Hvað er æra og hvernig er hægt að reisa hana upp?

Undanfarið hefur mikið verið rætt um "uppreist æru", og lagalegan skilning þess hugtaks, en mig langar að velta fyrir mér raunverulegri merkingu hugtaksins í víðum skilningi heilbrigðar skynsemi frekar en hinum þrönga lagalega skilningi.

Í stuttu máli er lagalegi skilningurinn sá að uppreist æru getur afbrotamaður fengið sinni hann störfum þar sem skilyrði fyrir starfinu er 'hreinn skjöldur' eða 'óflekkað mannorð', eða algjörlega fyrirgefningu allra synda innan íslensks lagaramma, sem þýðir að þrátt fyrir fyrri afbrot getur viðkomandi starfað við lögvarin störf að nýju. Sjá nánar á Vísindavefnum.

Siðrof gæti hafa átt sér stað milli laga og siðferðis, þar sem að almennur skilningur á uppreist æru er sá að fyrst og fremst saklaus manneskja geti fengið mannorð sitt hreinsað, efir að hafa verið saklaus dæmd, á meðan lagaumhverfið og stjórnmál virðast líta á það sem mögulegt mannanna verk að hreinsa mannorðs manns sem hefur sannarlega brotið alvarlega af sér, án þess að viðkomandi sýni iðrun eða viðurkenni nokkurn tíma að hafa haft rangt við, þó að sannarlega sé það raunin.

Þegar manneskja sek um alvarlega glæpi fær uppreist æru þykir það ekki eðlilegt nema brotið hafi verið tæknilegt eða smávægileg mistök eins og ógreiddar stöðumælasektir, umferðabrot eins og að virða ekki stöðvunarskyldu eða vera ekki með bílbelti spennt, eða stolið brauðhleif til að seðja hungur, en þegar brotið hefur verið alvarlegt og manneskjan dæmd og reynst sek fyrir glæpi eins og stórþjófnað, kynferðisglæpi, morð, líkamsárás, og þar fram eftir götunum, þá ætti uppreist æru ekki að vera möguleg. Sumir glæpir eru það alvarlegir að mannorðið verður ekki hreinsað í náttúrulegum skilningi, sama þó það sé mögulegt í lagalegum skilningi.

Veltum aðeins fyrir okkur hugtakinu 'æru', það er samheiti yfir heiður eða mannorð, nokkuð sem við lærum af Hávamálum að sé nokkuð sem lifir lengur en nokkur manneskja. Ef við lifum lífinu þannig að við bætum heiminn og líf þeirra sem umgangast okkur án þess að brjóta gegn nokkrum manni, þá getur mannorð okkar lifað lengur en við, og í þessu samhengi sjálfsagt komið okkur í gott álit hjá hinum fornu guðum, en ef við lifum ærulausu lífi lendum við annars staðar en í náð hjá Þóri, Óðni og félögum, sjálfsagt gleymumst bara í einhverju eilífðar drullumalli.

 

Deyr fé,

deyja frændur,

deyr sjálfur ið sama.


En orðstír

deyr aldregi

hveim er sér góðan getur.

 

Það sama er hægt að segja um kristið siðferði, að sá sem hefur gott mannorð á séns á nokkuð flottu eftirlífi, en sá sem hefur glatað mannorði sínu, æru eða heiðri fer rakleiðis til heljar þar sem þægindin eru engin.

Út frá sjónarhorni heilbrigðar skynsemi hlýtur hver sem er að sjá að ekkert mannlegt vald getur hreinsað æru manns sem brotið hefur alvarlega af sér, og eina leiðin fyrir slíka manneskju hljóti að vera að sýna djúpa iðrun, óska fyrirgefningar frá fórnarlömbum sínum og lifa lífinu ekki aðeins án þess að brjóta af sér, heldur verður viðkomandi að vinna sér inn fyrir endurreistri æru, fá samþykki þeirra sem brotið var gegn, og þá fyrst, hugsanlega, fengið hina lagalegu u æru.

Rætt hefur verið um fyrirgefningu þegar kemur að uppreist æru. Fyrirgefning er fyrst og fremst kristið hugtak, þar sem að manneskja sem hefur verið brotið gegn, hefur val um að hatast við afbrotamanninn og stefna á hefnd, eða fyrirgefa afbrotamanninum og öðlast þannig innri frið. Slíkri fyrirgefningu er ekki hægt að þvinga upp á fólk, slíkt kallast að þvinga eigin trúarskoðunum yfir á aðra, og er nokkuð sem heiðvirt fólk gerir ekki. Fyrirgefning er gott fyrirbæri, en aðeins ef hún er valin af þeim sem þurfti að þola brot.

En lykilatriðið hér sem enginn ætti að gleyma, er að lögin byggja á siðferði, en ekki öfugt. Lög sem byggja á öðru en því sem er siðferðilega réttlætanlegt, og þá með skýrum rökum og beitingu heilbrigðar skynsemi, flokkast sem ólög - og sé ég ekki betur en að lögin um uppreist æru eins og þau eru á Íslandi í dag, séu ólög sem þarf að breyta, enda varla nokkurn tíma hugsað eða ætlað þegar þessi lög voru skrifuð, að harðsvíraðir glæpamenn gætu fengið uppreist æru án þess að hafa áunnið sér hana á ný.


Hvernig getur þú gert heiminn betri?

Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig ég get bætt heiminn. Nú erum við ekki að tala um að bjarga heiminum frá einhverri ógurlegri ógn, heldur eru þetta einungis fletir sem mér sýnist að gætu bætt heiminn, ef sérhver manneskja reynir að bæta þetta hjá...

Hátíð ljóss og friðar enn og aftur

Kominn er tími til að fagna sigri ljóssins yfir myrkrinu enn á ný. Hverju sem þú trúir eða ekki trúir, þá er von um bjartari tíma framundan. Sumum líkar að yfirfæra þessa von á lífið sjálft. Ég lái þeim ekki. Gleðileg jól og njótið þess að vera til,...

Er fjölmiðlun í dag meiri skáldskapur en gagnrýnin hugsun?

Mikið er fjallað um mögulegt eldgos á Íslandi í mörgum af virtustu fjölmiðlum heimsins vegna hugsanlegra afleiðinga fyrir flugsamgöngur. Þetta er skýrt dæmi um hvernig fjölmiðlun virðist hafa breyst í einhvers konar eltingarleik um seljanlegustu...

Ömurlegasta veitingahús... í heimi?

Í gær fórum við út að borða. Þetta var í gömlu húsi. Það var ákveðinn sjarmi yfir því. Brakaði í tröppunum upp á aðra hæð og það virkaði svolítið þröngt. Áður hafði verið þarna nokkuð slakt veitingahús, en okkur var tjáð að búið var að skipta út öllu...

Aðeins um kennara

Sú skoðun heyrist stundum að laun kennara ættu að felast í því að geta látið gott af sér leiða. Að baki þessari skoðun virðist sú trú að kennari sé einhvers konar píslarvottur, munkur, nunna eða heilög vera sem lifir á loftinu og góðviljanum einum saman....

Áramótaheit 2013

Árið 2014 rennur brátt að ósi, bakkafullum af loforðum. Betri tímar bíða handan við næsta horn, ævintýrin og möguleikarnir láta ekki á sér standa. Ég heiti því að vera opinn fyrir tækifærum og ef þrautin reynist að stökkva yfir fljótið þar sem bilið...

Gleðileg jól

Kæru bloggvinir og aðrir vinir. Ég hef lítið bloggað í ár, en hef fylgst með ykkur hinumegin við netið. Gleðileg jól.

Tengt PISA: Hversu mikinn tíma nota íslensk börn og unglingar til að læra heima?

Í tilefni af PISA niðurstöðum um daginn, þar sem ljós kom að 15 ára íslensk skólabörn voru langt á eftir börnum frá öðrum löndum í ákveðinni fagþekkingu, spurði ég samstarfsfélaga minn frá Singapore hvernig aðstæður væru í hans landi, af hverju nemendur...

Er þetta sönn saga um goðatrú á Íslandi?

Íslensku vinir: ég heyrði nokkuð skemmtilega sögu í morgun, sem ég á bágt með að trúa. Þetta var sagt á National Public Radio í Bandaríkjunum. "I heard a fantastic story on National Public Radio today. It seems an Icelandic poet was trying to get the...

Ósamræmi milli upplýsinga fráfarandi ríkisstjórnar og veruleikans?

Það kæmi mér ekki á óvart. Á meðan við heyrum stanslausan úr þeim búðum um árangur eftir Hrun, þá á ég bágt með að trúa því. Ég styð ekki þær hugmyndir á tölulegum hagfræðirannsóknum, heldur á samtölum við fólk. Margir hafa neyðst til að flytja úr landi....

Samantekt um kosningar 2013: Gamaldags reglur um fimm prósent og atkvæðavægi?

Kosningarnar í ár þótti mér góðar, eða eins góðar og mögulegt var miðað við þær aðstæður sem ríkja. Samfylking og Vinstri grænir áttu skilið að fá rassskell eftir hræðilega frammistöðu síðustu fjögur ár. Forysta í höndum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar...

Draumur um betri stjórnmálatíð á Íslandi - eða bara útópía?

Ég er einn af þeim sem hef fengið ógeð á Alþingi Íslendinga. Á fjögurra ára fresti kjósum við ókunnugt fólk til að setja okkur lög og taka ákvarðanir byggðar á almannahag. Alltaf kemur í ljós, sama hver hefur verið kosinn og sama af hvaða ástæðum, að...

Stríðið um verðtrygginguna

Ég sé tvo hópa á vígvellinum, ennþá rauðum eftir miskunnarlausa slátrun á íslenskum heimilum. Nokkur skuldug heimili standa þó eftir. Þeim til varnar standa örþreyttar hetjur, vopnaðar bogum, sverðum og skjöldum. Örmagna reyna þær að mynda skjaldborg,...

Er upptaka Evru og innganga í ESB galin hugmynd á þessum tímum?

Ræddi við félagi minn frá Grikklandi í hádeginu um ESB og evrumálin. Hann sagði, nokkurn veginn svona: "Þið Íslendingar eigið aldrei, aldrei, aldrei að taka upp Evru. Þið eigið aldrei að ganga í Evrópusambandið. Sjáðu hvernig fór fyrir okkur! Horfðu til...

Stjórnlagamálið og atkvæðagreiðsla: Pólitískar klíkur gegn almannahag?

Málið hófst í byltingu. Hinni svokölluðu búsáhaldabyltingu. Þúsundir Íslendinga lögðu leið sína að Alþingishúsinu og börðu á potta og pönnur, kröfðust þess að hlustað yrði á þjóðina. Árangurinn var sá að ríkisstjórn var steypt af kolli og ný kosin í...

Vilja Sjálfstæðismenn frekar fylgja kristnum gildum en heilbrigðri skynsemi og gagnrýnni hugsun?

Landsþing Sjálfstæðismanna hafnaði að breytingartillögu á þessum orðum: "Sjálfstæðisflokkurinn telur að kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr og að hlúa beri að kirkju og trúarlífi. Sjálfstæðisflokkurinn vill standa vörð um þjóðkirkju...

Að gefnu tilefni: "I am Cow"

(Margmiðlunarefni)

ICESAVE - hin mesta skömm?

"Eina skömmin er að skammast sín ekki." - Blaise Pascal Íslenska ríkisstjórnin með Samfylkingu og Vinstri Græna í forsvari bera ábyrgð á að hafa reynt að þvinga ICESAVE samningum upp á íslensku þjóðina, ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur þrisvar. Því...

10 kvikmyndir í uppáhaldi hjá Don Hrannari

Það er gaman að gera svona lista stöku sinnum. Þessi listi er fyrst og fremst gerður til gamans. Kvikmyndirnar sem um ræðir eru ekki endilega álitnar mestu meistaraverk kvikmyndasögunnar, heldur eru þetta myndir sem mér finnst gaman að horfa á, aftur og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband