Verður heimsendir í dag klukkan 18:00?

Teachings_of_Jesus_38_of_40._the_rapture._one_in_the_field._Jan_Luyken_etching._Bowyer_Bible

Spá- og útvarpsmaðurinn Harold Camping segir að í dag, 21. maí 2011 sé dagurinn sem fólk verður valið í lið með eða á móti Guði. Síðan verður heimsendir eftir fimm mánuði 21. október 2011. 

Ég velti fyrir mér hvernig hinir útvöldu munu vita um valið, og hvort þeir hafi eitthvað um það að segja. Fá þeir upplýsingar í tölvupósti, með bréfi eða símhringingu, eða verða þeir bara numdir á brott án vitneskju þegar að dómsdegi kemur? Heimsækir þá kannski engill sem segir þeim fréttirnar eða dregur þá í burtu með valdi?

Camping segir engan vafa leika á að þetta sé staðreynd. Hann virðist gleyma því að þegar enginn vafi leikur á einhverju, það er einmitt þá sem eitthvað er líklega ekki rétt. Sé eitthvað 100% öruggt, er ég viss um að það sé hugarburður. Ég er viss um það.  Af prinsippástæðum ekki nema 99.99% viss.

Þetta á að gerast kl. 18:00 á staðartíma um allan heim. Ég velti fyrir mér hvað verður um fólkið sem er að ferðast á milli tímasvæða í flugvél, bíl eða jafnvel gangandi. Verður það kannski valið tvisvar? Það væri frekar svalt. Halo

Hann kallar þetta fyrirbæri "The Rapture"

Harold_Camping_2011

Taka má fram að Harold Camping er fæddur árið 1921 og hugsanlega meinar hann bara að hans eigin heimur sé kominn á endastað, enda næstum níræður kallinn, og þetta sé allt myndlíking um hans eigin hvarf úr þessum heimi og von um að hann lendi á góðum stað. Kannski er dagurinn í dag sá dagur sem hann sjálfur sættir sig við að lífið varir ekki að eilífu og að hann hverfi frá þessum heimi á árinu.

Hins vegar "rök"styður hann staðfestu sína með eftirfarandi "rökum". Upplýsingarnar hefur hann úr Biblíunni.

Ég leyfi mér að birta þessi "rök" á ensku og tek þau beint úr Wikipedia. Að þýða þessi "rök" er í raun að gefa þeim of mikla athygli.

  1. The number five equals "atonement", the number ten equals "completeness", and the number seventeen equals "heaven".
  2. Christ is said to have hung on the cross on April 1, 33 AD. The time between April 1, 33 AD and April 1, 2011 is 1,978 years.
  3. If 1,978 is multiplied by 365.2422 days (the number of days in a solar year, not to be confused with the lunar year), the result is 722,449.
  4. The time between April 1 and May 21 is 51 days.
  5. 51 added to 722,449 is 722,500.
  6. (5 × 10 × 17)2 or (atonement × completeness × heaven)2 also equals 722,500.

Það er ekki oft sem eitthvað kemur fram í þessu heimi sem ég get skilgreint sem algjört bull. En þessi kenning kemur ansi nálægt því

 

Led+Zeppelin+stairway+to+heaven

Það er í sjálfu sér dapurt að við öll verðum öll einhvern tíma að deyja, og þar sem ég er 100% viss um að það sé satt, hlýtur, samkvæmt mínu eigin prinsippi, eitthvað að vera athugavert við þessa sannfæringu. 

Við vitum ekki hvað dauðinn er. Það eina sem við vitum er að það verður mikil breyting á lífi okkar. Líkaminn mun hætta að virka. Nákvæmlega ekki eins og þegar við sofum.

Við vitum ekki hvað tekur við. Auðveldast er að gera ráð fyrir að ekkert taki við. Hvað verður um alla þá upplifun sem við búum yfir eftir þetta líf? Gufar hún bara upp? Verður hún að engu? Hvað er þetta ekkert sem tæki við? Það sem tekur við eftir lífið er eitt af þeim mest spennandi fyrirbærum sem ég hef ekki enn upplifað, og spurning hvort maður hafi tíma til að vera hissa þegar kemur að því. 

Það má ekki gleyma því að þegar við hugsum fyrirbærin of stórt, þá getum við tapað sýn á því sem skiptir meira máli. Í mínu tilfelli er það að tryggja börnum heimsins möguleika á góðu og farsælu lífi, með fókus á mín eigin börn. Því hvernig getur maður bætt heiminn án þess að rækta eigin garð?

 

Upplýsingar: Wikipedia: 2011 end times prediction


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Einarsson

Þegar flautur almannavarna byrjuðu að flauta núna um klukkan 10 hélt ég að það væri komið að þessum mikla atburði. Mínútu síðar voru þær þagnaðar og sólin skein í heiði. Líklegast verður maður að bíða þar til klukkan 18:00.

Stefán Einarsson, 21.5.2011 kl. 09:53

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Einhverjir upplifa örugglega heimsendi í dag, það er alltaf einhverjir að kveðja og stundum er það á við heimsendi að syrgja og sakna. En lífið heldur áfram hér eða þar :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 21.5.2011 kl. 12:07

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ef þetta er kl- 18. Þá ætti þetta að vera byrjað sumstaðar. Hvar ættli við séum í röðinni, eru margir á eftir okkur?) Ásdís Sigurðardóttir!! Ég ættla að halda mér við sömu skoðun og þú!!

Eyjólfur G Svavarsson, 21.5.2011 kl. 12:58

4 Smámynd: Ómar Ingi

Minnir mig alltaf á konuna hérna heima sem spáði einhverjum svaka jarðskjálfta sem átti að leggja allt í rúst á einhverjum vissum tíma , ekkert gerðist og aðspurð hvað hefði nú orðið um járðskjálftan svaraði konan  Bíðiði bara hann kemur.

Maður getur ekkert klikkað með svona spádómsgáfu

Ómar Ingi, 21.5.2011 kl. 14:47

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég tilkynni hér með að klukkan er orðin 18.00 hérna í Noregi. Þessi heimsendir var magnaður. Algjörlega ósýnilegur og ósnertanlegur. Það var eins og þessi dagur væri alveg eins og allir aðrir dagar.

Hvílík snilld!

Hrannar Baldursson, 21.5.2011 kl. 16:15

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessar heimsendaspár minna mig á Íslensk kosningaloforð. Hljómar vel fyrir kosningar og svo skeður ekkert eftir á...tómt plat...

Óskar Arnórsson, 21.5.2011 kl. 18:35

7 identicon

Svo kom bara eldgos um 18 leytid..haha

maria (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 20:06

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Einn vinur minn frá Bandaríkjunum leiðrétti mig um kl 17:00 að íslenskum tíma í dag, og sagði mér að Camping hefði spáð fyrir um a.m.k. tvo náttúrulega atburði sem tákn um að "The Rapture" væri hafið og að það gerðist klukkan 18:00 að staðartíma.

Nú byrjaði eldgos með jarðhræringum um kl. 18:00 í dag. Þá er bara að bíða og sjá hvort eitthvað gerist á Hawaii eða annars staðar kl. 18:00 að þeirra tíma í dag. 

Þó að ég trúi að þetta sé tilviljun, þá er þetta ansi írónísk tilviljun að byrji að gjósa á Íslandi akkúrat núna.

Hrannar Baldursson, 21.5.2011 kl. 21:53

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Skyldi þessi "spámaður" trúa því að hann sé einn af hinum útvöldu   Enginn lifir lífið af, það eru gömul og ný sannindi. En að allir deyi sama daginn, og það í heimsendi? 

Ja, það er ekki öll vitleysan eins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2011 kl. 00:21

10 identicon

Málið er að þessi karl er alveg jafn ruglaður og þeir sem skrifuðu biblíu.
Þeirri staðreynd er ekki hægt að komast undan.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband