Reservation Road (2007) **1/2

 photo_01_hires

"Reservation Road" er bílslysadrama um hvernig tilfinningar getiđ tekiđ völdin ţegar réttlćtinu er ekki fullnćgt.

Ethan (Joaquin Phoenix) og Grace (Jennifer Connelly) missa son sinn Josh (Sean Curley) í bílslysi. Ökumađurinn, lögmađurinn Dwight Arno (Mark Ruffalo) keyrir í burt án ţess ađ gefa upp hver hann er, og međ ţví breytir hann slysinu í glćp. Ethan sá bílstjórann eitt augnablik, en tekst ekki ađ framkalla minninguna á nógu nákvćman hátt til ađ greina bílstjórann.

Hjónin og dóttir ţeirra Emma (Ella Fanning) eru harmi slegin, og enn erfiđara finnst Ethan ađ skilja hvernig manneskja geti veriđ svo grimm ađ keyra í burtu eftir ađ hafa drepiđ 10 ára barn. Ethan heitir ađ finna morđingjann, er í virkum samskiptum viđ lögregluna, leitar sjálfur ađ sökudólginum og trúir ađ um einhverja yfirhylmingu sé ađ rćđa. Hann rćđur lögfrćđing sér til ađstođar, en verđur á ađ ráđa Dwight í starfiđ.

Dwight er fráskilinn fađir, sem hafđi veriđ á hafnarboltaleik međ syni sínum Lucas (Eddie Alderson), en ţurfti ađ flýta sér heim vegna framlengingar leiksins og stöđugra símhringinga fyrri eiginkonu hans, Ruth (Mira Sorvino). Viđ áreksturinn rekst Lucas í mćlaborđiđ, en hann hafđi veriđ sofandi án öryggisbeltis og ţví ekki séđ fórnarlamb árekstursins.

Dwight ţjáist af djúpri sektarkennd og langar ađ gefa sig fram, ćtlar ađ gera ţađ, en vill fyrst sjá úrslitaleik hafnarboltaársins međ syni sínum, gefa sig síđan fram og lenda í fangelsi. Vandinn eykst hins vegar ţegar Ethan áttar sig á ađ Dwight var bílstjórinn, kaupir sér byssu og ákveđur ađ taka málin í eigin hendur.

"Reservation Road" er ágćtlega leikin af fínum leikurum, en kemst hins vegar ekki upp úr hjólförum melódramans. Ég var einfaldlega ekki sannfćrđur. Ţađ vantađi einhverja dýpt. Hugsanlega í handritinu eđa plottinu, hugsanlega í leiknum. Ţađ er erfitt ađ segja.

"Reservation Road" virkađi einfaldlega ekki á mig, ţó ađ hún sé vel gerđ. Hún gćti hins vegar vel virkađ á ţig.

 

photo_03_hires
Ethan sýnir Dwight hvar glćpurinn átti sér stađ. Dwight er sökudólgurinn, Ethan grunar hann um grćsku, en Dwight er lögmađur Ethan í máli Ethans gegn Dwight.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband