Viltu eignast 50 tommu fislétt "sjónvarpstæki" á kr. 41.669 ?

Þar sem ég vinn í hátæknifyrirtæki lendi ég oft í mjög skemmtilegum samræðum í matartímum við fólk sem fylgist afar náið með nýjustu tækni og vísindum. Ein slík samræða fjallaði um 50 tommu fislétt "sjónvarpstæki" sem hægt er að kaupa á amazon.com og iwantoneofthose.com.

Reyndar er þetta ekki hefðbundið sjónvarpstæki, heldur gleraugu sem maður setur á nefið á sér, getur tengt í Ipod eða DVD spilara og notað til að horfa á bíómyndir. Það að horfa í þessi gleraugu gefur sömu tilfinningu og að sitja inni í stofu og horfa á 50 tommu sjónvarpstæki. 

Þetta finnst mér að sjálfsögðu vera hin mesta snilld, og kíkti á hvað tækið kostaði. Það er á $244.95 og eftir innflutning með ShopUSA kostar græjan í heildina kr. 41.669,- sem mér finnst ágætis verð fyrir sjónvarpstæki sem maður getur horft á hvar sem er og hvenær sem er.

Þessar græjur heita ezVision Video iWear og langar mig ekki lítið til að prufa þessar græjur. Þó hafa gagnrýnendur svipaðra tækja minnst á að eftir um klukkustundar notkun fer þeim að finnast þetta frekar þungt - og sumir hafa kvartað undan ógleði. Sumir kvarta ekki undan neinu og finnst þetta frábært. 

En hvað um það, spennandi tæknigræja sem verður líklega innan skamms vinsæl. Ég held að þetta eigi eftir að slá í gegn.

ipod-video-goggles

 

Ég vil taka það fram að ég er ekki að auglýsa neitt af þessum fyrirtækjum sem ég minnist á né hagnast á því þegar smellt er á tenglana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: molta

Narðarlegt - held mig við 14" túbusjónvarpið í kreppunni

molta, 28.3.2008 kl. 09:03

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Einhvern veginn hljómar þetta ekkert sérlega spennandi í mínum eyrum. Ég mynd ekki vilja vera með skjáinn alveg upp við augun og hangandi á andlitinu.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.3.2008 kl. 10:04

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þetta er tæki sem ég er búinn að vera að bíða eftir að komi á markaðinn. Ef við hugsum framtíð þess aðeins lengra og hvernig það á eftir að þróast þá er hægt að sjá fyrir sér þráðlaust, léttara og í útliti eins og venjuleg gleraugu (í versta falli sólgleraugu). Þá er hægt að horfa á þetta hvar sem, hvenær sem er og fólk veit ekkert hvort þú ert sofandi eða að horfa á sjónvarpið. Þá verður örugglega hægt að taka upp á ipodinn með því einu að hafa gleraugun uppi ef vill.

Ef við hugsum þetta enn lengra gæti fartölvan litið út eins og lítill ipod, og gleraugun verið skjárinn. Þá þarf ekki lengur að burðast með fartölvu í tösku, þú ert bara með hana í vasanum og setur svo upp venjuleg gleraugu þegar þú þarft að vinna í tölvunni, hvar sem er og hvenær sem er.

En þetta er auðvitað bara pæling en hver veit...

Steinn Hafliðason, 28.3.2008 kl. 10:48

4 Smámynd: molta

hef lesið um tatoo sem virkaði sem skjár á handleggi, viljiði ekki bara láta setja kubb í ykkur og verða sæborgarar?  We are the Borg!

molta, 28.3.2008 kl. 11:16

5 identicon

Sniðugt að mörgu leyti en maður er nú oft að horfa á sjónvarpið og gera eitthvað annað með. Til dæmis tala saman, borða, jafnvel fletta blöðum eða tímaritum. Það þarf þá að leysa þann vanda að geta gert meira og séð aðeins í kringum sig án þess að þurfa að taka gleraugun alltaf niður og missa af því sem er að gerast á "skjánum".

anna (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:47

6 identicon

Tannlæknar á Íslandi hafa nota samskonar gleraugu í mörg ár hér á landi sem eru tengd DVD

Sigurður (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 16:43

7 Smámynd: Anna

Er þetta ekki gráupplagt að nota í  upphitunargræjunum í ræktinni.   Spurning um jafnvægið en það er örugglega hægt venjast þessu.

Anna, 28.3.2008 kl. 17:17

8 Smámynd: Ómar Ingi

Hvar vinnur kallinn ( ef ég má spurja ? )

Ómar Ingi, 28.3.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband