20 bestu bíólögin: 6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994

Pulp Fiction er mögnuð bíómynd. Hún er troðfull af skrýtnum persónum sem allar smellpassa inn í sögur sem fléttað er saman af stakri snilld. John Travolta kom sterkur inn eftir mörg mögur ár, en hann hefur þó ekki verið að gera neitt sérlega glæsilega hluti eftir Pulp Fiction. Eins og í Grease og Saturday Night Fever, er besta atriðið sem John Travolta birtist í dansatriði.

Eitt mest spennandi atriði kvikmyndasögunnar er í Pulp Fiction þegar Butch, sem Bruce Willis leikur frábærlega, er á flótta undan mafíunni en áttar sig á að hann hefur gleymt heima hjá sér úri sem hann erfði eftir föður sinn.

Innblásið atriði í frábærri mynd!

 

6. sæti, You Never Can Tell - Pulp Fiction, 1994

7. sæti, Time of My Life - Dirty Dancing, 1987

8. sæti, Moon River - Breakfast at Tiffany's, 1961

9. sæti, Do Re Mi - The Sound of Music, 1965 

10. sæti, Wonderful World - Witness, 1985

11. sæti, Bohemian Rhapsody - Wayne's World, 1992 

12. sæti, Summer Nights - Grease, 1978

13. sæti, Raindrops Keep Fallin' On My Head - Butch Cassidy and the Sundance Kid, 1969 

14. sæti, Twist and Shout - Ferris Bueller’s Day Off, 1986

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

Góða skemmtun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott val, eins og í öðrum QT myndum spilar tónlistin mikla rullu.

6 sæti Sancho dregur fram músshíj hliðina á honum. Úr hinni stórgóðu og oft á tíðum vanmetnu mynd Highlander, Queen að gera góða hluti.

http://youtube.com/watch?v=BYOE_b4aYD0

kv. Sancho.

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 19:19

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Frábært lag Hafliði í góðri mynd sem var gerð að klassík fyrir það eitt að Queen samdi tónlistina fyrir hana. Ég skil ekkert í mér að hafa ekki valið þetta lag sjálfur, ég fékk gæsahúð.

Hrannar Baldursson, 27.5.2007 kl. 19:36

3 identicon

Sancho vill nú helst ekki vera valdur af einhverju gæsahúðapartýi úti í bæ , gott að þú ert ánægður með valið.

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 22:19

4 identicon

Ég rétt svo komst framhjá ruslpóstvörninni, eins gott maður sé góður í stærðfræði!

Þetta er náttúrulega frábært atriði en ég hef alltaf verið meira hrifinn af þessu atriðið hér (gæðin slæm):
http://youtube.com/watch?v=FjzoocTtPos
Það er eitthvað svo töff hallærislegt en þetta eru The Statler Brothers með Flowers On The Wall.

Takk fyrir góða síðu.

Örvar Steingrímsson (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 08:24

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Pulp Fiction er mögnum já!

Heiða Þórðar, 28.5.2007 kl. 12:49

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábær gullkorn sem þú dregur fram, Ferris Buellers er ótrúlega sterk í minningunni. Takk fyrir þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.5.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband