Ný kvikmyndasíða

Ég hef lengi tamið mér að skrifa um allar kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem ég sé, og allar bækur sem ég les. Þetta hvetur mig til að vanda valið á afþreyingarefni og gefur því nýja vídd, því alltaf virðist ég uppgötva eitthvað nýtt þegar ég skrifa.

Síðasta árið hef ég skrifað töluvert af kvikmyndagagnrýni á moggabloggið við afar góðar viðtökur, og komist í kynni við fleira fólk sem hefur gaman af að pæla í bíómyndum. Þetta hefur orðið til þess að á mannafundum finnst alltaf eitthvað umræðuefni, ef ekki yfir borðinu, þá af blogginu. Sem er gaman.

En nú hef ég ákveðið að venda mínu kvæði í kross og skrifa gagnrýni á ensku. Mig langar til að stækka lesandahópinn um leið og ég æfi mig við að hugsa og skrifa á ensku. Að sjálfsögðu mun ég samt halda áfram að blogga á íslensku, en líklega ekki jafnmikið um kvikmyndir og áður.

Ég keypti mér enn eitt lénið hjá snilldarfyrirtækinu Lunarpages fyrir síðuna Seen This Movie! og hef þegar birt þar nokkra dóma um sumarmyndirnar í ár, sem og aðrar ágætar kvikmyndir. Ég á eftir að þróa síðuna töluvert áfram, en held að þetta sé fínt upphaf.

Kíktu á þetta hafirðu áhuga.

 

Sumarmyndirnar sem ég hef rýnt eru þessar:

Get Smart (2008) ***1/2

The Incredible Hulk (2008) ***

Kung Fu Panda (2008) ***1/2

The Happening (2008) **


Sleggjudómur Stefáns Friðriks Stefánssonar: "Eitthvað stórlega vantar á siðferði þeirra sem starfa í bandarískum skólastofnunum."

Stefán Friðrik Stefánsson skrifar grein um kynlífshneyksli við Bandarískan skóla þar sem að 25 ára kennari stakk af með nemanda sínum (hugsanlega 13 ára) yfir landamæri Mexíkó. Einnig nefnir hann tvö önnur dæmi, án þess að greina nánar frá þeim....

Af hverju er eldsneyti allt í einu orðið svona dýrt?

Þegar ég var í Bandaríkjunum síðustu tvær vikurnar spurði ég marga þessarar spurningar. Margir ypptu öxlum og svöruðu: "Bush". Aðrir héldu því fram að þetta væru aðgerðir sem tengdust spákaupmennsku í fjármálaheiminum. Spáum aðeins í þetta. Í...

Hvernig verður Ísland eftir 100 ár?

Lesendur þurfa ekki að svara öllum þessum spurningum, en gaman væri að fá einhverjar pælingar í gang. Verður betra eða verra að vera Íslendingur eftir 100 ár? Hvernig verður heilsa, menntun, iðnaður, fjármál og viðskipti eftir 100 ár? Verður Ísland enn...

Get Smart (2008) ***1/2

Maxwell Smart (Steve Carell) þráir að vera njósnari. Reyndar starfar hann fyrir leyniþjónustu sem aðal samtalsgreinir stofnunarinnar, en skýrslurnar sem hann skrifar eru það nákvæmar að enginn nennir að lesa þær. Hann fær toppeinkunn í njósnaraskólanum...

Samkvæmt þinni reynslu, hvort er betra að búa á Íslandi eða í útlöndum?

Ég hef heyrt fjölmarga halda því fram að betra sé að búa á Íslandi en í útlöndum, en margir af þessum fjölmörgu hafa ekki upplifað hvað það er að búa í öðru menningarsamfélagi, í annarri menningu, með öðru tungumáli. Það er mjög spennandi að búa í ólíku...

Gætir þú hugsað þér að flytja erlendis fyrir ástina?

Hugsaðu þér að þú elskir manneskju sem er ekki sömu þjóðar og þú. Værir þú til í að flytja erlendis til að vera með viðkomandi til frambúðar þó að það gæti þýtt að þú komir lítið til með að hitta eigin fjölskyldu og vini í framtíðinni, læra nýtt tungumál...

The Incredible Hulk (2008) ***

Bruce Banner (Edward Norton) starfar við gosdrykkjaframleiðslu í Brasilíu þegar hann sker sig og dropi af blóðinu hans ógurlega lendir ofan í gosflösku sem síðar er flutt til Bandaríkjanna. Þegar Ross hershöfðingi (William Hurt) berast fréttir um...

Hvaða hugmyndir hafa bandarískir unglingar um ísbjarnarmálið?

Nemendur mínir í Nebraska heyrðu um ísbjörninn í Skagafirði og vildu fá að koma nokkrum spurningum og athugasemdum á framfæri til Íslendinga og íslenskra stjórnvalda. Þetta eru góðar athugasemdir sem ég held að séu vel virði að skoða. Hafa Íslendingar...

Kung Fu Panda (2008) ***1/2

Pönduna Po (Jack Black) dreymir um að verða Kung Fu meistari, en trúir ekki að hann geti orðið það, enda feitur, latur og þungur. En þegar hann er valinn af skjaldbökunni Oogway (Randall Duk Kim) til að verja þorpsbúa gegn hinum illa tígrisketti Tai Lung...

Hellislíkingin, heimspeki menntunar og það sem þú færð aldrei að vita nema þú leggir þig eftir því

Í gærmorgun lásum við hellislíkingu Platóns og ræddum út frá henni um eðli menntunar. Mikið var furðað sig yfir hversu erfitt það getur verið að koma mikilvægri þekkingu til skila eftir að við höfum lært hana, því að erfitt er að fá fólk til þess...

4 unglingar drepnir af stormsveipi í Iowa, grundvöllur trúarbragða rakinn og ræddur, auk þess að Don Hrannar keppti í blaki

95 unglingar á aldrinum 13-18 ára dvöldu í sumarbúðum þegar einn mesti stormur síðustu ára skall á í gærkvöldi. Stormsveipur snerti land og rústaði skála drengjanna þannig að 40 slösuðust en 4 létust. Þetta gerðist í Iowa, fylki sem tengir saman Nebraska...

Stjórnmálaheimspeki og keila

Í gærmorgun lásum við úr Politics eftir Aristóteles og fjölluðum um hvernig samfélög verða til, og um stjórnskipun, hvort að stjórnmálamenn væru líklegri til að stela og ljúga til að ná völdum, eða fara heiðarlegu leiðina. Unglingarnir sögðu að...

Hvaða tónlist á ég að spila fyrir bandarísk ungmenni?

Í morgun spilaði ég lagið 'Congratulations' fyrir unglingana sem ég er að kenna rökfræði og heimspeki hérna í Nebraska. Þau höfðu aldrei heyrt þetta lag og aldrei nokkurn tíma heyrt minnst á Cliff Richards. Ég prófaði líka að spila fyrir þau Summer...

Ég bið að heilsa, ljóðasamkeppni fyrir framan áheyrendur, heimspekinámskeið og skemmtilegur smábær í miðjum Bandaríkjunum

Holdrege er svolítið skemmtilegur bær. Ég hef heimsótt hann á hverju sumri síðustu 15 ár, til að kenna þar rökfræði. En þar sem ég má ekki fá greiðslu fyrir þetta, lít ég á þetta sem sumarfrí og tækifæri til að fríska mig við þegar kemur að gagnrýnni...

Í gær keyrði ég gegnum þrumuveður og flóð í Iowa

Á ferð minni um Bandaríkin í gær, frá Minneapolis og um Iowa til Nebraska, skall á mikið þrumuveður. Mér fannst ég vera að keyra í gegnum þvottastöð í klukkutíma á alltof litlum hraða. Þegar ég var nánast bensínlaus ákvað ég að leita bensínstöðvar í...

Hvað er að frétta frá landi hinna frjálsu?

Stúlka sem sat við hlið mér í flugvélinni sagði mér að hún væri að fara til Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Þá fór ég að velta fyrir mér hversu oft ég hef heimsótt land hinna "frjálsu". Ljóst er að þessi tala er komin eitthvað yfir annan tug. Það er alltaf...

Af hverju eru sjónvarpstæki farin í megrun?

Manstu þegar sjónvarpstæki voru kubbar? Allir vilja vera grannir, ef ekki í eigin persónu, þá með eigum sínum. Ný viðmið fyrir að vera svalur hefur komið fram. Ef þér gengur illa í megrun, fáðu þér græjur sem hefur gengið betur í megrunarkúrum. Sony...

10 flottustu DVD pakkar sem komið hafa út frá upphafi

Nú er DVD formatið búið að vera í gangi síðustu 10 árin eða svo, og margir farnir að tala um næstu kynslóð: BlueRay sem arftaka DVD. Reyndar er ég sjálfur ekki að fatta hvað fólki finnst svona miklu merkilegra við BlueRay en DVD. Vissulega er upplausnin...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband