Hvað eru hryðjuverk, landráð og ítrekuð rán?

Samkvæmt rannsóknarskýrslunni virðast hafa verið framin landráð og hryðjuverk gagnvart íslensku þjóðinni með skipulögðum og leyndum hætti, þar sem mikill fjöldi manna er samsekur.

Ég velti jafnvel fyrir mér hvort að einkavinavæðing bankanna flokkist undir landráð.

Í þessu frumvarpi til laga frá 2005 kemur fram að landráð fyrnist aldrei samkvæmt íslenskum lögum. Ætli það gæti flokkast sem landráð að breyta þessu?

Í núverandi refsilöggjöf fer lengd fyrningarfrests eftir lengd hámarksrefsingar sem lögð er við viðkomandi broti. Aðeins þeir glæpir þar sem hámarksrefsing er ævilangt fangelsi fyrnast aldrei skv. IX. kafla almennra hegningarlaga. Þetta eru landráð skv. 86. gr. og 87. gr. laganna, brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess skv. 98. gr. og 100. gr., hryðjuverk skv. 100. gr. a, manndráp skv. 211. gr., mannrán skv. 226. gr. og ítrekuð rán skv. 255. gr.

Mér þótti þetta afar áhugavert, þar sem í umræðunni er talað um ráðherrafyrningu sem telst til 3ja ára eða glæpi þar sem viðurlög eru meira en 2 ár, á þetta ekki við. Gerist ráðherra sekur eða samsekur um hryðjuverk, landráð eða ítrekuð rán, ætti fyrning ekki að vera til staðar.

Það væri fínt að fá þessi fyrningarmál á hreint, sem og eðli þeirra glæpa sem framdir hafa verið.

Mér sýnist að flestir muni sleppa vegna fyrningarákvæða, nema þeir verði sóttir til saka fyrir hryðjuverk, landráð, eða ítrekuð rán.

Ég þykist ekki vita hver hin eina rétta lögfræðilega túlkun á þessum málum er, en umræða um þetta er nauðsynleg.

 

Heimildir: 

Almenn hegningarlög

131. löggjafarþing 2004–2005. Þskj. 72  —  72. mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Sammála. Þetta flokkast undir "hagræn hryðjuverk" og það á að gera allt sem hugsanlegt er til að ALLIR sem þessu hafa valdið verði látnir svara til saka. Það nægir ekki að menn biðjist afsökunar, heldur verða þetta fólk að greiða, t.d. til Mæðrastyrksnefndar, upphæðir sem skipta verulega máli við að halda uppi því fólki sem það hefur komið á kaldann klaka. Þannig ætti Björgúlfur Thor að losa um eitthvað af peningunum sínum sem hann hefur falið erlendis og senda Mæðrastyrksnefnd svo sem eins og einn eða tvo miljarða króna. Þá væri möguleiki að fyrirgefa honum því þá er hugsanlegt að hugur fylgi máli í afsökunarbeiðni hans.

Tómas H Sveinsson, 14.4.2010 kl. 09:21

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skrifar skemmtilega harkalega

Don Hrannar de Breiðholt

gangi þér vel, BF.

Baldur Fjölnisson, 14.4.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband