20. vinsælustu lögin - upphitun fyrir silfrið (21. sæti) - My Heart Will Go On - Titanic, 1997 og If I Can Dream með Elvis Presley og Celine Dion

My Heart Will Go On með Celine Dion sló heldur betur í gegn þegar Titanic sökk ekki í bíó um árið. Ég á alltaf eftir að horfa á Titanic aftur, en varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum þegar ég sá hana í Háskólabíó um árið. Lagið klikkar samt ekki. 

If I Can Dream er að slá í gegn þessa dagana, þar sem tæknin var skemmtilega notuð til að vekja sjálfan kónginn, Elvis Presley, aftur til lífsins - og syngja þau Celine Dion þetta lag af mikilli innlifun. Þetta er farið að hljóma mikið í útvarpinu þessa dagana, og því var ég forvitinn að kíkja á myndbandið úr American Idol þættinum þar sem þetta var flutt í fyrsta sinn. Stórskemmtilegt að notast svona við tæknina. Nú bíður maður bara eftir því að Freddy Mercury fari að syngja með hinum og þessum á sviðinu. Tounge

Góða skemmtun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Gaman að lesa þessa umfjöllun þína um kvikmyndalögin. Eigum greinilega sameiginlegan mikinn kvikmyndaáhuga. Alltaf gaman að spá þessum málum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.5.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband