Áramótaheit 2013

serenity-wide_450

Árið 2014 rennur brátt að ósi, bakkafullum af loforðum. Betri tímar bíða handan við næsta horn, ævintýrin og möguleikarnir láta ekki á sér standa.

Ég heiti því að vera opinn fyrir tækifærum og ef þrautin reynist að stökkva yfir fljótið þar sem bilið virðist of breitt, að hafa hugrekki, leikni og þor til að taka stökkið.

Ég bið um stóíska ró til að viðurkenna það sem ég get ekki breytt, hugrekki til að breyta því sem ég get breytt, og visku til að þekkja muninn á því sem ég get og get ekki breytt.

Megi árið 2014 verða þér til heilla, bloggvinur og lesandi góður!

 

Áramótakveðja,

Don Hrannar 

 

 ---

 

Mynd: HD Wallpapers 

Heimildir: Æðruleysisbænin úr Biblíunni endurskrifuð með mínum orðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband