Hvað eru íslensk stjórnmál?

 

gear-bevel

 

Stjórnmálaaflið er ofmetið tæki. Það er risastórt tannhjól sem bifast löturhægt og verður aldrei neitt annað, sama hvað við ímyndum okkur að það eigi að vera gagnlegt og flott, endurnýjað og gáfað.

Íslenska tannhjólið er tannlaust og spólar eins og jeppi í drullusvaði.

 

Mynd: How Stuff Works


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslensk stjórnmál virðast vera samsull af fimmaurabröndurum, uppnefningum, innihaldslausum klisjum og upphrópunum, persónulegum hótunum og baktjaldamakki. Ekki beint innihaldsrík blanda.

Því miður virðast íslenskir stjórnmálamenn hafa unnið þjóðinni meira ógagn en gagn. Núverandi fyrirkomulag hefur gjörsamlega gengið sér til húðar.

Nátthrafn (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 20:55

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum að enginn tæki ábyrgð á gjörðum sínum í aðdraganda hrunsins.  Þetta fólk þarf að setja af með öðrum aðferðum en valfjrálsum afsögnum, það þarf að reka mann og annann...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.4.2010 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband