Færsluflokkur: Tónlist

Besti íslenski sönglagatextinn - tillögur óskast

Hægt og hljótt

Kvöldið hefur flogið alltof fljótt
Fyrir utan gluggann komin nótt
Kertin er' að brenna upp
Glösin orðin miklu meir'en tóm

Augnalokin eru eins og blý
En enginn þykist skilja neitt í því
Að timinn pípuhatt sinn tók
Er píanistinn sló sin lokahljóm
      
Við hverfum hægt og hljótt, út í hlýja nóttina
Hægt og hljótt, göngum við heim götuna
Einu sinni, einu sinni enn
      
Eftir standa stólar, bekkir, borð
Brotin glös, sögð og ósögð orð
Þögnin fær nú loks sinn frið
Fuglar yrka nýjum degi ljóð
      
Við hverfum hægt og hljótt, út í hlýja nóttina
Hægt og hljótt, göngum við heim götuna
      
Hægt og hljótt, göngum við heim götuna
Hægt og hljótt, í gegnum hlýja nóttina
Einu sinni, einu sinni enn

 

Höfundur: Valgeir Guðjónsson




Þetta lag hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því Halla Margrét söng það fyrst árið 1987. Nú hefur dóttir mín einnig uppgötvað þetta lag og finnst jafnmikið til þess koma. Ég er sérstaklega hrifinn af lögum sem hafa góða og einlæga texta.

Getur þú stungið upp á góðu íslensku lagi eða lögum með einstaklega fínum texta?

Er til eitthvað íslenskt lag með betri texta og betur flutt en Hægt og hljótt

 

Tillögur um besta textann:

Hægt og hljótt Valgeir Guðjónsson
Til eru fræ Davíð Stefánsson
SynetaBubbi Morthens
Losing every day Dikta
It's True B.sig
Hoppípolla
Sigur Rós
Einn á ísjaka
Langi Seli og Skuggarnir
Ástin vex á trjánum
Valgeir Guðjónsson
Flugvélar
Björn Jörundur
Ertu ekki alltof bissí krissíBjartmar Guðlaugsson
Lifi ljósiðHárið
Jesús Kristur og égVilhjálmur frá Skálholti
Þrek og tárGuðmundur Guðmundsson
SöknuðurVilhjálmur Vilhjálmsson
BahamaVeðurguðirnir
Álfheiður BjörkNýdönsk
Hjálpaðu mér uppNýdönsk

Hvaða tónlist á ég að spila fyrir bandarísk ungmenni?

Í morgun spilaði ég lagið 'Congratulations' fyrir unglingana sem ég er að kenna rökfræði og heimspeki hérna í Nebraska. Þau höfðu aldrei heyrt þetta lag og aldrei nokkurn tíma heyrt minnst á Cliff Richards.

Ég prófaði líka að spila fyrir þau Summer Holiday með sama flytjanda, en þau höfðu aldrei heyrt þetta áður. Ég spilaði líka Eurovisionlagið Haleluja frá 1979, sem þau höfðu heldur aldrei heyrt. 

Ég ætla að spila  fyrir þau nokkur lög á dag næstu daga, og þætti gaman ef bloggvinir mínir kæmu með skemmtilegar uppástungur. 

Hefur þú hugmynd?


Chavez gegn frjálshyggju

chavez

Chavez þyrfti að kíkja á bíómyndir eins og "The Last King of Scotland" og "Der Untergang" til að sjá hversu flókið það getur verið að vera einræðisherra. Samt telur hann sig vera að gera rétt; að þetta sé eina leiðin til að komast út úr samfélagi gegnsýrðu af auð- og frjálshyggju, sem er heldur ekki góður kostur. Vonandi hafnar þingið þessari tillögu frá honum, en samt skil ég að hann meinar vel.

Vandinn er að frjálshyggjan leggur minni áherslu á mikilvæga þætti eins og menntun, listir og almenn manngildi; en stefnir frekar á að búa til aðstæður þar sem fólk getur hagnast sem mest.

Eftir situr samt spurningin: hvað er hægt að gera við þeirri andlegu fátækt sem auðvaldshyggjan boðar, annað en að gera algjöra uppreisn gegn ríkjandi stefnu? 

chavez2

Er lausnin sú að búa til enn stærra vandamál svo að þau fyrri gleymist; að skapa slíkt hörmungarástand og þjáningar að fólk fari að meta meira það að komast hreinlega lífs af en spá í hvert auðurinn fer?

Einræði getur skerpt sýnina á ákveðin gildi í skamman tíma; en til lengri tíma litið skerðist réttur þegnanna þegar örfáir verða hafnir yfir lög og reglu; og börn þeirra alast upp við það sama og vilja verða kóngar og drottningar. Slíkt getur gengið upp í áratugi, jafnvel aldir; en fórnarkostnaðurinn er frelsi þegnanna. 


mbl.is Chavez boðar stjórnarskrárbreytingar sjálfum sér í hag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt besta lag allra tíma: El Problema

Það væri nú gaman ef einhver af mínum söngelsku bloggvinum tæki þetta lag upp á arma sína og flytti það með textaþýðingunni sem ég læt fylgja, sem ég henti saman nú í kvöld og væri sjálfsagt hægt að bæta með yfirlestri og gáfulegum pælingum.  

Ég heyrði það fyrst í Mexíkó árið 2004, rétt áður en ég flutti heim til Íslands. Ég ætla snöggvast að snúa textanum yfir á íslensku. Þetta er eitt af þessum lögum sem maður þarf að hlusta á nokkrum sinnum til að ná, og skilja síðan textann. Svei mér þá ef þetta lag jafnast ekki á við Bohemian Rhapsody í gæðum og skemmtanagildi, í það minnsta fyrir mig.

Lagið er: El Problema, í flutningi Ricardo Arjona. Ætli hann sé ekki Bono Suður Ameríku? Textar hans eru sérstaklega góðir.

EL PROBLEMA 

El problema no fue hallarte
El problema es olvidarte
El problema no es tu ausencia
El problema es que te espero
El problema no es problema

El problema es que me duele
El problema no es que mientas
El problema es que te creo.

El problema no es que juegues
El problema es que es conmigo
Si me gustaste por ser libre
Quién soy yo para cambiarte
Si me quedé queriendo solo
Cómo hacer para obligarte
El problema no es quererte
Es que tú no sientas lo mismo.

CHORUS:
Y cómo deshacerme de ti si no te tengo
Cómo alejarme de ti si estás tan lejos
Cómo encontrarle una pestaña
A lo que nunca tuvo ojos
Cómo encontrarle plataformas
A lo que siempre fue un barranco
Cómo encontrar en la alacena
Los besos que no me diste.

Y cómo deshacerme de ti si no te tengo
Cómo alejarme de ti si estas tan lejos
Y es que el problema no es cambiarte
El problema es que no quiero.

El problema no es que duela
El problema es que me gusta
El problema no es el daño
El problema son las huellas
El problema no es lo que haces
El problema es que lo olvido
El problema no es que digas
El problema es lo que callas.

CHORUS (x2)

Y cómo deshacerme de ti si no te tengo
Cómo alejarme de ti si estas tan lejos
El problema no fue hallarte
El problema es olvidarte
El problema no es que mientas
El problema es que te creo
El problema no es cambiarte
El problema es que no quiero
El problema no es quererte
Es que tú no sientas lo mismo
El problema no es que juegues
El problema es que es conmigo.

igualitosppal_400
Svipur með þeim Arjona og Bono. 

VANDINN

Vandinn er ekki að finna þig
Vandinn er að gleyma þér
Vandinn er ekki fjarvera þín
Vandinn er að ég bíð þín
Vandinn er ekki vandamál
Vandinn er að mér sárnar
Vandinn er ekki að þú ljúgir að mér
Vandinn er að ég trúi þér 

Vandinn er ekki að þú leikir þér
Vandinn er að þú leikur þér að mér

Ef frelsi þitt var það sem hreif mig
Hver er ég þá til að breyta þér
Ef ég vildi vera í friði
Hvernig get ég þvingað þig
Vandinn er ekki að ég elski þig
Heldur að þú elskar mig ekki

KÓR:

Hvernig get ég losnað við þig ef ég hef þig ekki
Hvernig get ég farið frá þér ef þú ert farin
Eins og að finna augnhár
sem aldrei kom nálægt augum
Eins og að finna pall
þar sem alltaf var dýpi
Eins og að finna í skáp
Kossana sem þú gafst mér aldrei

Og hvernig get ég losnað við þig ef ég hef þig ekki
Hvernig get ég farið frá þér ef þú ert svo fjarlæg
Vandinn er ekki að breyta þér
Vandinn er að ég vil það ekki

Vandinn er ekki sársaukinn
Vandinn er að mér líkar hann
Vandinn er ekki skaðinn
Vandinn er hvað ég er marinn
Vandinn er ekki það sem þú gerir
Vandinn er að ég gleymi því
Vandinn er ekki það sem þú segir
Vandinn er þegar þú þegir

KÓR (x2)

Og hvernig get ég losnað við þig ef ég hef þig ekki
Hvernig get ég farið frá þér ef þú ert farin
Vandinn er ekki að finna þig
Vandinn er að gleyma þér
Vandinn er ekki að þú ljúgir að mér
Vandinn er að ég trúi þér
Vandinn er ekki að breyta þér
Vandinn er að ég vil það ekki
Vandinn er ekki að ég elski þig

Heldur að þú elskar mig ekki
Vandinn er ekki að þú leikir þér
Vandinn er að þú leikur þér að mér

 

Tónleikaflutningur af þessu stórgóða lagi. Sjaldan hefur maður heyrt áheyrendur taka jafn vel undir:

 

Þessi útgáfa hljómar vel, en mig grunar að einhver hafi klippt þetta til að senda elskunni sinni.



Opinbera myndbandið, í frekar slökum hljómgæðum.



Njótið vel! 


10 uppáhaldslögum safnað saman á laugardagskvöldi

Í einu hádeginu um daginn var ég að ræða við félaga minn um tónleika. Vinur minn stakk upp á að við skelltum okkur á Rolling Stones í ágúst. Ég er ekki aðdáandi þeirra en var samt nokkuð heitur fyrir því að fara, en vinur minn er mikill aðdáandi þeirra og mér finnst einstaklega gaman að samgleðjast vinum mínum. Samt ákvað ég að fara ekki. Þetta varð til þess að ég íhugaði hverjir þyrftu að koma saman til að ná mér sem virkilegum aðdáanda á tónleika. Það eru bara tvær hljómsveitir sem koma til greina. Queen og The Beatles. Ljóst er að ekki á ég mikla framtíð fyrir mér á tónleikum. Ég á mér mörg uppáhalds lög með báðum hljómsveitunum, sem ég gæti auðveldlega fyllt listann með, en hef ákveðið að hver hljómsveit fái bara eitt lag á listanum. 

Queen var snilldar hljómsveit sem blandar röddum og rokki saman á einstakan hátt. Meistaraverk þeirra er og hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Fyrsta lagið fjallar um glötun sakleysis og þegar þroski ryðst inn í líf manneskjunnar eins og óargadýr.

1. Bohemian Rhapsody, Queen



Bítlarnir hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Það lag sem fastast situr og hefur gert það svo árum skiptir fjallar um þann trega sem fylgir glötuðum tækifærum; og kannski þeirri ósk að stundum væri gott að geta bakkað nokkrar klukkustundir, stundum daga, mánuði eða ár aftur í tímann til að leiðrétta eigin mistök.

2. Yesterday, The Beatles



Charlie Chaplin er þekktastur fyrir frábærar kvikmyndir sem ruddu brautina fyrir þeirri kvikmyndamenningu sem til er í dag. Það sem færri vita um Chaplin er hversu mikill snillingur hann var við sköpun tónverka. Eitt af lögum hans hefur lengi setið í mér. Það fjallar um þennan eiginleika okkar manneskjanna að við getum þraukað hvaða erfiðleika sem við lendum í, svo framarlega sem að okkur tekst að kreista fram eins og einu brosi, þó að súrt geti verið. Það virðist ekki skipta máli hver flytur lagið, það virkar alltaf. Rod Stewart, Michael Jackson og Robert Downey Jr. hafa sungið þetta, en mér finnst við hæfi að Josh Groban fái tækifæri til að flytja þetta fyrir okkur hérna á blogginu:

3: Smile, Charlie Chaplin 



Næsta lag finnst mér frábært í flutningi Gary Moore. Það fjallar um tregann sem fylgir minningum um brostna ást.

4. Still Got the Blues, Gary Moore

Fyrir mistök setti ég þetta lag sem er á eftir inn, en ég var einnig að kíkja eftir hvort að Friday On My Mind væri til á YouTube í flutningi Gary Moore - sem mér finnst alveg frábært. Í stað þess fann ég þetta lag (ekki sömu gæði):



Næsta lag get ég hlustað á endalaust. Sungið er um ástarlög og áhrif þeirra á þann sem hlustar, sérstaklega nostalgíu um það sem er liðið. 

5. Yesterday Once More, The Carpenters 

Næsta hljómsveit á fjölmarga smelli, en sá sem situr hæst í huga mér ákkúrat núna er þessi, sem fjallar um eina af þessum dygðum sem getur verið svo erfitt að ná stjórn á. Stundum þráir maður að geta farið aftur í tímann, en svo gerist það líka að maður getur varla beðið eftir einhverju sem maður þráir. Þá þarf maður þolinmæði. Ég er frekar óþolinmóður að eðlisfari, en get þó oftast stjórnað þessari hvöt nokkuð vel.

6. Patience, Guns N'Roses



Næst er annað lag sem tengist þolinmæði og þrá. Mér fannst þetta lag gífurlega flott þegar ég var unglingur, en í dag hefur það tekið á sig dýpri merkingu en mig hafði nokkurn tíma grunað, og ennþá finnst mér það flott.

7. Right Here Waiting, Richard Marx

Næsta lag kom mér gífurlega á óvart sem fínn inngangur í tónlist hljómsveitarinnar. Sungið er um mikilvægi sjálfsvirðingar og sjálfstrausts, og það hversu mikilvægt er að hlusta, meina hvað maður hefur að segja, láta aðra ekki hafa of mikil áhrifa á sig og að halda huganum opnum fyrir nýjum hugmyndum.

8. Nothing Else Matters, Metallica 



Næsta lag fjallar rétt eins og Smile eftir Charlie Chaplin um mikilvægi þess að þrauka þegar erfitt er.  Í stað þess að brosa er ráðið sem R.E.M. gefur að bíða eða halda sér fast

9. Everybody Hurts, R.E.M.



Síðasta lagið á listanum mínum er alltaf þægilegt áheyrnar. Píanóleikari situr á bar og syngur um fólkið sem er í kringum hann. Það biður hann um að syngja fyrir þau minningar, eða óskalög. Kannski rétt eins og þessi listi minn er.

10. Piano Man, Billy Joel



Þannig er listinn. Sérstakar þakkir til habbakriss fyrir að gefa mér hugmynd að góðri bloggfærslu sem gaman er að skrifa og safna saman á YouTube, en um daginn setti hún saman skemmtilegan lista um góða íslenska tónlist. Ég gerði mér far um að hlusta á þau lög og hafði gaman af. Vonandi hafið þið, lesendur mínir, gaman af að smella á þessi myndbönd og hlusta á einhver þeirra.


Tónleikar Sir Cliff Richard 28.3.2007

2006c_cover Það var um miðjan áttunda áratuginn að söngvamyndin “Summer Holiday” var sýnd á Ríkissjónvarpinu. Ég tók hana upp á spólu, en systir mín komst yfir hana og spilaði nánast daglega næstu árin. Hún er ennþá með alla textana á hreinu.

Fyrr í vetur var mér boðið að fara með fjölskyldu minni á tónleika með Cliff Richard. Ég var fljótur að segja “Nei, takk,” enda datt mér ekki í hug að borga um kr. 12.000 til að sjá kallinn á sviði. Þó að hann hafi átt nokkur fín lög, þá var ég langt frá því að leita þau uppi og kallast aðdáandi. Þá setti bróðir minn fram boð sem ég einfaldlega gat ekki hafnað. Hann bauðst til að borga brúsann. Ég var samt efins, en samþykkti að lokum að skella mér með.

Af þessu tilefni gaf ég foreldrum mínum diskinn “Cliff Richard - Two’s Company: The Duets,” í jólagjöf, en hann kom út fyrir áramót. Síðan gaf ég þeim safndisk með gaurnum, en móðir mín hefur alltaf verið mikill aðdáandi.

Cliff Richard hefur verið að frá því á dögum Elvis Presley og Bítlanna. Þá var hann stjarna. Hann er það enn í dag fyrst hann fyllti Laugardalshöllina.

Komið var að kvöldinu mikla, og ég gat varla stillt mig af tilhlökkun, því að daginn eftir myndi ég fara á forsýningu kvikmyndarinnar Hot Fuzz, eftir þá sömu og gerðu snilldarsjónvarpsþættina Spaced og rómantísku uppvakningagrínmyndina Shawn of the Dead. Mig hlakkar enn til, því ég fer á Hot Fuzz núna á eftir.

cliffrEn hvað um það. Fjölskyldan fór út að borða á Red Chili. Þar fékk ég mér Chicken Fajitas, eða það sem á spænsku kallast Fajitas de pollo, en það sem kom mér helst á óvart var að maturinn bragðaðist meira eins og austurlenskur réttur en mexíkóskur, þar sem að kjúklingurinn hafði legið í súrsætri sósu. Hrísgrjón fylgdu með og ég er ekki frá því að tortillabrauðið hafi verið búið til úr hrísgrjónadeigi.

Maturinn var samt mjög góður.

Við gengum frá Suðurlandsbraut að Laugardalshöllinni. Cliff byrjaði á mínútunni átta - engin upphitun, ekkert svoleiðis, bara Cliffarinn sjálfur mættur á sviðið. Hann er fæddur 14. október árið 1940 og er því kominn á besta aldur. Í stað þess að birtast á sviðinu, hægfara og skakkur eins og hrum gamalmenni eiga að haga sér, gaf hann náttúrulögmálunum byrginn, stökká sviðið, dillaði sér eins og unglingur og hélt slíku fjöri í næstum þrjár klukkustundir.

Cliff Richard  hafði ekki tapað flauelsmjúkri röddinni, né sjarmerandi brosinu. Á milli laga sagði hann stuttar sögur og blandaði smá heimspekilegum pælingum inn á milli, sem voru það góðar að ég gat varla beðið eftir að lögunum lyki til að ég gæti hlustað á manninn.


Þegar Cliff flutti "Summer Holiday" ætlaði allt að verða vitlaust í Höllinni!

Frammistaða Cliff Richard og hljómsveitar var afar góð. Þó að áhorfendur, sem margir voru komnir á efri árin, hafi oft verið svoleitið sein til að klappa (vegna gigtar hélt systir mín elskuleg fram), þá sýndu þeir kappanum mikinn stuðning, og var ljóst að flestum í salnum leið bara nokkuð vel. Ég hefði þó sjálfsagt litið nokkuð oft á klukkuna ef ég hefði tekið hana með, en það er meira vegna eigin áhuga en ágæti þeirra sem á sviðinu voru.

Upp komu nokkrir skemmtilegir atburðir sem gaman væri að segja frá. Samt er þetta kvöld í þannig móki að áreiðanleika þess sem ég upplifði má svosem draga í efa.

Fyrst og fremst, þá dáðist ég að fagmennsku Cliff Richard, og hversu vel hann flutti lögin sín. Það var eftirtektarvert hversu tignarlegur hann er og fullur virðingar. Í ræðum hans milli söngatriða hafði maður á tilfinningu að þar færi maður sem ber mikla virðingu fyrir heilindum eins og hreinskilni, trúfestu, samkvæmni og slíku. Þarna var dygðugur maður á sviðinu, gott fordæmi, sem er mjög sjaldgæft að sjá meðal vinsælla skemmtikrafta. Vel útreiknaðir mjaðmahnykkir hans og dansspor komu mér einnig á óvart, og skammaðist ég mín nánast fyrir að viðurkenna fyrir sjálfum mér að ég hefði ekki haldið út klukkutíma sjálfur á því tempói sem kallinn var á.

Það voru einhverjar grúppíur uppi við sviðið, sem köstuðu til hans rósum, en hann týndi þær samviskusamlega upp og fleygði þeim undir borð. Einnig kastaði einhver hvítri peysu upp á sviðið. Eða það hélt ég þar til útskýrt var fyrir mér að það væri hefð fyrir því að kvenkyns aðdáendur kappans köstuðu nærfatnaði upp á svið til hans. Miklir aðdáendur þar.


Hér flytur Cliff Richard 'Congratulations' í Eurovision árið 1968, en hann tók þetta lag í Laugardalshöll við mikinn fögnuð áheyrenda, sem létu ekki sitt eftir liggja og sungu með.

Ræður Sir Cliff voru góðar. Sérstaklega fannst mér áhugavert þegar hann bar saman tónlistarbransann frá því að hann byrjaði og þess sem er að gerast í dag. Hann minntist fyrst á að tækninni hefði fleygt það ógurlega fram að nú væri hægt að gera nánast hvað sem er í stúdíói fyrir frekar lítinn pening. En svo minntist hann á hvernig bisnessinn hafði breyst; að í dag birtust margar ungstjörnur, brunnu hratt út og væru horfnar alltof fljótt. Hann sagði frá því þegar hann var að byrja, að fyrsta lagið hans náði 2. sæti á vinsældarlista - en önnur lög á næstu plötum náðu ekki nálægt því jafn góðum árangri - og sífellt virtust vinsældir hans dala. En framleiðandinn hvatti hann áfram og loks á fimmtu plötu náði hann 1. sæti í fyrsta sinn. Hann hélt því fram að framleiðendur nútímans gæfust of fljótt upp á þeim sem næðu ekki alltaf toppárangri, og það væri miður.

Einnig talaði hann svolítið um ástina og lífið; að ástin væri stundum erfiðari en lífið sjálft, þar til að maður áttaði sig á því að ástarsambönd - sama hvernig þau færu, væru vel þess virði að upplifa þau, - þau væru aldrei mistök, mistök væru ekki til þegar ástin væri annars vegar, heldur að brestir komi á ástarsambönd sem við mannfólkið ráðum ekkert við - og þá væri ekkert betra en að læra á þeirri erfiðu kennslustund sem við upplifum eftir slík rof. Ég hef á tilfinningunni að Cliff hafi brennt sig illilega á ástinni snemma á lífsleiðinni.

Ég sé ekki eftir að hafa farið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband