Íþróttakvikmyndagagnrýni Sancho: Fever Pitch (1997) - 9 Tacos

Hvernig er hægt að elska 1 konu og dýrka 11 menn?

 FeverPitch

Bók Nick’s Hornby frá árinu 1992 er sjálfsævisaga höfundar skrifuð líkt og flestar sjálfsævisögur út frá minnisstæðum atvikum í lífi þess aðila sem bókin er rituð um, ekkert óvenjulegt við það, nema hvað merkisatburðir eru ávalt tengdir leikjum Arsenal (aka. The Gunners). Bókin naut mikillar hilli lesenda sem og gagnrýnenda um allan heim og mæli ég sterklega með lestri bókarinnar, áhugi á knattspyrnu er ekki forkrafa þó svo að hann skemmi ekki fyrir.

Myndin um enskukennarann sem elskar uppáhalds knattspyrnuliðið sitt svo mikið að hann áætlar ekki fram í tímann í árum heldur knattspyrnutímabilum er á pappírnum ekkert annað en “boy meets girl, boy looses girl” kerlingavella (sbr. Bandarísk útgáfa sem kom út árið 2006 með Drew Barrymore og einhverju gimpi og fallegu íþróttinni er skipt út fyrir hafnabolta!). Við fyrsta áhorf kemur í ljós að hlutfall gamanmyndar í formúlunni rómantísk gamanmynd er óvenju hátt. Húmorinn er mjög góður, mjög breskur á köflum, lúmskur og öðruvísi.

Söguþráður myndarinnar er ekki ólíkur áðurnefndum “boy meets girl, boy looses girl” myndum. Paul Ashworth (Colin Firth) er enskukennari í millistéttar unglingaskóla í London. Hann er ágætlega menntaður og í alla staði frekar venjulegur einhleypur 30 – 40 ára karlmaður. Það sem gerir Paul ólíkan flestum öðrum einhleypum 30 – 40 ára karlmönnum er dýrkun hans á knattspyrnuliði. Paul er svo heltekinn af knattspyrnuliðinu og gengi þess að líf hans er beintengt árangri liðsins, heilsufar og hamingja er í næstum fullkomni fylgni við úrslit leikja. Paul hittir Söruh þegar hún byrjar að kenna við sama skóla, þau fella hugi saman og so videre, strákur hittir stelpu, strákur verður skotinn í stelpu, strákur glatar stelpu, strákur nær í stelpu aftur og myndin er búin.

 
Eftirlætis atriði Sancho –

Steve (Robert Parker) er besti vinur Paul sem útskýrir fyrir vini sínum að það séu ekki félagslegar aðstæður, óheppni eða reykingar sem eru þess valdandi að Steve hafi ekki náð langt sem leikmaður.


“It’s not the smoking, Steve, It’s the crapness.”

 
Paul lýtur til baka í lok myndarinnar (Sarah er ólétt þegar þarna kemur við sögu)

 
“When I think back to the 26th of May 1989 now, it's impossible to explain what happened to either of us, all three of us, if you count the team.”

Lífsspeki Paul í grunninn (atriði í upphafi myndar).

 
“See, after a while, it all gets mixed up in your head, and you can't remember whether life's shit because Arsenal are shit or the other way around.”

Það sem gerir söguþráðinn frábrugðin er að hann er skrifaður í kringum sögulegar staðreyndir, hann er skrifaður í kringum knattspyrnutímabil Arsenal FC árin 1988 – 1989, tímabil þar sem Arsenal endaði sem Enskur meistari (í fyrsta sinn eftir langt hlé) og sigraði helsta keppinautinn og stórlið þeirra ára Liverpool FC á síðustu mínútu í síðasta leik tímabilsins (Arsenal sigraði Liverpool 0 – 2 á útivelli þann 26 maí árið 1989, Michael Thomas skoraði seinna mark Arsenal þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Arsenal og Liverpool enduðu með jafn mörg stig en markahlutfall Arsenal reyndist betra (markatala var reyndar jöfn en Arsenal hafði skorað fleiri mörk en Liverpool), 0 – 1 sigur hefði ekki dugað Arsenal til að vinna titilinn og er leikur þessi almennt talinn einn merkilegasti í sögu Enskrar knattspyrnu.)

Samsvörun við líf margra? Fótbolti skapar tilfinningahita, skapar gleði og sorg, það er einn af hlutunum sem gerir þessa mögnuðu íþrótt að stórkostlegustu íþrótt sem til er. Auðvitað er Paul ýktur karakter, öllu má ofgera, það er enginn sem læutr svona, og þó? Bók Nick Hornby’s er sjálfsævisaga, Nick Hornby missir ekki af leik með Arsenal, hann hefur viðurkennt opinberlega að hann mæli fylgni milli gengi Arsenal og hamingjustigs eigin lífs. Nick Hornby var gestur Íslenskra menningarsnobbara á s.l. ári, á kvöldi í Iðnó sem að hluta til var honum til heiðurs tók hann nær engan þátt í samræðum um stöðu skáldsögunnar, mikla nútímahöfunda og það sem bókmenntavitar kunna að rabba saman um þegar þeir stinga saman nefjum. Nick Hornby fékk sér einn kaldann af krana og sat megnið að kvöldinu úti í horni og var að púsla saman bestu mögulegu liðssamsetningu Arsenal frá upphafi þ.e.a.s. besta leikmanni Arsenal í hverja stöðu óháð tíma og rúmi, Hornby púslaði ekki bara saman bestu 11 manna liðsuppstillingu heldur tók hann einn varamann í hverja stöðu. Gaurinn er náttúrulega bara snillingur.

Þess ber að geta að Honby hefur skrifað fleiri bækur sem færðar hafa verið á hvíta tjaldið, m.a. About a Boy og High Fidelity.

Sancho hefur engar áhyggjur af ásökunum um hlutdrægni og gefur 9 tacos (Hefðu verið 9 ½ tacos ef tímabil Arsenal FC sem lauk í gær hefði verið betra, heilar 10 tacos ef gagnrýnin hefði verið skrifuð eftir taplaust tímabil Arsenal FC 2003-2004).

 

Helstu leikarar –

Luke Aikman

Bea Guard

Neil Pearson

Ruth Gemmell

Colin Firth

Richard Claxton

 
Leikstjóri –

David Evans

 
Handritshöfundur –

Byggð á bók Nick’s Hornby

 
Fever Pitch Trailer (af YouTube - slök gæði)

Fever Pitch Trailer (fyrir Real Video eða Windows Video - betri gæði)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mér finnst þetta snilldargagnrýni hjá þér, Sancho, og langar nú til að sjá þessa mynd. Don.

Hrannar Baldursson, 15.5.2007 kl. 08:39

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála Don þetta er snilldargagnrýni. Ég hlakka mikið til að sjá þessa mynd því bókin var frábærlega skemmtileg eins og reyndar allar bækur Nick Hornbys. Reyndar var gerð önnur mynd eftir þessari sögu með Drew Barrymore og Jimmy Fallon í aðalhlutverkum. Þar var þessu snúið upp á hafnarbolta og allur söguþráðurinn skrumskældur og afbakaður.

Steingerður Steinarsdóttir, 15.5.2007 kl. 09:59

3 identicon

Takk fyrir það de breiðholt. Myndin er ein af mínum uppáhalds myndum, eins og þú veist er ég die hard Arsenal fan og á óþægilega margt sameiginlegt með Paul.

kv. Sancho

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband