20 bestu bíólögin: 17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór þó ekki algjörlega eftir þessum lista. Svo leitaði ég að þeim á YouTube og ætla að láta myndband fylgja með öllum færslunum. Oftast gefa lögin viðkomandi kvikmynd aukið gildi, og stundum er jafnvel munað eftir kvikmyndinni fyrir það eitt að viðkomandi lag var í henni.

Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn. Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans.  

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

Af hverju Footloose? Ren MCCormack er skotinn í Ariel Moore, Ariel er dóttir prests sem er á móti öllu sem tengist rokki og róli, og vill helst banna það.  Ren, aftur á móti, tjáir sig best í dansi og þá helst við tónlist sem árið 1984 kallaðist rokk en í dag kallast popp. Hann sýnir fram á að hægt sé að vera góð manneskja þó að hann dýrki rokk og ról. Í lokin dansa allir saman og eru kátir.

Ég veit, ekkert svakalega djúpt, en raunverulega ástæðan er nostalgía. Mér fannst þessi mynd frábær í kringum árið 1984, en er hræddur um að ég myndi ekki endast hana alla í dag. Skemmtilegt lag samt sem áður og keyrir boðskapinn heim á tún. 

Góða skemmtun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

berrassaður.

17 hjá Sancho kemur aftan að þér.

Fuglahræðan í OZ að taka lag sem góður félagi minn og síðasti maður til að fá inngöngu í feministafélag Íslands kallaði "þjóðsöng kvenna"

http://www.youtube.com/watch?v=eM00JScoSg0

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

"If I only had a brain!" Snilldar tæknibrellur í þessu myndbandi. Sérstaklega þegar spólað er afturábak í lokin. Ótrúlegt að þessi mynd sé ekki nema 78 ára gömul.

Hrannar Baldursson, 17.5.2007 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband