Færsluflokkur: Kvikmyndir

20 bestu bíólögin: 12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

Summer Nights vekur stórskemmtilegar minningar.

Ég sá Grease 9 ára gamall í fyrsta sinn og varð strax skotinn í Olivia Newton John, en þorði samt aldrei að viðurkenna það, enda er á þessum aldri frekar ógeðslegt að vera hrifinn af stelpu og ljóst að endalaus stríðni myndi fylgja í kjölfar slíkrar játningar.

Grease er ein af fyrstu bíómyndunum sem hreif mig. Sjálfsagt númer tvö, en áður hafði ég heillast mest af Star Wars, sem ég sá einmitt í Nýja bíó, 8 ára gamall, ef ég man rétt.

Á unglingsárum (19 ára) hélt ég heima hjá foreldrum mínum eftirminnilegt partý, þar sem skilyrði fyrir mætingu var að strákar mættu í gallabuxum, stuttermabolum (helst með sígarettupakka vafða inn í ermina) og með brilljantín í hárinu. Stelpurnar áttu hins vegar allar að vera í litríkum pilsum, mikið málaðar og í svaka stuði. Mætingin var góð frá báðum kynjum, og Grease myndin var svo látin renna í gegn á vídeóspólu allt kvöldið.

Þetta partý heppnaðist dúndurvel, og held ég að allir þeir sem mættu hafi skemmt sér stórvel. Að minnsta kosti gerði ég það. Whistling 

12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

 Góða skemmtun!


20 bestu bíólögin: 13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969

Paul Newman og Robert Redford léku aðalhlutverkin í tveimur af bestu vinamyndum sem gerðar hafa verið. Önnur þeirra var The Sting, og hin var Butch Cassidy and the Sundance Kid. Kvikmyndaglöggt fólk áttar sig fljótt á hvern Robert Redford lék, enda stofnaði hann Sundance kvikmyndahátíðina fyrir sjálfstæða og litla kvikmyndagerðarmenn. Miðað við þróunina síðustu árin er Sundance kannski frekar fyrir sjálfstæða en fyrir litla.

Hvað um það, Butch Cassidy og Sundance Kid voru bankaræningjar í villta vestrinu. Þeir voru víst til í raun og veru, en sögurnar um þá stundum ýktar. The Sundance Kid var hrifinn af kennslukonu einni, sem var besti félagi þeirra vina. Þetta rómantíska og skondna atriði er nefnilega svolítið írónískt vegna þess að það er Butch Cassidy sem tjáir henni ást sína í þessu atriði. 

Við þetta lag fær maður á tilfinninguna að kæruleysi sé ánægjureitur fyrir fólk með alltof mikil vandamál á sínum herðum (í tilfelli Butch og Sundance: hundeltir af laganna vörðum). Til gamans má geta að þetta lag var notað í Spider-Man 2 þegar Peter Parker ákvað að segja skilið við ofurhetjuhlutverkið og gerast nörd á ný.

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

 

Myndbandið úr Butch Cassidy and the Sundance Kid: 

 

Hér að neðan fylgir svo litríkt myndband með B.J. Thomas.



Og úr Spider-Man 2: 



Góða skemmtun!

20 bestu bíólögin: 14. sæti, Twist and Shout, Ferris Bueller’s Day Off, 1986

Listinn heldur áfram.  

Ferris Bueller's Day Off er hin fullkomna gamanmynd, eða næstum því. Ferris Bueller er hæfilega kærulaus drengur sem vill taka sér frí frá skóla í einn dag til þess að draga besta vin sinn upp úr þunglyndi. Þeir bruna í borg á flottom sportbíl og Ferris gerir allt sem hann getur ímyndað sér að komi vini hans upp úr drunganum. Meðal þess er að taka þátt í skrúðgöngu í New York og syngja þar Bítlalagið frábæra: Twist and Shout. Frábært atriði í góðri gamanmynd sem hefur ljúfa og góða undiröldu.

14. sæti, Twist and Shout, Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

 

 


Meðmæli: I am Sam (2001) ***1/2

Sam Dawson (Sean Penn) er þroskaskertur og hefur alla tíð verið með snert af einhverfu. Heimilislaus kona svaf hjá honum, eignaðist stúlku og lét sig svo hverfa.


Sam elur upp dóttur sína, Lucy Diamond Dawson (Dakota Fanning) með takmarkaðri aðstoð þroskaskertra vina og nágrannkonunnar Annie Cassell (Dianne Wiest) sem þjáist af víðáttufælni. Sam annast barnið eins vel og honum er fært, og ver með henni öllum sínum frístundum. Hún er líf hans og hann elskar hana eins og best verður lýst í fögrum ástarsöngvum.

Kvöld nokkurt leitar vændiskona á Sam, en hann í gæsku sinni talar við hana og er tilbúinn að hjálpa til; en er þá handsamaður og færður á lögreglustöð fyrir ósæmilega hegðun á almannafæri (en ekki án þess að lögregluþjónn káfi á honum fyrst og setur í handjárn). Á lögreglustöðinni vekur Sam athygli barndaverndunarfulltrúans Margaret Calgrove (Loretta Devine), sem ákveður upp á sitt einsdæmi að fylgjast með honum og uppeldi dóttur hans.

Ósköpin dynja yfir þegar Sam heldur afmælisveislu fyrir dóttur sína, - hann er búinn að leigja handa henni loftkastala, bjóða bekkjarfélögum hennar og bíður eftir að hún birtist í dyrunum til að fagna henni óvænt. Þá kemur óvæntur gestur. Það er barnaverndarfulltrúinn Calgrove, sem Sam í sinni góðmennsku býður inn. Þegar Lucy Diamond kemur loks heim, talar einn bekkjarfélagi hennar illa um hana, og Sam leggur hönd á öxl hans til að ræða málin, en faðir drengsins hendir Sam frá stráksa og skipar honum að snerta ekki drenginn. Í sömu mynd kemur Lucy Diamond inn, allir hrópa 'Surprise' og óknyttadrengurinn segir fyrir framan alla að Lucy hafi sagst vera ættleidd; sem kemur Sam í mikið uppnám.

Vegna þessarar uppákomu er Lucy Diamond tekin frá Sam. Örvinglaður án hennar leitar hann hjálpar til vina sinna, og þrátt fyrir að rökhugsun þeirra sé svolítið brengluð detta þeir niður á bestu hugmyndina í stöðunni, að hann leiti sér lögfræðihjálpar.

 

Sam finnur lögfræðinginn Rita Harrison Williams (Michelle Pfeiffer) sem hann ber fyrirfram mikið traust til þar sem að hún ber eitt nafna bítilsins George; en Sam grefur upp alla þá visku sem hann þarf á að halda úr smiðju Bítlanna. Það útskýrir meðal annars nafn dóttur hans.

Lögfræðingurinn Rita er hins vegar upptekin við sinn eigin frama; það upptekin að hún hefur ekki tíma fyrir fólk sem borgar ekki, hvort sem það er Sam, sonur hennar eða eiginmaður. Hún er að vinna í lífsgæðakapphlaupinu en hefur hrasað í lífinu sjálfu. Myndin fjallar svo um það hvernig þessir ólíku einstaklingar hjálpa hvoru öðru við að púsla saman lífi hvort annars.

I am Sam fjallar um fordóma gagnvart þroskaskertum, og jafnframt fordóma þroskaskertra gagnvart öðrum, og hversu erfitt getur verið að sætta þessa tvo aðskildu heima. Þegar Lucy fæðist og vex úr grasi, og greind hennar eykst hratt og örugglega, og skýst framúr föður hennar í greind, þýðir það samt alls ekki að þau eigi illa saman. Hann er faðir hennar og gefur henni það mikilvægasta sem foreldri getur gefið barni sínu; ást og nærveru. Þurfa börn meira frá foreldrum sínum? Er algengt að þau fái það?

Leikur Sean Penn er stórfenglegur. Ég trúði því að hann væri Sam, - hver einasta hreyfing og látbragð segir að hann sé Sam, því trúi ég þegar Sean Penn segir: "I am Sam" að hann sé Sam. Michelle Pfeiffer er aftur á móti í klisjukenndara hlutverki, og maður á bágt með að trúa hennar breytingum - þær eru ekki jafn eðlilegar og trúverðugar og það sem Sam gengur í gegnum; einnig er Dakota Fanning stórgóð. Einnig er skemmtilegt hvernig Bítlalögum í nýstárlegum flutningi er skeytt inn í myndina á vel völdum stöðum.

Myndin er hreint afbragð, stýrir framhjá allri væmni, tekur traust á vandamálinu - hvað gerir foreldri þegar stjórnvöld taka barnið - og það af vafasömum ástæðum? Hvernig getur varnarlaus manneskja varið sig? Hver getur metið hvað er börnum betra en ást?

Áhugavert er hvernig þroskaskertu einstaklingarnir virðast vera greindarskertir í hugsun, en snillingar á tilfinningasviðinu, en hinir 'heilbrigðu' aftur á móti virðast vera sneiddir tilfinningagreind, þrátt fyrir töluverða, en samt takmarkaða og afvegaleidda gagnrýna hugsun, fyrir utan Randy Carpenter (Laura Dern) sem hefur mikinn áhuga á að ættleiða Lucy Diamond.

Að lokum, viskukorn frá Sam, um ástina og af hverju faðir og dóttir sem elska hvort annað eiga að vera saman: " OK, remember when Paul McCarthney wrote the song "Michelle" and then he only wrote the first part, Annie said. And then he gave that part to John Lennon, and he wrote the part that said, "I love you, I love you, I love you." And Annie said that it wouldn't have been the same song without that... and that's why the whole world cried when the Beatles broke up on April 10, 1970."

Bloggvina mín benti mér á þessa mynd. Ég labbaði út á leigu en hún var bara til á spólu, en þar sem ég vil sjá myndir í widescreen fór ég alla leið í James Bönd vídeóleiguna, en þeir áttu eintak af henni þar. Í þakklætisskyni set ég inn myndskeið úr myndinni við gamalt og gott Bítlalag You've Got to Hide Your Love Away.


20 bestu bíólögin: 15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór þó ekki algjörlega eftir þessum lista. Svo leitaði ég að þeim á YouTube og ætla að láta myndband fylgja með öllum færslunum. Oftast gefa lögin viðkomandi kvikmynd aukið gildi, og stundum er jafnvel munað eftir kvikmyndinni fyrir það eitt að viðkomandi lag var í henni.

Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn. Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans.  

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

Supercalifragilisticexpialidocious er eitt af þessum orðum sem mér hefur aldrei tekist að bera almennilega fram, þrátt fyrir miklar og strangar æfingar. Þetta orð kemur fram í Mary Poppins, en sú mynd fjallar að mínu mati fyrst og fremst um það hvernig fólk getur týnt sér algjörlega í amstri hversdagsins, og fundið að til eru töfrar sem byggja á samveru og ást fjölskyldumeðlima. 

Supercalifragilisticexpialidocious er týpískt töfraorð (mikið er ég ánægður að þurfa ekki að segja þetta og nota bara copy/paste í staðinn) sem kemur fólki einfaldlega í gott skap. 


20 bestu bíólögin: 16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein,1974

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór þó ekki algjörlega eftir þessum lista. Svo leitaði ég að þeim á YouTube og ætla að láta myndband fylgja með öllum færslunum. Oftast gefa lögin viðkomandi kvikmynd aukið gildi, og stundum er jafnvel munað eftir kvikmyndinni fyrir það eitt að viðkomandi lag var í henni.

Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn. Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans.  

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein,1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983


Hvað er svona merkilegt við Puttin' On the Ritz úr Mel Brooks gamanmyndinni Young Frankenstein? Fyrir það fyrsta, Young Frankenstein er ein fyndnasta grínmynd sem gerð hefur verið. Í öðru lagi, reyndu að horfa á þetta án þess að stökkva bros. Það er ekki hægt!

Það er eitthvað heillandi við að sjá þá félaga, Dr. Frankenstein og sköpun hans dansa saman með pípuhatta og stafi. Dr. Frankenstein ætlar með þessu dansatriði að sýna heiminum fram á að skrýmslið er alls ekkert skrýmsli, heldur skemmtilegur og vandaður herramaður, þó að hann sé luralegur, samansaumaður og félagsleg torfæra.  

Bæti inn nokkrum myndböndum fyrir bloggvinu mína Hafrúnu Kristjánsdóttur. Þar sem ég fann ekki brot úr I am Sam og að auki enga almennilega útgáfu af flutningi Pearl Jam, læt ég frumgerðina duga:

You've Got To Hide Your Love Away, The Beatles.

Góða skemmtun! 


20 bestu bíólögin: 17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór þó ekki algjörlega eftir þessum lista. Svo leitaði ég að þeim á YouTube og ætla að láta myndband fylgja með öllum færslunum. Oftast gefa lögin viðkomandi kvikmynd aukið gildi, og stundum er jafnvel munað eftir kvikmyndinni fyrir það eitt að viðkomandi lag var í henni.

Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn. Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans.  

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

Af hverju Footloose? Ren MCCormack er skotinn í Ariel Moore, Ariel er dóttir prests sem er á móti öllu sem tengist rokki og róli, og vill helst banna það.  Ren, aftur á móti, tjáir sig best í dansi og þá helst við tónlist sem árið 1984 kallaðist rokk en í dag kallast popp. Hann sýnir fram á að hægt sé að vera góð manneskja þó að hann dýrki rokk og ról. Í lokin dansa allir saman og eru kátir.

Ég veit, ekkert svakalega djúpt, en raunverulega ástæðan er nostalgía. Mér fannst þessi mynd frábær í kringum árið 1984, en er hræddur um að ég myndi ekki endast hana alla í dag. Skemmtilegt lag samt sem áður og keyrir boðskapinn heim á tún. 

Góða skemmtun!


20 bestu bíólögin: 18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King (1994)

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór þó ekki algjörlega eftir þessum lista. Svo leitaði ég að þeim á YouTube og ætla að láta myndband fylgja með öllum færslunum. Oftast gefa lögin viðkomandi kvikmynd aukið gildi, og stundum er jafnvel munað eftir kvikmyndinni fyrir það eitt að viðkomandi lag var í henni.

Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn. Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans.  

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King (1994)

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

Nú sé ég fyrir mér Sancho vin minn hrista á sér hausinn og vara mig við hlaupandi vindmyllum eftir því sem listinn mjakast nær toppsætinu. Það eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju ég er hrifinn af þessu lagi:

Það kemur mér alltaf í gott skap - klikkar ekki.

Textinn inniheldur orðið philosophy - það hlýtur að gefa stóran punkt.

Hakuna Matata! What a wonderful phrase
Hakuna Matata! Ain't no passing craze
It means no worries for the rest of your days
It's our problem-free philosophy
Hakuna Matata!

 

Í samhengi við teiknimyndina, Konung Ljónana, er þetta náttúrulega hrein snilld, þar sem lagið lýsir fegurðinni á bakvið kommúnisma, og hvernig hann getur blekkt bestu sálir - en sýnir um leið að ábyrgð gagnvart restinni af heiminum skiptir engu máli í slíkri lífsspeki, og er í raun þáttur í strerkri myndhverfingu af öfugu þroskaferli ábyrgðarleysis yfir í lífsspeki sem snýst um áhyggju- og ábyrgðarleysi, - tilfinning verður að lífsstíl sem verður að veruleika. Hugsanlega sýnir þetta atriði jafnvel að þegar allsnægtir eru til staðar verður kæruleysið algjört, en samt að von sé á samviskubiti. Ég veit að ég er að lesa alltof mikið í þetta atriði, en til þess er leikurinn gerður. 

 Góða skemmtun!


Íþróttakvikmyndagagnrýni Sancho: Fever Pitch (1997) - 9 Tacos

Hvernig er hægt að elska 1 konu og dýrka 11 menn?

 FeverPitch

Bók Nick’s Hornby frá árinu 1992 er sjálfsævisaga höfundar skrifuð líkt og flestar sjálfsævisögur út frá minnisstæðum atvikum í lífi þess aðila sem bókin er rituð um, ekkert óvenjulegt við það, nema hvað merkisatburðir eru ávalt tengdir leikjum Arsenal (aka. The Gunners). Bókin naut mikillar hilli lesenda sem og gagnrýnenda um allan heim og mæli ég sterklega með lestri bókarinnar, áhugi á knattspyrnu er ekki forkrafa þó svo að hann skemmi ekki fyrir.

Myndin um enskukennarann sem elskar uppáhalds knattspyrnuliðið sitt svo mikið að hann áætlar ekki fram í tímann í árum heldur knattspyrnutímabilum er á pappírnum ekkert annað en “boy meets girl, boy looses girl” kerlingavella (sbr. Bandarísk útgáfa sem kom út árið 2006 með Drew Barrymore og einhverju gimpi og fallegu íþróttinni er skipt út fyrir hafnabolta!). Við fyrsta áhorf kemur í ljós að hlutfall gamanmyndar í formúlunni rómantísk gamanmynd er óvenju hátt. Húmorinn er mjög góður, mjög breskur á köflum, lúmskur og öðruvísi.

Söguþráður myndarinnar er ekki ólíkur áðurnefndum “boy meets girl, boy looses girl” myndum. Paul Ashworth (Colin Firth) er enskukennari í millistéttar unglingaskóla í London. Hann er ágætlega menntaður og í alla staði frekar venjulegur einhleypur 30 – 40 ára karlmaður. Það sem gerir Paul ólíkan flestum öðrum einhleypum 30 – 40 ára karlmönnum er dýrkun hans á knattspyrnuliði. Paul er svo heltekinn af knattspyrnuliðinu og gengi þess að líf hans er beintengt árangri liðsins, heilsufar og hamingja er í næstum fullkomni fylgni við úrslit leikja. Paul hittir Söruh þegar hún byrjar að kenna við sama skóla, þau fella hugi saman og so videre, strákur hittir stelpu, strákur verður skotinn í stelpu, strákur glatar stelpu, strákur nær í stelpu aftur og myndin er búin.

 
Eftirlætis atriði Sancho –

Steve (Robert Parker) er besti vinur Paul sem útskýrir fyrir vini sínum að það séu ekki félagslegar aðstæður, óheppni eða reykingar sem eru þess valdandi að Steve hafi ekki náð langt sem leikmaður.


“It’s not the smoking, Steve, It’s the crapness.”

 
Paul lýtur til baka í lok myndarinnar (Sarah er ólétt þegar þarna kemur við sögu)

 
“When I think back to the 26th of May 1989 now, it's impossible to explain what happened to either of us, all three of us, if you count the team.”

Lífsspeki Paul í grunninn (atriði í upphafi myndar).

 
“See, after a while, it all gets mixed up in your head, and you can't remember whether life's shit because Arsenal are shit or the other way around.”

Það sem gerir söguþráðinn frábrugðin er að hann er skrifaður í kringum sögulegar staðreyndir, hann er skrifaður í kringum knattspyrnutímabil Arsenal FC árin 1988 – 1989, tímabil þar sem Arsenal endaði sem Enskur meistari (í fyrsta sinn eftir langt hlé) og sigraði helsta keppinautinn og stórlið þeirra ára Liverpool FC á síðustu mínútu í síðasta leik tímabilsins (Arsenal sigraði Liverpool 0 – 2 á útivelli þann 26 maí árið 1989, Michael Thomas skoraði seinna mark Arsenal þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Arsenal og Liverpool enduðu með jafn mörg stig en markahlutfall Arsenal reyndist betra (markatala var reyndar jöfn en Arsenal hafði skorað fleiri mörk en Liverpool), 0 – 1 sigur hefði ekki dugað Arsenal til að vinna titilinn og er leikur þessi almennt talinn einn merkilegasti í sögu Enskrar knattspyrnu.)

Samsvörun við líf margra? Fótbolti skapar tilfinningahita, skapar gleði og sorg, það er einn af hlutunum sem gerir þessa mögnuðu íþrótt að stórkostlegustu íþrótt sem til er. Auðvitað er Paul ýktur karakter, öllu má ofgera, það er enginn sem læutr svona, og þó? Bók Nick Hornby’s er sjálfsævisaga, Nick Hornby missir ekki af leik með Arsenal, hann hefur viðurkennt opinberlega að hann mæli fylgni milli gengi Arsenal og hamingjustigs eigin lífs. Nick Hornby var gestur Íslenskra menningarsnobbara á s.l. ári, á kvöldi í Iðnó sem að hluta til var honum til heiðurs tók hann nær engan þátt í samræðum um stöðu skáldsögunnar, mikla nútímahöfunda og það sem bókmenntavitar kunna að rabba saman um þegar þeir stinga saman nefjum. Nick Hornby fékk sér einn kaldann af krana og sat megnið að kvöldinu úti í horni og var að púsla saman bestu mögulegu liðssamsetningu Arsenal frá upphafi þ.e.a.s. besta leikmanni Arsenal í hverja stöðu óháð tíma og rúmi, Hornby púslaði ekki bara saman bestu 11 manna liðsuppstillingu heldur tók hann einn varamann í hverja stöðu. Gaurinn er náttúrulega bara snillingur.

Þess ber að geta að Honby hefur skrifað fleiri bækur sem færðar hafa verið á hvíta tjaldið, m.a. About a Boy og High Fidelity.

Sancho hefur engar áhyggjur af ásökunum um hlutdrægni og gefur 9 tacos (Hefðu verið 9 ½ tacos ef tímabil Arsenal FC sem lauk í gær hefði verið betra, heilar 10 tacos ef gagnrýnin hefði verið skrifuð eftir taplaust tímabil Arsenal FC 2003-2004).

 

Helstu leikarar –

Luke Aikman

Bea Guard

Neil Pearson

Ruth Gemmell

Colin Firth

Richard Claxton

 
Leikstjóri –

David Evans

 
Handritshöfundur –

Byggð á bók Nick’s Hornby

 
Fever Pitch Trailer (af YouTube - slök gæði)

Fever Pitch Trailer (fyrir Real Video eða Windows Video - betri gæði)


20 bestu bíólögin: 19. sæti, Rawhyde - Blues Brothers (1980)

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór þó ekki algjörlega eftir þessum lista. Svo leitaði ég að þeim á YouTube og ætla að láta myndband fylgja með öllum færslunum. Oftast gefa lögin viðkomandi kvikmynd aukið gildi, og stundum er jafnvel munað eftir kvikmyndinni fyrir það eitt að viðkomandi lag var í henni.

Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn. Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans. 

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

Jake og Elwood Blues taka gigg á kúrekabar í miðríkjum Bandaríkjanna þar sem gestir reikna með minna rokki og meira blágrasi. 


Góða skemmtun!

 

"Stand by your man" bætt við eftir athugasemd  Halldórs Sigurðssonar.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband