Hvaða tónlist á ég að spila fyrir bandarísk ungmenni?

Í morgun spilaði ég lagið 'Congratulations' fyrir unglingana sem ég er að kenna rökfræði og heimspeki hérna í Nebraska. Þau höfðu aldrei heyrt þetta lag og aldrei nokkurn tíma heyrt minnst á Cliff Richards.

Ég prófaði líka að spila fyrir þau Summer Holiday með sama flytjanda, en þau höfðu aldrei heyrt þetta áður. Ég spilaði líka Eurovisionlagið Haleluja frá 1979, sem þau höfðu heldur aldrei heyrt. 

Ég ætla að spila  fyrir þau nokkur lög á dag næstu daga, og þætti gaman ef bloggvinir mínir kæmu með skemmtilegar uppástungur. 

Hefur þú hugmynd?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, ameríska konan mín er alls ekki sammála mér, en mér dettur í hug Megas.

kveðja,

Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mér dettur í hug uppáhaldslag Haffa, ..skárfrænda" þíns, minnir að það heiti ,,Húbba, húlle, húlle ...... og var æði vinsælt Eurovision lag. Var það ekki frá Ísrael, man það ekki alveg.............

Síðan myndi ég spila eitthver íslenskt rokklag, t.d. með Magna og jafnvel Bubba. Hlífa þeim við ættjarðarsöngvum okkar.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.6.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Alls engin spurning ........... HAM!!!

En ef þau eru alls ekki að meika það, þá kannski  eitthvað með Melanie Safka

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 11.6.2008 kl. 00:55

4 identicon

Kynntu Emir Kustorica fyrir þeim ásamt Goran Bregovic. Serbneskir snillingar. Eru á youTube held ég. Það hafa þeir örugglega aldrei heyrt.

Kveðja

Þórður J.

Þórður J. (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 03:22

5 identicon

Olsen Olsen með Sigur Rós, engin spurning.

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 08:26

6 identicon

eða Hoppípolla með Sigur Rós, þvílíkur unaður.

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 08:29

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Systir mín, sem er mikil smekkmanneskja á tónlist, hefur kennt í bandarískum háskólum seinustu 20 árin en hafði aldrei heyrt Nick Cave. Mæli eindregið með því að þú kynnir þau fyrir honum, og þá sérstaklega Murder ballads, Where the wild roses grow er gott fyrir byrjendur og kannski þekkja þau Kylie.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.6.2008 kl. 10:29

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Réttar sagt, kynnir hann fyrir þeim ;-)

Þetta er annars skemmtilegt viðfangsefni sem þú hefur fengið bloggvinum þínum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.6.2008 kl. 10:30

9 Smámynd: Helgi Már Barðason

Cliff Richard varð ekki þekktur í Bandaríkjunum fyrr en um 1980, þegar lagið "We Don't Talk Anymore" varð vinsælt þar. Mér skilst að Bandaríkjamenn hafi hvorki uppgötvað Shadows né Status Quo ennþá, eftir öll þessi ár. Kannski væri tilvalið að leyfa þeim að heyra hvað frændur þeirra í Bretaveldi hafa verið að dunda sér við að hlusta á síðustu áratugi?

Helgi Már Barðason, 11.6.2008 kl. 10:57

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Frábært að fá svona margar og skemmtilegar athugasemdir. Ég spila það sem ég finn á YouTube. Ég spila eitthvað af þessu fyrir þau á eftir.

Hrannar Baldursson, 11.6.2008 kl. 12:22

11 identicon

Hvernig er með melancholy man eftir Emerson,Lake and Palmer eða var það Moody Blues?

Og fyrst við höfum nefnt þá merku menn má ég benda á cest la vie

eftir sömu. Og gleymum ekki Nights in White Satin eftir Moody Blues.

Svo ég nefni nú snilldarlega samin lög!

Árni Thoroddsen (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 12:22

12 Smámynd: JEA

Quality stuff maður. Það þýðir ekkert annað - Steely Dan með Larry Carlton innanborðs. Kid Charlemagne eða eitthvað svoleiðis. Hulda nefndi HAM og það er gaman að segja ykkur frá því að það er hægt að sjá bæði HAM og Larry Carlton á Austurlandi í sumar! En þú ferð nú varla að þvælast með krakka frá Nebraska allaleið til Íslands til að kynna þeim fyrir þessum listamönnum.. eða hvað?

JEA, 11.6.2008 kl. 14:48

13 identicon

Jet Black Joe, Emiliana Torrini (krúsídúlluplatan), A-ha, Europe og Tim Christensen eru ekki þekkt nöfn þarna fyrir vestan, en eru öll norrænir listamenn sem hafa slegið í gegn med lög á ensku.  Um að gera að kynna þeim það.

Snowman (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 16:31

14 Smámynd: Hrannar Baldursson

Í dag spilaði ég fyrir þau Alla Pugateva, Sigur-rós og Nick Cave. Þeim fannst Nick Cave svalur, og höfðu aldrei heyrt neitt af þessu.

Hrannar Baldursson, 11.6.2008 kl. 22:58

15 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Ég var í tónlistaskóla í london, þar höfðu margir krakkarnir aldrei heyrt um Duran Duran.. Frétti af einum í svipuðum skóla í Amsterdam sem hafði ekki heyrt um Bítlana.

Margir krakkar hafa aldrei heyrt um neitt sem ekki gerðist í gær. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 15.6.2008 kl. 00:25

16 identicon

Krakkar á þeirra aldri missa sig í dans þegar þau heyra Allt fyrir ástina með Páli Óskari.  Spilaðu það fyrir þau :)

Hafrún (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband