Hasar í réttarsölum Reykjavíkur

Í dag berast tvær merkilegar fréttir úr réttarsölum í Reykjavík.

Annars vegar streymir hópur lögreglumanna inn í réttarsal til að fjarlægja menn sem vildu ekki setjast, og afleiðingarnar handtökur og ofbeldi; og það í máli sem sjálft Alþingi höfðar gegn níu þegnum sem voru að mótmæla á þingpöllum. Ef eitthvað mál ætti að vera opinbert, er það mál ríkis gegn þessum einstaklingum. Þetta mál er farsi. Það átti að fella það niður strax. Það er ekki lengur hægt. Þetta mál gæti jafnvel orðið upphafið að nýjum mótmælum og endað með falli núverandi ríkisstjórnar.

Einnig er stórmerkileg fréttin um að gengistryggð lán séu ekki bara ólögleg, heldur hafi fyrirtækin sem lánuðu peninginn ekki rétt til að umbreyta lánunum yfir í aðrar gerðir verðtryggingar og halda þannig höfuðstólnum uppi á sama ósanngjarna hátt og hefur verið við lýði um nokkurt skeið. Verði þessi dómur staðfestur í hæstarétti þýðir það að blaðið snýst algjörlega við. Þar sem að lánafyrirtækin hafa rukkað inn langt umfram upphaflegan höfuðstól og vexti síðustu árin, er ekki ólíklegt að nú skuldi þau mörgum þeirra sem hafa borgað of mikið til baka af lánum sínum.

Á sama tíma er ríkisstjórnin að leggja fram til samþykkis lög sem gera lánafyrirtækjum mögulegt að umbreyta gengistryggðum lánum í verðtryggð lán, sem þýddi þá að verið væri að færa lánafyrirtækjunum vopn í hendurnar sem þeir hafa ekki í dag samkvæmt gildandi lögum.

Frekar seinheppin ríkisstjórn.


mbl.is Ekki heimilt að gengistryggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu heyra sannleikann?

Ég var aldrei góður í Morfís, hvorki sem keppandi né þjálfari. Af sömu ástæðu yrði ég aldrei góður stjórnmálamaður innan íslenskrar umræðuhefðar. Ég ber of mikla virðingu fyrir sannleikanum og hversu erfitt er að nálgast hann, til þess að ég geti gert...

Edge of Darkness (2010) **1/2

Hvern langar til að sjá Mel Gibson í hefndarhug og sálarangist? Hvern langar ekki til þess? Mel Gibson snýr loks aftur á hvíta tjaldið. Í þetta skiptið fyrir framan myndavélina, en undanfarin ár hefur hann sýnt afar góða takta sem leikstjóri. Hann gerir...

Af hverju þykir í lagi að múta ríkisstarfsmönnum á Íslandi?

Í Noregi mega starfsmenn á vegum ríkisins ekki þiggja gjafir í neinu formi. Ekki veiðiferðir, vínflösku, konfektkassa eða flugferð. Hvað þá styrki í formi peninga! Þar er ríkisstarfsmönnum stranglega bannað að taka á móti styrkjum eða gjöfum í hvaða...

Hvenær skal gagnrýna manninn og hvenær málefnið?

Undanfarna mánuði hefur nafn Davíðs Oddssonar varla mátt birtast í fjölmiðlum án þess að maðurinn á bakvið nafnið sé gagnrýndur eða honum hælt, fyrir það eitt að vera sá maður sem hann er og að eiga sér þá sögu sem hann á. Sams konar hróp eru gerð að...

Les Vacances de Monsieur Hulot (1953) ****

"Les Vacances de Monsieur Hulot" er klassísk gamanmynd. Ég naut hvers einasta ramma. Herra Hulot (Jacques Tati) keyrir um á litlum bíl sem gefur stöðugt frá sér skothvelli með pústinu, partar hrynja úr honum við hverja ójöfnu, og hann þarf stöðugt að...

Reservation Road (2007) **1/2

"Reservation Road" er bílslysadrama um hvernig tilfinningar getið tekið völdin þegar réttlætinu er ekki fullnægt. Ethan (Joaquin Phoenix) og Grace (Jennifer Connelly) missa son sinn Josh (Sean Curley) í bílslysi. Ökumaðurinn, lögmaðurinn Dwight Arno...

Waitress (2007) ***1/2

Jenna er gift Earl. Jenna hatar Earl. Earl elskar ekkert nema sjálfan sig. Earl á þá ósk heitasta að Jenna muni ekki elska ófætt barn þeirra meira en hún elskar hann. "Waitress" er góð mynd með stjörnuleik frá Keri Russell og mjög skemmtilegum...

The Treasure of the Sierra Madre (1948) ****

"Hvernig spillist sæmilega heiðarleg manneskja?" "The Treasure of the Sierra Madre" er snilldarmynd í leikstjórn John Huston þar sem hann leikstýrir meðal annars föður sínum Walter Huston. Þeir unnu báðir Óskarshlutverk, John fékk tvö verðlaun, bæði sem...

Kemst ríkisstjórnin upp með að brjóta gegn skýrum vilja þjóðarinnar?

Um 93% kjósenda sem þátt tóku í þjóðaratvæði um ICESAVE kusu gegn því að gengið yrði að ICESAVE 2 samningnum. Nú kemur í ljós að forsprakkar ríkisstjórnarinnar eru búnir að skrifa undir ICESAVE 3 án umræðu. Hugmyndin er að borga Bretum og Hollendingum...

Clash of the Titans (2010) **1/2

"Clash of the Titans" er endurgerð samnefndrar myndar frá 1981, en hefur flesta sömu gallana og fyrri myndin, þrátt fyrir uppfærðar tæknibrellur og að asnalega véluglan er ekki að þvælast fyrir, nema í stuttu atriði snemma í myndinni, sem virðist fyrst...

Crazy Heart (2009) ****

Stórgott drama um kántrýsöngvarann Bad Blake (Jeff Bridges) og baráttu hans við alkóhólisma. Þetta er hálfgerð endurgerð "Tender Mercies" þar sem Robert Duvall (framleiðandi Crazy Heart) leikur kántrýsöngvara sem berst við alkóhólisma, þarf að gera upp...

Á að stofna sérstakan dómstól vegna Hrunsins?

Hrunið er að einhverju leyti sambærilegt við nasisma í Þýskalandi. Á Íslandi kúventist siðferðið og allt virtist réttlætanlegt í nafni gróða og arðs, þessi hegðun átti jafnvel að koma þjóðinni vel, skapa góðæri, leysa öll okkar vandamál. Í Þýskalandi...

Hverjir eiga að víkja?

Íslenska stjórnkerfið er ónýtt. Hefur verið mótað til að atvinnupólitíkusar geti setið á þingi alla ævi og fengið síðan ljómandi eftirlaun. Þessu kerfi hefur tekist að gleypa lýðræðishugsjónina, sem gengur út á það að fólk spillist við völd, og því verði...

Heimsfrægar myndir af gosskýinu og ein úr gervihnetti

Þessi glæsilega mynd, þegar orðin heimsfræg, eftir Ólaf Eggertsson á Þorvaldseyri prýðir forsíður flestra helstu netmiðla heims: Smelltu á myndirnar til að sjá stærri útgáfu. Mynd: Aftenposten Önnur flott mynd, tekin af Brynjari Gauta: Mynd: The Seattle...

Allar flugsamgöngur stopp í Noregi vegna eldgoss í Eyjafjallajökli (myndir úr norskum dagblöðum)

Flug í Noregi og á Englandi liggur niðri vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, og því spáð að askan muni dreifa sér yfir alla Evrópu á næstu klukkustundum. Líklegt er að allt flug muni leggjast af í Evrópu síðar í dag. Vonandi tekst stjórnmálamönnum ekki...

Hvað eru hryðjuverk, landráð og ítrekuð rán?

Samkvæmt rannsóknarskýrslunni virðast hafa verið framin landráð og hryðjuverk gagnvart íslensku þjóðinni með skipulögðum og leyndum hætti, þar sem mikill fjöldi manna er samsekur. Ég velti jafnvel fyrir mér hvort að einkavinavæðing bankanna flokkist...

Hvað eru íslensk stjórnmál?

Stjórnmálaaflið er ofmetið tæki. Það er risastórt tannhjól sem bifast löturhægt og verður aldrei neitt annað, sama hvað við ímyndum okkur að það eigi að vera gagnlegt og flott, endurnýjað og gáfað. Íslenska tannhjólið er tannlaust og spólar eins og jeppi...

Riftum samningum vegna forsendubrests?

Húsnæðislán hafa hækkað mikið síðustu árin, sérstaklega rétt fyrir og eftir Hrun. Húsnæðisverð hefur fallið. Skýrar ástæður er hægt að finna í rannsóknarskýrslunni. Bankamenn undir slöku eftirliti tóku stöðu gegn krónunni og ollu margvíslegum...

Skýrslan 2: Af hverju að setja fyrirvara um ófullkomleika mannskepnunnar?

Síðasta málsgrein 1. kafla rannsóknarskýrslu um efnahagshrunið endar á sérkennilegum, en skiljanlegum nótum. Þar er fólki bent á að auðvelt sé að vera vitur eftirá, og það þurfi að hafa í huga þegar skýrslan er lesin. "Stundum er sagt að auðvelt sé að...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband