Á að stofna sérstakan dómstól vegna Hrunsins?

Hrunið er að einhverju leyti sambærilegt við nasisma í Þýskalandi. Á Íslandi kúventist siðferðið og allt virtist réttlætanlegt í nafni gróða og arðs, þessi hegðun átti jafnvel að koma þjóðinni vel, skapa góðæri, leysa öll okkar vandamál. Í Þýskalandi nasismans var svipað upp á teningnum, þar sem rutt var miskunnarlaust úr vegi öllum hindrunum sem gætu orðið á vegi þýsku þjóðarinnar. Það er þó eitt að drepa milljónir, og annað að valda hundruðum þúsunda varanlegum fjárhagslegum skaða.

Það er stigsmunur þarna, ekki eðlismunur, því að sama höfuðviðmið var leiðarljósið: tilgangurinn helgar meðalið. Og: það er í lagi að gera hið ranga því við komumst upp með það, og stjórnvöld leggja blessun sína yfir slíka hegðun. Það er ekkert siðferðiviðmið jafn mikilvægt og þroskuð samviska. Þegar fólk hefur ekki slíka samvisku og stendur á sama um siðferðileg viðmið og lögmál, þá erum við í vanda stödd.

Í kjölfar síðari heimstyrjaldar var settur á sérstakur dómstóll þar sem skýrt var að fyrning væri ekki inn í myndinni og allir þeir sem áttu hlut í máli skyldi draga til ábyrgðar. Þarna á ég við Nuremberg réttarhöldin.

Hrunið jafnast samt ekki á við nasismann í alvarleika, þó að alvarleiki Hrunsins sé mikill. Ég tel rétt að setja á sérstakan dómstól þar sem ákærðir verða þeir sem brutu af sér allt frá tímum einkavæðingar, það er að fyrningarákvæði muni ekki eiga við um Hrunið, þar sem um landráð, hryðjuverk eða síendurtekin rán er að ræða, nokkuð sem fyrnist ekki samkvæmt almennum hegningarlögum í íslenskri stjórnarskrá.

Annars gott að heyra Jóhönnu loks finna tóninn sem kom henni í stöðu forsætisráðherra.

„Við hljótum að gera afdráttarlausa kröfu um uppgjör við refsivert athæfi. Þeir sem tæmdu bankanna verða dregnir fyrir dóm og allt gert til þess að þeir geri upp við samfélagið sem þeir fórnuðu á altari græðgi og skefjalausrar áhættusækni.“


mbl.is Draga á þá sem tæmdu bankana fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

uppræta hreiðrinn     /  ekki bara skipta um óværu      / hvar eru óværu uppeldisstöðvar   glæpa klíku spillingar á Islandi ? hver eru HREIÐRINN ? en auðvita má ræða þetta mjög málefnalega / hvað sega þau , verðum að læra af mistökunum læra af söguni ? hafa þessi hámenntuðu kvekindi aldrei litið í bók og aldrei lesið neitt um söguna ?     UPPRÆTA umingja óværu glæpa klíku spillingar sóða langættardólga arðráns HREIÐRIN / flokkseigendafélögin / þinglýsa kosningaloforðu/stefnuskrá / aðhald viðurlög á breiskar manneskjurnar

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 15:38

2 identicon

Hvers vegna er alltaf verið nefna Þýskaland í samanburði ?

Hvað með hina tvo, einhverja mestu fjöldamorðingja mannkynssögunnar, Maó í Kína og Stalín í Sovétríkjunum, hver var þeirra tilgangur og hvaða meðul helguðu þeir ?

Finnst þér við hæfi að líkja efnahagshruni á Íslandi við nasisma (og rasisma) í Þýskalandi ?

Ég sé ekki að þetta sé samanburðarhæft og vera frekar ósmekklegt.

Hinsvegar er rétt hjá þér að benda á ,

´´að fyrningarákvæði muni ekki eiga við um Hrunið´´,

en sú vanræksla stjórnvalda við að uppfæra löggjöf, aðlaga, breyta og bæta undanfarin ár gefur því miður frá sér ískrandi tón sem segir að verulegur skortur sé á refsiákvæðum í lögum til þess að sækja þá til saka sem það eiga skilið.  Enda eru víkingar útrásarinnar nokkuð vissir í sinni sök þegar þeir segjast hver á fætur öðrum ekki hafa brotið nein lög þótt siðleysið sé óumdeilanlegt.

Hallgrímur Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 15:48

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hallgrímur: Ég veit ekki um sambærileg réttarhöld í Kína og Sovétríkjunum.

Hrannar Baldursson, 17.4.2010 kl. 16:07

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér finnst gott að setja þetta í svona samhengi, maður skilur alvöru málsins betur.

Finnur Bárðarson, 17.4.2010 kl. 16:28

5 identicon

Það mætti nú setja sérlög um fyrningartímann á þessum sérstöku málefnum....ef meirihluti fæst.

Svo má nefna að fyrningartími á almennum kr0fum er 4 ár, og á kröfu til endurgreiðslu er hann 10 ár

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 16:35

6 identicon

Engin réttarhöld voru haldin í USSR og Kína því þar fengu einræðisherrarnir völd sigurvegaranna og ÚTRTÝMDU öllum sem að skiptu sér af.

Þýskaland er gott dæmi þar sem uppúr því verður Wisentahl geggjaður. Hann fór aldrei á eftir svovétmönnum sem ekki hættu að reyna að útrýma gyðingum fyrr en 1953.

Nákvæmlega þeð er það sem hér gerðist. X-DF er stimplað sem Þjóðverjar og Kommarnir koma inn og "FRELSA" almenning með því að banna þeim allt,  m.a. almenn mannréttindi eins og mótmæli og verkföll.

Við megum þakka öllu okkar fyrir að ekki skulum við hafa her því þa´væri kommarnir búnir að setja á okkur herlög.

Óskar (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband