Færsluflokkur: Kvikmyndir
Rocky Balboa (2006) ***1/2
1.7.2007 | 19:16
Rocky (Sylvester Stallone) lifir í fortíðinni. Eiginkona hans Adrian er látin, syni hans finnst vandræðalegt að vera sonur hans, og hann lifir fyrir að segja fólki sögur af bardögum sínum á veitingastaðnum Adrian's, sem hann rekur sjálfur.
Hann syrgir eiginkonu sína djúpt og hefur byrgt inni mikla reiði og vonbrigði gagnvart tilverunni sjálfri, sem hann kann einfaldlega ekki að losa um á annan hátt en með hnefaleikum. Þegar tölvugert líkan af bardaga milli Rocky og núverandi heimsmethafa, Mason Dixon (Antonio Tarver) sýnir Rocky rúlla yfir kappann, fá umbjóðendur heimsmeistarans þá hugmynd að bjóða Rocky til keppni um heimsmeistaratitilinn. Hann grípur tækifærið og í leiðinni lappar hann upp á samband sitt við son sinn, besta vin sinn Pauly (Burt Young); um leið og hann finnur leið til að koma skrýmslinu út úr kjallaranum sem býr innra með honum.
Við taka miklar æfingar í Philadelphia, þar sem Rocky tekur meðal annars tröppurnar frægu. En það sem telur allra mest er það hvernig lífssýn Rocky hefur áhrif á fólkið í kringum hann. Hann minnir son sinn á að vera hann sjálfur, hann sýnir Pauly hversu góður vinur hann er í raun; og á allan hátt sýnir Rocky í verki að hann er ekki bara einhver meðalgaur í hversdagslífinu; hann er hálfgerður Ghandi.
Hins vegar umbreytist Ghandi þegar Rocky mætir í hringinn og tekst á við heimsmeistarann sjálfan, sem veit að þetta verður leikur einn fyrir hann. En Rocky er vanur að vera vanmetinn og er mættur til að vinna. Ljóst að bardaginn verður eftirminnilegur.
Stallone skrifaði handritið, leikstýrði og lék aðalhlutverkið í Rocky Balboa, og tekst snilldarlega vel til. Sérstaklega er handritið vel skrifað, með eftirminnilegum ræðum og samtölum. Málið er að allt hversdagslífið er hann að boxa í aðstæðum sem eru á móti honum, en hann tekur endalaust við höggunum þar til aðstæðurnar verða þreyttar; og þá snýr hann vörn í sókn og gefur ekkert eftir fyrr en bjallan slær. Þannig sigrar hann.
Rocky Balboa er Sylvester Stallone, og Sylvester Stallone er Rocky. Leikferill Stallone hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin tíu ár, en hann ákveður að taka málin í sínar hendur, og lyftir grettistaki við gerð þessarar stórgóðu myndar. Það voru allir búnir að afskrá Stallone nema Stallone sjálfur, rétt eins og allir eru í myndinni búnir að afskrá Rocky nema Rocky sjálfur. Stallone leikur þann snilldarleik að í stað þess að rembast við að gera bardagann töff, og lagfæra útlit Rocky með tölvugrafík, sýnir hann manninn í öllu sínu veldi; með hrukkum, örum og grettum. Leikararnir sem bæst hafa í hópinn sýna allir mjög góða takta - persónur þeirra eru trúverðugar og skipta miklu máli fyrir ferlið sem Rocky karlinn þarf að fara í gegn um til að sætta sig við lífið og tilveruna.
Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir kjarna myndarinnar í samtali Rocky við son sinn, Robert Jr. (Milo Ventimiglia úr Heroes). Mæli eindregið með þessari. Hún er jafngóð fyrstu myndinni og mun betri en Rocky 2-5, þó að vissulega séu þær nokkrar ansi skemmtilegar. Rocky Balboa er meira drama en sportmynd, en dramað er afar gott og sportið er líka ágætlega útfært.
Die Hard 4.0 (2007) ***1/2
30.6.2007 | 00:53
John McClane (Bruce Willis) hefur ekki lent í lífsháska í 12 ár. Hjónaband hans hefur flosnað upp, en hann gerir sitt allrabesta til að halda sambandi við dóttur sína og vera henni góður faðir. Hann er jafngóður faðir og lögga; brýtur allar reglurnar, er duglegur að koma sér í vonlausar aðstæður, en virðist alltaf finna einhverja leið á endanum.
Kvöld nokkurt er McClane að fylgjast með og skipta sér af ástarmálum dóttur sinnar í New Jersey þegar yfirmaður hans hefur samband við hann og óskar eftir að hann handtaki tölvuhakkara og fari með hann til alríkislögreglunnar í Washington. Hann veit ekki að fjöldi hakkara hefur verið myrtur þennan sama sólarhring og að tölvuárás er í bígerð á helstu upplýsingakerfi Bandaríkjanna.
McClane er ekki fyrr búinn að finna hakkarann Matt Farrell (Justin Long) en kúlurnar byrja að fljúga, sprengjur að springa og líkamar að falla ofan á bíla. McClane sér að það er eitthvað meira á bakvið þennan hakkara en venjuleg handtaka, og leggur líf sitt í hættu til að verja líf hans og drepa nokkra vonda gaura í leiðinni.
Áhugaversta illmennið er Mai Lihn (Maggie Q) sem minnir svolítið á Hans Gruber úr fyrstu myndinni, sérstaklega í síðasta atriði hennar, en aðalbófinn Thomas Gabriel (Timothy Olyphant) finnst mér standa sig frekar aumlega; eða lúmskt vel, því manni var farið að líka svolítið skemmtilega illa við hann í lokin.
Það sem kom mér mest á óvart er hversu smekklega Die Hard 4.0 er gerð (eða Live Free or Die Hard eins og hún heitir í Bandaríkjunum). Handritið er afar vel skrifað miðað við spennumynd og gaman að sjá Bruce Willis aftur í formi. Þetta er besta framhaldsmynd sumarsins til þessa. Þegar Brúsarinn byrjar að tala við sjálfan sig um leið og hann setur markið á að drepa ljótu kallanna, þá nær hann takti sem enginn annar leikari getur náð.
Reyndar eru nokkur atriði hálf hallærisleg og virka einfaldlega ekki innan söguheims myndarinnar; eins og þegar illmenni sem er búið að skjóta fullt af saklausu fólki og kemur aftan að McClane, og ákveður þá að koma alltof nálægt honum, nógu nálægt til að McClane nái að grípa hann - afar heimskulegt. Og síðan finnst mér eltingarleikur trukks og sendibíls ekki ganga alveg upp - þar er hlutunum hagrætt aðeins og mikið til að hlutirnir gangi upp fyrir McClane. Það er reyndar ákveðinn húmor í því atriði sem vegur upp á móti heimskunni, og sérstaklega í einvígi McClanes á trukki og herþotu. Engin spurning hvor hefur betur á endanum.
Annars er myndin filmuð með dempuðum litum og myndatakan frekar hrá. Mér fannst það passa ágætlega við söguna. Die Hard 4.0 hefur verið gagnrýnd helst fyrir að vera allt öðru vísi en hinar Die Hard myndirnar (eins og það sé slæmt), sem einkenndust af innilokunarkennd á lokuðum svæðum; en í þessari mynd fer McClane frá New Jersey til West Virgina og Washington; og mér finnst reyndar takast ágætlega að búa til innilokunarkennd, sem einkennist að því að tölvukerfi, og þar af leiðandi símar og ýmis nútímaþægindi hætta að virka.
Ég skemmti mér vel með John McClane og þætti gaman ef fimmta myndin væri gerð. Á meðan Bruce Willis heldur jafngóðu formi og hann er í núna, þá er um að gera að raða niður eins mörgum Die Hard myndum og mögulegt er. Að lokum:
Yippee Ki Yay Mo... - John 6:27
Kvikmyndir | Breytt 8.7.2007 kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sá einmitt 'Stranger Than Fiction' í leikstjórn Marc Forster í dag!
19.6.2007 | 22:22
Ég sá einmitt Stranger Than Fiction í dag með nemendum mínum. Hún er stórskemmtilega skrifuð, og vel leikstýrt af Marc Forster. Hann hugsar meira um karakter en hasar, sem ég held að geti gert Bond enn betri. Ég mæli eindregið með þessari mynd, sem er ekki gamanmynd þrátt fyrir að Will Ferrell leiki aðalhlutverkið, hún er meira drama og fantasía.
Nemendur mínir skrifuðu niður fullt af spurningum eftir að hafa séð Stranger Than Fiction í morgun, þær má sjá með því að smella hérna.
Marc Forster mun leikstýra næstu Bond-mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Því miður hafði ég mjög takmarkað netsamband um helgina og virka daga er ég svo upptekinn að ég kemst ekki í bloggið. Reyndar hef ég verið duglegur við að læðast inn á óvarin netport, en þau eru ekkert sérstaklega áreiðanleg, og sambandið á það til að slitna við minnstu hreyfingu.
Annars hef ég farið tvisvar í bíó síðustu daga.
Fyrri myndin var Fantastic 4: The Rise of the Silver Surfer. Ég var sáttur við fyrri myndina, en leikurinn og sagan í þessari mynd var fyrir neðan allar hellur. Eina heilsteypta persónan í myndinni var með rödd Lawrence Fishburne og teiknuð. Ég játa að nokkur atriði voru flott vegna tæknibrella, en sagan gaf þeim því miður ekkert bakland og misstu þau því áhrifamátt sinn. Myndin féll kylliflöt. Ég gef henni eina stjörnu.
Seinni myndin var Knocked Up, gerð af sama leikstjóra og 40 Year Old Virgin, og er ekkert síðri.***1/2. Aðalleikararnir fjórir eru fantagóðir, orðbragð frekar klúrt og alls ekki pólitísk rétt; en samt tekst að gefa myndinni hjarta. Maður trúir að þessar persónur gætu verið til og er ekki sama um hvernig fer fyrir þeim, sem er frekar sjaldgæft þessa dagana. Fyndin mynd sem skiptir máli.
Meira seinna...
Kvikmyndir | Breytt 1.5.2008 kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitt besta lag allra tíma: El Problema
8.6.2007 | 00:06
Það væri nú gaman ef einhver af mínum söngelsku bloggvinum tæki þetta lag upp á arma sína og flytti það með textaþýðingunni sem ég læt fylgja, sem ég henti saman nú í kvöld og væri sjálfsagt hægt að bæta með yfirlestri og gáfulegum pælingum.
Ég heyrði það fyrst í Mexíkó árið 2004, rétt áður en ég flutti heim til Íslands. Ég ætla snöggvast að snúa textanum yfir á íslensku. Þetta er eitt af þessum lögum sem maður þarf að hlusta á nokkrum sinnum til að ná, og skilja síðan textann. Svei mér þá ef þetta lag jafnast ekki á við Bohemian Rhapsody í gæðum og skemmtanagildi, í það minnsta fyrir mig.
Lagið er: El Problema, í flutningi Ricardo Arjona. Ætli hann sé ekki Bono Suður Ameríku? Textar hans eru sérstaklega góðir.
EL PROBLEMA
El problema no fue hallarte
El problema es olvidarte
El problema no es tu ausencia
El problema es que te espero
El problema no es problema
El problema es que me duele
El problema no es que mientas
El problema es que te creo.
El problema no es que juegues
El problema es que es conmigo
Si me gustaste por ser libre
Quién soy yo para cambiarte
Si me quedé queriendo solo
Cómo hacer para obligarte
El problema no es quererte
Es que tú no sientas lo mismo.
CHORUS:
Y cómo deshacerme de ti si no te tengo
Cómo alejarme de ti si estás tan lejos
Cómo encontrarle una pestaña
A lo que nunca tuvo ojos
Cómo encontrarle plataformas
A lo que siempre fue un barranco
Cómo encontrar en la alacena
Los besos que no me diste.
Y cómo deshacerme de ti si no te tengo
Cómo alejarme de ti si estas tan lejos
Y es que el problema no es cambiarte
El problema es que no quiero.
El problema no es que duela
El problema es que me gusta
El problema no es el daño
El problema son las huellas
El problema no es lo que haces
El problema es que lo olvido
El problema no es que digas
El problema es lo que callas.
CHORUS (x2)
Y cómo deshacerme de ti si no te tengo
Cómo alejarme de ti si estas tan lejos
El problema no fue hallarte
El problema es olvidarte
El problema no es que mientas
El problema es que te creo
El problema no es cambiarte
El problema es que no quiero
El problema no es quererte
Es que tú no sientas lo mismo
El problema no es que juegues
El problema es que es conmigo.
Svipur með þeim Arjona og Bono.
VANDINN
Vandinn er ekki að finna þig
Vandinn er að gleyma þér
Vandinn er ekki fjarvera þín
Vandinn er að ég bíð þín
Vandinn er ekki vandamál
Vandinn er að mér sárnar
Vandinn er ekki að þú ljúgir að mér
Vandinn er að ég trúi þér
Vandinn er ekki að þú leikir þér
Vandinn er að þú leikur þér að mér
Ef frelsi þitt var það sem hreif mig
Hver er ég þá til að breyta þér
Ef ég vildi vera í friði
Hvernig get ég þvingað þig
Vandinn er ekki að ég elski þig
Heldur að þú elskar mig ekki
Hvernig get ég losnað við þig ef ég hef þig ekki
Hvernig get ég farið frá þér ef þú ert farin
Eins og að finna augnhár
sem aldrei kom nálægt augum
Eins og að finna pall
þar sem alltaf var dýpi
Eins og að finna í skáp
Kossana sem þú gafst mér aldrei
Og hvernig get ég losnað við þig ef ég hef þig ekki
Hvernig get ég farið frá þér ef þú ert svo fjarlæg
Vandinn er ekki að breyta þér
Vandinn er að ég vil það ekki
Vandinn er ekki sársaukinn
Vandinn er að mér líkar hann
Vandinn er ekki skaðinn
Vandinn er hvað ég er marinn
Vandinn er ekki það sem þú gerir
Vandinn er að ég gleymi því
Vandinn er ekki það sem þú segir
Vandinn er þegar þú þegir
KÓR (x2)
Og hvernig get ég losnað við þig ef ég hef þig ekki
Hvernig get ég farið frá þér ef þú ert farin
Vandinn er ekki að finna þig
Vandinn er að gleyma þér
Vandinn er ekki að þú ljúgir að mér
Vandinn er að ég trúi þér
Vandinn er ekki að breyta þér
Vandinn er að ég vil það ekki
Vandinn er ekki að ég elski þig
Heldur að þú elskar mig ekki
Vandinn er ekki að þú leikir þér
Vandinn er að þú leikur þér að mér
Tónleikaflutningur af þessu stórgóða lagi. Sjaldan hefur maður heyrt áheyrendur taka jafn vel undir:
Þessi útgáfa hljómar vel, en mig grunar að einhver hafi klippt þetta til að senda elskunni sinni.
Opinbera myndbandið, í frekar slökum hljómgæðum.
Njótið vel!
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eða:
Þú skalt ekki girnast einbýlishús annarra Íslendinga. Þú skalt ekki girnast konur sem eru í sambandi með öðrum, ekki i-podinn eða DVD græjurnar, né jeppa hans eða tjaldvagn, né nokkuð það sem gaurinn á."
Ég hætti að ástunda kirkju eftir að ég byrjaði að hlusta almennilega á það sem predikari nokkur sagði í Kópavogskirkju fyrir um 15 árum síðan. Sífellt minntist hann á hversu syndugt fólk væri, og að allir væru syndugir - svo stóð fólk á fætur og þuldi syndajátninguna, en mér leið einfaldlega illa, því að ég gat engan veginn samþykkt þetta, og ef ég hefði flutt syndajátninguna fannst mér að ég væri þá að ljúga að sjálfum mér, en ég tel það rangt að ljúga að sjálfum sér, því að ég hafði sett mér að breyta rétt; og synd í mínum huga væri röng breytni. Hvaða vald hefur predikari í púlti til að segja mér að ég hafi breytt rangt, eða syndgað, þegar það var alls ekki satt?
Ein af dauðasyndunum sjö er öfund. Öfund innifelur í sér girnd á eigum eða samböndum annarra. Þegar einn öfundar annan er um algjörlega huglægt fyrirbæri að ræða. Það er mannlegt að girnast það sem maður má ekki fá. Er hægt að stjórna því á annan hátt en að gerast dýrlingur? Er venjulegt fólk sem sér i-pod nágranna síns og hugsar með sér: "My precioussss... my darling precioussss... i-pod," er þetta, eða Gollum í Lord of the Rings, einfaldlega syndugt vegna þess að það girnist viðkomandi hluts sem er í eigu annars? Eða verður girndin aðeins að synd þegar viðkomandi framkvæmir áætluin sem stefnir að því að hluturinn eða sambandið skipti um eigendur?
Er hægt að stjórna eigin öfund? Er það hægt án þess að afstilla lísspekina alla, að forgangsraða gildismatinu á annan en efnislegan máta? Auðvelt er að öfunda fólk fyrir hluti sem það á, eða aðstæður sem það lifir við; en getum við öfundað annað fólk fyrir önnur gildi? Til dæmis kann ég ósköp vel að meta það að ég er ég sjálfur og ekki einhver annar. Gæti ég einhvern tímann öfundað einhvern annan fyrir það eitt að vera ekki ég? Ég held ekki.
Ég velti fyrir mér hvort að öfund feli í sér einhverja breytni, en tilfinning mín er sú að hún geri það ekki. Ef þessi tilfinning mín fyrir merkingunni á öfundarhugtakinu er rétt, þá er boðorðið í fyrirsögninni ósanngjarnt gagnvart mannlegu eðli. Ég held að það sé hverjum manni eðlilegt að þrá hluti og sambönd sem aðrir eiga, en að girnast nákvæmlega þann hlut og það samband sem viðkomandi á; það er synd.
Þrá er sterk löngun. Tilfinning mín fyrir hugtakinu segir mér að maður geti ekki þráð hluti eða skepnur; aðeins ímynd, breytni eða stöðu, en þessi tilfinning mín getur verið ónákvæm og öðrum fundist annað; þegar þrá verður aftur á móti gagnkvæm er komin forsenda fyrir ást. Ég get þráð það að ást mín verði endurgoldin, ég get þráð að verða heimsmeistari í skák. Ef ég segist þrá aðra manneskju, eins og svo oft kemur fram í ljóðum "ég þrái þig", þá held ég að þráin tengist frekar athöfnum og stöðu, eða ímynd, heldur en manneskjunni sjálfri.
Girnd er sterk löngun, sem felur í sér ætlun. Sá sem ætlar sér eitthvað vill eitthvað. Þarna blandast inn spurningin um vilja. Vilji maður framkvæma illt verk, er maður þá sjálfvirkt syndugur; eða er það ekki fyrr en verk fylgja viljanum sem syndin spilar inn í dæmið?
Ég held að engin synd eða röng breytni séu sjálfvirkt innifalin í öfund, illum vilja, girnd eða þrá. Slíkt er bara eðlilegur þáttur í mannlegri tilveru. Aftur á móti getur einstaklingur valið um hvort að hann láti eftir þessum hvötum, eða haldi aftur af þeim. Þar liggur munurinn á góðu og illu.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20 bestu bíólögin: 1. sæti, Always look on the Bright Side of Life - Life of Brian, 1979
1.6.2007 | 21:47
Brian fæddist í Betlehem á sama kvöldi og Jesús Kristur fæddist, bara hinu megin við hæðina. Hann lendir oft í því að fólk telur hann vera frelsarann sjálfan, enda fæddist hann undir Betlehemstjörninni og er jafnaldri Jesús. Hann gengur í gegnum mikla þrautagöngu þar sem alltof margir telja hann vera hinn gaurinn, en hann er aftur á móti viss um að svo sé ekki.
Ein besta gamanmynd sem gerð hefur verið, en hún gerir einatt mikið grín að skort á heilbrigðri skynsemi, blindri trú og fylgni, sama hver málstaðurinn er. Í lok myndar hefur Brian verið krossfestur, og það er þá fyrst sem hann fer að sjá spaugið í lífinu.
Það má nefnilega sjá bjartar hliðar á öllum málum, sama hverjar aðstæðurnar eru.
1. sæti, Always look on the Bright Side of Life - Life of Brian, 1979
2. sæti, Llorando - Mulholland Drive, 2001
3. sæti, Come What May - Moulin Rouge!, 2001
4. sæti, When She Loved Me - Toy Story 2, 1999
5. sæti, Unchained Melody - Ghost, 1990
6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994
7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987
8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961
9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965
10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985
11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992
12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978
13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969
14. sæti, Twist and Shout - Ferris Buellers Day Off, 1986
15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964
16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974
17. sæti, Footloose - Footloose, 1984
18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,
19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980
20. sæti: Old Time Rock and Roll úr Risky Business, 1983
Góða skemmtun!
20 bestu bíólögin: 2. sæti, Llorando - Mulholland Drive, 2001
31.5.2007 | 23:34
Mulholland Drive er ein af þessum myndum sem fólk annað hvort hatar eða elskar. Ég er í síðarnefnda hópnum. Rétt eins og Lost Highway er hún svolítið furðuleg, en það er ekki alltaf á hreinu hver aðalpersónan er; hvort að hún sé hún sjálf, einhver sem er að leika hana, eða einhver sem hún er að leika. Síðan birtast atriði í þessari mynd eins og þruma úr heiðskýru lofti, dæmi um eitt slíkt er eitt mest spennandi atriði kvikmyndasögunnar, sem gerirst um hábjartan dag á ósköp venjulegu kaffihúsi, en rétt eins og Llorando lagið, skiptir þversögnin í atriðun meira máli en atriðið sjálft, svo maður leyfi sér að vera svolítið þversagnakenndur sjálfur.
Atriðið á Winkie's (ekki lag):
Llorando er bein þýðing á upprunalegu útgáfu lagsins, Crying, með Roy Orbison. (Glámur leiðréttir mig fari ég með rangt mál). Það er margt merkilegt við þetta lag; í fyrsta lagi er það stórfurðulegt, en rödd söngkonunnar öðlist sjálfstætt líf þegar hún fellur í yfirlið; lagið smellpassar inn í kvikmyndina þar sem að það er jafn þversagnakennt og furðulegt og myndin sjálf, svo er það á spænsku, sem er stór plús fyrir mig.
Llorando (lagið):
2. sæti, Llorando - Mulholland Drive, 2001
3. sæti, Come What May - Moulin Rouge!, 2001
4. sæti, When She Loved Me - Toy Story 2, 1999
5. sæti, Unchained Melody - Ghost, 1990
6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994
7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987
8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961
9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965
10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985
11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992
12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978
13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969
14. sæti, Twist and Shout - Ferris Buellers Day Off, 1986
15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964
16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974
17. sæti, Footloose - Footloose, 1984
18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,
19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980
20. sæti: Old Time Rock and Roll úr Risky Business, 1983
Sancho númer tvö, Jailhouse Rock!
Góða skemmtun!
Kvikmyndir | Breytt 1.6.2007 kl. 07:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20. vinsælustu lögin - upphitun fyrir silfrið (21. sæti) - My Heart Will Go On - Titanic, 1997 og If I Can Dream með Elvis Presley og Celine Dion
31.5.2007 | 14:41
My Heart Will Go On með Celine Dion sló heldur betur í gegn þegar Titanic sökk ekki í bíó um árið. Ég á alltaf eftir að horfa á Titanic aftur, en varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum þegar ég sá hana í Háskólabíó um árið. Lagið klikkar samt ekki.
If I Can Dream er að slá í gegn þessa dagana, þar sem tæknin var skemmtilega notuð til að vekja sjálfan kónginn, Elvis Presley, aftur til lífsins - og syngja þau Celine Dion þetta lag af mikilli innlifun. Þetta er farið að hljóma mikið í útvarpinu þessa dagana, og því var ég forvitinn að kíkja á myndbandið úr American Idol þættinum þar sem þetta var flutt í fyrsta sinn. Stórskemmtilegt að notast svona við tæknina. Nú bíður maður bara eftir því að Freddy Mercury fari að syngja með hinum og þessum á sviðinu.
Góða skemmtun!
20 bestu bíólögin: 3. sæti, Come What May - Moulin Rouge!, 2001
30.5.2007 | 23:30
Bronsið!
Christian (Ewan McGregor) er bandarískur rithöfundur í París á því herrans eða frúar ári 1899, og á hann ekki bót fyrir rassinn á sér. Hópur furðulegra listamanna hvetur hann til að semja söngleik fyrir aðal skemmtistað Parísar á þessu tímabili: Moulin Rouge! Hann slær til.
Þegar Christian hittir Satine (Nicole Kidman) í fyrsta sinn fljúga á milli þeirra neistar. Það er ást við fyrstu sýn, og Christian skrifar söngleik innblásinn af Satine, en lögin eru öll úr poppheimi 20. aldarinnar. Tónlistin í Moulin Rogue! er sérlega skemmtileg og gaman hvernig popplög frá 8. áratugnum eru uppfærð (eða niðurfærð) í stíl Parísar 19. aldar.
Come What May er snilldarlag úr þessari stórgóðu mynd. Það er reyndar af mörgu að taka, en þetta lag situr fast í huga mínum.
3. sæti, Come What May - Moulin Rouge!, 2001
4. sæti, When She Loved Me - Toy Story 2, 1999
5. sæti, Unchained Melody - Ghost, 1990
6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994
7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987
8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961
9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965
10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985
11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992
12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978
13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969
14. sæti, Twist and Shout - Ferris Buellers Day Off, 1986
15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964
16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974
17. sæti, Footloose - Footloose, 1984
18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,
19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980
20. sæti: Old Time Rock and Roll úr Risky Business, 1983
Góða skemmtun!
Hér er myndbandið hans Sancho:
Þar sem að Spike er minn uppáhalds karakter úr sjónvarpsþáttum eða myndum, verð ég að setja inn myndband sem gerir honum aðeins betri skil. Ég játa að vampýrugervið er hryllilegt, en það er hins vegar 'örkin' sem hann gengur í gegnum og hvernig hann tjáir sig sem gerir hann að Blondie sjónvarpsins - en Blondie er náttúrulega mesti töffari kvikmyndasögunnar.
Skondið lag úr Buffy:
Annað skondið lag úr Buffy, sem er greinilega stolið úr Moulin Rouge laginu sem birtist hér fyrir ofan:
Kvikmyndir | Breytt 31.5.2007 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)