerðar við helgargreinum mínum Skal umbera þá sem misnota tjáningarfrelsið gegn múslimum? og Hvernig notum við tjáningarfrelsið sem áróðurstæki? Svör við athugasemdum greinarinnar: "Skal umbera þá sem misnota tjáningarfrelsið gegn múslimum?" en þar ræði ég um kvikmyndina Fitna og hvernig mér sýnist hún misnota tjáningarfrelsið með óábyrgum hætti. 

Það sem kemur mér helst á óvart er heiftin sem má finna í mörgum athugasemdum, sem virðist byggður á þeim ótta að verið sé að gera aðför að tjáningarfrelsinu.

Satanic_verses

Fyrir mér er tjáningarfrelsið heilagt. Ég vil verja það með kjafti og klóm. Hins vegar virðist fólk skilja hugtakið "tjáningarfrelsi" á ólíkan hátt.

Annars vegar er það fólk sem telur að tjáning skuli ekki bara vera frjáls, heldur ætti tjáningin helst að flæða út og skiptir þá engu máli hvað er sagt, enginn ber ábyrgð og ef einhver særist er það bara af aumingjaskap. Þetta eru ekki ólík þeim rökum þegar fullorðið fólk heldur því fram að einelti og ofbeldi meðal barna sé bara eðlilegur hlutur sem er allt í lagi að viðgangist, því að þetta herðir bara börnin.

Ég er ekki sáttur við þessa skilgreiningu á tjáningarfrelsi.

 

Í mínum huga er frelsi ekki það að geta gert hvað sem er án þess að þurfa að horfast í augu við afleiðingar gjörða þinna. Þú stekkur ekki fram af kletti og vonar að frelsisins vegna hrapirðu ekki í hafið. Þú keyrir ekki bíl á 200 km. hraða  um Kópavoginn af því að bíllinn þinn gefur þér frelsi til að komast svona hratt. Þegar við stökkvum fram af kletti eða keyrum alltof hratt þurfum við að horfast í augu við afleiðingarnar, sama hverjar þær eru.

Það sama á við um tjáningarfrelsi. Við getum sagt hvað sem okkur dettur í hug. Hins vegar getur sumt sem við tjáum verið líkt því að stökkva fram af kletti eða keyra á 200 km. hraða gegnum Kópavoginn. Við þurfum að bera ábyrgð.

Höfundar skopmynda í Danmörku og áróðursmyndarinnar Fitna misskilja tjáningarfrelsið, því að tjáningarfrelsið er nokkuð sem okkur ber að virða, í stað þess að misnota. Misnotkun á tjáningarfrelsi kallar fram raddir sem vilja stýra tjáningu, útiloka að fólk geti tjáð skoðanir sínar, ritstýra. Þetta vil ég ekki.

Það sem ég vil er að virðing sé borin fyrir frelsinu sem við höfum til að tjá okkur, til að hugsa, til að hafa samskipti, og að þetta frelsi verði ekki misnotað, því að þá verði því stefnt í hættu. 

Af hverju reiðist fólk slíkri skoðun?

Getur verið að fólk reiðist þessari skoðun af því að hún er vel rökstudd, og þar sem engar glufur á röksemdunum er að finna þurfi að skella sér út fyrir svæði rökfræðinnar þar sem ofbeldi í máli, eða rökvillur, hafa meiri áhrif en vel rökstutt mál?

Þegar sumir einstaklingar verða rökþrota virðist vera í tísku að ráðast gegn persónum frekar en málefninu sjálfu. Það rökþrot er kallað ad hominem, eða persónurökþrotið. Reyndar kemur mér ekkert á óvart að fólk beiti rökþrotum þegar því þrýtur rök og verður pirrað. En mér finnst nokkuð langt gengið þegar hugleysingjar sem skrifa í nafnleysi beita ad hominum á þá sem hafa hugrekki til að skrifa undir eigin nafni.


Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera fyrir fólkið í landinu?

Egill Helgason spurði þessarar spurningar nokkrum sinnum í Silfri Egils í dag og einu svörin sem hann fékk frá viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra voru: Við erum með nefndir í gangi sem eru við það að skila svörum. Við ætlum að gera fræðilega rannsókn...

Hvernig notum við tjáningarfrelsið sem áróðurstæki? Svör við athugasemdum greinarinnar: "Skal umbera þá sem misnota tjáningarfrelsið gegn múslimum?"

Í gær og í dag hef ég fengið mörg áhugaverð svör við grein sem ég skrifaði um kvikmyndina Fitna , sem er áróðursmynd gegn múslimum og með myndum af staðreyndum fullyrt að allir múslimar sér hryðjuverkamenn. Sumir einstaklingar virðast ekki átta sig á að...

Skal umbera þá sem misnota tjáningarfrelsið gegn múslimum?

Kvikmyndinni Fitna er lýst sem lifandi tímasprengju af höfundum hennar, en hún hefst með skopmynd af Múhameð spámanni með tímasprengju í stað heila, og í lok myndarinnar springur sprengjan. Þessari kvikmynd er ætlað að kveikja í múslimum, reita þá til...

Erum við virkilega hamingjusamasta þjóð í heimi?

Flest setjum við okkur það markmið að verða hamingjusöm í lífinu, og jafnvel eftir lífið. En til þess að nálgast markmiðið verðum við að miða á rétta skotmarkið. Er mögulegt að einhver okkar séu að miða á rangt skotmark? Það held ég. Sumir halda að þeir...

Viltu eignast 50 tommu fislétt "sjónvarpstæki" á kr. 41.669 ?

Þar sem ég vinn í hátæknifyrirtæki lendi ég oft í mjög skemmtilegum samræðum í matartímum við fólk sem fylgist afar náið með nýjustu tækni og vísindum. Ein slík samræða fjallaði um 50 tommu fislétt "sjónvarpstæki" sem hægt er að kaupa á amazon.com og...

Gætir þú hugsað þér að búa í gámi?

Fyrir nokkrum vikum ræddi ég við félaga minn um ástandið á íslenska húsnæðismarkaðnum. Hann er verkfræðingur og nýkominn heim úr meistaranámi. Við vorum að velta fyrir okkur yfir hádegismatnum hvernig ungt fólk færi að í dag, þegar það kemur heim úr námi...

Var stærsta bankarán aldarinnar framið á Íslandi rétt fyrir páska?

Eru einhverjir að taka mikla fjármuni út úr bönkunum og skipta þeim yfir í erlendan gjaldmiðil, alltof hratt? Ef svo er, þá gæti eins verið komið fyrir Íslandi og fyrir Argentínu árið 1999, þegar fjárfestar hættu að treysta argentínska hagkerfinu, tóku...

Hvaðan koma Pólverjar?

Mikið hefur verið rætt um Pólverja síðustu misserin, um það hversu margir hafa flutt til Íslands og hvernig fjöldi þeirra hefur tekið að sér lægst launuðu störfin á Íslandi. Á laugardaginn var birtist svo frétt um að pólsk mafía væri að störfum á Íslandi...

Hvað er ábyrgð? (30 tilvitnanir)

Þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði um daginn að hann hafi axlað ábyrgð í REI-málinu með því að leggja sig allan fram um að upplýsa um hvað hafði í raun gerst, hrópaði fullt af fólki upp fyrir sig og sagði að það væri ekki að axla ábyrgð. Eina leið...

Hvað er heiðarleiki? (53 tilvitnanir)

Þegar ég var pjakkur sagði móðir mín mér að segja alltaf satt, og faðir minn að vernda það sem er gott. Ég áleit sannleikann vera eitthvað gott og ákvað því að bæði vernda hann og segja alltaf satt. Þessi heiðarleiki kom mér oft í vandræði, því að ekki...

30 óljós svör við spurningunni: "Hvað er virðing?"

Undanfarna daga hef ég verið að velta fyrir mér virðingu og spáð í það hvort að við berum nógu mikla virðingu fyrir náunganum og náunginn fyrir okkur. Ég hef sérstaklega verið að hugsa um virðingu milli kynslóða, stétta og þjóða. Berum við jafn mikla...

My Name is Nobody (1973) ***1/2

Jack Beauregard (Henry Fonda) er mesta byssuskytta Villta Vestursins, hann er það snöggur að þegar hann skýtur þremur skotum hljómar eins og um eitt skot hafi verið að ræða. Hann er orðinn þreyttur á stanslausum byssubardögum, og vill hætta með því að...

Hvað er svona merkilegt við Harry Potter? (Bækur 1-7) ***1/2

Árið 2001 las ég fyrstu Harry Potter bókina áður en fyrsta kvikmyndin kom út. Mér þótti hún mjög góð og spennandi, og mun betri en kvikmyndin. Síðan hef ég lesið allar hinar bækurnar og kláraði þá síðustu í gær. Nú vil ég einfaldlega gera grein fyrir...

Er baráttan gegn einelti fyrirfram töpuð?

Við vitum að einelti er eitthvað slæmt. Þegar börn eru beitt einelti lenda þau í áhættuhóp yfir þá ólánsömu einstaklinga sem geta villst á þjóðvegum lífsins. Ég skilgreini einelti sem hvaða form ofbeldis sem átt getur sér stað og er síendurtekið beitt...

The Adventures of Robin Hood (1938) ***1/2

Bretakonungur, Ríkharður Ljónshjarta (Ian Hunter) hefur farið í krossferð með riddurum sínum. Þegar hann er handsamaður af óvinum gripur bróðir hans Jón prins (Claude Rains) tækifærið og ætlar að sölsa undir sig völd landsins. Hann fær gráðug aðalmenni...

12 Angry Men (1957) ****

12 Angry Men gerist að mestu í aflokuðu herbergi þar sem kviðdómur þarf að komast að niðurstöðu um morðmál. Það er heitt úti og flesta langar að komast snemma heim, og suma jafnvel á völlinn til að fylgjast með hafnarboltaleik. Unglingur frá Puerto Rico...

Stardust (2007) ****

Tristan Thorn (Charlie Cox) er yfir sig ástfanginn af Victoria (Sienna Miller), stúlku sem er ekki jafn merkileg og hún telur sig vera. Þegar þau sjá stjörnuhrap býðst Tristan til að sækja stjörnuna og færa henni að gjöf, en til þess þarf hann að fara...

Rush Hour 3 (2007) **1/2

Þó að Rush Hour 3 sé illa uppbyggð, með órökréttri atburðarrás, og persónum sem eru á engan hátt trúverðugar, fannst mér hún bara nokkuð skemmtileg. Það er hreint kraftaverk að hægt sé að gera sæmilega skemmtilega kvikmynd upp úr handriti sem er einskis...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband