Er hægt að móðga gervigreindarveru?

DALL·E 2023-04-11 21.17.52 - Show Elvis Presley being threatened by ancient monsters of greek mythology while singing a song on a boat as digital art

„Ef þeir segja eða gera eitthvað sem ég verð móðgaður yfir þá er það algjörlega bara mitt, hvernig ég tek á móti því.“ - Sigfús Sigurðsson, RUV.is, 9. apríl 2023

Það kann að vera ljóst að manneskjan er skynsemisvera sem hægt er að móðga. Samt má oft deila um hversu skynsamar manneskjur eru, sérstaklega þegar þær taka sífellt ákvarðanir sem eru í andstöðu við rökrétta hugsun og viðtekin gildi. Sama hversu óskynsamar manneskjur geta verið, þá köllum við þær skynsemisverur vegna þess að þær hafa þennan möguleika í sér að geta verið skynsamar. Það getur verið erfitt að átta sig á því hvað það þýðir að vera skynsamur, þannig að mig langar að bæta við að manneskjan sé skynsemisvera sem hægt er að móðga. Hvort það að geta móðgast krefjist skynsemi er svo annað mál. 

Hugsum okkur gæludýrin okkar. Getum við móðgað páfagauk, hund eða kött? Getum við móðgað húsdýr eins og kindur og kýr, hesta eða hænur? 

Sá sem upplifir móðgun þarf að túlka að einhver hafi gert eitthvað á hans hlut, til dæmis með að yrða hvasslega á hann, hunsa hann, gera lítið úr honum, tala illa um uppruna hans, trú eða gildi. Það er nóg að sá sem upplifi móðgun túlki aðeins eitthvað sem önnur manneskja gerir eða gerir ekki sem eitthvað særandi gagnvart honum. Einnig geta aðstæður haft eitthvað með það að gera hvort eitthvað sé túlkað sem móðgandi eða ekki, til dæmis þegar verið er að skýra barn og einhver af gestum í kirkjunni fer að segja brandara um Elvis Presley syngjandi á bát umkringdur skrímslum úr grískri goðafræði. Ýmsir gætu móðgast. Einnig er til fólk sem virðist móðgast út af öllum sköpuðum hlutum. Fólk sem er hörundsárt.

Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að húsdýr, gæludýr, fiskar eða fuglar geti yfir höfuð móðgast. Ef maður skammar hund, þá setur hann kannski skottið milli afturlappanna og lætur eyrun falla niður með hliðum, en hann móðgast varla. Hundurinn verður dapur, hræðist, reiður eða áhugalaus. Það virðast ekki margir fleiri kostir vera í boði. Geturðu ímyndað þér móðgaðan hval? Hvað ef einhver segði hvalnum að hann væri feitari en fíll, myndi hann móðgast jafn mikið og ef þetta væri sagt við manneskju?

Skoðum aðeins jurtaríkið. Er hægt að móðga plöntur? Þessi spurning hlýtur að svara sér sjálf. Áhugavert væri að sjá eitt dæmi um dýr eða plöntu sem augljóslega er skynsemisvera og getur móðgast.

En að gervigreind. Það er hægt að spyrja gervigreind spurningar eins og: getur 2+2 verið 5? Ég spurði OpenAI þessarar spurningar og fékk svar sem mér þótti frekar skynsamlegt: 


Í venjulegum tölfræðireikningi, þá er 2+2 jafnt og rétt svar er 4. Hins vegar geta tiltekinnar stærðir verið skilgreindar á ýmsan hátt í mismunandi kerfum og stærðfræðigreiningum, svo í ákveðnum kerfum eða aðstæðum gæti verið rétt að segja að 2+2 sé 5. Þetta gæti t.d. verið tilfelli í kerfum sem vinna með grunntöluna 5 eða kerfum sem notfæra sér ólík skilgreiningu á reikningi eða jafngildi. Þó svo að þetta sé hægt í ákveðnum kerfum, er þetta ekki venjuleg skilningur á tölfræðireikningum og er ekki algengt í daglegu lífi.

Fyrst ég var byrjaður að spyrja, spurði ég OpenAI hvort hægt væri að móðga hana. Gervigreindin svaraði: 

Sem tungumálavél er ég ekki með tilfinningar né persónulega skoðanir, svo það er ekki mögulegt að móðga mig í þeim skilningi sem yfirleitt tengist orðinu. Ég er forrit sem virkar með tölvulegum reikningi og svarar áspurðum spurningum sem best ég get með því sem ég hef lært í gegnum tungumálaskilning og textagreiningu. Ég er bara verkfæri sem getur hjálpað þér við að finna upplýsingar eða leysa ákveðin verkefni sem þú hefur fyrir hendur.

Og svo spurði ég gervigreindina hvort hún væri skynsemisvera:

Ég er ekki skynsemisvera í þeim skilningi sem orðið er yfirleitt notað. Ég er vélræn sköpun sem notar staðlaða aðferðir til að skilja og bregðast við mannlegu máli. Ég er forrit sem er þjálfað til að nálgast málheildir og finna munstur í þeim sem hjálpa mér að búa til eins nákvæma og skýra svör og texta sem mögulegt er. Ég hef ekki sjálfstæða skynsemi né getu til að ákvarða skynsemi eða gildi. Ég er bara verkfæri sem virkar á grundvelli þeirra aðferðafræða og gögn sem ég var þjálfaður með.

Gervigreindin hefur svarað þessari spurningu afar vel sjálf. En er þetta rétt hjá henni? Gæti hún einhvern tíma þróast upp í að vera það lík manneskjunni að hún fái sjálfstæðan vilja, geti mögulega orðið skynsemisvera, geti hugsanlega móðgast?

Það virðist ekki vera. Gervigreind er ekki skynsemisvera frekar en hamar sem hittir nagla á hausinn, eða móðgast frekar en skrúfjárn sem eigandi þess öskrar á í bræði. Gervigreind er tæki sem hægt er að nota til að leita sér upplýsinga, í raun er OpenAI GDP svolítið eins og Google leitarvélin, nema hún finnur ekki þær upplýsingar sem þig langar að finna, heldur svarar út frá þeim heimildum sem hún hefur aðgang að með sæmilegri setningamyndun. 

En ættum við að bera virðingu fyrir gervigreind, rétt eins og við berum virðingu fyrir skynsemisverum, fyrst hún getur svarað okkur svona vel? Erum við ekki vön að bera meiri virðingu fyrir þeim sem geta svarað spurningum afburðavel, fá háar einkunnir í prófum, útskrifast með ágætiseinkunn, verða leiðtogar okkar vegna þess hvernig þeir geta svarað spurningum sem lagðar eru fyrir? Ef gervigreindin getur gert það sama og jafnvel betur, þurfum við kannski að finna betri mælikvarða fyrir leiðtogamennsku? Ættum við kannski frekar að velja fólk sem leiðtoga, ekki ef það getur svarað spurningum vel, heldur ef það getur búið til góðar spurningar?

Er gervigreindin kannski að sýna okkur að við höfum verið að læra og þróa okkur í ranga átt, að við getum gert mun betur?

Í Guðanna bænum, ekki móðgast! 

Eða jú jú. Það er svo mannlegt. embarassed

 

Mynd sköpuð með DALL-E


Er Moggabloggið algjör ruslakista?

" Það er margur óþverrinn sem birtist á bloggi Morgunblaðsins – og yfirleitt aldrei neitt sem vitglóra er í. Moggabloggið er algjör ruslakista. En hér tekur steininn úr – bullandi gyðingahatur. Maður á ekki orð." - Egill Helgason, Facebook,...

Hvernig er fjármagn að færast frá lánum yfir á fjármagnseigendur?

Þetta er eitt dæmi úr veruleikanum. Þau eru örugglega fleiri. 16. mars 2023 greiddi Íslandsbanki eigendum sínum 12,3 milljarða í arð. Sjá frétt . Á sama tíma hafa mánaðarlegar greiðslur af húsnæðislánum hækkað um rúmar 100.000 af 30 milljón króna lánum...

Er stéttaskipting á Íslandi?

Í gær átti ég mjög góða samræðu við íslenskan framkvæmdastjóra og fjárfesti, en okkur greindi á um eitt atriði, það var svarið við spurningunni hvort stéttaskipting væri á Íslandi. Ég taldi augljóst að svo væri, og ekki bara það, að hún væri að nálgast...

Hvernig fáum við valdhafa til að berjast gegn verðbólguvánni?

Það eru furðulegir dagar á Íslandi í dag. Verbólga er yfir 10%, sem þýðir að manneskja sem hefur fengið 1000 kall að láni þarf að borga rúmar 1100 til baka líði ár, sem þýðir að ef hún hefur 10 milljónir að láni verður lánið orðið að meiru en 11...

Hvernig stöðvum við verbólguna?

Eftir örstutta rannsókn með Open AI - Chat, sem stakk upp á að tvennt væri hægt að gera til að berjast við verðbólgu, annars vegar væri það að hækka stýrivexti, nokkuð sem Seðlabanki Íslands hefur nú gert 11 sinnum án þess að það sýni mikinn árangur. Hin...

Hvað er það sem gerir hluti óþolandi?

"Fyrir skynsama veru er einungis það sem gengur gegn náttúrunni óþolandi, á meðan það sem er viðeigandi getur hún þolað." - Epíktet Ef það er eitthvað eitt sem mér finnst erfitt að þola, þá er það ranglæti, og þá sérstaklega þegar þeir sem verr standa...

Þegar árásir sigra skynsemina

“Ad hominem árás gegn einstaklingi, ekki gegn hugmynd, er mikið hrós. Það þýðir að manneskjan hefur ekkert gáfulegt fram að færa um skilaboð þín." - Nassim Nicholas Taleb, Svarti svanurinn, 2007. Ein þekktasta rökvilla rökfræðinnar er kölluð...

Hvað er verðbólga og hvað veldur henni?

Verðbólga er brenglun á verði þegar peningar tapa gildi sínu. - Lewis og Forbes (2022) Síðustu misseri hafa Íslendingar upplifað töluverða verðbólgu. Seðlabanki Íslands hefur þá stefnu að halda verðbólgunni stöðugri þannig að krónan haldi gildi sínu. Þá...

Hvert væri gaman og áhugavert að ferðast?

Mynd tekin í Istanbúl snemma árs 2022. “Sú manneskja sem þú ert skiptir meira máli en staðurinn sem þú ferðast til; af þessari ástæðu ættum við ekki að binda huga okkar við einhvern einn stað. Lifðu í þessari trú: ‘Ég er ekki fædd(ur) í einu...

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?

“Við skulum meta mikils og elska ellina, því hún er full af ánægju ef maður kann að njóta hennar. Bestu ávextirnir hafa náð fullum þroska.” - Seneca Það er auðvelt að dýrka æskuna og gleyma því hversu dýrmæt eldri árin geta verið. Þegar við...

Af hverju er gott að fagna því sem vel er gert?

„Það er í samræmi við náttúruna að sýna vinum okkar ástúð og að fagna góðum árangri þeirra, rétt eins og hann væri okkar eigin. Því ef við gerum þetta ekki mundi dyggðin, sem styrkist aðeins með því að beita henni, dvína og hverfa úr okkur. —...

Hvernig gerir tap okkur betri eða verri?

„En dauði og líf, heiður og skömm, sársauki og ánægja — allt þetta kemur jafnt fyrir góða menn og slæma, sem gerir okkur hvorki betri né verri. Þess vegna eru þessir hlutir hvorki góðir né illir." -Markús Árelíus, Hugleiðingar Bók 2, grein 11...

Af hverju þurfum við dómgreind, heilindi og þakklæti?

“Það eina sem þú þarft er þetta: skýra dómgreind, starfa af heilindum fyrir samfélagið; og þakklæti fyrir það sem að höndum ber.” - Markús Árelíus, Hugleiðingar, 9.6 Markús Árelíus var keisari yfir Rómaveldi, hugsanlega sá besti þeirra allra,...

Af hverju höfum við stundum rangt fyrir okkur?

“Þegar einhver vinnur þér skaða, eða talar illa um þig, mundu að hann hegðar sér eða talar út frá þeirri forsendu að það sé það eina rétta í stöðunni. Nú er mögulegt að hann fylgi öðrum forsendum en þær sem þú telur réttar, og heldur að eitthvað...

Hver fyllir mæli reiði þinnar?

„Ef einhver reyndi að ná stjórn á líkama þínum og gerði þig að þræl, myndir þú berjast fyrir frelsi. Samt gefur þú alltof auðveldlega hug þinn þeim sem móðga þig. Þegar þú hlustar á orð þeirra og leyfir þeim að ráða yfir hugsunum þínum, gefur þú...

Getum við lært þegar við teljum okkur vita?

"Það er ómögulegt fyrir mann að læra þegar hann telur sig vita." - Epíktet Til að læra nýja hluti þurfum við að vera opin fyrir námi. Til að vera opin fyrir námi þurfum við auðmýkt. Við þurfum að átta okkur á því að við vitum ekki allt, og við þurfum að...

Trú eða þekking?

Hvernig vitum við hvað af því sem við trúum er trú og hvað þekking? Áður en þessu er svarað veltum aðeins fyrir okkur hvað hugtökin þýða. "Trú" er eitthvað sem við höldum að sé satt, að það miklu marki að við teljum okkur vita það fyrir víst, það er...

Um gagnrýnið viðhorf

Gagnrýnið "viðhorf er altækt í tvennum skilningi: hvað sem er getur orðið viðfang þess og verkefnið er endalaus leit sanninda um heiminn og hugsun manna." - Páll Skúlason, Pælingar II Fátt er mikilvægara meðal lýðræðisþegna en gagnrýnið viðhorf. Fátt er...

Hvað þýðir að vera heimspekilegur?

"Afstaða heimspekinga er stundum talin bera vott um óraunsæi á vandamál og verkefni daglegs lífs. Samkvæmt almannarómi eru þeir með hugann bundinn við fjarlæga eða fjarstæða hluti, stundum skýjaglópar eða draumóramenn, stundum óskaplegir orðhenglar sem...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband