Die Hard 4.0 (2007) ***1/2

John McClane (Bruce Willis) hefur ekki lent í lífsháska í 12 ár. Hjónaband hans hefur flosnað upp, en hann gerir sitt allrabesta til að halda sambandi við dóttur sína og vera henni góður faðir. Hann er jafngóður faðir og lögga; brýtur allar reglurnar, er duglegur að koma sér í vonlausar aðstæður, en virðist alltaf finna einhverja leið á endanum. 

Kvöld nokkurt er McClane að fylgjast með og skipta sér af ástarmálum dóttur sinnar í New Jersey þegar yfirmaður hans hefur samband við hann og óskar eftir að hann handtaki tölvuhakkara og fari með hann til alríkislögreglunnar í Washington. Hann veit ekki að fjöldi hakkara hefur verið myrtur þennan sama sólarhring og að tölvuárás er í bígerð á helstu upplýsingakerfi Bandaríkjanna.


McClane er ekki fyrr búinn að finna hakkarann Matt Farrell (Justin Long) en kúlurnar byrja að fljúga, sprengjur að springa og líkamar að falla ofan á bíla. McClane sér að það er eitthvað meira á bakvið þennan hakkara en venjuleg handtaka, og leggur líf sitt í hættu til að verja líf hans og drepa nokkra vonda gaura í leiðinni.

Áhugaversta illmennið er Mai Lihn (Maggie Q) sem minnir svolítið á Hans Gruber úr fyrstu myndinni,  sérstaklega í síðasta atriði hennar, en aðalbófinn Thomas Gabriel (Timothy Olyphant) finnst mér standa sig frekar aumlega; eða lúmskt vel, því manni var farið að líka svolítið skemmtilega illa við hann í lokin.

Það sem kom mér mest á óvart er hversu smekklega Die Hard 4.0 er gerð (eða Live Free or Die Hard eins og hún heitir í Bandaríkjunum). Handritið er afar vel skrifað miðað við spennumynd og gaman að sjá Bruce Willis aftur í formi. Þetta er besta framhaldsmynd sumarsins til þessa. Þegar Brúsarinn byrjar að tala við sjálfan sig um leið og hann setur markið á að drepa ljótu kallanna, þá nær hann takti sem enginn annar leikari getur náð. 

Reyndar eru nokkur atriði hálf hallærisleg og virka einfaldlega ekki innan söguheims myndarinnar; eins og þegar illmenni sem er búið að skjóta fullt af saklausu fólki og kemur aftan að McClane, og ákveður þá að koma alltof nálægt honum, nógu nálægt til að McClane nái að grípa hann - afar heimskulegt. Og síðan finnst mér eltingarleikur trukks og sendibíls ekki ganga alveg upp - þar er hlutunum hagrætt aðeins og mikið til að hlutirnir gangi upp fyrir McClane. Það er reyndar ákveðinn húmor í því atriði sem vegur upp á móti heimskunni, og sérstaklega í einvígi McClanes á trukki og herþotu. Engin spurning hvor hefur betur á endanum. 

Annars er myndin filmuð með dempuðum litum og myndatakan frekar hrá. Mér fannst það passa ágætlega við söguna. Die Hard 4.0 hefur verið gagnrýnd helst fyrir að vera allt öðru vísi en hinar Die Hard myndirnar (eins og það sé slæmt), sem einkenndust af innilokunarkennd á lokuðum svæðum; en í þessari mynd fer McClane frá New Jersey til West Virgina og Washington; og mér finnst reyndar takast ágætlega að búa til innilokunarkennd, sem einkennist að því að tölvukerfi, og þar af leiðandi símar og ýmis nútímaþægindi hætta að virka.

Ég skemmti mér vel með John McClane og þætti gaman ef fimmta myndin væri gerð. Á meðan Bruce Willis heldur jafngóðu formi og hann er í núna, þá er um að gera að raða niður eins mörgum Die Hard myndum og mögulegt er. Að lokum:

Yippee Ki Yay Mo... - John 6:27


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er nú ekki neitt match fyrir Ernesto held ég ... þótt góður sé :p

kv-Doninn

Don jonh (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 03:00

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Nei nei nei. JH sjálfur!!! Gaman að fá þig á bloggið! Como te va?

Hrannar Baldursson, 30.6.2007 kl. 03:02

3 Smámynd: arnar valgeirsson

velkominn heim Hrannar og ég vona að draumurinn um að taka á móti peningi vegna heimsmeistaratitils eigi eftir að rætast...

held hreinlega að maður kíki á Willisinn því flestir virðast mjög ánægðir - eða á ég að segja flest fólk virðist ánægt..... - með myndina.

annars benti ég þér á bókina "kertin brenna niður" eftir sándor márai hér fyrir nokkru. mín uppáhalds og fyrir utan hvað hún er flott skrifuð þá er heilmikið af heimspekilegum pælingum i henni. hef verið að setja nokkrar færslur hjá mér um bókina og nú síðast höfundinn.

sá ekki betur, hér efst, að drengnum þætti gaman að lesa, tefla og horfa á bíómyndir. líka að hugsa og læra!!!

arnar valgeirsson, 30.6.2007 kl. 10:12

4 identicon

Hann er ekki jafn fríður og í fyrri myndunum :P

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 12:38

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Brúsi er eilífðar töffari  takk fyrir færsluna Hrannar.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 13:08

6 Smámynd: Alvy Singer

Brúsi á nú alveg skilið, 3 og hálfa fyrir þessa.

Alvy Singer, 2.7.2007 kl. 03:32

7 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Sá Die Hard 4, í gærkvöldi. Flott action mynd og Brúsi stendur alltaf fyrir sínu, hann er flottur töffari.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 7.7.2007 kl. 20:50

8 identicon

Flott umsögn hjá þér en upphafsatriðið með heimsókn ofurlöggunnar til hakkarans er svoldið...bendi aðeins á það hér:

http://blog.central.is/sir-magister/index.php?page=comments&id=3132150#co 

Kári Elíson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband