20 bestu bíólögin: 19. sæti, Rawhyde - Blues Brothers (1980)

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór þó ekki algjörlega eftir þessum lista. Svo leitaði ég að þeim á YouTube og ætla að láta myndband fylgja með öllum færslunum. Oftast gefa lögin viðkomandi kvikmynd aukið gildi, og stundum er jafnvel munað eftir kvikmyndinni fyrir það eitt að viðkomandi lag var í henni.

Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn. Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans. 

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

Jake og Elwood Blues taka gigg á kúrekabar í miðríkjum Bandaríkjanna þar sem gestir reikna með minna rokki og meira blágrasi. 


Góða skemmtun!

 

"Stand by your man" bætt við eftir athugasemd  Halldórs Sigurðssonar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Vel valið hjá þér --þ.e. Blues Bræður --
Ein besta mynd sögunnar og skylduáhorf ,lágmark tvisvar á ári .
Og einnig lagið - Sometimes its hard to be a woman - í flutningi bræðranna - er alger snilld.

Halldór Sigurðsson, 14.5.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, það var reyndar af mörgu góðu að taka í Blues Brothers. Ég skal bæta inn 'Sometimes it's hard to be a woman,' fyrst þú minnist á þetta.

Hrannar Baldursson, 14.5.2007 kl. 17:34

3 identicon

Þarna hittir þú naglan á höfuðið af sama krafti og þú slóst á puttann á þér með 20asta sætið .

Sancho erlíka með lag í 19 sæti.

http://www.youtube.com/watch?v=06Kx354zPZs

Stuðmenn og "Íslenskir karlmenn", Ísland besti í heimi.

kv. Sancho

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 20:51

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála þessu vali.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.5.2007 kl. 21:54

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hafliði, flott val hjá þér, en ég get ekki sagt að ég hafi verið hrifinn af Howard the Duck í gær þó að fyndin sé sú önd.

Hrannar Baldursson, 14.5.2007 kl. 22:46

6 identicon

Ekki hrifinn á Howard the Duck!

qué tú tienen patos del ageinst, filósofo loco.

kv. sancho

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 23:06

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sancho: George Lucas náði að mínu mati ekki að ná hinum hástemmda anda andarinnar, eins og hún birtist í teiknimyndasögunum.

Hrannar Baldursson, 14.5.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband