Þegar þetta er skrifað hafa 106 misgóðar athugasemdir verið gerðar við helgargreinum mínum Skal umbera þá sem misnota tjáningarfrelsið gegn múslimum? og Hvernig notum við tjáningarfrelsið sem áróðurstæki? Svör við athugasemdum greinarinnar: "Skal umbera þá sem misnota tjáningarfrelsið gegn múslimum?" en þar ræði ég um kvikmyndina Fitna og hvernig mér sýnist hún misnota tjáningarfrelsið með óábyrgum hætti.
Það sem kemur mér helst á óvart er heiftin sem má finna í mörgum athugasemdum, sem virðist byggður á þeim ótta að verið sé að gera aðför að tjáningarfrelsinu.
Fyrir mér er tjáningarfrelsið heilagt. Ég vil verja það með kjafti og klóm. Hins vegar virðist fólk skilja hugtakið "tjáningarfrelsi" á ólíkan hátt.
Annars vegar er það fólk sem telur að tjáning skuli ekki bara vera frjáls, heldur ætti tjáningin helst að flæða út og skiptir þá engu máli hvað er sagt, enginn ber ábyrgð og ef einhver særist er það bara af aumingjaskap. Þetta eru ekki ólík þeim rökum þegar fullorðið fólk heldur því fram að einelti og ofbeldi meðal barna sé bara eðlilegur hlutur sem er allt í lagi að viðgangist, því að þetta herðir bara börnin.
Ég er ekki sáttur við þessa skilgreiningu á tjáningarfrelsi.
Í mínum huga er frelsi ekki það að geta gert hvað sem er án þess að þurfa að horfast í augu við afleiðingar gjörða þinna. Þú stekkur ekki fram af kletti og vonar að frelsisins vegna hrapirðu ekki í hafið. Þú keyrir ekki bíl á 200 km. hraða um Kópavoginn af því að bíllinn þinn gefur þér frelsi til að komast svona hratt. Þegar við stökkvum fram af kletti eða keyrum alltof hratt þurfum við að horfast í augu við afleiðingarnar, sama hverjar þær eru.
Það sama á við um tjáningarfrelsi. Við getum sagt hvað sem okkur dettur í hug. Hins vegar getur sumt sem við tjáum verið líkt því að stökkva fram af kletti eða keyra á 200 km. hraða gegnum Kópavoginn. Við þurfum að bera ábyrgð.
Höfundar skopmynda í Danmörku og áróðursmyndarinnar Fitna misskilja tjáningarfrelsið, því að tjáningarfrelsið er nokkuð sem okkur ber að virða, í stað þess að misnota. Misnotkun á tjáningarfrelsi kallar fram raddir sem vilja stýra tjáningu, útiloka að fólk geti tjáð skoðanir sínar, ritstýra. Þetta vil ég ekki.
Það sem ég vil er að virðing sé borin fyrir frelsinu sem við höfum til að tjá okkur, til að hugsa, til að hafa samskipti, og að þetta frelsi verði ekki misnotað, því að þá verði því stefnt í hættu.
Af hverju reiðist fólk slíkri skoðun?
Getur verið að fólk reiðist þessari skoðun af því að hún er vel rökstudd, og þar sem engar glufur á röksemdunum er að finna þurfi að skella sér út fyrir svæði rökfræðinnar þar sem ofbeldi í máli, eða rökvillur, hafa meiri áhrif en vel rökstutt mál?
Þegar sumir einstaklingar verða rökþrota virðist vera í tísku að ráðast gegn persónum frekar en málefninu sjálfu. Það rökþrot er kallað ad hominem, eða persónurökþrotið. Reyndar kemur mér ekkert á óvart að fólk beiti rökþrotum þegar því þrýtur rök og verður pirrað. En mér finnst nokkuð langt gengið þegar hugleysingjar sem skrifa í nafnleysi beita ad hominum á þá sem hafa hugrekki til að skrifa undir eigin nafni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera fyrir fólkið í landinu?
30.3.2008 | 19:36
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvernig notum við tjáningarfrelsið sem áróðurstæki? Svör við athugasemdum greinarinnar: "Skal umbera þá sem misnota tjáningarfrelsið gegn múslimum?"
30.3.2008 | 11:14
Skal umbera þá sem misnota tjáningarfrelsið gegn múslimum?
29.3.2008 | 18:48
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (85)
Erum við virkilega hamingjusamasta þjóð í heimi?
29.3.2008 | 09:30
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Viltu eignast 50 tommu fislétt "sjónvarpstæki" á kr. 41.669 ?
28.3.2008 | 00:59
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Gætir þú hugsað þér að búa í gámi?
26.3.2008 | 19:48
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Var stærsta bankarán aldarinnar framið á Íslandi rétt fyrir páska?
25.3.2008 | 22:14
Bloggar | Breytt 26.3.2008 kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hvaðan koma Pólverjar?
24.3.2008 | 11:42
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Hvað er ábyrgð? (30 tilvitnanir)
23.3.2008 | 13:24
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað er heiðarleiki? (53 tilvitnanir)
21.3.2008 | 19:50
30 óljós svör við spurningunni: "Hvað er virðing?"
20.3.2008 | 22:23
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
My Name is Nobody (1973) ***1/2
19.3.2008 | 23:08
Hvað er svona merkilegt við Harry Potter? (Bækur 1-7) ***1/2
16.3.2008 | 21:18
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Er baráttan gegn einelti fyrirfram töpuð?
15.3.2008 | 13:22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
The Adventures of Robin Hood (1938) ***1/2
14.3.2008 | 19:10
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12 Angry Men (1957) ****
12.3.2008 | 19:48
Stardust (2007) ****
10.3.2008 | 22:06
Rush Hour 3 (2007) **1/2
9.3.2008 | 13:19