20 bestu bíólögin: 18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King (1994)

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór þó ekki algjörlega eftir þessum lista. Svo leitaði ég að þeim á YouTube og ætla að láta myndband fylgja með öllum færslunum. Oftast gefa lögin viðkomandi kvikmynd aukið gildi, og stundum er jafnvel munað eftir kvikmyndinni fyrir það eitt að viðkomandi lag var í henni.

Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn. Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans.  

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King (1994)

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

Nú sé ég fyrir mér Sancho vin minn hrista á sér hausinn og vara mig við hlaupandi vindmyllum eftir því sem listinn mjakast nær toppsætinu. Það eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju ég er hrifinn af þessu lagi:

Það kemur mér alltaf í gott skap - klikkar ekki.

Textinn inniheldur orðið philosophy - það hlýtur að gefa stóran punkt.

Hakuna Matata! What a wonderful phrase
Hakuna Matata! Ain't no passing craze
It means no worries for the rest of your days
It's our problem-free philosophy
Hakuna Matata!

 

Í samhengi við teiknimyndina, Konung Ljónana, er þetta náttúrulega hrein snilld, þar sem lagið lýsir fegurðinni á bakvið kommúnisma, og hvernig hann getur blekkt bestu sálir - en sýnir um leið að ábyrgð gagnvart restinni af heiminum skiptir engu máli í slíkri lífsspeki, og er í raun þáttur í strerkri myndhverfingu af öfugu þroskaferli ábyrgðarleysis yfir í lífsspeki sem snýst um áhyggju- og ábyrgðarleysi, - tilfinning verður að lífsstíl sem verður að veruleika. Hugsanlega sýnir þetta atriði jafnvel að þegar allsnægtir eru til staðar verður kæruleysið algjört, en samt að von sé á samviskubiti. Ég veit að ég er að lesa alltof mikið í þetta atriði, en til þess er leikurinn gerður. 

 Góða skemmtun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hristi ekki neitt, hliðra mínum lista meira að segja til, færi lag úr 12 sæti í það nr. 18 til að halda þemað. Teiknimyndir eru nefnilega málið. 18 sætið mitt er úr klassíker sem ég átti sem betur fer ekki á betamax spólu sem ungur saklaus peyji.

http://www.youtube.com/watch?v=JaRLjvWgAHs

Southpark! 1 stk. Óskar 1999.

kv. Sancho

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband