Edge of Darkness (2010) **1/2

photo_01_hires

Hvern langar til ađ sjá Mel Gibson í hefndarhug og sálarangist? Hvern langar ekki til ţess?

Mel Gibson snýr loks aftur á hvíta tjaldiđ. Í ţetta skiptiđ fyrir framan myndavélina, en undanfarin ár hefur hann sýnt afar góđa takta sem leikstjóri. Hann gerir sitt besta til ađ túlka Thomas Craven, sem Bob Peck hafđi gert á snilldarlegan hátt áriđ 1985 í samnefndum sjónvarpsţáttum á BBC. Gibson nćr ţví miđur ekki ađ bćta neinu viđ ţann karakter sem Peck náđi ađ skapa.

Vísindamađurinn Emma Craven (Bojana Novakovic) er myrt međ haglabyssuskoti í magann í dyragćtt föđur hennar, lögreglumannsins Thomas Craven (Mel Gibson). Ákveđur Craven ađ rannsaka máliđ upp á eigin spýtur, en á í mestu erfiđleikum međ ađ takast á viđ sorgina, og kemst hann lítt áleiđis, fyrr en hann finnur skammbyssu í náttborđsskúffu dóttur sinnar og fer ađ gruna ađ eitthvađ plott hafi veriđ í gangi.

Ţegar Craven kemst á fund međ forstjóranum Jack Bennett (Danny Huston) finnur hann strax ađ eitthvađ gruggugt felst í fyrirtćki hans, en starfsemi ţess felst í framleiđslu kjarnavopna fyrir Bandaríkjaher, og kannski eitthvađ meira. Ţađ er ţetta "kannski-eitthvađ-meira" sem kostađi Emmu lífiđ.

Inn í söguna fléttast CIA hreingerningamađurinn Jedburgh (Ray Winstone) sem fćr allt í einu samvisku ţegar hann áttar sig á ađ hann mun sjálfsagt ekki lifa til eilífđar. Hann fćr nóg af spillingu og ákveđur ađ gera eitthvađ í sínum málum.

Ţví miđur tekst ekki ađ flétta sögum ţeirra Craven og Jedburgh jafn vel saman og í BBC ţáttaröđinnni, ţar sem ţeir lentu saman í spennandi ćvintýrum, fóru saman inn í námu sem stjórnađ var af fyrirtćkinu ógurlega og lentu í ćsilegum skotbardaga. Í ţessari útgáfu verđur ţessi kjarnaţáttur nánast ađ engu. Og ţađ eru mikil vonbrigđi, enda hefđi mađur haldiđ ađ reynt yrđi ađ bćta á einhvern hátt ţessa snilldarţćtti. 

Ţađ er sjálfsagt ekki hćgt, enda BBC serían í flokki međ langbesta sjónvarpsefni sem ég hef séđ.

"Edge of Darkness" er einfaldlega farartćki fyrir Mel Gibson. Hann hefur alla tíđ sérhćft sig í ađ leika menn međ djúp sár á sálinni sem leita hefnda sér til lćkninga. Ţannig var hann í sínum frćgustu hlutverkum sem "Mad Max" í samnefndri seríu, Martin Riggs í "Lethal Weapon" myndunum og sem William Wallace í "Braveheart". Gibson er bestur ţegar hann er bandbrjálađur í skapinu og ţjakađur af ţjáningum, svona yfirleitt. Í ţetta skiptiđ er hann samt óvenju stóískur og ósennilegt ađ ţetta hlutverk fari hátt á frćgđarferli vandrćđagemlingsins og snillingsins Gibson.

"Edge of Darkness" er engin snilld, en ég gat reyndar ekki annađ en glottađ ţegar Gibson segir í einu atriđinu: 

Well you had better decide whether you're hanging on the cross or banging in the nails.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Sár vonbrigđi ţessi rćma.

Ómar Ingi, 29.4.2010 kl. 23:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband