Hvað er að frétta frá landi hinna frjálsu?

coca-bearStúlka sem sat við hlið mér í flugvélinni sagði mér að hún væri að fara til Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Þá fór ég að velta fyrir mér hversu oft ég hef heimsótt land hinna "frjálsu". Ljóst er að þessi tala er komin eitthvað yfir annan tug.

Það er alltaf áhugavert að kíkja á fréttirnar í sjónvarpi hótelherbergisins.

Tvær aðalfréttir hafa verið stöðugt í gangi:

1) Obama er sigurvegari og líklegt að Hillary verði honum ekki við hlið sem varaforseti, þar sem að hún og Bill hennar passa einfaldlega ekki í hópinn hans.

2) Stöðugir skýstrókar eru á hreyfingu yfir miðríkjum Bandaríkjanna og fólk varað við að vera of mikið á ferli. Það er búið að rigna töluvert hérna.

Það hefur ekkert verið minnst á íslenska ísbjarnardrápið, enda Bandaríkjamenn vanir vandamálum tengdum böngsum sem birtast hér og þar um Bandaríkin og róta í ruslatunnum, ásamt því að geta skaðað fólk. Eða kannski er bara of langt liðið síðan ísbjörninn fagri var felldur.

Bear_Drink_A_Coca_Colla

Á morgun hef ég dag til að flakka um Minneapolis og er bara búin að taka eina ákvörðun um morgundaginn: ég ætla ekki að fara í Mall of America.

Kannski maður skelli sér á vísindasafn Minneapolis, eða dýragarðinn. Það er örugglega hægt að gera ýmislegt skemmtilegt hérna annað en að horfa á sjónvarpið og blogga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Yngvi Högnason

Það er hægt að leigja sér Harley hjá Zylstra,19600 Evans Street NW (Hwy 169 N) Elk River, MN 55330. Það er ekki verra en vísindasafn.  

Yngvi Högnason, 7.6.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Ómar Ingi

Mall Of America passaðu þig að týnast ekki í þeim geimi

Myndi ef ég væri þú fara þangað og sjá KUNG FU PANDA í einum kvikmyndasalnum þar ein besta mynd ársins so far.

Þegar þú kemur svo út af myndinni og ert svangur og þyrstur getur þú farið á Hooters en þar er venjulegast fallegt útsýni

Svo geturðu farið í Apple búðina og skoðað og skoðað , annars er eins og þú segir ekki mikið um að vera í Minneapolis.

Gætir reyndað farið á staðinn sem Prince gerði ódauðlegan í Purple Rain en það er einmitt staðurinn sem gerði hann frægan sjálfan ef svo má segja en hann fæddist og er uppalinn þarna í Minneapolis.

Ljúfar kveðjur á þig þarna úti og hafðu það sem allra best

Ómar Ingi, 7.6.2008 kl. 11:30

3 Smámynd: arnar valgeirsson

hef grun um að þú verðir í landi hinna frjálsu, og vonandi fremur frjáls á harley fremur en í hlekkjum í mollinu, á mánudaginn.

en ef ekki er hér formlegt webbboð um þátttöku  á móti sem er á síðu minni.

kv, arnar

arnar valgeirsson, 7.6.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Skemmtu þér vel í landi hinna frjálsu.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.6.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband