Þekkjum við okkar ytri og innri veruleika?

ECAF9A84-F1F8-4803-84B5-D5C543A0E828

Við lifum samtímis í tveimur veruleikum; innri veruleika sálarlífsins og ytri veruleika heimsins. Báðir eru þessir veruleikar gríðarlega stórir og upplýsingar um þá takmarkaðar. 

Upplýsingar um hinn ytri veruleika kemur frá skynfærum okkar, vísindalegum rannsóknum og samansafnaðri visku, og reyndar stundum fáfræði sem við höfum erft frá fyrri kynslóðum. En þessi erfða þekking (eða trú) tengir þessa tvo veruleika saman í sérhverri manneskju.

Lögmálin á bakvið það að kynnast sjálfum og innri veruleika eru allt önnur en þau sem við notum til að læra um hinn ytri veruleika. 

Við getum lært ýmislegt um hinn innri veruleika, bæði persónulegan og samfélagslegan, með því að lesa og læra heimspeki, bókmenntir, listir, tungumál og nánast allt það sem við kemur hugvísindum.

Það er samt sífellt stór spurning hvenær hægt er að alhæfa eitthvað um þessa óskildu veruleika. Hvenær vitum við eitthvað með fullri vissu um hluti í þeim báðum, og hvenær er það sem við teljum okkur vita aðeins trú, sem verður hugsanlega augljós framtíðar kynslóðum en er okkur hulin í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Við sem trúum Guði alhæfum margt þó mikið sé okkur hulið.

Maðurinn er ekki aðeins tvískiptur heldur þrískiptur. Hann lifir samtímis  í anda, í sál og í líkama. Maðurinn er fyrst og fremst andi, sem hefur sál og býr í líkama.  Þegar maðurinn deyr yfirgefa líkama hans, andi og sál.

Mikilvægast er að maðurinn fái breytt sínum innri veruleika, anda og sál, að hann frelsist, til þess að hann fái lifað eilíflega. Vegna þess að allir menn hafa fallið í synd gegn Guði frá dögum Adams og Evu.

Breyting getur aðeins gerst þegar maður tekur á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum. Til þessa það sé hægt þurfum við að læra að þekkja Guð af spjöldum Biblíunnar. 

Margar kirkjur hafa fermingarfræðslu og reyna síðan að fá fermingarbörnin til að játa Jesú Krist inn í hjarta sitt til að þau frelsist. Ef það tekst breytir það þeirra innri veruleika til líkingar við Jesú.

 

Ytri veruleikinn er líkaminn. Þótt líkaminn sé gerður úr efniviði þessa heims, og margt sé vitað um hann af svokölluðum vísindamönnum, vita þeir fæstir um andlega þætti líkamans. Þessi líkami okkar verður ekki frelsaður, hann mun hrörna og verður að deyja, vegna þess að hann hreykir sé ætíð gegn Guði. Þess vegna er stöðug barátta frelsaðra manna, (ekki hinna ófrelsuðu), milli þeirra innri manns og hins ytri.

Í upprisunni rís upp nýr andlegur líkami.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 5.6.2021 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband