Skal umbera þá sem misnota tjáningarfrelsið gegn múslimum?

Kvikmyndinni Fitna er lýst sem lifandi tímasprengju af höfundum hennar, en hún hefst með skopmynd af Múhameð spámanni með tímasprengju í stað heila, og í lok myndarinnar springur sprengjan. Þessari kvikmynd er ætlað að kveikja í múslimum, reita þá til reiða, og hvetja öfgamenn til lífshótana, sambærilega afleiðingar og fylgdu birtingu dönsku skopmyndanna og kvikmynda Theo Van Gogh, en Van Gogh var eins og þekkt er myrtur af öfgafullum múslima eftir að hafa fengið töluvert af hótunum.

Fitna er áróðursmynd beint gegn múslimum. Ef lesið er í tungumál kvikmyndarinnar og það þýtt yfir í rökræna hugsun eru skilaboðin augljós, gert er að jöfnu að múslímar og hryðjuverkamenn séu sama fyrirbærið. Sem er alls ekki satt. Síðan þykjast höfundar vera saklaus fórnarlömb ritskoðunar og hótana, á meðan hið sanna er að þeir kölluðu þetta yfir sig.

Við vitum að til eru hryðjuverkamenn sem ekki eru múslímar, eins og til dæmis þjóðernissinnuðu Bandaríkjamennirnir sem sprengdu opinbera byggingu í Oklahoma árið 1995, og það þarf ekki nema einn múslima til sem ekki er hryðjuverkamaður til að sýna fram á að ekki allir múslímar séu hryðjuverkamenn, - en fordómar ala hins vegar á vanþekkingu og í þessu tilfelli þeirri vanþekkingu sem fylgir að þekkja ekki neinn múslima og þar af leiðandi geta ekki afsannað að allir múslimar séu hryðjaverkamenn.

Í kvikmyndinni er lesið upp úr kóraninum nokkra vafasama kafla, en sambærilega kafla má sjálfsagt finna í hvaða trúarriti sem er, sem ætti náttúrulega aldrei að taka bókstaflega og lifa eftir vilji maður sæmilega friðsamlegt líf. Eftir kaflana er sýnt frá hryðjuverkunum 11. september 2001 þegar tvær farþegaflugvélarnar klesstu á tvíburaturnana, sprengja á lestarstöð í Madrid, aftaka einstaklings, myndir og hljóðupptaka af hollenska kvikmyndaleikstjóranum Theo Van Gogh, sem skotinn var af öfgafullum múslima.

Málið er að þegar ráðist er að heilum trúarbrögðum, heilli lífsskoðun og lífssýn, þá má búast við mótmælum. Opinber mótmæli eru sjálfsögð í þessu tilfelli að mínu mati, rétt eins og ef myndin hefði bendlað Íslendinga, Breiðholtsbúa eða Kristna við hryðjuverkastarfsemi. Slíkum áróðri og lygum er sjálfsagt að mótmæla, enda er slíkur áróður misbeiting á frelsi.

En þar sem til er fjöldi öfgafullra einstaklinga og hópa innan sérhverra trúarbragða, og þeir virðast sérstaklega áberandi þessa dagana þegar um múslima er að ræða, er tilhneigingin að dæma alla múslima fyrir þessa einstaklinga, sem aðeins er brot af heildinni. Að segja alla múslima vera hryðjuverkamenn er eins og að segja öll spendýr vera kríur. Þetta er rangt að tvennu leyti, annars vegar eru kríur ekki spendýr og hins vegar stenst ekki að setja smærri flokk (kríur) yfir stærri flokk (spendýr).

Samkvæmt kvikmyndagerðarmönnunum hefur þessi kvikmynd verið fjarlægð af netinu vegna hótana um manndráp frá öfgafullum múslimum. En þetta eru reyndar þau viðbrögð sem að þeir gátu búist við miðað við efni myndarinnar og viðbrögð öfgafullra múslima gegn áróðri sem gerir lítið úr trú þeirra.

Reyndar held ég að þessi kvikmynd hefði aldrei fengið neina athygli hefði henni ekki verið mótmælt af leiðtogum Arabaríkja og múslima, enda með afbrigðum léleg og illa gerð. Það er ljóst að þessi kvikmynd er ærumeiðandi gagnvart múslimum, og ég játa að ég er efnislega sammála þeirri ósk múslima að gera ráðstafanir gagnvart áróðri sem þessum, en er samt ekki viss um að lögbann eða ofbeldi sé rétta leiðin.

Það er einnig ljóst að kvikmyndin brýtur gegn mannréttindarsáttmála sameinuðu þjóðanna sem stefna að því að verja mannvirðingu einstaklinga og hópa óháð trúarbrögðum. Ef við viljum styðja við mannréttindi, erum við í raun skuldbundin til að styðja kröfu múslima, að minnsta kosti efnislega.

En hver ætli rétta leiðin sé?

Það er hægt að finna þessa kvikmynd á YouTube, en ég hef ekki geð í mér að setja á hana tengil, einfaldlega vegna þess að hún hefur ekkert listrænt gildi, segir ekki satt og hefur tilgang sem er engan veginn réttlætanlegur.

Höfum við frelsi til að segja hvað sem er?

Já. Svo framarlega sem það sem við segjum brýtur ekki gegn öðrum.

 

Þurfum við að vera ábyrgð fyrir því sem við gerum og segjum ef við erum frjáls?

Já. Annars værum við ekki frjáls.

 

Sýnir það ábyrgð að útbreiða lygar um heil trúarbrögð?

Nei. Það er misnotkun á frelsi.

 

Á að grípa til ráðstafana gegn þeim sem misntota frelsið?

Já, en ég veit ekki hvað þarf að gera.

 

Veist þú það? 


mbl.is Arabaleiðtogar mótmæla „Fitna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Hver var að ljúga ?

Það var nú ekkert lítið haft fyrir því að kúga kristni uppá okkur hér á landi á sínum tíma eins og krossferðir anarstaðar í heiminum.

Trúarbrögð = Ofbeldi og Kúgun segja sumir , ég er alltaf að hallast meira að því að við ættum að vera Ásatrúarfólk

Ómar Ingi, 29.3.2008 kl. 19:13

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rétt þetta með kúgun kristninnar. Ég er á þeirri skoðun að virðing skuli borin fyrir sjálfsvirðingu allra einstaklinga, hvort sem að þeir séu trúaðir eða ekki og sama hvaða trúarbrögðum þeir fylgja. Ég er einnig á þeirri skoðun að það sé sjálsagður réttur að mótmæla þegar um áróður fyrir fordóma er að ræða. Ég er hins vegar alls ekki hrifinn af ritskoðun sem slíkri eða ofbeldisverkum gegn þeim sem brjóta af sér, sama hvað þeir hafa gert af sér. Valdbeiting getur hins vegar verið nauðsynleg, en ekki einfaldlega vegna tjáningar á illa grunduðum skoðunum.

Hrannar Baldursson, 29.3.2008 kl. 19:41

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, margt umhugsunarvert í þessum pistli.

Í mínum huga (á þessum tímapunkti) er varla hægt annað en að líta á umrædda klippu sem áróður ætlaðan til að æsa upp og vekja hatur á muslimum og/eða islam í heild... og það merkilega er, að það virðist vera að virka !  Það er ótrúlegt sem  fólk lætur útúr sér í kommentum víða á netinu (og þá er eg ekkert sérstaklega að meina hér á mbl bloggum)  Ekkert óalgengt að maður sjái:  "nuke them" "hefjum krossferð"  "útrýmum þeim" o.s.frv. o.s.frv.  Óhugnarlegt.  

Þetta er alveg komið í þvílíkt rugl.

Á sama tíma eru V-lönd undir forystu US að herja á heilu múslimalöndin með tilheyrandi ógnum og skelfingu fyrir innbyggjara. Og hafa gert í hátt uppí áratug núna liinnulítið.   Það er víst góðverk.

Svo er núna mikið gert úr því að liveleak hafi fjarlægt myndina.  En myndin er útum allt.   

En samt ljóst að Wilders hlýtur að lenda í vandræðum með lögsóknir.  Bæði með Westergaard og einnig með rapparann hollenska sem hann birti mynd af í klippunni og sagði vera morðingja van Gogh.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Á að hengja boðbera válegra tíðinda?

Hvað finnst þér?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.3.2008 kl. 21:20

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Sýnir það ábyrgð að útbreiða lygar um heil trúarbrögð?

Nei. Það er misnotkun á frelsi.

Rangt og það þarf ekkert að í þessum málum nema fjarlægjar hömlur af tjáningarfrelsi og hafa þær svipaðar og eru í Bna  

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.3.2008 kl. 22:49

6 Smámynd: Beturvitringur

Gott að sjá ritað frá víðvinkli. 

Í umfjöllun vantar venjulega "öfgafullir", "ofbeldishneigðir", (bókstafstrúar?) þegar rætt er eða ritað um múslíma. Það er afskaplega fátt sameiginlegt með þessum hópum, með og án þessara lýsingarorða.

Treð því hér inn - að í stað þess að taka svínakjöt og önnur matvæli sem ekki neytt af trúarástæðum - úr mötuneyti t.d. Austurbæjarskóla, hefði e.t.v.átt að  bæta við  daglegt úrval.

Væri nokkuð slæmt að leyfa "öllum trúar og/eða vantrúarhópum" að hafa sitt tákn/skjaldarmerki/píslarvott/ á skólagangaveggjum, í stað þess að banna það sem fyrir kann að hafa verið (t.d. krossinn)?

Beturvitringur, 29.3.2008 kl. 22:52

7 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Það er ekki nema eðlilegt að gera greinarmun á íslamistum annars vegar og hinum stóra fjölda sem iðkar trú án bókstafsheiftar.

Rétt eins og þeirra kristnu en láta börnin sín deyja eða hatast út í samkynhneigða.

Þessi stuttmynd á sama rétt á sér og meistaraverk Richard Dawkins "Root of all Evil?" sem og  ágæta pæling Brian Flemming um the God that wasn't there, bara hina sjokkerandi "Deliver us from Evil" sem Amy Berg gerði. Ég kannast hins vegar ekki við að kaþóikkar, aðrir kristnir eða samkynhneigðir hafi hótað því að strádrepa þá sem stóðu að þessum kvikmyndum.

Á að taka eitthvað sérstakt auka-tillit til þeirra sem lesa einhvern kóran?

Víðir Ragnarsson, 30.3.2008 kl. 00:02

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sammála síðasta ræðumanni.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.3.2008 kl. 01:40

9 identicon

Sæll,

eitt sem stakk mig dálítið við fréttina var þessi spurning sem þú varpaðir fram og svaraðir svo:

"Höfum við frelsi til að segja hvað sem er? - Já svo framarlega sem það sem við segjum brýtur ekki gegn öðrum. "

Hvenær brýtur eitthvað gegn rétti okkar? Ef ég tel einhvern hafa á röngu að standa, má ég þá ekki gagnrýna hann t.d.? Væri það brot gagnvart öðrum? Eða á þetta einungis við um málefni eins og kynhneigð og trúarbrögð? Má ekki tala um eða gagnrýna þau?

Ég hef reyndar ekki séð téða mynd, en samkvæmt því sem ég hef lesið hér og annarsstaðar er um virkilega óvandaða mynd að ræða sem fer mjög frjálslega með staðreyndir og í versta falli fer með rangt mál. Slíkt á auðvitað ekki að líða og þeir sem verða fyrir slíku eiga að leita réttar síns. Það má reyndar deila um hver eigi að gera það í tilfellum sem þessum, en látum það liggja milli hluta.

En væriru jafn mikið á móti kvikmynd sem tæki islam fyrir sem trúarbrögð og gagnrýndi á röklegan hátt (svipað og myndirnar sem voru taldar upp í svari Víðis), jafnvel þótt það myndi skapa andúð múslima og jafnvel hótanir og annað slíkt? Ættum við þá að standa upp og verja málfrelsið, eða tala um að ekki ætti að brjóta mannréttindasáttmálann sem segir að verja eigi virðingu hópa?

Bara smá pælingar út frá hugmyndunum um hvort maður geti einhverntíman borið virðingu fyrir skoðunum einhvers sem maður er ekki sammála :) 

Þorsteinn Ásgrímsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 03:25

10 Smámynd: Einar Þór Strand

Hvers vegna má ekki gangrýna Muhamed Kóraninn og Islam á sama hátt og við leyfum gagnrýni á kristni, guð, Jesú og Biblíuna?

Það er rétt líka að minna á að jafnvel talsmaður muslima á hér á landi hefur alltaf komið sér undan að fordæma hryðjuverk þegar hann hefur verið verið beðinn um það. Hann hefur sagt hryðjuverk eru slæm en svo hefur komið en!!!!!!! og síðan einhverskonar tilraun til réttlætingar. 

Einar Þór Strand, 30.3.2008 kl. 09:33

11 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góður pistill og vel rökstuddur.

Engin trúarbrögð eru undanskilin gagnrýni, svo einfalt er það. En ég tek undir með greinahöfundi að rangt sé að alhæfa að hryðjuverk og önnur ódæði sé hægt að skrifa á hina almennu islmastrúarmenn. Í öllum trúfélögum má finna öfgamen sem fara hamförum og hafa sýn sem aðrir trúbræður deila ekki. Sennilega liggur ekki fyrir hversu stórt hlutfall af þeim 2 milljöðrum  múslima aðhyllast stefnu hryðjuverkamanna en enginn vafi leikur á því að um minnihlutahóp sé að ræða.

Það að alhæfa í þessum efnum er því ekki rétt og finnst mér samlíking höfundar um kríur og spendýr segja allt sem segja þarf.  

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.3.2008 kl. 11:06

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eftir þetta tíst í Óskari, sem er grænn páfagaukur sem greinilega hefur tínst, er kannski vert að hann, Hrannar B. og aðrir góðir Íslendingar á sömu skoðun, svari þessari spurningu?

Skal umbera þá (m.a. múslima) sem misnota tjáningarfrelsið gegn gyðingum?

Það er nú einu sinni svo að múslímar um allan heim eiga sér erkifjandmann sem þeir sameinast gegn í hatrinu sem er lögmætt með Kóraninum, mjög oft á sama hátt og nasistar og sovétkommar. Hér eru dæmi og hér. Afsakið að ég nota tjáningafrelsi mitt til að sýna þennan ósóma, en það er ekki ég sem bjó hann til.

Hvenær kom færsla frá Hrannari Baldurssyni hinum hreinhuga, þegar múslímar voru að misbjóða tjáningarfrelsinu í þeim tveimur dæmum sem ég gef?

"Fitna" er bara samantekt á því ruddalegasta sem íslamistar hafa misboðið siðferðiskennd annarra með á síðari árum. Hvernig getur það verið hættulegt fyrir venjulega múslíma sem elska frið, lýðræði, kvenfrelsi, málfrelsi, prentfrelsi og þolinmæði, að sjá allt það sem misbýður þeim verðmætum?

Eins og sumir múslímar hafa þegar bent á, gæti verið að þessi syrpa hans Wilders sé eftir að gera múslímum gagn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.3.2008 kl. 11:17

13 Smámynd: Ómar Ingi

Auðvitað ekki eðlileg gagnrýni SALB en helv fyndið samt

Já við eigum auðvitað að reyna að hætta henda grjóti þegar við búum í Gluggar og Gler verksmiðju

Ómar Ingi, 30.3.2008 kl. 12:17

14 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Mynd Wilders er auðvirðilegur hatursáróður sem þó gengur furðuvel í marga, skammsýnin ríður sjaldan við einteyming frekar enn fyrri daginn og undarlega margir ginkeyptir fyrir óttaprangi.

Georg P Sveinbjörnsson, 30.3.2008 kl. 14:00

15 Smámynd: AK-72

Mér finnst alltaf hreint út sagt ótrúlegt þegar fólk byrjar að verja hatursáróður á grundvelli málfrelsis og talar um að það sé sannleikur. Hatursáróður Wilders er alveg sambærilegur á við það sem öfgaklerkarnir boða, hann er að kynda undir hatur, fordóma og ofbeldi og ef einhver deyr út af þessu, mun hann og stuðningsmenn hans,gleðjast því það mun nýtast í haturstríðinu. Og svo spyr maður, heldur virkilega fólk að það dragi úr áhrifum öfgaklerkanna með því að ráðast að þeim sem hófsamari eru og hrækja á þá og þeirra trúarbrögð? Tekur fólk undir það virkilega að allir múslimar séu alveg eins og öfgamennirnir? 

 Þegar þetta er ritað er verið að endursýna Jesus camp í sjónvarpinu þar sem sýnt er frá heilaþvotti öfgakristinna á börnum sem eiga verða stríðsmenn Guðs og þau látinn tilbiðja Bush sem Messías í baráttunni fyrir kristni. Er það ekki eitthvað sem á að varast einnig?

AK-72, 30.3.2008 kl. 14:33

16 identicon

Hvar er lygi í þessari mynd Hrannar?

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 14:42

17 Smámynd: Hrannar Baldursson


Áhugaverðar umræður sem hafa skapast. Til að svara Erni, þá felast ósannindin einmitt í því að setja samasemmerki á milli trúarbragða múslima og hryðjuverka. Það getur verið erfitt að sjá þetta sem ósannindi þar sem einungis er stokkið á milli staðreynda og ýjað að tengslunum. Vissulega hlýtur fullyrðing mín að um ábyrgðarlausan áróður sé að ræða að vera mín eigin túlkun á kvikmyndinni, sem ég rökstuddi í greininni sjálfri.

Sem dæmi um sams konar ósannyndi gerðu nasistar kvikmynd þar sem sýndar voru rottur á ferð um holræsi annars vegar, og í næsta myndbroti mynd af fjölda gyðinga. Síðan var aftur vikið að rottunum, og síðan aftur að gyðingunum.

Áróður er vandmeðfarinn, og ljóst er að þó að setning sé ekki sögð í orðum, er hægt að segja sömu setningu með myndum - og erfiðara að hrekja hana fyrir vikið, því að vandi við að túlka skilaboðin kemur fljótt upp á yfirborðið.  

Hrannar Baldursson, 30.3.2008 kl. 15:01

18 Smámynd: AK-72

jæja selb, ein af þeim lélegri og aumkunarverðu trixum sem menn beita, er þegar hlutir eru lteknir úr samhengi til að klekkja á viðmælendum sínum í rökræðum. Þú tekur þarna upphaf á bloggi hjá mér og sleppir því sem kemur næst:

" Ef allt væri í samræmi við fullyrðingagleði fólks í dag þegar kemur að útlendingum, væri maður búinn að sja´yfir 100 svona blogg í dag með þessum frösum, yfirlýsingar frá hneyksluðum og holier than thou formönnum ungliðahreyfinga og stríðsfyrirsagnir á fordómafulla Fréttablaðinu og visir.is. En nei, rétt svo aðeins hefur heyrst af því þegar 15-20 manna hópur Íslendinga réðst á Pólverja í gær vegna þjóðernis þeirra og því að pólskur kalrmaður er í haldi, grunaður um að hafa ollið hörmulegum dauðdaga ungs drengs með gáleysislegum akstri. Með þessum ógeðfellda verknaði hefur þessu liði tekist að saurga minningu saklaus drengs sem hefur örugglega aldrei viljað neinum illt. Ég stórlega efast þar að auki að ættingjar drengsins séu heldur eitthvað ánægðir með þetta framtak hópsins."

Bloggið allt: 

http://ak72.blog.is/blog/ak72/entry/383817/ 

Svo við snúum okkur að Wilders og hatursáróðri, þá er þetta hreinræktaður hatursáróður og tekinn beint upp úr bókinni um að demonisera einhvern, þ.e. skapa óvin. Tengingar Wilders þar sem hann tengir óhæfuverk öfgamanna við allar þær milljónir múslima sem búa í Evrópu og yfir þann milljarð sem býr í heiminum, má meðal annars finna í svipuðum áróðri hjá nasistum þar sem Talmúdinn var tengdur við óhæfuverk og alheimssamsæri, Serbar nýttu sér samstarf Króata við nasista í WW2 til vott um illsku allra Króata og spiluðu á þjóðerniskenndina og einnig má benda á að Hútúar notfærðu sér einmitt illvirki fárra Tútsa til að kynda undir þjóðarmorð. 

Hver heilvita maður á svo að geta séð að þegar stjórnmálamaður sem hefur verið mjög fordómafullur og öfgagfullur í garð múslima, gerir mynd, þá er það ekkert annað en áróðursmynd sem er gerð til að þjóna pólitískum hagsmunum hans. 

AK-72, 30.3.2008 kl. 15:19

19 Smámynd: AK-72

Hérna er annars góð grein um hatursáróður sem ég mæli með. Þarna er farið yfir þessi trix sem áróðursmenn á borð við Wilders og öfgaklerakna nýta sér, þ.e. hin svokallaða sköpun óvinar-tæknin.

AK-72, 30.3.2008 kl. 15:21

20 identicon

Hrannar. Þetta sem þú nefnir er ekki lygar.

Staðreyndin er nefnilega sú að þó að aðrir hópar hafi og muni fremja hryðjuverk en múslimar, þá eru samt allavega 90% af hryðjuverkum framin af þeim.

Það þýðir ekkert að kalla það hatursáróður. Biblían hvetur líka til ofbeldis en við sem siðmenntaður heimshluti gerum okkur grein fyrir að svoleiðis gengur ekki.

Þeir sem eru bókstafstrúar á biblíuna eru bara trúðar hjá okkur, Gunnar í krossinum Snorri í Betel ofl. En þó þeir nytu meira fylgis þá eru þeir ekki að hvetja til sjálfsmorðsárása á aðra trúarhópa til dæmis.

Það gera múslimaklerkar í stórum stíl.

Allt sem er sýnt í þessari mynd eru ófalsaðar upptökur og það getur vel verið að framsetningin fari fyrir brjóstið á einhverjum en staðreyndirnar tala.

Verðum bara að skilja að sumt blandast ekki saman. Það á við trúaða múslima og vestræna menningu sem engir  fyrirlíta meira en múslimar.

Hef ekki ennþá séð hryðjuverk í nafni kristni, búdda eða ása.

Af hinu er ég búinn að fá nóg.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 15:29

21 Smámynd: AK-72

Æi, í guðanna bænum vertu ekki með svona barnalegheit. Ef þú lest bloggið þá er ég að skjóta á alla þá sem rjuka til á netið um leið og frétt heyrist og keppast við í kór að fordæma og stimpla alla út frá gjörðum fárra, nokkuð sem virðist eiga vel við ýmsa hér á moggablogginu.

Vinsamlegast vertu svo ekki að reyna að ljúga upp á mig skoðunum.

AK-72, 30.3.2008 kl. 15:30

22 Smámynd: AK-72

Þetta var annars beint til salb

AK-72, 30.3.2008 kl. 15:31

23 Smámynd: AK-72

Nei, ég ber ekki á móti því en eins og ég sagði þá er þetta slitið úr samhengi og ekkert annað en léleg viðræðutækni. Ef þetta er það eina sem þú hefur fram að færa til rökræðna um þessi mál, að grafa upp blogg sem ég set m.a.s. linkinn inn á fyrir fólk til að sannreyna, þá er þetta mitt síðasta svar til yðar.

Eigðu góðan dag. 

AK-72, 30.3.2008 kl. 15:51

24 Smámynd: Einar Þór Strand

Hrannar

Þegar meirihluti muslima er annaðhvort mjög eða frekar fyrgljandi hryðjuverkum 64% minnir mig samvæmt einhverri Gallup könnun er þá rangt að gagnrýna þá?

Einar Þór Strand, 30.3.2008 kl. 16:59

25 Smámynd: SeeingRed

Frekar dapurleg taktík hjá salb, hver sá sem skoðar grein AK-72 í allri sinni lengd á að sjá að hann er ekki að rægja Reyknesinga, þvert á móti og dularfult í meira lagi að salb takist að misskilja inntakið svona hrapalega...maður spyr sig ósjálfrátt hvort að maðurinn/konan gangi heil til skógar eða sé viljandi að miskilja orð AK-72.

SeeingRed, 30.3.2008 kl. 17:05

26 identicon

Eigum við þá líka að banna myndir eins og Jesús Camp.

Mér fannst allt í lagi að sýna þessa mynd Fitna, ég bjóst við meira samt.
Allt sem skapar umtal um þessi mál er algert möst, að segja þessa mynd ekki eiga rétt á sér hlýtur að teljast misskilið umburðarlyndi og ekkert annað.
Þeir sem vilja banna svona eru hinir raunverulegu hatursmiðlarar.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 18:20

27 identicon

salb: þessi ak47 er í öfgasamtökunum felag anti-rasista..

Ég rakst inn á þessa bloggsíðu þeirra og rakst á pistil frá einhverjum Sveini Helgasyni sem gefur frá sér lygar, róg og annan viðbjóð.

Og þegar ég sá hann kalla konu sem hefur átt í baráttu með fatlað barn sitt nasista og hitler eða einhvern viðbjóð að þá fór ég af síðunni.

Aldrei gæti ég tekið mark á samtökum sem birta svona á heimasíðum sínum.

mbk 

Eiríkur (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 18:38

28 Smámynd: AK-72

Það er stór munur á mynd eins og Jesus camp og samskonar mynd um heilaþvotarbúðir íslamista sem flokkaðir eru sem heimildarmyndir, og myndir eins og Fitna og The eternal Jew sem er af sama meið, sem er hreinræktuður hatursáróður.

Ef menn geta ekki gert mun á því í huga sínum hvað sé áróðursmynd og hvað sé heimldarmynd, þá ættu þeir að kynna sér muninn.

AK-72, 30.3.2008 kl. 18:43

29 Smámynd: AK-72

Eiríkur, ég er ekki í Félagi anti-rasista, ég hef aðeins kommenterað á viðkomandi blogg ásamt fleirum. Vinsamlegast ekki blanda því saman og ekki spyrða mér saman við orð Sveins um viðkomandi konu sem mér fannst ganga of alltof langt. 

Voðalega eru menn annars hrifnir af því að fara frekar í persónuárásir en að ræða málefnið. 

AK-72, 30.3.2008 kl. 18:48

30 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er ekkert skrýtið við það að menn leggjast í persónuárásir frekar en að ræða málin AK-72, það er háttur þeirra er hafa vondann málstað að verja og eru rökþrota.

Georg P Sveinbjörnsson, 30.3.2008 kl. 19:31

31 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ekki kannast ég við að hafa skrifað þetta nokkurstaðar og hví heldur þú því fram salb?

Georg P Sveinbjörnsson, 30.3.2008 kl. 20:04

32 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er ekkert skrýtið við það að menn leggjast í persónuárásir frekar en að ræða málin AK-72, það er háttur þeirra er hafa vondann málstað að verja og eru rökþrota. (Georg P Sveinbjörnsson)
Ég sé ekki betur en að nákvæmlega þetta hafi gerst í athugasemdunum við þetta blogg. 

Hrannar Baldursson, 30.3.2008 kl. 20:07

33 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Mér þætti vænt um að þú hættir að kalla mig gyðingahatara salb, ekkert er fjær sannleikanum þó að þú gerir þér leik að því að misskilja greinar mínar.

Georg P Sveinbjörnsson, 30.3.2008 kl. 20:26

34 Smámynd: SeeingRed

Það liggur líka bara í nafni félagsins Bryndís, Anti-Rasistasamtök geta varla verið svo slæm og þau standa ekki undir nafni ef þau boða hatur...sem ég get ekki séð að þessi samtök geri við fyrstu sýn allavegana.

SeeingRed, 30.3.2008 kl. 20:41

35 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Þetta er mannréttindabrot þessi mynd og ætti að fara í mál við þann sem gerði þessa mynd!

Þetta er virkilega gróft og ljótt að setja alla múslima sem öfgafulla og vonda þar sem við vitum að svo er ekki.

Tjáningarfrelsi er mikilvægt en það á ek

Bryndis er einhver mesti öfgaeinstaklingur sem ég hef séð á blogginu, manneskjan metur tjáningarfrelsi ekkert.  

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.3.2008 kl. 21:09

36 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Bryndís eina sem þessi "anti-rasista" samtök er að stunda persónuárasir og saka fólk um að vera meðlimir í hinum og þessum glæpasamtökum án þess að hafa sannarnir.

Þið eruð haturssamtök það er engin vafi á því.  

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.3.2008 kl. 21:14

37 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Bryndís eina sem þessi "anti-rasista" samtök gera er að stunda persónuárasir og saka fólk um að vera meðlimir í hinum og þessum glæpasamtökum án þess að hafa sannarnir.

Þið eruð haturssamtök það er engin vafi á því. 

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.3.2008 kl. 21:17

38 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Nei því þú ert algjörlega á móti tjáningarfrelsi, það mætti halda að þú tækir Kína til fyrirmyndar.

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.3.2008 kl. 21:41

39 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Þetta er mannréttindabrot þessi mynd og ætti að fara í mál við þann sem gerði þessa mynd!

Þetta eru öfgar í þér Bryndis  

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.3.2008 kl. 21:42

40 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Þetta er mannréttindabrot þessi mynd og ætti að fara í mál við þann sem gerði þessa mynd!

Hér 

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.3.2008 kl. 22:11

41 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Þú telur þetta ekki öfgar enda telur öfgamaðurinn sig sjaldan öfgamann. Mér finnst þetta sem þú sagðir vera öfgakennd og þú hefur grenilega engan skilning á hvað tjáningarfrelsi er, hvað heldurðu að  það þýði?

Alexander Kristófer Gústafsson, 30.3.2008 kl. 22:35

42 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Hver ætlar að ákveða hvað er ljótt og hvað ekki? Hvað má segja og hvað ekki ?

ríkið ?

jesú ?

Kolbrún Halldórsdóttir ?

Hvernig væri að allir mættu bara segja það sem þeir vilja, og fólk ræður síðan sjálft hvort það tekur mark á því sem sagt er ? 

Viðar Freyr Guðmundsson, 31.3.2008 kl. 01:13

43 identicon

Varist misskilið umburðarlyndi því það mun leiða ykkur í glötun.
Öll trúarbrögð ganga út á sama hlutinn, að safna sauðum og berja hina söfnuðina niður.
Að segja þessa mynd mannréttindabrot er ekkert nema mannréttindabrot, líklega bakkað upp af hræðslu, hræðslu sem gæti kostað okkur frelsið okkar.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 10:19

44 identicon

Var , Jesú, eingetinn,,?? gat hann gengið á vatni,,?? Gat hann brauðfætt þúsundir á fáum brauðum,,?? Íslensku handritinn eru einnig skreitt með fallegum upphafsstöfum , sem og ofurtilvikum,,Skynsemin gerir okkur fært að greina hið sanna frá hinu ósanna,,Aldrei fæ ég skilið tilganginn með því að skreyta svo helga bók með vafaatriðum,,Kristnir meiga efast,,Þó svo Í hinni helgu bók standi ''Efist ekki'' Múslímar meiga ekki efast,,Þar sem fáfræðin er mest þar er múslimatrúin sterkust,,Hinar helgu bækur voru ritaðar og umritaðar ótal sinnum,Af hinum ýmsu mönnum sem höfðu til þess kunnáttu,,Örlítil orðalagsbreyting , eða skreyting,gerir hvert eintak sérstakt,, Á tveimur árþúsundum er breytingin veruleg,, Trúin var til jafnvel áður enn menn fundu til ritmálið,,Þá hafa sennilega verið við lýði sögumenn eins og tíðkaðist hér fyrr á öldum,,Kostgangarar sem fóru milli bæja, eða hirðingjaflokka, sögðu dæmisögur af hinum ''mikla''Þáðu góðan gjörning fyrir í samræmi við hve vel þeim tókst til,,Mínir vinir meiga hafa þá trú sem þeir kjósa sér, Þær kröfur geri ég hins vegar til þeirra að þeir virði trú mína eða trúleysi,og ofsæki mig hvorki né misbjóði mér vegna skoðana,,Kannski er þetta sá kjarni sem þjóðir heimsins þurfa að sættast á,,

Bimbó (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 11:25

45 identicon

Ég las ekki allar umræðurnar, aðeins upphafspistilinn.  Þótt ég sá sammála fáu sem þar stendur, þá vil ég frekar misnotkun á tjáningarfrelsi heldur en skerðingu tjáningarfrelsis.

Hreiðar (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 13:24

46 Smámynd: Snorri Hansson

Brýnasta mál nútímans er að vesturlandamenn og þjóðir hætti að sparka í arabaþjóðir. Þessi framkoma okkar er fyrir neðan allar hellur. Tilgangslaus árás á Írak fyllir mælinn. Við tölum við þá og um þá eins og óþokka. Líf þeirra er í okkar augum lítis virði. Heilar kynslóðir lifa í flóttamannabúðum
alla æfi. Útúr þessu kemur eitt örugglega og sýnir sig: HATUR . Hatur á þeim sem eiðilögðu allar þeirra vonir. Menn sem hata eru viðsjárverðir. Það verður að fara koma vonarglæta í þessi mál. Það er þó lítil von til þess meðan jarðarbúar sitja uppi með þennan Bandaríkjaforseta sem nú ræður ríkjum.

Nýjasti ribbalda hátturinn er að níða niður trú þeirra. Það er alveg fyrirlitleg framkoma. 

Snorri Hansson, 31.3.2008 kl. 17:24

47 Smámynd: Egill

spurning sem var lögð fyrir múslima í könnun gerð af PEW um heim allan þar sem þáttakendur voru um 36 þúsund manns.

þessi könnun var köllum "what the world thinks 2002" ártalið gæti verið eitthvað annað samt.

þessi spurning sem sagt var lögð sérstaklega fyrir múslima, og í tyrklandi sem maður myndi halda að væru einna mest líkastir vestrænu ríkjunum af öllum þeim múslimaríkjum sem tóku þátt í þessari könnun.

spurningin var þessi

Sumir líta svo á að sjálfsmorðsárás á óbreytta borgara í nafni Islam sé réttlætanleg, á meðan aðrir segja að það sé ekki hægt að réttlæta þessar sjálfsmorðsárásir. Telur þú að slíkar árásir séu oftast réttlætanlegar, stundum réttlætanlegar, sjaldan réttlætanlegar eða aldrei réttlætanlegar.

og í Tyrklandi, þá voru 20 %,  einn af hverjum 5,  sem sögðu að það væri á einhvern máta hægt að réttlæta sjálfsmorðsárás á óbreytta borgara 

tek það fram að í kóraninum er það sérstaklega tekið fram að sjálfsmorð er stranglega bannað.

tek það einnig fram að þetta var Á ÓBREYTTA BORGARA Í NAFNI ISLAM. 

20 % ... tyrkland .....

önnur ríki foru alveg uppí 79 %,  og egyptaland, íran, írak, afghanistan jordanía voru EKKI með í þessari rannsókn. þessi ríki væru án efa ofar á þessum lista.

enn og aftur .. 20 % ,, tyrkland ....

réttlætanlegt að framkvæma sjálfsmorðárás á óbreytta borgara.

og já, ég vil út með öll trúarbrögð úr öllu öðru nema áhugamálum sem fá enga styrki eða hluta úr fjárlögum og séð sé til þess að þau hafi aldrei nein áhrif á þjóðfélagið á neinn máta.

hobby .. ekkert annað . fínu lagi.  

Egill, 1.4.2008 kl. 08:21

48 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þakka þér fyrir Egill, en samkvæmt PEW 2002 skýrslunni þar sem einungis múslimar voru spurðir hvort að sjálfsmorðssprengjur væru réttlætanlegar til að verja Íslam, þá voru svörin þannig:

Já:

Líbanon 73%

Fílabeinsströndin 56%

Nígería 47%

Bangladesh 44%

Jórdanía 43%

Pakistan 33%

Mali 32%

Ghana 30%

Úganda 29%

Senegal 28%

Indónesía 27%

Tansanía 18%

Tyrkland 13%

Úsbekistan 7%

Nei:

Líbanon 22%

Fílabeinsströndin 44%

Nígería 45%

Bangladesh 37%

Jórdanía 48%

Pakistan 43%

Mali 57%

Ghana 57%

Úganda 63%

Senegal 69%

Indónesía 70%

Tansanía 70%

Tyrkland 71%

Úsbekistan 84%

Af þessu má sjá að menning og þjóðfélagsaðstæður hafa einhver áhrif. Það væri reyndar áhugavert að sjá hverju vestarlandabúar myndu svara spurningu eins og:

Er réttlætanlegt að sprengja upp múslima til að verja frelsið? 

Á meðan vesturlandabúar virðast ekki meta neitt meira en frelsið, virðast múslimar ekki meta neitt meira en eigin trú. 

Hver erum við til að dæma um hvor hefur rétt fyrir sér, spyr ég, þrátt fyrir að trúa því að við vesturlandabúar höfum rétt fyrir okkur, en hinir rangt, á meðan sannleikurinn er sjálfsagt einhvers staðar þarna á milli. 

Hrannar Baldursson, 1.4.2008 kl. 17:02

49 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Titill greinar þinnar er sérkennilegur Hrannar.  Ef þú ætlar ekki að umbera þá sem birta myndir, tal og verk Islamista og hvetja til varnarstöðu gagnvart trúarlegri og veraldlegri alræðishyggju, hvern ætlar þú þá að umbera? Mér sýnist þú taka myndinni "Fitna" sem árásum og lygum á allt Islam.  Ég skyldi ekki myndina þannig og sá ekki merki þess.  Hér var verið að sýna og vara við alræðisstefnu og ofbeldi Islamista en ekki allra múslima.  Myndin fjallaði ekki um þá múslima sem hegða sér vel og lét það hvergi í ljós að allir múslimar væru öfgafólk.  Hvað er að því að vekja athygli á því að ofbeldið og óumburðarlyndið á sér rætur í Kóraninum? Það er hvergi sagt að allur Kóraninn sé slæmur.  Myndin þjónar þeim tilgangi að benda á tengslin við bókstafstrú og ofbeldi.  Margt fólk sér ekki þessi tengsl og heldur að ofbeldið komi úr öðru og það séu vondir menn sem séu að nota Islamstrúnna. 

Ég hvet fólk til að lesa "The Problem with Islam Today" eftir múslimakonuna Irshad Manji og "Íslamistar og naivistar" eftir dönsku þingkonuna Karen og Peter mann hennar.  Hún er til í íslenskri þýðingu. 

Svanur Sigurbjörnsson, 1.4.2008 kl. 17:31

50 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ef þú getur ekki dæmt um að það sé rangt að myrða sig og fullt af borgurum í kringum sig með sprengjuvesti (fullu af nöglum) þá ertu illa staddur.  Ertu svona illa haldinn af afstæðishyggju og efa um þau gildi sem þér eru kær að þú ert viljugur að telja að sannleikurinn sé "sjálfsagt einhvers staðar þarna á milli", þ.e. verndun lífs og verndun trúar. 

"Hver erum við til að dæma um hvor hefur rétt fyrir sér" spyrð þú.  Ertu svona hræddur við að vera dæmdur hrokafullur ef þú stendur fast við það sem þú telur öruggt að sé rétt?  Ertu tilbúinn að leyfa öðrum að valta yfir þjóðfélag þitt, misnota frelsi laga lands þíns, bara vegna þess að þú gast ekki verið meira en 100% viss?  Þoriðu ekki að gagnrýna mannréttindabrot Islamista vegna þess að þú gætir haft rangt fyrir þér og ættir ekki að setja þig í dómarasæti?  Þessi "dómarahræðsla" er landlæg og lamandi fyrir kjálkavöðvana.

Sannleikur er ekki eitthvað "á milli".  Málamiðlanir eru oft "á milli" og geta haft hagnýtt gildi í vissum tilvikum, t.d. skipulagsmálum, en um kvennakúgun, heiðursmorð, heftingu málfrelsis og aðra valdníðslu verður ekki um samið.  Þar gilda ekki málamiðlanir því slíkt getur aldrei samræmst mannréttindum og mannlegri reisn, sama hvaða nafni ofbeldið hylst undir.

Svanur Sigurbjörnsson, 1.4.2008 kl. 17:48

51 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Athyglisvert hvernig svörin voru allt önnur í pew könnuninni 2007

"Among the most striking trends in predominantly Muslim nations is the continuing decline in the number saying that suicide bombing and other forms of violence against civilians are justifiable in the defense of Islam"

http://pewglobal.org/reports/display.php?ReportID=257

Það hefur ein umföllun af viti verið í fjölmiðlum um islamheiminn að undanförnu.  Viðtal við Hamsa þróunarráðgjafa um Afghanistan í Speglinum og kemur vel fram í máli hans algjört skilningsleysi og vanþekking vesturlandabúa á eðli máls á því svæði.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4387914/1

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2008 kl. 22:20

52 identicon

Snilldar færsla, góð tilbreyting frá hugsunarleysinu.

Bestu kveðjur 

. (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 22:58

53 identicon

 Já þetta eru nokkuð merkilegar tölur sem þú bendir á Ómar:



. (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband