Hugmynd um heimspeki

"Einn hefðbundinn skilningur á heimspeki er sá að hún sé endalaus leit þekkingar og skilnings á heiminum. Annar hefðbundinn skilningur er sá að hún sé heild eða kerfi allrar öruggar þekkingar á veruleikanum, vísindi allra vísinda. Hinn þriðji hefðbundni skilningur á heimspeki er sá að hún sé fræðigrein um hinstu rök og ástæður hlutanna, hún sé altækust allra fræða því að hún fjalli um undirstöðuatriði í skilningi okkar á veruleikanum." - Páll Skúlason, Pælingar II

 

Mig langar að grípa þessar pælingar Páls á lofti og velta aðeins vöngum yfir þeim. Vonandni finnst gjafmild heimspeki í slíkum vangaveltum. 

 

Leit þekkingar og skilnings á heiminum

Í þessari hugmynd felst heimspekin í manneskju sem leitar sannleikans, en þekking og skilningur á heiminum er ekkert annað en sannleikurinn. Þessi manneskja er oft kölluð heimspekingur eða heimspekileg, enda er það hegðun hennar og hugsun sem skilgreinir hana. Hún fær ákveðin verkfæri í þessa ævintýralegu leit, sem eru skynfæri hennar, rökhugsun og dómgreind. Takist henni að beita þessum verkfærum vel, er hún líklegri til að nálgast sannleikann heldur en með nokkrum öðrum verkfærum sem við þekkjum, eins og skoðunum, trú, innsæi og tilfinningum. Samt gæti verið áhugavert fyrir manneskjur sem stunda sömu leit en með ólíkum verkfærum að ræða saman og átta sig á hvað hvert og eitt okkar hefur fundið á lífsleiðinni, hvert leitin hefur leitt okkur.

 

Heild eða kerfi allrar öruggar þekkingar á veruleikanum

Þetta er frekar vandasöm hugmynd, þar sem stóra spurningin er hvort örugg þekking sé yfir höfuð möguleg. Við getum leitað að öruggri þekkingu bæði í stóru og smáu samhengi og áttað okkur á að hugsanlega sé enginn munur á öruggri þekkingu og trú. Reyndar er þar mikill munur, því trú getur byggt á nánast hvaða forsendu sem er, á meðan örugg þekking þarf að byggja á rökum sem hægt er að réttlæta með sönnunargögnum. Við getum vitað af öryggi að jörðin snýst um sólina, rétt eins og Bubbi, en getum við vitað hvað það þýðir, hvað jörðin og sólin eru bæði í hinu smáa samhengi einstaklingsins og stóra samhengi himintunglanna? Getum við skilið þetta samband af slíkum hreinleika að við byrjum ekki að skálda eitthvað til að átta okkur betur á hlutunum, og að okkar eigin skáldskapur villi okkur sýn? Er nóg að sjá samhengið með skýrum rökum, eða þurfum við að bæta einhverju kjöti á beinin?

 

Fræðigrein um hinstu rök og ástæður hlutanna

Þetta er í raun sú hugsun sem við heyrum stöðugt hjá börnum, oft áður en þau byrja í skóla og eru að velta fyrir sér öllu mögulegu í heiminum. Stundum reynum við að útskýra hlutina fyrir barni, sem jafnvel skilur ekki öll orðin sem við notum, hvað þá heiminn, og getur þá lítið annað gert en að beita því öfluga vopni sem undrunin er, og spyrja í sífellu: "Af hverju?" Það að spyrja af hverju við hverju svari er góð leið til að kafa djúpar í meiningu þess sem heldur einhverju fram. Það getur verið pirrandi að vera á hinum enda 'af-hverju-spurninga', en ef þú gerir þitt besta til að svara, þá muntu á endanum átta þig betur á eigin takmörkunum og skilningi, þú getur átt von á að uppgötva að þú vitir og skiljir ekki hlutina jafn vel og þú hélst. Og það eitt gefur þér aukna dýpt og þekkingu á þér og veruleikanum.


Dýrmætasta sameign Íslendinga?

"Oft er sagt að tungumálið sé dýrmætasta sameiginlega eign okkar Íslendinga. Önnur dýrmæt sameign eru hugmyndir og skoðanir á lífinu og tilverunni, sjálfum okkur og heiminum." (Páll Skúlason, Pælingar II, 1989) Mig langar að pæla aðeins. Hugmyndin er...

Hvað er góð kennslustund?

Hefurðu einhvern tíma setið á námskeiði þar sem leiðbeinandi eða kennari talar allan tímann og reiknar með að allt sem hann eða hún segir skiljist af nemendum sínum, og spyr svo kannski í lok tímans, "hafið þið einhverjar spurningar?" Það er ekki...

Erum við að stela þegar við deilum ekki af sjálfum okkur?

"Ef þú hikar við að markaðssetja það sem þú hefur fram að færa er málið ekki feimni eða að þú sért tvístíga. Það er að þú ert að stela, vegna þess að einhver gæti þurft að læra frá þér, taka þátt með þér eða kaupa frá þér." ( Seth Godin , This is...

Getum við vitað þegar einhver lýgur að okkur?

Við ljúgum þegar við viljandi segjum einhverjum öðrum eitthvað ósatt. En að vita hvenær einhver gerir eitthvað viljandi eða óviljandi er næstum ómögulegt að átta sig á. Við getum trúað einhverju um ætlun annarra, en við getum aldrei fyllilega vitað...

Þekkjum við okkar ytri og innri veruleika?

Við lifum samtímis í tveimur veruleikum; innri veruleika sálarlífsins og ytri veruleika heimsins. Báðir eru þessir veruleikar gríðarlega stórir og upplýsingar um þá takmarkaðar. Upplýsingar um hinn ytri veruleika kemur frá skynfærum okkar, vísindalegum...

Hvernig geta reiðiköst gert þig að betri manneskju?

Þegar við reiðumst getum við algjörlega tapað okkur eins og lýst var í fyrri grein, við heyrum hvorki né sjáum. Það er mögulegt að bregðast við með því að telja upp að tíu og síðan afturábak á núllið. En hvað svo? Það sem gerist þegar við höfum byggt...

Hvernig bregstu við eigin reiði?

Hver kannast ekki við það að hafa allt í einu fundið til mikillar reiði, svo mikillar að maður hvorki sér né heyrir neitt lengur, heldur hefur ríka tilhneigingu til að bregðast við? Við stjórnum reiðinni misjafnlega vel. Sumir hafa stuttan kveikiþráð,...

Getum við valið gleði eða depurð?

Þú stendur fyrir framan aftökusveit með bundið fyrir augun. Hendur þínar eru reyrðar fyrir aftan bak og fæturnir bundnir við staur. Geturðu eitthvað gert í málunum? Maðurinn sem stjórnar aftökusveitinni byrjar að telja niður. Þú getur ekki losnað úr...

Ættu hinir skynsömu að skera upp herör gegn ósannindum?

Skynsemin er í sjálfu sér sára einföld. Hún snýst um að við söfnum að okkur áreiðanlegum upplýsingum og áttum okkar á sambandinu milli þeirra. Hins vegar getur reynst erfitt að átta sig á hvaða upplýsingar eru áreiðanlegar eða ekki. Einnig getur okkur...

Af hverju fyrirlítur sumt fólk frelsið?

Í bandarískum stjórnmálum er talað um íhaldið gegn frjálshyggju, á meðan íhaldið á Íslandi þykist að minnsta kosti aðhyllast frjálshyggju. Það gleymist stundum að frelsið er lykilhugtak hjá lýðræðisríkjum, að fólk sé frjálst til að kjósa og lifa lífinu...

Er "manneskjan" til eða bara hugarburður?

Allir sem lesa þennan texta eru manneskjur reikna ég með. Það kæmi mér virkilega á óvart ef einhver sem ekki er manneskja les þetta, og reikna ég þá með að það séu mörg hundruð ár síðan ég skrifaði þetta og þú lest þetta. En hvað þýðir það að vera...

Getum við valið um að lifa innihaldsríku eða tómu lífi?

Til að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur á hvort að innihaldsríkt eða tómt líf sé eitthvað sem kemur fyrir okkur eða hvort það sé eitthvað sem við veljum. Aðstæður okkar geta verið ólíkar, við getum verið á erfiðum stað í lífinu og...

Eru þeir sem ljúga og blekkja tómir heimskingjar?

Til eru fjórar leiðir til að taka þátt í samræðu. Leið 1: Þú getur virt reglur rökfræðinnar og stuðst við staðreyndir og vel rökstuddar hugmyndir. Þeir sem tilheyra þessum hópi bera virðingu fyrir sannleikanum og sjá hann sem einhvers konar leiðarljós,...

Vilt þú lifa sama lífi aftur?

Gefum okkur að þú liggir uppi í sófa og sért að glápa á Netflix. Það er enginn hjá þér og myndin er skemmtileg. Skyndilega fer allt rafmagn og þú situr í myrkrinu enda áttu hvorki kerti né LED kerti með rafhlöðum. Þú liggur bara uppi í sófa og hallar...

Geturðu ímyndað þér allt og ekkert án þess að bresta í hljóðan grát?

Hefurðu einhvern tíma velt af alvöru fyrir þér hugtökunum ‘allt’ og ‘ekkert’? Hefur það hvörflað að þér að þessi hugtök eru ekki jafn augljós og þau virðast við fyrstu sýn? Hugmyndirnar um algjörlega allt og algjörlega ekkert eru...

Hræðilegar skoðanir fylgja okkur eins og skugginn

Við höfum öll einhverjar skoðanir. Þær eru misjafnlega góðar, þær bestu eru byggðar á þekkingu, reynslu og skilningi, þær verri geta komið úr ólíkum áttum, og skortir yfirleitt yfirvegaða umhugsun. Stundum eru slæmar skoðanir vel rökstuddar og...

Sú sorglega staðreynd að við erum varla til

Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér hvað við erum smá, bæði þegar kemur að rúmi og tíma? Þegar við sjáum fyrir okkur Fjöldi manneskja á jörðinni er að nálgast átta milljarða. Það er varla að maður kunni að skrifa töluna: 8000000000. Og pældu í því að...

Aðeins um eyðingarhyggju

Eyðingarhyggja (nihilismi) er ein af mörgum mögulegum leiðum til að hugsa um heiminn, og að mínu mati afar vond leið, en manneskja sem lifir eftir þessu hugarfari efast um öll mannleg gildi og þekkingu. Slík manneskja virðir ekki sannleikann viðlits og...

Kapphlaupið um lífsgæðin

Manneskjur eru sífellt á fleygiferð hvar sem er í heiminum. Reyndar hvílast þær flestar á nóttinni, en yfir daginn skjótast þær fram og til baka á fleygiferð, alltaf að flýta sér að komast eitthvert annað, kannski vegna þess að þeim sýnist grasið alltaf...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband