Hefur þú viðurkennt ósigur þinn gagnvart stjórnmálakerfinu?

Þessa dagana heyrist lítið annað en hvað allt gengur ljómandi vel á Íslandi. Þessi fögnuður hljómar svolítið grunsamlega, rétt eins og þegar allt var í ljómandi lukku rétt fyrir búsáhaldabyltinguna. Þá var verið að mæla fyrir að áfengi yrði flutt í verslanir, en í dag fyrir að sígarettur fari í apótekin. Þessir blessuðu stjórnmálamenn á þingi virðast algjörlega búnir að tapa áttum. Þeim má þó hrósa fyrir súrrealískt ímyndunarafl.

Af hverju var kerfinu ekki bylt eftir "byltinguna"? Það eina sem gerðist var að nýir tækifærissinnar tóku við ónýtu kefli og tóku á rás - í þetta sinn innrás frekar en útrás. Það þarf að taka til. Ekki með því að moka drasli út úr húsi og svo aftur inn. Það þarf að rífa niður kofann og byggja nýjan.

Alþingiskosningar eru brandari í dag. Hafa verið það frá því ég man eftir mér. Hinn almenni þegn hefur ekkert raunverulegt vald. Valið stendur um flokka. Fólk í þessum flokkum gefur fögur loforð. Þessi flokkur er kosinn. Til að ná völdum þarf flokkurinn að fórna einhverjum loforðum sínum, þannig að eftir stendur flokkur sem fólk hefði aldrei kosið. Varla er ég sá eini sem sér þetta sem sturlun?

Stjórnmálastéttin er með allt á hælunum. Jafnvel stjórnmálaþingið varð að stjórnmálaráði, fyrirbæri sem þing getur feykt á brott með einu pennastriki. Fólk  hefur sest í valdastóla sem einungis komst í þá vegna loforða um að slökkva elda og taka til, en hefur þess í stað bætt olíu á eldinn og rústað því sem eftir stóð. Eftir stendur uppgefið fólk í rjúkandi rústum.

Gjáin á milli lánþega og eigenda hefur breikkað með stuðningi ríkisstjórnar við fjármagnseigendur, endursölu á bönkum og þögulli leynigreiðslu til kröfuhafa sem þjóðin hefði þurft að samþykkja. Þjóðin vaknaði þegar ICESAVE málið kom fram, en nú hefur annað sambærilegt mál komið fram, og ríkisstjórn bæði búin að borga og samþykkja án þess að nokkur hafi fengið tækifæri til að benda á að íslensk heimili áttu þennan pening og honum fleygt úr landi í stað þess að mæta þörfum þeirra sem eru læstir inni í brennandi heimilum sínum.

Þeir sem á þingi sitja eiga það flestir sameiginlegt að vera fjármagnseigendur og þau kalla lánþega enn hinu niðrandi heiti "skuldara". Hringir það engum viðvaranabjöllum að heil stofnun var stofnuð með þessu níðingsnafni?

Lánþeginn hefur tekið á sig alla ábyrgð á forsendubrestum, og sumir leyst út allan séreignarsparnað til að sjá fyrir sér og sínum - og stjórnmálastéttin ber sér á brjóst og hreykir sér hátt af sýndarleiknum sem hún hefur staðið fyrir. Á meðan hefur fjármagnseigandinn tekið eitthvað á sig, en í engum líkindum við það sem hrunið hefur yfir lánþega.

Sér enginn að búsáhaldabyltingin misheppnaðist? Sér enginn að það var bara skipt um skaft á skóflu, í stað þess að skipta um skóflu?

Er engin leið út úr þessu sviksamlega og spillta kerfi sem ræður öllu á Íslandi í dag?

 

 

 

 

Ég vil benda á að Facebook síðuna: Stopp!! Hingað og ekki lengra, fyrir fólk sem vill láta í sér heyra og stoppa þann ófögnuð sem er í gangi, miðvikudaginn 8. júní kl. 16:00-23:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála þessu hjá þér

Óskar Þorkelsson, 2.6.2011 kl. 08:23

2 identicon

Þú ert ekki einn um þessa skoðun, meiri hluti þjóðarinnar situr eftir sár og vonsvikinn með stöðuna og vonleysið. En góð grein.

Leiðin út úr þessu spyrð, þú. Hún er sú að aðskilja algerlega framkvæmdarvald og löggjavarvald með því að forseti skipi ráðherra faglega sem ekki eru þingmenn og þingið sé í því að setja lög. Það er ekki flóknara en það. Ef menn hefðu farið eftir núverandi stjórnarskrá hvað þetta varðar væru hlutirnir í lagi, í stað þess að láta flokkana taka völdin af forseta.

Olafur Örn (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 08:44

3 identicon

Sæll, alveg er ég sammála þér. Vandamálið er bara að stjórnmálamenn bera enga virðingu fyrir kjósendum sínum, enda af hverju ættu þeir að gera það? Kjósendur láta vaða yfir sig.

Á Íslandi hefur aldrei verið gerð blóðug bylting og þess vegna bera þeir enga virðingu fyrir kjósendum. Lygar þeirra hafa engar afleiðingar. Byltingar báru árangur í Evrópu fyrir 100-200 árum vegna þess að þær urðu grófar og blóðugar þegar almenningur hafði fengið nóg.

Nei, það er kominn tími til að skjóta nokkra pólitíkusa, helst einn úr hverjum flokki. Þá færu þeir kannski að standa við loforðin sín.

Svo það má segja að Íslendingar geti sjálfum sér um kennt að sitja uppi með lygara og þjófa á alþingi.

Larus (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 08:52

4 Smámynd: Tómas Þráinsson

Það væri kannski ráð að senda alla handrukkara landsins í heimsókn inn á hið háa Alþingi, sem og Stjórnarráðið, og taka svolítið til þar. Þá kannski fengju þeir hvíldardvölina sem þeir þurfa á Litla-Hrauni, því ekki fara þeir þangað fyrir ofbeldi gegn almenningi, ekki frekar en ráðherrar og þingmenn.

Tómas Þráinsson, 2.6.2011 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband