Virka silfurkúlur?

Talað er um "silfurkúlur" í viðskiptaheiminum þegar talað er um að leysa mörg mál með einni lausn. Hjá öflugri fyrirtækjum er ekki aðeins litið á silfurkúlur með efasemdaraugum, heldur djúpri tortryggni, því að stjórnendur vita að silfurkúlur eru stórhættuleg fyrirbæri sem eiga til að springa í byssunni. Það er líka talað um að silfurkúlur geti drepið varúlfa og önnur skrímsli. Verðtryggingin er slíkt skrímsli og ESB er silfurkúla. Silfurkúlur eru því miður skáldskapur. Ekkert annað. Innantóm von. Einhvers konar trúarbrögð. Jafnvel gervivísindi.

Öðru hverju birtist svona silfurkúlulausn við öllum vandamálum ákveðins mengis. Stundum samþykkja stjórnendur að láta reyna á hana, en á endanum reynist hún ekki áhættunnar virði, bæði virkar hún ekki eins og hún átti að virka og var þar að auki margfalt dýrari en gert var ráð fyrir. Og eftirá sjá allir hvað hugmyndin var absúrd og sjá eftir að hafa ekki farið hófsamari og skynsamlegri leiðir að markmiðunum, leiðir sem hefðu kannski kostað meiri vinnu en upphafleg áætlun, en skilað árangri.

Þetta er þekkt. Þetta er vitað. Þetta er alltaf að gerast. Og gerist enn.

Hin íslenska ríkisstjórn boðar lausn allra vandamála með inngöngu í ESB. Innganga í ESB á ekki bara að uppræta alla spillingu á Íslandi, hún á líka að breyta krónunni í evrur og uppgufun krónunnar á að leysa verðtryggingarbölið. Þetta hljómar eins og draumur. Sannfærandi draumur. En trúðu mér, þetta er lítið annað en blekking sem heldur að hún sé draumur.

Því miður er inngöngumiðinn í ESB farin að hljóma eins og silfurkúla, og er ég hræddur um að ríkisstjórnin, vegna síns afar takmarkaða og þrönga hugsunarhátts, muni sitja með hendur í skauti alla tíð og kenna síðan einhverju tilfallandi um þegar vandamálin leysast ekki af sjálfu sér hvort sem að innganga í ESB verður að veruleika eða ekki. Hugsanlega verður Davíð kennt um. Það hefur virkað ágætlega undanfarið að kenna Dabba um allt sem farið hefur úrskeiðis. Davíð og sjálfstæðisflokkurinn eru nefnilega svona andsilfurkúlur, það sem skapað hefur öll vandamál nútímans. Þannig hugsa einfeldingar. Þannig líður þeim vel. Reikna ég með.

Það er sorglegt að sjá hvernig lýðskrumarar og pólitíkusar tala í skyndilausnum, en virðast gleyma að velta fyrir sér raunhæfum markmiðum og hvernig ólíkar lausnir geta tekið á þeim. Það er fáránlegt að festa sig við eina lausn þegar hugsanlegar lausnir eru fjölmargar, og margar sjálfsagt betri og auðveldari en þessi eina stóra. 

Allt sem þarf til er vilji, skynsemi og smá mannúð. Frá fólkinu sem ræður. Og að þau fatti að silfurkúlur eru skáldskapur sem ekki virka í veruleikanum og að ESB er silfurkúla sem mun aldrei virka til að leysa öll vandamál.

Aftur á móti er ég ekki á móti ESB. Ég tel skynsamlegt fyrir Íslendinga að ganga í ESB, einfaldlega vegna þess að verðmætum og auðlindum er ekki skipt á réttlátan hátt heima fyrir, og tel að með veru í ESB hefðum við fleiri verkfæri til að taka á vandamálum - en það þýðir ekki að þessi verkfæri séu ekki til staðar í dag, bara í öðru formi. Þessi verkfæri eru falin eða hunsuð til þess að þvinga þjóðina til að samþykkja ESB umsókn.

Það er ranglát leið, sviksamleg og fölsk.


Þjóðaratkvæðagreiðsla um verðtryggingu?

Ég hef hlustað á rök með og á móti verðtryggingunni, og heyri samhljóm með ICESAVE málinu. Vilhjálmur Bjarnason lét jafnvel út úr sér í Kastljósþætti að verðtryggingin væri réttlát. Ég hefði haldið að hvert einasta mannsbarn sæi ranglætið í þessu, og get...

Gylfi Magnússon: Verðtrygging lána bönnuð víða um heim vegna baráttu gegn verðbólgu

Gylfi Magnússon, helsti hagfræðigúrú ríkisstjórnarinnar og fyrrverandi ráðherra, var virtur fræðimaður áður en hann fór í stjórnmál. Hann varð gífurlega vinsæll á meðal almennings eftir að hann hélt ræðu á mótmælafundi og ljóst að honum var ekki sama um...

Ísland eina landið í heiminum sem tryggir skuldir heimilanna?

Jóhanna Sigurðardóttir fjallar um efnahagsleg rök, sanngirni og verðtrygginguna. Loksins. Eða hvað? Smelltu á myndina til að stækka hana.

Afnema verðtrygginguna?

Afnema verðtrygginguna. Afnema verðtrygginguna. Afnema verðtrygginguna. Er ekki sagt að séu hlutirnir endurteknir nógu oft verði þeir að veruleika? Afnema verðtrygginguna. Afnema verðtrygginguna. Afnema verðtrygginguna.

Hin fordómafulla manneskja

Fordómar eru þegar manneskja hefur skoðun á heiminum, skoðun sem hafin er yfir allan vafa og getur í hennar huga ekki verið annað en hin eina heilbrigða leið til að sjá heiminn, skoðun sem er fullmótuð og getur ekki lengur vaxið. Hún er stopp. Hin...

Samúðarkveðja til Norðmanna

Dagurinn í dag er sorgardagur. Í gær létu sjö manneskjur lífið þegar sprengja sprakk í miðborg Osló, og gríðarlegur fjöldi særðist. Fyrst datt mér í hug að þetta væri hryjðuverk frá Al-Queda vegna stríðsins í Líbýu. Því get ég ekki neitað. Stuttu síðar...

Greiðsluvandi heimila og velferðarráðuneytið: "Eru lánþegar bara fáfróðir vitleysingar?"

110% leiðin hljómaði vel í upphafi: Að lán sem hvílir á heimili verði lækkað niður í 110% af fasteignamati. Þetta hljómar vel. Veruleikinn er annar. Allt annar. Í fyrsta lagi, þá er þetta ekki jafn einfalt og það hljómar, því að lánveitandi (banki) hefur...

Vinstri-hægri einstefna í báðar áttir?

Hægri-vinstri stjórnmál liðu undir lok við fall Berlínarmúrsins... hélt ég. Þar til núverandi ríkisstjórn tók völdin á Íslandi. Hún er sönn vinstristjórn. Lengst til vinstri. Virðist sama um allt nema fá að stjórna villta vinstrinu. Styður samt...

Af hverju að segja verðtryggingu stríð á hendur?

Kúgun er samnefnari yfir þá upplifun sem sérhver þjóð hefur upplifað fyrir allsherjar byltingu. Franskir borgarar upplifðu kúgun aðalsins fyrir frönsku byltinguna. Kúbverjar upplifðu kúgun áður en Castro og Che gerðu þar uppreisn. Blökkumenn upplifðu...

Heilaþvegið Ísland?

Heilaþvott þjóðar má kalla það fyrirbæri þegar mikið af vel menntuðu fólki flytur úr landi á stuttum tíma. Ástæður heilaþvotts eru yfirleitt af tvennu tagi: annars vegar eru aðstæður í heimalandi viðkomandi óaðlaðandi eða mikið af freistandi tækifærum í...

Super 8 (2011) **

"Super 8" er samvinnuverkefni á milli Steven Spielberg og J.J. Abrams sem er frægastur fyrir að vera maðurinn á bakvið sjónvarpsþættina "Lost" og "Alias", sem og kvikmyndanna "M-III" og "Star Trek". Abrams notar óspart sviðsetningu úr ævintýramyndum...

Er íslenska hagkerfið ennþá að hrynja, hægt og hljótt?

Fjármálastofnanir svindluðu grimmt og sköpuðu sér gríðarlegan sýndargróða, bæði með því að fjármagna eigið féð á ólögmætan hátt og með því að taka stöðu gegn krónunni árið fyrir október 2008. Um þessar forsendur má lesa hér í afar góðri grein í...

Eru bankar að reikna verðtryggð lán ólöglega?

Áhugavert viðtal á Bylgunni í morgun við formann Hagsmunasamtaka Heimilanna, Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur, þar sem hún fullyrðir að reikningsaðferðir banka á verðtryggðum lánum standist ekki lög. Hlustaðu með því að smella hér...

X-Men: First Class (2011) **1/2

"X-Men: First Class" er margfalt betri kvikmynd en hin hryllilega "Thor" sem kom út fyrr í sumar. Persónusköpunin er góð, og sagan er ágæt, en allra best er illmennið sem Kevin Bacon leikur með stæl. Til að gera stutta sögu styttri, þá hefur nánast allt...

Tvífari Jóns Bjarnasonar ráðherra

Í gær varð mér á að hlusta á þessa ræðu Jóns Bjarnasonar ráðherra . Mér varð hugsað til annarrar ræðu sem ég heyrði fyrir nokkrum árum og ákvað að rifja hana upp. Ég skrifa þetta ekki af illkvittni. Það býr ekki vottur af slíkum tilfinningum innra með...

Hefur þú viðurkennt ósigur þinn gagnvart stjórnmálakerfinu?

Þessa dagana heyrist lítið annað en hvað allt gengur ljómandi vel á Íslandi. Þessi fögnuður hljómar svolítið grunsamlega, rétt eins og þegar allt var í ljómandi lukku rétt fyrir búsáhaldabyltinguna. Þá var verið að mæla fyrir að áfengi yrði flutt í...

Fast Five (2011) ***1/2

Framhaldsmynd númer fjögur hefur engan rétt til að vera betri en myndir 1-4. Ég man ekki til að slíkt hafi áður gerst í kvikmyndasögunni, en "Fast Five" tekst það sem engri kvikmynd hefur áður tekist; að rúlla upp fyrirmyndunum á stórskemmtilegan hátt....

Source Code (2011) ****

Tímaflakkstryllirinn "Source Code" hefði getað heitið "Quantum Leap: The Movie" og sjálfsagt fengið betri aðsókn fyrir vikið. Hún er skemmtilegur og vel gerður samtíningur úr snilldar kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Það má segja að umgjörðin komi úr...

Verður heimsendir í dag klukkan 18:00?

Spá- og útvarpsmaðurinn Harold Camping segir að í dag, 21. maí 2011 sé dagurinn sem fólk verður valið í lið með eða á móti Guði. Síðan verður heimsendir eftir fimm mánuði 21. október 2011. Ég velti fyrir mér hvernig hinir útvöldu munu vita um valið, og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband