Gylfi Magnússon: Verðtrygging lána bönnuð víða um heim vegna baráttu gegn verðbólgu

Gylfi Magnússon, helsti hagfræðigúrú ríkisstjórnarinnar og fyrrverandi ráðherra, var virtur fræðimaður áður en hann fór í stjórnmál. Hann varð gífurlega vinsæll á meðal almennings eftir að hann hélt ræðu á mótmælafundi og ljóst að honum var ekki sama um heimilin í landinu. Síðan varð hann ráðherra. Við vitum hvað gerist þegar góð manneskja fær of mikil völd alltof fljótt. 

 

Smelltu á myndina til að skoða grein Gylfa Magnússonar á Vísindavefnum.

verdtrygginggylfim.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Lögbundin raunávöxtunarkrafa upp á 3,5% og verðtrygging á lífeyrissgreyðslur lífeyrissjóðanna er drifkrafturinn að verðbólgu og háum nafnvöxtum enda fer fram gríðarleg peningaprentun í gegnum þessa sjóði í hverjum mánuði sem getur ekki annað en skapað aukna verðbólgu og óstöðugleika með ruðningsáhrifum sínum.

Sjóðirnir eru líklega orðnir allt of stórir fyrir Ísland sérstaklega þar sem gríðar stórt bankakerfi þrífst í kjölsoginu á sjóðunum sem miða allt sitt vaxtastig við þessi 3,5% raunávöxtunarkröfu sjóðanna.

Stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands er bara að pissa upp í vindinn og eykur á vandamálið enda virka þeir ekki í verðtryggingarhagkerfi.

Hagfræðingar Íslands virðast allir nota sömu skólabækurnar sem eru ekki hannaðar fyrir þessar aðstæður. Líklega er þörf er á sértækum lausnum fyrir okkar verðtryggða hagkerfi.

Eggert Sigurbergsson, 19.8.2011 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband